Morgunblaðið - 02.10.1987, Side 21

Morgunblaðið - 02.10.1987, Side 21
MORGUNBLAÐED, FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1987 21 Reykjavík: Islensk atvinnu- miðlun sækir um lóð FYRIRTÆKH) íslensk atvin- numiðlun hefur sótt um lóð fyrír gistiheimili ætlað erlendu vinnu- afli sem hingað kann að leita. Umsókninni var vísað til skrif- stofustjóra borgarverkfræðings. Að sögn Þórðar Johnsen bygg- ingameistara, sem starfar hjá íslenskri atvinnumiðlun hefur fyrir- tækið hug á að reisa gistiheimili fyrir allt að 150 til 200 manns. Bent hefur verið á hugsanlegar lóð- ir á athafnasvæði Reykjavíkurborg- ar allt frá Granda að Sundahöfn, lóð sunnan við Stúdentagarðana við Suðurgötu og lóð í nágrenni Borg- arspítalans. Þórður sagði að búast mætti við manneklu í ýmsum greinum á næstu árum og að forráðamenn fyrirtækja virtust hafa trú að þörf sé á um 1500-til 2000 manns. Úrvalið með allra mesta móti. Réttu efnin og verkfærin einfalda flísalagninguna. Það er allt á einum stað - í BYKO. Þarsemfagmennimir S"3kÓBWQ Simi 41000 FLÍSAR á veggi og gólf, inn, Hentugasta fiskveiðistefnan að úthluta kvóta varanlega Rögnvaldur Hannesson prófessor: RÖGNVALDUR Hannesson pró- fessor er nú staddur hér á landi í boði sjávarútvegsráðuneytisins. Rögnvaldur er prófessor við Verslunarháskólann í Bergen þar sem hann stundar kennslu í auðlindahagfræði, almennri hag- fræði og fiskihagfræði. Rögn- valdur hefur átt hér samtöl við kvótanefnd og aðila innan sjávar- útvegsráðuneytisins um aðferðir við stjórn fiskveiða og reynslu annarra þjóða. Einnig hefur hann flutt fyrirlestur við Há- skóla íslands um þetta efni. — Hveija telur þú vera reynsl- una af núverandi kvótakerfi og hvers konar fiskveiðistefna er að þínu mati heppilegust til lengri tíma litið? Reynslan af núverandi kerfi er jákvæð, að svo miklu leyti sem ég fæ séð og hefur stuðlað að auknu hagræði í fískveiðum. Helsti gallinn á kerfínu er að kvótamir eru til of skamms tíma. Þá koma vankantar kvótakerfisins greinilega í ljós en helstu kostir fá ekki að njóta sín. Ég held að sú stjómunaraðferð sé vænlegust til lengri tíma litið að koma á varanlegum aflakvótum eða kvótum til mjög langs tíma, s.s. 15 ára. Þessum kvótum yrði úthlutað til útgerða og þyrftu að vera seljan- legir, óháð skipum, svo að þeir er hefðu hug á að skapa sér stærri rekstrargrundvöll, gætu keypt kvóta af öðram útgerðarmönnum. Þetta yrði til þess að kvótamir myndu smám saman fara til þeirra er hefðu bestu skipin. Sá afli sem leyfilegt væri að veiða yrði því veiddur með minnstum tilkostnaði. — Hvaða breytingar telur þú að þetta hefði í för með sér fyrir t.d. útgerð og byggðaþróun? Það er erfitt að segja nákvæm- lega til um það. Hugsanlegt er að útgerð togara myndi reynast hag- kvæmari en bátaútgerð og myndi kvótinn þá væntanlega safnast á togarana. Einnig er mögulegt að kvótinn safnist á fáar hendur eða færist út úr vissum landshlutum. Ef stjómvöldum líkar ekki slíkar afleiðingar mætti setja þessu vissar skorður, til dæmis þær að eitt fyrir- tæki megi einungis eiga vissa prósentu af heildarkvóta eða að kvóti yrði bundinn landshlutum. — En kæmu slíkar skorður ekki í veg fyrir þá þróun sem seljanlegur kvóti á að stuðla að? Vissuiega hefðu allar skorður sem settar væru neikvæð áhrif. En þetta er alltaf spuming um það hverju við viljum fóma til þess að ná arðbæram rekstri. Það er líklegt að það kosti eitthvað að halda uppi dreifðri byggð á íslandi. Ef svo er verða menn að borga þann kostnað. — Hvemig ætti að byggja þenn- an kvóta upp? Hvaða viðmiðun