Morgunblaðið - 02.10.1987, Síða 17

Morgunblaðið - 02.10.1987, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1987 17 Hús Kvennaskólans á Laugalandi 1877—1896. Húsmæðraskólinn á Laugalandi, eins og hann var fyrstu tiu árin. nefnd: Formaður Davíð Jónsson, skipaður af ríkinu, Einar Árnason, Eyrarlandi, kosinn af sýslunefnd og Rósa Einarsdóttir, Stekkahlöð- um, kosin af Héraðssambandi eyfirskra kvenna. Síðar var fjölgað í fimm í skólanefnd. Ráðin hafði verið forstöðukona Valgerður Halldórsdóttir frá Hvanneyri. Hún var við nám í hús- stjórnarkennaraskólanum í Stabekk í Noregi og kom ekki til starfa fyrr en á miðjum vetri 1937—38. Skólasetning og vígsla í skólaskýrslunni frá 1939 segir svo: „Húsmæðraskólinn á Lauga- landi var vígður sunnudaginn 3. október 1937 að viðstöddu miklu fjölmenni af Akureyri og úr nær- sveitum." Hófst athöfnin með guðsþjónustu, séra Benjamín Kristjánsson predikaði, sungin voru vígsluljóð og skólasöngur eftir Frið- geir H. Berg. Björgvin Guðmunds- son samdi lögin. Formaður skólanefndar, Davíð Jónsson, flutti ræðu, þar sem hann skýrði frá upphafi og undirbúningi öllum að skólastofnuninni og rakti söguna aftur til Kvennaskólans 1877. Þakkaði hann öllum sem unnu að byggingunni, bygginga- meisturum og öðrum iðnmeisturum. Kostaði byggingin 110 þúsund krónur frágengin með húsgögnum. Var það 20 þúsund krónur umfram áætlun. Af þessu komu 55 þúsund frá ríkissjóði, 23.518 krónur frá sýslusjóði, en það sem þá var eftir voru gjafir, meðal annars frá menn- ingarsjóðum KEA og SÍS, söfnun- arfé frá kvenfélögum og kvennaskólasjóður. Fjöldi gjafa barst frá ýmsum velunnurum. Var það allt þakkað og óskaði formaður þessari nýju skólastofnun allrar blessunar og velfarnaðar. Sigrún Ingólfsdóttir vefnaðar- kennari, sem tók að sér skólastjórn þar til forstöðukona, Valgerður Halldórsdóttir, kæmi frá námi, setti skólann og bauð nemendur vel- komna, en þeir voru alls 28. Að því loknu var öllum boðið til kaffi- drykkju. ( Heimilishættir og- skólalíf fyrsta veturinn Risið var úr rekkju klukkan 7, herbergi ræstuð og borðaður morg- unverður. Kennsla hófst klukkan 8 og stóð til 4—5 eftir hádegi. Klukk- an hálfellefu að kvöldi áttu allir að vera komnir í rúmið og voru þá ljós slökkt. Á laugardagskvöldum var vakað til klukkan 12 og eitthvað haft til skemmtunar, dans eða ann- að. Einu sir.ni í viku voru kvöldvök- ur og voru þá lesnar sögur, en námsmeyjar sátu með handavinnu. Þrjár opinberar skemmtanir héldu námsmeyjar um veturinn. Sýndur var leikurinn „Frá Árósum til Kaup- mannahafnar", sýndir vikivakar og skemmt með söng. Ágóðann gáfu námsmeyjar í bókasjóð. Farið var í heimboð í Húsmæðraskólann á Laugum en um vorið komu náms- meyjar frá Laugum í Laugaland. I nóvember kom sjötti bekkur Menntaskólans á Akureyri í heim- sókn og þágu nemar góðar veiting- ar. Var þá dansað fram eftir nóttu. Menntaskólanemar buðu náms- Valgerður Halldórsdóttir, fyrsta forstöðukona Húsmæðraskólans. meyjum á skemmtun 1. desember. Kaupfélag Eyfirðinga bauð öllum skólanum til Ákureyrar til að skoða iðnaðarfyrirtæki SIS. Voru náms- meyjar sóttar á bílum og að lokum voru allar boðnar heim til kaup- félagsstjórans í kaffisamsæti. Á þessu sést að talsvert hefur verið til skemmtunar. Sumt varð að föst- um liðum sem héldust öll árin sem skólinn starfaði. Má þar nefna boð Kaupfélagsins. Boð á milli Mennta- skóláns og Laugalands héldust fram yfir 1970. Skólagjöld voru 60 krónur á nem- anda og fæðiskostnaður 1,10 kr. á dag. Skólanum var sagt upp 8. maí, en þá tóku við vornámskeið til 25. júní. Námsefni var það sama eða líkt og í öðrum hússtjómarskólum. Það verklega var matargerð, ræsting og þvottar eða allt sem heyrir hús- haldi til, fatasaumur, hannyrðir, pijón og vefnaður. Það bóklega var næringarfræði, heilsufræði, uppeld- isfræði, íslenska, reikningur, bú- reikningur, vörufræði, vefnaðar- fræði og kristinfræði. Einnig var kenndur söngur. Húsnæði og aðbúnaður Næstu tíu árin starfaði