Morgunblaðið - 02.10.1987, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1987
ef nokkrar leiðir eru opnar einstakl-
ingum og fyrirtækjum til þess að
taka fjárhagslegan þátt í menning-
arlífi Islendinga er ábyrgð þess stór.
Þessum ramma þarf að breyta og
treysti ég á menntamálaráðherra
að beita sér fyrir því nú þegar.
Nútíminn viðurkennir ekki sult
og ölmusu fyrir list og menning-
arlíf þegar til lengdar lætur. Þó nú
sé hér einstaklega kraftmikið lista-
og menningarlíf, svo jaðrar við und-
ur og stórmerki, getur dottið
botninn úr því skyndilega ef fjár-
svelti verður langtímasjónarmið.
Við tönnlumst gjaman á þeirri
hugmynd, illra þýddri úr ensku, að
það sé enginn peningur í listum —
„there is no money in arts“. — Hér
gætir misskilnings. Einstök alvar-
leg listræn starfsemi stendur oft
ekki fyrir útlögðum kostnaði, en
getur verið og er oft nauðsynleg
forsenda fyrir skemmtanaiðnaðinn
svokallaða. Þar sem nú er kvik-
myndahátíð er nærtækt að vitna í
að flestir kvikmyndagerðarmenn
hafa þurft að gera margar myndir
áður en þeir hafa slegið í gegn.
Þess utan gildir hið fomkveðna að
margir em kallaðir en fáir útvaldir,
einnig í listastarfsemi. Oft var hnýtt
í starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Is-
lands, sem óþurftar félagsskap. Nú
hygg ég að flestir geri sér grein
fyrir að hún er undirstaða allrar
tónlistarstarfsemi í landinu, hverju
nafni sem nefnist. Svo mætti lengi
telja, sumir þættir skila hagnaði
fjárhagslega en aðrir eru oft á
tíðurn nauðsynleg undirstaða hinna.
Þetta skulum við hafa í huga þegar
listir eru metnar, án þess þá að
gleyma andlegum og félagslegum
verðmætum.
Nú er íslenskur söngvari, Krist-
ján Jóhannsson, ráðinn til starfa í
frægasta óperuhúsi heims, Scala.
Mér finnst það álíka og ef við
ættum knattspymumann hjá Bay-
em Miinchen en engan fótboltavöll
af keppnisstærð. íslendingar eiga
ekki bara ekkert ópemhús, þeir eiga
ekkert hús fyrir tónlistarflutning.
Hópur áhugamanna um tónlist hef-
ur tekið sig saman og bundist
samtökum um að koma upp tónlist-
arhúsi á íslandi, sem á að geta
hýst allar tegundir tónlistar, þ.m.t.
stórstjömur ópem- og sönglistar.
Auk þess mun húsið nýtast fyrir
ráðstefnur, leiðtogafundi og fjöl-
margt annað þó helgað verði tónlist-
inni.
Hönnun er í fullum gangi og nú
Fj árveiting“ar til
menningarmála
Stundum er í umræðu hér á landi
talað um opinberan stuðning við
sjávarútveg eða fiskvinnslu. Við
bara tökum si svona til orða, þó
við vitum það vel að fiskurinn, sem
dreginn er úr sjónum hér við land,
sé fjárhagsleg undirstaða íslensks
mannlífs.
Á sama hátt ræðum við gjaman
um fjárframlög til menningar og
lista eins og menningarlíf sé ein-
hver þurfalingur á þjóðinni. Flest
emm við þó samrnák um að vilja
veg menningarlífs íslands sem
mestan. Þrátt fyrir mikla velmegun
á íslandi nú hafa fjárveitingar hins
opinbera þó ekki aukist til þessara
mála. Samt tökum við _ ömgglega
flest undir orð forseta íslands um
að listin selji fleiri þorska en þorsk-
urinn list.
Ég er raunar ekkert viss um að
það sé æskileg leið að hið opinbera
eitt sé burðarás menningarlífs í
fjárhagslegu tilliti.
Kveikja þessara lína er ávarp
Birgis ísleifs Gunnarssonar,
menntamálaráðherra, sem birtist í
Morgunblaðinu 26. september um
stuðning við menningu og listir, þar
sem hann m.a. lýsir yfir að tíma-
bært sé að hefja umræður um nýjar
leiðir til að styrkja listir.
Því heyrist oft fleygt að þeir
skuli greiða fyrir listir sem njóti
þeirra. Það er þó talið sjálfsagt mál
að greiða vegi um landið allt og
fjöldamargt sem ég hirði ekki um
að telja, en hver og einn veit, úr
opinbemm sjóðum, án þess að hver
einstaklingur njóti góðs af.
Mér er þó nær að halda að slík
„einkavæðing" listastarfsemi hafí
heldur lítinn hljómgmnn. Mig
gmnar að við flest bemm þá virð-
ingu fyrir og metum íslenskar listir
á þann veg að við viljum opinberan
stuðning við þær, mun meiri en
hann er nú.
