Morgunblaðið - 02.10.1987, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1987
Fram til fortí ðar
eftir Pétur Björnsson
Ef við horfum um öxl og virðum
fyrir okkur efnahagslegan og
stjómmálalegan feril okkar frá
stríðslokum, sjáum við að í þeirri
slóð örlar helst á ríkisafskiptum,
ráðstjóm, haftastefnum, einokun
og verðbólgu.
Þrátt fyrir þá staðreynd að mörg
af þessum fyrirbæmm em á útleið,
öllu heilli, þá hefur ríkisstjómin
valið þann kost að bregða sér inn
á slóðina aftur.
Kjörorð hennar er: „nýir skattar
til að fylla gatið".
„Gatið" er hallinn á ríkisfjárlög-
um.
Ríkisstjómin, sem er staðráðin í
því að sauma fyrir „gatið“ með
nýjum skattaálögum, hefir gert
tölvuvæðinguna og íjármögnunar-
fyrirtækin í landinu að skotspæni.
Hagblinda
í trássi við sterkar aðvaranir er
skattur lagður á sem hefir dýr-
keyptar afleiðingar.
Ef við stefnum að því að standa
jafnfætis öðmm þjóðfélögum með
nútíma hagkerfi, er nauðsynlegt að
halda þessum driffjöðmm í fullum
„Skattlagning getur
hæglega ýtt fjármögn-
unarfyrirtækjunum út
af markaðnum. Skatt-
urinn hrifsar þannig
„fóðrið frá dráttarhest-
unum“. Skattabyrðin
sem lögð verður á
tölvuvæðinguna sker
hættulega nálægt
hæfni atvinnuvega og
fyrirtækja og mögu-
leikum hagkerf isins til
að standa undir æski-
legri þjóðarfram-
Ieiðslu.“
gangi.
Hagkerfi þróaðra vestrænna
ríkja em þannig byggð upp að þess-
ir hvatar em fyrir hendi til þess
að halda hjólum verslunar, iðnaðar
og þjónustu gangandi.
Skattlagning getur hæglega ýtt
fjármögnunarfyrirtækjunum út af
markaðnum. Skatturinn hrifsar
þannig „fóðrið frá dráttarhestun-
um“.
Skattabyrðin sem lögð verður á
tölvuvæðinguna sker hættulega
nálægt hæfni atvinnuvega og fyrir-
tækja og möguleikum hagkerfisins
til að standa undir æskilegri þjóðar-
framleiðslu.
Þessi öfl em hagkerfínu ómiss-
andi og mótuð til þess að liðka og
tryggja áframhaldandi §árfesting-
ar sem em þjóðarframleiðslunni
nauðsynlegar. Þesi öfl ýta undir
samkeppnishæfni atvinnuvega á
erlendum mörkuðum.
Óheft þjóðarframleiðsla er lífæð
allra þjóða og jafnframt góð mæli-
stika á þróun velferðar og lífskjara.
Hugrekki
Greinarmunur á sjúkdómi og
sjúkdómseinkennum er fyrst gerð-
ur, áður en lækning á sér stað.
Meinið sem við höfum á höndum
okkar er of mikil ríkisumsvif og
röng skráning krónunnar.
Afleiðing er aukin eyðsla, aukin
verðbólga og vaxandi halli á fjárlög-
um og viðskiptum við útlönd.
Þetta er myndin af ástandinu í
dag.
Pétur Björnsson
Ef stjómvöldum fínnst eyðslan
úr hófí fram, er einfaldast að skoða
orsökina en ekki afleiðinguna.
Lausnin felst ekki í því að plástra
sjúkdómseinkennin. Hún liggur í
því að meinið sjálft sé tekið fyrir
og þar sé „áin að ósi stemmd".
Til þess þarf pólitiskt hugrekki
því slík aðgerð er sjaldnast þökkuð
af almenningi meðan hún gengur
yfír.
Skattlagning er plástur, sem
veltur hvort sem er áfram yfír í
verðlagið og eykur verðbólguna.
„Gatið" heldur áfram að dafna.
„Gatið“ er brúað með erlendum
lántökum og peningaprentunin,
sem fylgir í kjölfarið, bætist við
peningamagnið í umferð og blæs
upp verðbólgublöðruna.
Kjósum við hugrekki, eða viljum
við halda verðbólgunni áfram? Ef
við kjósum seinni kostinn, á hvem
er best að skella skuldinni?
Skammsýni eða
framsýni
Þessa stundina skýtur upp mörg-
um spumingum, einhvemveginn á
þessa leið:
— Erum við að hafna þróun í
nútímahagkerfum og leitum við
„fram til fortíðar" að lausn vand-
ans.
— Látum við okkur lengi lynda
að skattheimtumenn fari um byggð-
ina og skeri upp skatta, sem kastað
er í „gatið" eilífa.
Sköttun er alltaf vandmeðfarin.
Hún getur gert hvorttveggja í senn,
slegið á hjólin í hagkerfínu og blás-
ið upp verðbólgublöðruna.
Á meðan við stöldrum við og
skoðum þetta, ýta ríkisstjómir „gat-
inu“ hljóðlaust á undan sér — og
hljóðlaust heldur verðbólgan áfram
að ræna laununum frá fólkinu.
Að lokum — allar blöðmr hafa
sinn hvell.
Höfuadur erforstjóri Vífilfells hf.