skólinn með líkum hætti og fyrsta árið. Þegar skólanum var lokið í byijun maí tóku við 5—6 vikna vornám- skeið og voru þau vel sótt. Árið 1947 var ráðist í að stækka skólann og fjölga nemendum í 40 samkvæmt nýjum lögum um hús- mæðraskóla. Var þá kennurum fjölgað í fjóra og skólinn lengdur í níu mánuði. Byggð var ein hæð ofan á skólann og stór salur fyrir vefnaðarkennslu. Einnig var byggt norðan við húsið tvílyft viðbót þar sem voru geymslu, þvottahús og kennsluaðstaða fyrir þvotta, en til- finnanleg vöntun var á slíku plássi. Seint gekk að ljúka þessari stækkun vegna lítilla fjárveitinga. Tók það allt í tíu ár að ljúka þessu og var þó hægt að fínna hluti sem aldrei var lokið. Þrátt fyrir þessa stækkun var húsnæðið of lítið. Bóklega kennslustofu vantaði tilfinnanlega, varð að nota borðstofu skólans til þeirra hluta. Einnig vantaði handa- vinnukennslustofu, voru saumar kenndi í dagstofu skólans. Það sem upphaflega var talið viðunandi eins og útbúnaður og fjöldi nemenda á herbergjum var löngu úrelt. Þó _var húsnæði kennara mjög lítið. Á árunum milli 1960 og ’70 var rætt um viðbyggingu við skól- ann og einnig kom til greina að byggja sérstaka kennarabústaði eins og gert hafði verið við nokkra aðra húsmæðraskóla. Ýmsar endur- bætur voru þó gerðar. Árið 1953 var sett alveg ný eldhúsinnrétting, skipt um húsgögn í nemendaher- bergjum, endurbætt hitalögn hússins og fleira. Alltaf kvað við peningaleysið og erfitt að fá áheyrn hjá fjárveitingavaldinu um endur- bætur, hversu nauðsynlegar sem þær voru. Kennarar, skólastjórn og aðsókn Skólinn átti'því láni að fagna að til hans völdust góðar forstöðukon- ur og góðir og vel menntaðir kennarar. Eins og áður segir var fyrsta forstöðukonan Valgerður Halldórsdóttir. Dagbjört Jónsdóttir tók við af henni og síðan Svanhvít Friðriksdóttir. Þessar ágætu konur störfuðu við skólann nokkur ár hver, en hurfu allar frá skólanum til þess að stofna eigin heimili. Lena Hallgrímsdóttir tók við skólastjórn af Svanhvíti Friðriks- dóttur árið 1950 og hafði hana á hendi í 20 ár, til ársins 1970. Lena hafði kennt fatasaum og hannyrðir frá því skólinn tók til starfa 1937. Þegar hún hætti störfum 1970 var hún því búin að starfa við skólann í 33 ár. Hún yar ákaflega skyldu- rækin og góður kennari og farsæll skólastjóri. Síðustu fimm árin var forstöðukona Guðríður Eiríksdóttir, sem áður var búin að kenna hús- stjórn í nokkur ár. Alls hafa 34 fastráðnir kennarar starfað við skólann um lengri eða skemmri tíma. Stundakennarar hafa verið fimm. Lengst starfaði séra Benjamín Kristjánsson sem stundakennari, en það var frá upphafi og þar til hann lét af prestsskap og flutti burt árið 1968. Óhætt er að segja að fáir hafi gert meira fyrir skólann en Benjamín og kona hans Jónína Björnsdóttir. Voru þau bæði í skóla- nefnd í fjölda ára, hann lengst af sem formaður, en hún sem fulltrúi Héraðssambands eyfirskra kvenna. Alltaf voru þau reiðubúin að leysa vanda skólans og vinna að málum hans og nemendanna og spöruðu þar hvorki tíma né fyrirhöfn. Aðsókn að skólanum var mjög góð flest árin, oftast svo að fyrir lágu helmingi fleiri umsóknir en hægt var að sinna. Upp úr 1970 fór að bera á minnkandi aðsókn. Árin 1971—72 voru 35 nemendur í skólanum, næsta ár 25, síðan 16 og síðasta árið, 1975, hófu 16 nem- endur nám en aðeins 6 luku prófi um vorið. Næsta vetur setti menntamálaráðuneytið þau skilyrði að ekki mættu vera færri en 20 nemendur. Ekki varð af því og var þá kennslu hætt. Ýmsu er hægt að kenna um að svo skyndilega minnk- aði aðsókn að þessum skólum sem áður voru mjög eftirsóttir. Ekki verður orðlengt um það hér. Afstaða þeirra sem stjórnuðu menntamálum þjóðarinnar var ekki þessum skólum í vil, hvorki þá né nú. Húsmæðraskólinn og Héraðssambandið Búið er að skýra frá forystu Héraðssambandsins við stofnun skólans. Það átti konur í byggingar- nefnd og síðar í skólanefnd allan tímann sem skólinn starfaði og var þannig aðili að honum, þó það hefði ekki íjármuni