Morgunblaðið - 02.10.1987, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1987
13
Átt þú spariskírteini
ríkissjóds, sem eru
innleysanleg núna ?
íhugaÓu steÓuna vel því
nú hafa vextirnir hækkað
og eru allt að 8,5%
umfram verdtryggingu
Það eru einkum tvær ástæður fyrir því að
spariskírteini ríkissjóðs eru ein öruggasta
og arðbærasta sparnaðarleiðin sem völ er
á í dag.
í fyrsta lagi hafa vextir af spariskírteinum
ríkissjóðs hækkað og eru nú allt að 8,5%
umfram verðtryggingu. Með því að fjárfesta í
spariskírteinum ríkissjóðs getur þú tryggt þér
háa raunávöxtun í langan tíma — hvernig sem
árar.
Þú tekur enga áhættu
og öryggið er þín megin
í öðru lagi er ekki hægt að hugsa sér örugg-
ara og traustara sparnaðarform en spariskír-
teini ríkissjóðs. Þeim fylgir engin áhætta og
ríkissjóður tryggir þér að vextirnir lækka ekki
meðan á lánstímanum stendur.
Ertu enn í vafa?
Þú getur valið um spariskírteini sem greið-
ast í einu lagi eftir 2 ár með 8,5% raunvöxtum
á ári, eða spariskírteini sem greiðast í einu lagi
eftir 4 ár með 8,0% raunvöxtum á ári. Einnig
áttu kost á hefðbundnum spariskírteinum með
6 ára binditíma og 7,2% raunvöxtum á ári, en
sem hægt er að láta standa í allt að 10 ár. Þann-
ig getur þú rúmlega tvöfaldað höfuðstólinn á
tíu árum.
Fjárfesting sem laðar aft
<
‘to
__I
2
t=
RIKISSJÓÐUR ÍSLANDS
Þegar þú ávaxtar sparifé þitt skaltu hafa í
huga, að spariskírteini ríkissjóðs eru tekju- og
eignaskattsfrjáls á sama hátt og sparifé í
bönkum og bera auk þess ekkert stimpii-
gjald. Þau eru innlent lánsfé og draga því úr
erlendri skuldasöfnun og stuðla þannig að
bættum hag þjóðarinnar.
Af öllu þessu er Ijóst, að spariskírteini ríkis-
sjóðs eru ein vænlegasta leiðin í dag til ávöxt-
unar á sparifé þínu.
Spariskírteini ríkissjóðs færðu í Seðlabanka
íslands og hjá löggiltum verðbréfasölum, sem
eru m.a. viðskiptabankarnir, ýmsir sparisjóðir,
pósthús um land allt og aðrir verðbréfamiðlarar.