Morgunblaðið - 02.10.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.10.1987, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B/C 222. tbl. 75. árg. FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bretar og Frakkar: Verða kjam- orkuvamir samhæfðar? London, Reuter. BRESKIR og franskir embættis- menn munu síðar í þessum mánuði ræða hvort samhæfa berí viðbúnað kafbáta rikjanna tveggja, sem búnir eru kjarn- orkueldflaugum, farí svo að rísaveldin tvö semji um fækkun kjaraorkuvopna. Lundúnablaðið The Times skýrði frá þessu i forsíðufrétt í gær og kvaðst hafa fyrir henni öruggar heimildir. í frétt blaðsins sagði að afráðið hefði verið að embættismenn ut- anríkis- og vamarmálaráðuneyta ríkjanna kæmu saman til fundar í næsta mánuði og kynni niðurstaðan að verða „tímamótasamkomulag um samvinnu á sviði kjamorku- vama.“ Munu embættismennimir, að sögn The Times, ræða hemaðar- legar og pólitískar afleiðingar þess að samræma ferðir kjamorkukaf- báta ríkjanna. Sagði ennfremur að ríkisstjómir ríkjanna tveggja teldu mikilvægt að treysta vamarsam- vinnu ríkjanna færi svo að risaveld- in tvö semdu um upprætingu skamm- og meðaldrægra kjam- orkuflauga. Bretar eiga fjóra Polaris-kjam- orkukafbáta en fyrirhugað er að endumýja þá á næsta áratug. Frakkar eiga á hinn bóginn sex kjamorkukafbáta og eru uppi áform um að endumýja þá þrátt fyrir áköf mótmæli Sovétstjómarinnar. í frétt blaðsins var þess jafnframt getið að ráðamenn þjóðanna tveggja óttuðust að aukin samvinna á sviði kjamorkuvama gæti leitt til deilna við stjómvöld í Bandaríkjun- um. „Martröðinni ætl- aði aldrei að linna“ Þrír létust og tugir slösuðust í öflugum jarðskjálfta I Los Angeles Los Angeles, Reuter. ÖFLUGUR jarðslqálfti reið í gærmorgun yfir Los Angeles og var í gærkvöld vitað um, að þrír höfðu farist og tugir manna slas- ast. Olli hann viða eldsvoðum og skríðuföllum og þusti fólk út á S'itur skelfingu lostið. Katrín lafsdóttir, sem er við nám i Los Angeles, sagði i viðtali við Morg- unblaðið, að jörðin hefði gengið Reuter. Miklar skemmdir urðu víða i Los Angeles i jarðskjálftanum og sum hús hrundu að mestu til grunna, m.a. þetta bílaverkstæði. Á innfelldu myndinni fylgjast fáklæddir hótelgestir, sem var strax skipað út úr húsi, með nötrandi háhýsunum. Mikhail Gorbachev í ræðu í Murmansk: Vill viðræður um takmörkuð herumsvif í norðurhöfum Mogkvu, Reuter. í byígjum og fólk ekki geta stað- ið í fæturna þegar mest gekk á. Jarðslgálftinn, sem varð laust fyrir klukkan átta að morgni að staðartíma, mældist 6,1 á Richter- kvarða en í kjölfar hans komu margir minni skjálftar. Þusti fólk skelfíngu lostið út á götur en vegna rafmagnsbilana lokuðust hundruð manna inni í lyftum víðs vegar um borgina. Háhýsin nötruðu, glerið úr brotnum rúðum dreifðist um strætin og á helstu umferðaæðun- um urðu árekstrar og öngþveiti þegar bílamir köstuðust til í mesta skjálftanum. Eldar komu víða upp þegar gasleiðslur sprungu og var borgarbúum strax skipað að yfír- gefa hús sín. „Mér fannst jörðin vera að gliðna undir fótum mér þegar skjálftinn reið yfír,“ sagði Bill Hemandez, tryggingastarfsmaður í Los Ange- les. „Þetta var hræðilegt, það var eins og martröðinni ætlaði aldrei að linna þótt allt væri um garð gengið á 30 sekúndum." Lögregluyfírvöld í borginni sögðu í gær, að þrír menn hefðu farist, tveir karlmenn og ein kona. Tugir manna voru slasaðir og 31 maður fékk hjartaáfall. Jarðskjálftinn, sem fannst í 250 km flarlægð frá Los Angeles, á upptök sín