Framleiðnilí fskj ör
Þankabrot leikmanns
eftirKjartan
Ragnars
Um þessar mundir virðast stór-
felldar launahækkanir framundan
Ráðstefna um
útvarpsmál
Útvarpsréttamefnd efnir til
ráðstefnu um útvarpsmál í Borg-
artúni 6, laugardaginn 3. október
næstkomandi.
Á ráðstefnunni verður fjallað um
reynslu af núgildandi útvarpslög-
um, kosti og galla þeirra, málfar í
útvarpi og um opinbera stefnu í
útvarpsmálum.
Kjartan Gunnarsson formaður
útvarpsréttamefndar setur ráð-
stefnuna kl. 9.15, en erindi flytja
Ingvar Gíslason varaformaður Ut-
varpsréttamefndar, Jón Óttar
Ragnarsson útvarpsstjór á Stöð 2,
Ámi Gunnarsson alþingismaður og
Einar Sigurðsson útvarpsstjóri á
Bylgjunni. Umræður verða að loknu
hveiju erindi.
Ráðstefnunni lýkur kl. 17.00.
— síðan verðhækkanir og aukin
verðbólga, sem bitnar sárast á þeim
sem minnst mega sín — og dylst
víst engum, eftir allt sem á undan
er gengið.
Sumir telja launamál engu skipta
um framvindu verðbólgu — aðrir
að þau ráði úrslitum. Hvort tveggja
virðist fráleitt, eða hvað fannst
mönnum um „sólstöðu“-samning-
ana, sællar minningar, þegar laun
hækkuðu almennt um allt að 80%,
og óðaverðbólga sigldi í kjölfarið,
ásamt stórfelldri kjaraiýmun lág-
launafólks — sem nú á þó að bjarga,
er ekki svo? — Á hinu leitinu blasir
við fjárfestingafargan liðinna ára.
Reynsla þessara ára sannar oss
að flestir tapa á verðbólgu — þó
ekki allir; sumir græða — eru menn
kannski að gæta hagsmuna þeirra?
Talið er að kaupgeta hafí aukizt
mjög nú um hríð, en misjafnt að
sögn Ber að sjálfsögðu að bæta úr
því, en það verður tæpast gert með
allsheijar launahækkun — hækk-
uðu verðlagi og verðbólgu.
Nýlega birtist fregn þess efnis
að íslendingar væru naumast hálf-
drættingar um framleiðni, miðað
við grannþjóðir sínar. Hveiju sætir
það? Enginn kann svar við þeirri
spumingu. Vera má að vandinn
verði öðrum þræði rakinn til fá-
Kjartan Ragnars
„Talið er að kaupgeta
hafi aukizt mjög- nú um
hríð, en misjafnt að
sögn. Ber að sjálfsögðu
að bæta úr því, en það
verður tæpast gert með
allsherjar launahækk-
un — hækkuðu verðlagi
og verðbólgu.“
mennis í stóru og stijálbýlu fjalla-
landi.
Sumir segja, e.t.v. ekki að ófyrir-
synju, að „sósíalísering" eigi hér
nokkra sök, en ríkisforsjá mun
víðtækari hér en annars staðar á
Vesturlöndum. Lífskjör almennings
í austurvegi virðast og benda í þessa
átt.
Svíar hafa búið við „sósíal“-
stjóm að heita má óslitið í meira
en hálfa öld, en eru þó enn mesta
„kapítal“-þjóð á vesturhveli jarðar,
enda er haft eftir ráðamönnum þar
í landi: „Við höfum ekki hug á að
slátra kúnni — við ætlum að mjólka
hana.“
Fyrrgreind fregn um slaka fram-
leiðni hér á landi virðist ekki vekja
mikla athygli og því síður er hún
brotin til mergjar, enda þótt fram-
farir á því sviði boði án efa farsælli
lausn en sífelld spilamennska um
krónufjölda.
Sósíalismi hefur að sönnu ekki
gefízt vel, en hrærigrautur hans og
kapítalisma er sízt til famaðar —
virðist öllu heldur kjörið svið piis-
faldakapítalista og dalakofasósíal-
ista.
Spakvitringar verkalýðs og at-
vinnurekenda hljóta að kunna betra
ráð en marklausa krónufjölgun —
t.d. að hressa upp á framleiðni.
Ef verðbólga ríður enn húsum
má ætla að einhvers staðar verði
þröngt fyrir dyrum, ekki sízt hjá
láglaunafólki og þorra lífeyrisþega.
Landsfeður em sjálfsagt misvitr-
ir eins og við öll, en hins ber og
að gæta, að það virðist ekki á færi
mennskra manna að stjóma íslend-
ingum, þ.á m. þér og mér.
Höfundur er fyrrverandi sendi-
ráðunautur.
Helgi Sigurðsson er með sína
fyrstu einkasýningu í Nýlista-
safninu við Vatnsstíg.
50 verk á fyrstu
einkasýningunni
HELGI Sigurðsson opnar sina
fyrstu einkasýningu í Nýlista-
safninu á Vatnsstíg 36 föstudag-
inn 2. október kl. 20.00.
Á sýningunni eru 50 olíumálverk
og blýantsteikningar.
Helgi hefur lokið námi í Mynd-
lista- og handíðaskóla íslands.
Sýningin í Nýlistasafninu er opin
virka daga kl. 16.00-20.00 og um
helgar kl. 14.00-20.00 og stendur
til 18. október.
7 7% meira bil á milli sœta /~
V?ð höfum fœkkað sœfum, til þœginda fyrir farþega okkar. /