Ég veiti forstöðu byggingafyrir-
tæki og hef undanfama tvo áratugi
staðið að fjölda bygginga. Ein
þeirra, sem við emm nú að ljúka,
er Listasafn íslands. Þó byggingin
sé ekki tiltakanlega stór er hér um
vandasamt verk að ræða, bæði
vegna þess að tengdar em saman
tvær byggingar, gömul og ný, og
þetta er Listasafn íslands.
Það hefur verið afar ánægjulegt
að fylgjast með því að allir þeir
ágætu byggingamenn, sem hafa
tekið þátt í því að Ijúka þessari
byggingu, hafa lagt allt sitt faglega
stolt í að skila eins góðu verki og
þeim framast er unnt. Þeir hafa
með því sýnt að þeir vilja leggja
sitt til að þessi bygging sé þjóðinni
til sóma. Mér hefiir þetta sýnt meir
en mörg orð að við viljum veg
íslenskrar listar sem mestan.
Hvað varðar fjárveitingar til lista
og menningarlífs væri þarft innlegg
í umræðu um þessi mál að mennta-
málaráðuneytið upplýsti hve miklar
þær væm og ruglaði þá ekki saman
fjárveitingum, sem veittar em til
kennslu og uppfræðslu, eins og ég
hef orðið var við að gjaman er
gert. Um leið mætti birta samsvar-
andi tölur hjá okkar nágrannaþjóð-
um, sem við bemm okkur gjaman
saman við — allt miðað við höfða-
fjölda að sjálfsögðu.
Ég hef vissan gmn um að ísland
komi ekki tiltakanlega vel út úr
þeim samanburði. Þar að auki em
fyrirtæki víðast hvar hvött til þess,
t.d. með skattafrádrætti, að taka
virkan þátt í uppbyggingu lista- og
menningarlífs, en hér setur hið op-
inbera slíkum fjárveitingum afar
fráleit takmörk, þ.e. þau, að há-
mark 5% hreins hagnaðar má veija
til menningar-, íþrótta og líknar-
mála eftir nánari skilgreiningu
ráðuneytis.
Þessu þarf og á vitaskuld að
Kristján Jóhannsson
Trésmiðir að störfum i Listasafni íslands v/Fríkirkjuveg.
í október verður leitað til þjóðarinn-
ar um átak í peningamálum til þess
að halda henni áfram og ljúka. Við
höfum orðið varir við velvilja hins
opinbera en meira þarf til. Hið opin-
bera þarf að sjálfsögðu að eiga
stóran þátt í slíkri byggingu, en
skemmtilegast væri að við hana,
eins og menningarmál almennt,
væri unnt að fara nýjar leiðir til sem
virkasts samstarfs sem flestra aðila
í þjóðfélaginu.
Að því skulum við vinna.
Höfundur er framkvæmdastjóri
ÁrmannsfeUs hf.
Símon H. ívarsson gítarleikari.
Dr. Orthulf Prunner organisti.
Samleikur á gítar og orgel á hljómplötu
ÚT ER komin hljómplata með
Sfmoni H. ívarssyni gftarleikara
og dr. Orthulf Prunner organista.
Símon hefur að undanfömu verið
á tónleikaferðalagi í Svíþjóð, og er
kominn til íslands úr námsferð frá
Ítalíu, en þaðan hlaut hann styrk
og stundaði m.a. nám hjá Mario
Gangi í Róm.
Dr. Orthulf Prunner er organisti
í Háteigskirkju.
Á hljómplötunni leika þeir saman
á gítar og orgel verk eftir J.S. Bach,
A. Vivaldi og Joaquin Rodrigo. Þeir
hafa sjálfír útsett verkin á plötunni
fyrir gítar og orgel.
breyta nú þegar. Atvinnulífíð og
einstaklingar hafa sýnt að þeir vilja
leggja þessum málum lið og gera
það í mörgum tilvikum, en verða
að gera það með einhveijum
„svindlaðferðum" svo sem auglýs-
ingareikningum. Meðan að hið
opinbera býr okkur svo þröngan
ramma á flestum sviðum að fáar,
Hönnun er í fullum
gangi og nú í október
verður leitað til þjóðar-
innar um átak í pen-
ingamálum til þess að
halda henni áfram og
ljúka. Við höfum orðið
varir við velvilja hins
opinbera en meira þarf
til. Hið opinbera þarf
að sjálfsögðu að eiga
stóran þátt í slíkri
byggingu, en skemmti-
legast væri að við hana,
eins og menningarmál
almennt, væri unnt að
fara nýjar leiðir til sem
virkasts samstarfs sem
flestra aðila í þjóðfélag-
inu.“
4
'. v\ V V ;
Armann Örn Ármannsson