í San Andreas-sprung- unni en hún liggur eftir Kalifomíu endilangri. Árið 1971 varð mikili skjáifti á þessu svæði og létust þá 64 f Los Angeles en 1906 fómst þar 500 manns í skjálfta, sem lagði borgina að nokkm í rúst. Jarð- skjálftafræðingar segja, að helm- ingslíkur séu á skjálfta, sem mælist 8 á Richter-kvarða, fyrir næstu aldamót. Katrín Ólafsdóttir, sem stundar nám við Occidental College í Los Angeles, sagði í viðtali við Morgun- blaðið, að hún hefði vaknað við vondan draum í gærmorgun, jörðin gengið í bylgjum og mikil hræðsla gripið um sig meðal nemenda á heimavistinni. MIKHAIL Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, lagði í gær til, að Varsjárbandalagið og Atlantshafsbandalagið efndu til viðræðna um minni herumsvif, jafnt skipa sem flugvéla, i Eystrasalti, Norðursjó og á hafsvæðinu norður af íslandi, milli Grænlands og Noregs. Tals- maður NATO sagði í gær, að óljóst værí hvað vekti fyrir Gorbachev, hvort hann værí að boða formlegar tillögur eða hefði aðeins slegið þessu fram i pólitisku skyni. Á fundi í Murmansk á Kolaskaga sagði Gorbachev, að rétt væri, að fulltrúar hemaðarbandalaganna hittust í Lenihgrad til að ræða bann við æfíngum flota og flughers á ákveðnum siglingaleiðum og al- þjóðlegu hafsvæði. Sagði hann, að væntanlegur fundur hans með Ron- ald Reagan Bandaríkjaforseta kynni að verða til að bæta mjög ástandið á alþjóðavettvangi og að því tilskildu hefðu Sovétmenn áhuga á að opna ýmsar siglingaleið- ir á norðurslóðum fyrir erlendum skipum. Þá hvatti hann til nánara samstarfs við norrænar þjóðir um nýtingu sameiginlegra auðlinda og umhverfísvemd og sagði Sovét- menn vilja fyrir sitt leyti ábyrgjast lgamorkuvopnalaust svæði í Norð- ur-Evrópu. Talsmaður NATO og aðrir emb- ættismenn kváðust í gær ekki vita hvort um væri að ræða formlegar tillögur af hálfu Sovétmanna eða áróðursbragð og bentu á, að Gorbachev léti þessi orð falla þegar fyrir dymm stæði opinber heimsókn Maunos Koivisto Finnlandsforseta. Bandarískir embættismenn sögðu, að verið væri að kanna yfírlýsingu Gorbachevs en rétt væri að bíða með ákveðin viðbrögð. Johan Jörg- en Holst, vamarmálaráðherra Noregs, fagnaði hugmyndinni en lagði áherslu á, að ekki mætti með I að senda liðsstyrk til norðursvæðis- samningum veikja getu NATO til I ins á ófriðartímum. Sjá fréttir á bls. 24 Landsfundur breska V erkamannaflokksins: Kolfelldi tillögur um ein- hliða kjarnorkuafvopnun Bríghton, Reuter. Landsfundur breska Verkamannaflokksins felldi i gær með miklum meirihluta tillögur um, að Bretar segðu sig úr Atlants- hafsbandalaginu og afsöluðu sér einhliða öllum kjaraorkuvopn- um kæmist flokkurinn til valda. Hins vegar var samþykkt, að áfram skyldi stefnt að þvf, að vamir landsins þyrftu ekki á þeim vopnabunaði að halda. í umræðum um vamarmála- stefnuna sagði Ken Livingstone, þingmaður flokksins og ákafur vinstrisinni, að yrði reynt að hrófla við stefnunni um einhliða afvopnun myndi það kosta „borg- arastyijöld" innan flokksins. Var tilefnið það, að Kinnock hafði lát- ið liggja að því i sjónvarpsviðtali, að rétt væri að nota Trident-eld- flaugamar sem samningsatriði í afvopnunarviðræðum. A furidin- um í gær var þessi afstaða hans samþykkt með miklum meirihluta og því vísað á bug, að Bretar af- vopnuðust einhliða. Bill Jordan, leiðtogi rafíðnaðar- manna, sagði að þvi loknu, að nú væru flokksmenn loks búnir að viðurkenna, að stefnan í vamar- málum hefði verið röng.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.