er heppilegust? Það er hægt að byggja upp kerf- ið með tvennum hætti. Annar kosturinn er að ákveða fastan árs- ^fla og ákveða síðan kvóta sem hlutfall af honum. Síðari kosturinn, sem ég tel að sé einfaldari, er að ákveða þetta út frá reynslu síðustu 2-3 ára. Síðan gætu menn selt kvót- ana sem þeir fá úthlutað eins og þeim þykir best henta. — Hvert yrði svigrúmið innan kvótakerfisins samkvæmt þínum hugmyndum? Helst sem minnst. Það verður þó í raun alltaf að vera eitthvað svig- rúm til staðar. Ég held að það sé, svo dæmi sé tekið, rétt að veiðar á minni bátum, sem menn stunda sem tómstundagaman, verði undan- þegnar kvótakerfinu. Það þyrfti þó að setja eitthvert hámark á það hversu miklu þeir mættu landa. f núverandi kerfi era allir bátar und- ir tíu tonnum undanþegnir kvóta og hefur það leitt til stóraukinna veiða smábáta í atvinnuskyni. Þess- ar undanþágur þyrfti að stöðva. — Hvemig er jarðvegurinn hér á landi fyrir hugmyndir um varan- legan kvóta eða kvóta til mjög langs tíma? Ég held að mönnum fínnist ein- um of langt gengið þegar talað er um varanlegan kvóta. Það yrði þó líklega auðveldara fyrir fólk að faJI- ast á þessar hugmjmdir ef um- framarður, þ.e. arður umfram fjármagnskostnað og afskriftir, yrði skattlagður lflct og gert er með olí- una í Norðursjó. Fiskurinn og olían era hvorttveggja auðlindir sem skila umframarði í krafti þess eins að þær era takmarkaðar. Þó við teljum rétt að einkaaðilar sjái um hagnýt- ingu fiskimiðanna þá era líka margir sem líta á þessar auðlindir sem sameiginlega eign þjóðarinnar og vilja ekki láta einkaaðila eignast þær. Skattur á umframarð ætti að sætta þessi tvö sjónarmið. Það era hagkvæmnirök sem liggja að baki því að hagnýting sé í höndum einka- aðila. Ríkið á ekki að vera að vasast í útgerð þar sem útgerðarmenn kunna þar best til verka. — Myndu hagsmunaaðilar sætta sig við aukaskattlagningu af þessu tagj? Astandið í dag er þannig að út- gerðin skilar ekki miklum umfram- arði og útgerðarmenn halda því reyndar fram að þeir borgi nú þeg- ar aukaskatt í formi of hás gengis krónunnar. Virk stjómun leiðir til lækkaðs tilkostnaðar meðan verðmæti fram- leiðslu breytist ekki eða eykst. Mismuninn milli tekna og kostnaðar má líta á sem umframarðsemi nátt- úraauðlindarinnar, þ.e. fiskimið- Rögnvaldur Hannesson anna. Þetta era auðlindir sem enginn á eða selur. Enginn er auð- vitað hrifinn af því að borga skatt en meðan útgerðimar fá eðlilegan arð af fjárfestingum sínum ættu þær að vera ánægðar með þetta. Svo við víkjum aftur að olíunni í Norðursjó þá tekur norska ríkið 80% af öllum umframarði í skatt og svipaða sögu er að segja af breska ríkinu. Olíufélögin virðast samt ekki vera mjög óhress með að halda olíuvinnslu sinni áfram. St.S. Félags- ogþjónustu- miðstöðvar aldraðra: Vetrarstarfið hafið Ný miðstöð opnar í Bólstaðarhlíð VETRARSTARF í félags- og þjónustumiðstöðvum aldr- aðra þjá Reykjavíkurborg er nú hafið á átta stöðum í borginni. Níunda þjónustu- miðstöðin verður síðan tekin í notkun í Bólstaðahlíð 43 síðari hluta októbermánað- ar. Fjölbreytt námskeiðahaid er í öllum félagsmiðstöðvunum og má þar nefna handavinnu, smíðar, teiknun og málun, íþrótt- ir og enskukennslu. Ennfremur má nefna sundnámskeið fyrir aldraða sem hafa farið fram í Sundhöll Reykjavíkur. I nýju þjónustumiðstöðinni í Bóistaðahlíð 43 verður almennt félags- og tómstundastarf ásamt félagslegri þjónustu sem opin er fyrir alla Reykvíkinga 67 ára og eldri og aðra sem vilja nýta sér hana.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.