Morgunblaðið - 06.09.1987, Side 42

Morgunblaðið - 06.09.1987, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUK 6. SEPTEMBER 1987 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Starfsfólk óskast 1. Til afgreiðslustarfa. Um er að ræða heilsdags- og hálfsdags- störf. 2. Til gagnaskráningar. Um er að ræða hálfsdagsstörf, möguleiki er á sveigjanlegum vinnutíma eða hluta- starfi á mesta álagstíma. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu vorri. Upplýsingar ekki veittar í síma. /.--- EUROCARD v~ ... JJ Kreditkort h.f., Ármúla 28, Reykjavík. Samvinnuferðir Landsýn leitar eftir starfskrafti í farmiðasölu. Aðeins starfsmaður vanur fargjaldaútreikn- ingum og farseðlaútgáfu kemur til greina. Samvinnuferðir Landsýn er eitt öflugasta fyrirtæki íslenskrar ferðaþjónustu vegna mjög aukinna umsvifa leitum við að góðum starfskrafti og bjóðum góða vinnuaðstöðu í samstilltum og hressum hópi á skemmtileg- um vinnustað. Skriflegum umsóknum skal skilað til auglýs- ingadeildar Mbl. merktum: „SL starf — 865" fyrir 10 september. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Samvinnuferóir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKBIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 1« - SIMAR 21400 A 23727 Eldhússtarf Óskum eftir að ráða starfsmann til eldhús- starfa sem fyrst. Vaktavinna. Upplýsingar hjá starfsmannastjóra. SAMBAND ÍSL. SAM VINNUFÉLAGA STARFSMANNAHALD LINDARGÖTU 9A Globusa Lágmúla 5 128 Reykjavík Glóbus — þjónustudeild Vegna síaukinna umsvifa og aukinna sölu óskum við að ráða í eftirtalin störf: • Bifvélavirkja til starfa á bílaverkstæði. • Vélvirkja — bifvélavirkja eða menn vana viðgerðum á diesel og þungavinnuvélum. • Vélstjóra — vélvikrja eða menn vana við- gerðum og niðursetningu bátavéla. • Vélstjóra — rafvélavikrja eða menn vana lyftaraviðgerðum. • Starfsmann til að annast flutninga á nýj- um bílum og ýmis fleiri störf. Upplýsingar gefur þjónustustjóri í síma 681555. Hlutastarf í viðskiptalífinu Stórt sérhæft þjónustufyrirtæki í borginni vill ráða í hlutastarf. Starfið er laust samkvæmt nánara samkomu- lagi. Um er að ræða ýmis sérhæfð ábyrgðarstörf m.a. áætlanagerð og rekstrareftirlit. Jafnt kemur til greina að ráða viðskiptafræðing eða aðila, karl eða konu, með góða almenna menntun og haldgóða starfsreynslu í við- skiptalífinu. Góð enskukunnátta skilyrði, þar eð starfið krefst mikilla samskipta við útlönd. Einnig er unnið að hluta til eftir erlendum fyrirmynd- um. Þetta er gott starf sem býður upp á góða framtíðarmöguleika á mörgum sviðum. Há laun í boði. Góð vinnuaðstaða. Allar nánari upplýsingar veittar í algjörum trúnaði á skrifstofu okkar. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun ásamt starfsreynslu sendist skrifstofu okkar fyrir 13. sept. nk. ftlÐNlIÓNSSON RÁÐCJÖF & RÁÐN l N GARÞjÓN U STA TÚNGÖTU 5, 101 REYKJAVÍK — PÓSTHÓLF 693 SÍMI621322 Afgreiðslufólk íbakarí Okkur vantar afgreiðslufólk í bakarí okkar í Suðurveri, sem er eitt glæsilegasta bakaríð í borginni. Vaktavinna. Upplýsingar í síma 681421. c.Bakarameistarinru 8UDURVERI * 334SO 8 681421 Bæjarritari Starf bæjarritara á Siglufirði er laust til um- sóknar. Æskilegt er að viðkomandi hafi viðskiptafræðimenntun og eða reynslu í sam- bærilegum störfum. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 21. sept- ember nk. sem einnig veitir nánari upplýsingar um starfið í síma 96-71700. Bæjarstjórinn Siglufirði. Sálfræðingar Sálfræðingar óskast til starfa á Fræðsluskrif- stofu Reykjanesumdæmis. Nánari upplýsing- ar gefur undirritaður. Fræðslustjóri Reykjanesumdæmis, Lyngási 11, Garðabæ, sími 54011. Járniðnaðarmenn Rennismiðir, plötusmiðir og rafsuðumenn, svo og nemar í þessum greinum óskast nú þegar. Mikil vinna. Stálsmiðjan hf., sími24400. Verksmiðjustörf Óskum að ráða duglegt og áhugasamt fólk til léttra og þrifalegra starfa í áfyllingar- og pökkunardeild. Mötuneyti á staðnum. Upplýsingar í síma 11547. Moma^ Skúlagötu 42, sími 11547 Skrifstofumaður Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa laust til umsóknar starf skrifstofumanns. Starfið felst að mestu leyti í sendiferðum auk almennra skrifstofustarfa. Þarf að hafa bílpróf. Laun eru samkvæmt kjarasamning- um B.S.R.B. og ríkisins. Upplýsingar um starfið eru veittar hjá deildar- stjóra starfsmannahalds. ^RARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Laugavegi 118, 105 Reykjavík. Sunnuhlíð Kópavogsbraut 1 Sími 45550 Sjúkraliðar Hvernig væri að breyta til? Enn eru lausar stöður. Öldrunarhjúkrun, einn launaflokkur, hærri laun. Barnaheimili er á staðnum. í Sunnuhlíð er góð vinnuaðstaða og mjög góður starfsandi. Hringið — komið. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri Rannveig Þórólfsdóttir, sími 45550. KRISTJÁn SIGGEIRSSOn HF. Laugavegi 13, Reykjavík, sími25870. Húsgagna- framleiðsla Konur — karlar Kristján Siggeirsson hf. var stofnað árið 1919. Það er því rótgróið fyrirtæki sem bygg- ir á reynslu og er í stöðugri sókn. Fyrirtækið hefur frá upphafi lagt áherslu á að íslensk framleiðsla standist kröfur tímans varðandi hönnun og gæði. Nýtt húsnæði, gott starfsfólk og nýr tækja- kostur gerir okkur kleift að samhæfa betur hina ýmsu þætti framleiðslunnar svo vöru- verð megi verða sem lægst og þjónusta við viðskiptamenn sem best. Vegna mikillar eftirspurnar á framleiðsluvör- um okkar, þurfum við að ráða í eftirtalin störf: 1. Spónskurð. 2. Vélavinnu. 3. Samsetningu. 4. Á lager. Við leitum að duglegu, vandvirku og áreiðan- legu starfsfólki. Góð laun í boði. Upplýsingar veittar á skrifstofu verksmiðj- unnar á Hesthálsi 2-4 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.