Morgunblaðið - 06.09.1987, Side 47

Morgunblaðið - 06.09.1987, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1987. 47 i atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Offsetfilmugerð Fyrirtækið er prentsmiðja á Stór-Reykjavík- ursvæðinu. Starfið felst í umsjón og rekstri filmudeildar fyrirtækisins ásamt setningu, umbroti og filmugerð. Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi reynslu af ofangreindu og geti hafið störf sem fyrst. Vinnutími er frá kl. 8-17. Umsóknarfrestur og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. Afleysmga- og rádningaþjónusta /M 9^ Lidsauki hf. W Skólavörðustig la - 101 Reykjavik - Simi 621355 Félagsráðgjafar Staða félagsráðgjafa hjá félaginu er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. október nk. eða eftir nánara samkomulagi. Upplýsingar gefur Lára Björnsdóttir félags- ráðgjafi í síma 15941, heimasími 40647. Þroskaþjálfar Þroskaþjálfa vantar í hlutastörf á sambýli félagsins í Víðihlíð. Upplýsingar gefur Sveinbjörg Kristjánsdóttir forstöðukona í síma 688185, heimasími 672414. Styrktarfélag vangefinna. Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins Sæbraut 1-2, Seltjarnarnesi Lausar stöður 1. Staða talmeinafræðings. Starfið felst í þverfaglegri vinnu við greiningu fatlaðra barna og ráðgjöf varðandi meðferð. 2. Staða deildarstjóra athugunardeildar. Um er að ræða afleysingastöðu í 8-12 mánuði. Starfið felst í stjórnun og skipulagningu á starfi dagdeildarstofnunarinnar og veitist frá 15. nóvember nk. Upplýsingar gefur forstöðumaður Greining- arstöðvar í síma 611180. Sendlastörf Óskum eftir að ráða unglinga eða hresst fólk til sendlastarfa. Aðallega er um ferðir í miðbænum að ræða. í einu starfinu þarf viðkomandi að hafa bif- reið til umráða. Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmanna- stjóra er veitir upplýsingar. SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA STARFSMANNAHALD Lindargötu 9A. Framleiðslustörf Aukin umsvif leiða af sér fleiri störf. Því viljum við ráða starfsfólk til starfa í verksmiðju okkár. Um er að ræða ýmis störf við framleiðslu á umbúðum. Boðið er upp á góða vinnuaðstöðu ásamt mötuneyti á staðnum. Nánari upplýsingar gefa Hörður og Viðar næstu daga í síma 83511 eða í verksmiðj- unni í Héðinsgötu 2. UMBÚDAMIOSTÖOIH HF. Sölumenn Fyrirtækið flytur inn og selur sérmerktar vörutegundir til kynningar fyrir hin ýmsu fyrir- tæki og stofnanir. Störfin felast í sölu annars vegar á ómerktri vöru í verslanir og hins vegar á merktri vöru til fyrirtækja. Fyrirtækið leggur til bifreið. Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi reynslu af sölustörfum eða hafi brennandi áhuga á því sviði. Áhersla er lögð á að við- komandi hafi skipulagshæfileika, frumkvæði og eigi auðvelt með að starfa sjálfstætt. Umsóknarfrestur er til og með 10. sept. nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9.00-15.00. Skólavórðustig la - 101 Reykiavik - Simi 621355 @ HF.OFNASMIflJAN Suðumaður óskast til framleiðslu á toppofnum í verk- smiðju okkar á Flatahrauni 13, Hafnarfirði. Þarf að vera vanur log- og kolsýrusuðu. Akk- orðsvinna. Góðir tekjumöguleikar. Ferðir milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Heitur matur í hádeginu. Unnið til 12.30 á föstudögum. Frekari upplýsingar gefur Jakob Friðþórsson í síma 52711 á virkum dögum frá 7.30-18.00. REYKJMIÍKURBORG Acui&an, SCfkúct Umsjónarfóstra Umsjónarfóstra með daggæslu á einkaheim- ilum óskast til starfa strax. Um er að ræða 9 mánaða afleysingu vegna námsleyfis. Upplýsingar veitir Fanny Jónsdóttir, deildar- stjóri í síma 27277. Kvarnaborg, nýtt dagvistarheimili í Ártúnsholti óskar eftir fóstrum í heilar og hálfar stöður 15. sept. nk. Upplýsingar veitir forstöðumaður, Margrét Petersen í síma 27277. Framkvæmdastjóri Útgerðarfyrirtæki, á Norðurlandi, m.a. í rækju vill ráða framkvæmdastjóra til starfa þegar líða tekur á haust. Starfssvið er m.a. daglegur rekstur, mark- aðsmál og stjórnun fjármála fyrirtækisins. Leitað er að viðskiptafræðingi eða aðila með sambærilega menntun og starfsreynslu í stjórnunarstörfum. í boði er krefjandi og áhugavert starf. Góð laun fyrir réttan aðila. Bíll og húsnæði fylgir. Allar umsóknir algjört trúnaðarmál og sendist skrifstofu okkar ásamt nauðsynleg- um upplýsingum fyrir 20. sept. QjðntTónsson RÁDCJÓF &RÁÐN1NCARÞ1ÓNUSTA TÚNGÖTU 5. 101 REYKJAVÍK - PÓSTHÓLF 693 SÍMl 621322 Húsvörður Rótgróið íþróttafélag í borginni vill ráða húsvörð til starfa fljótlega. Starfið felst í almennum húsvarðarstörfum. Vaktavinna samkvæmt nánara samkomu- lagi. Leitað er að þróttmiklum, snyrtilegum og reglusömum aðila, á aldrinum 25-40 ára. Nánari upplýsingar á skrifstofu. Umsóknir er tilgreini aldur og fyrri störf sendist skrifstofu okkar fyrir 13. sept. QjðntTónsson RÁDCJÖF &RÁÐNINGARÞJÓNUSTA TÚNGÖTU 5. 101 REYKJAVÍK — PÓSTHÓLF 693 SÍMI 621322 Lausar stöður Fóstrur starfsfólk Dagvistarheimilið Kópasteinn v/ Hábraut: Fóstra eða starfsmaður við uppeldisstörf óskast til starfa. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 41565. Dagvistarheimilið v/Efstahjalla: Fóstra eða starfsmaður við uppeldisstörf óskast til starfa. Upplýsingar veitir forstöðumaður í sírha 46150. Dagvistarheimilið Kópasel: Fóstra eða starfsmaður við uppeldisstörf óskast til starfa. Opnunartími er frá kl. 7.30- 15.00. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 84285. Dagheimilið Furugrund: Fóstra eða starfsmaður við uppeldisstörf óskast til starfa. Um er að ræða 50% starf eftir hádegi. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 41124. Leikskólinn v/Fögrubrekku: Fóstra eða starfsmaður við uppeldisstörf óskast til starfa. Um er að ræða 50% starf eftir hádegi. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 42560. Hafið samband og kynnið ykkur aðstæður. Nánari upplýsingar veitir dagvistarfulltrúi í síma 45700. Umsóknum skal skilað á þartilgerðum eyðu- blöðum sem liggja frammi á Félagsmála- stofnun Kópavogs, Digranesvegi 12. Féiagsmáiastofnun Kópavogs.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.