til að leggja í rekstur- inn. Skólinn fékk rekstrarfé frá ríki og sýslu. Héraðssambandið lét vefa og kostaði meirihlutann af útbúnaði skólans í upphafi. Það gaf tijáplönt- ur í skólalóðina þegar frá henni var gengið og það gekkst fyrir minning- arlundi um gamla Kvennaskólans á 75 ára afmæli hans. Öll árin komu konur úr kvenfélögunum í heimsókn og fylgdust þannig með skólanum og kynntust starfi hans. Aðalfundur sambandsins var lengi haldinn í skólanum. Óhætt er að segja að sambandið leit á skólann sem sitt óskabarn. Lok skólans og frá- gangur eigna Eftir að kennsla hætti í skólanum var hann um árabil leigður til Hita- veitu Akureyrar. Þegar þeirri leigu lauk fóru eigendur, ríki og sýsla, að huga að frágangi eignarinnar og einkamuna skólans. Menntamálaráðuneytið bauð þá Héraðssambandi eyfirskra kvenna húsnæði í skólanum og að það tæki við einkamunum skólans, skjölum, gjafamunum, bókasafni og fleiru, til varðveislu í þessu húsnæði. Seg- ir svo í bréfi frá ráðuneytinu: Húsnæðið á að vera fullfrágengið og Héraðssambandinu kostnaðar- lausu og án allra kvaða að undan- skildum orkukostnaði vegna húsnæðisins og kostnaði af eigin notum sambandsins og síðar við- haldi innan húss. Þetta sé gert i þakkætisskyni til sambandsins fyrir mikið og óeigingjamt starf og fram- lag til Húsmæðraskólans um langan tíma. Sambandið hafi húsnæðið til fundarhalda og sem sitt heimili. Ekki voru allir í sambandinu á einu máli um þetta en það fékkst þó samþykkt að taka við þessu. Húsnæðið er á efri hæð viðbygging- arinnar að norðan. Ef af þessu hefði ekki orðið hefðu þessir munir geng- ið til ýmissa safna á Akureyri, aldrei kom til mála að selja þá. Allir fyrrverandi nemendur svo og velunnarar Húsmæðraskólans eru velkomnir í heimsókn til að skoða það sem þar er geymt. Margt sameiginlegt með skólunum Þegar litið er yfir sögu þessara tveggja skóla, sem eru nátengdir, sést að margt hefur verið sameigin- legt. Til þeirra var stofnað af vakningu um það að menntun kvenna, bæði til munns og handa, sé undirstaða góðra heimila, heil- brigðis og góðs uppeldis þjóðarinn- ar, bæði andlega og líkamlega. Báðir skólamir hafa verið undir * stjórn ágætra forstöðukvenna og haft á að skipa vel menntuðum, úrvals kennurum. Gamli skólinn bjó við lélegan húsakost frá upphafi og það að lok- um húsnæðisleysi. Varð að lokum til þess að hann hætti. Nýi skólinn tók til starfa í nýju og góðu hús- næði, en það varð of lítið með tímanum og kröfur tímans um þæg- indi og húsakost jukust örar en úr varð bætt. Báðir skólamir áttu sér mikla velunnara og stuðningsmenn. Má þar nefna Eggert Guðnason og marga aðra samtímamenn hans sem unnu að gamla skólanum. Nýi skólinn átti Héraðssambandið, með Rósu Einarsdóttur í fararbroddi og síðan prestshjónin á Laugalandi, Benjamín Kristjánsson og Jónínu Björnsdóttur, sem voru óþreytandi að vinna að velferð hans. Fjölmarg- ir aðrir unnu að stofnun hans og velferð, sem ekki er rúm til að telja upp hér. Ekki er ómögulegt að nýr hús- stjórnarskóli eigi eftir að rísa í stað þeirra sem hér hefur verið lýst. Óhætt er að segja að sú menntun og menning sem nemendur þessara skóla hafa flutt með sér til sinna heimabyggða hafi verið heimilum þeirra og þá þjóðfélaginu öllu til blessunar. Með þessum orðum lýkur frásögn af tveimur merkum skólastofnun- um. Höfundur er formaður Héraðs- sambands eyfirskra kvenna og fyrrverandi kennari við Hús- mæðraskóiann að Laugaiandi. Skólasöngur Húsmæðraskólans á Laugalandi eftir Friðgeir H. Berg, sunginn fyrst við vígslu skólans 3. október 1937. Þar sem söngur salinn fyllir sálir þroska ná. Þar sem höndin hörpu stillir hörfa skuggar frá. Þar sem léttir hlátrar hljóma hlýnar land og blóð. Dauðir hlutir enduróma æsku sigurljóð. Syngjum inn í sali alla sólarljós og yl. Meðan fer um hlíð og hjalla hrið með vetrarbyl. Svo að dísir láns og lista læðast til vor inn. Þar sem slíkir gestir gista gróa visindin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.