Morgunblaðið - 02.10.1987, Síða 32

Morgunblaðið - 02.10.1987, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1987 atvinna — atvinna ■ atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Kerfisfræðingur óskar eftir starfi. Hef 3ja ára starfsreynslu. Get byrjað strax. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „C - 3631“. Garðabær Blaðbera vantar í Bæjargil, Brúarflöt og Bakkaflöt. Upplýsingar í síma 656146. Ung stúlka óskar eftir atvinnu. Er stúdent og hef vélrit- unar- og bókhaldskunnáttu. Hef starfað við tölvubókhald. Meðmæli ef óskað er. Upplýsingar í síma 74066. Netamann vantar á skuttogarann Ými HF-343. Þarf að hafa réttindi til að leysa af sem annar stýrimaður. Upplýsingar í símum 52605 og 51370. Afgreiðslustarf Starfskraftur óskast til afgreiðslustarfa í söluskála í Reykjavík. Vinnutími frá kl. 08.00- 18.00 eða 12.00-18.00. Frí um helgar. Upplýsingar í síma 83436. Dómarafulltrúi Dómarafulltrúa vantar til starfa við embættið. Góð kjör og fjölþætt starfssvið. 1. október 1987. Bæjarfógetinn á ísafirði, sýslumaðurinn í Isafjarðarsýslu, PéturKr. Hafstein. Kranamaður - verkamenn Óskum eftir kranamanni á byggingakrana. Vinnustaðir í Hafnarfirði. Óskum einnig eftir verkamönnum. Næg vinna framundan. Upplýsingar á skrifstofunni í síma 54844. Fiarðarmót hf J BYGGINGAVERKTAKAR Starfsmann vantar Vantar starfskraft til að leysa úr tolli o.fl. Þarf einnig að geta annast sölustörf. Fjölbreytt og líflegt starf. Upplýsingar í síma 82306. iti, . ^ ÞJODLEIKHUSID í )J Óskum eftir starfsfólki í uppvask. Vaktavinna. Upplýsingar í síma 19636 eða á staðnum milli kl. 10.00 og 16.00. Leikhúskjallarinn. Starf á endurskoð- unarskrifstofu Starfskraftur óskast á endurskoðunarskrif- stofu. Viðkomandi þarf að kunna góð skil á bókhaldi og vera vanurtölvuvinnslu bókhalds. Góð laun í boði fyrir hæfan starfsmann. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 6. okt. n.k. merkt: „Samviskusemi - 4706“. Spennandi starf Deildarstjóri - matvara Sláturfélag Suðurlands vill ráða til starfa ein- stakling í stöðu deildarstjóra, sem hafa mun umsjón með ávaxta- og grænmetisdeild í einni af SS-búðunum. Við leitum að aðila sem hefur frumkvæði, nákvæmur, hugmyndaríkur og er tilbúinn til þess að leggja töluvert á sig til þess að ná árangri í starfi. Viðkomandi þarf einnig að geta unnið sjálfstætt, hafa forystuhæfileika til þess að stjórna öðrum og eiga gott með að umgangast fólk. Væntanlegur umsækjandi þyrfti að hafa ein- hverja starfsreynslu úr svipuðu starfi. í boði er spennandi starf hjá traustu fyrirtæki. Allar nánari upplýsingar um starf þetta veitir starfsmannastjóri á skrifstofu fyrirtækisins Frakkastíg 1, Reykjavík. Sláturfélag Suðurlands, starfsmannahald. Viltu koma í vinnu á skemmtilegum vinnustað? Á stað, þar sem þú gætir jafnvel haft barnið þitt með þér? Á dagheimilið Dyngjuborg, Dyngju- vegi 18, vantar okkur fóstrur eða fólk, sem hefur áhuga og/eða reynslu af uppeldisstörfum. Nú eru lausar hjá okkur 3 heilar stöður auk hálfrar stuðningsstöðu fyrir barn með sér- þarfir. Komdu í heimsókn eða aflaðu þér upplýsinga hjá Önnu eða Ásdísi í símum 38439 eða 31135. Starfskraftur óskast allan daginn við afgreiðslu. Æskilegur aldur 20-30 ára. Stundvísi, reglusemi og snyrtimennska’algjört skilyrði. Upplýsingar í versluninni þriðjudaginn 6. okt. kl. 17.00-19.00 (ekki í síma). I tískuverslunin Hólmavík Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið á Hólmavík. Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 95-3263 og hjá afgreiðslunni í Reykjavík, sími 83033. Vélaviðhald Sútunarverksmiðja Sláturfélags Suðurlands vill ráða nú þegar eða mjög fljótlega starfs- mann til starfa við vélaviðhald. Við leitum að laghentum einstaklingi, sem hefur einhverja reynslu í meðferð véla og tækja, þar sem viðkomandi þarf bæði að geta annast fyrirbyggjandi og almennt véla- viðhald. Nauðsynlegt er að viðkomandi geti unnið sjálfstætt. Allar nánari upplýsingar veitir starfsmanna- stjóri á skrifstofu fyrirtækisins Frakkastíg 1, Reykjavík. Sláturfélag Suðurlands, starfsmannahald. Tæknilegur aðstoðarmaður Stórt iðnfyrirtæki í Reykjavík vill ráða til starfa starfsmann í stöðu tæknilegs aðstoð- armanns verksmiðjustjóra. Helstu verkefni eru meðal annars umsjón og eftirlit með framleiðslu ásamt gæðaþróun. Nauðsynlegt er að væntanlegur umsækjandi sé menntaður sem efnaverkfræðingur eða hafi efnafræðipróf. Til greina kemur náms- gráða í lífeðlisfræði eða önnur hliðstæð menntun. Æskilegt er að væntanlegur um- sækjandi hafi gott vald á ensku og þýsku. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrir störf óskast sendar auglýs- ingadeild Mbl. fyrir 13. október merk: „Stjórnandi - 4707“. Afgreiðslustörf - söludeild Sláturfélag Suðurlands vill ráða nú þegar nokkra starfsmenn til afgreiðslu- og tiltektar- starfa í söludeild búvöru. Við leitum að röskum og duglegum aðilum, sem bæði eru samviskusamir og nákværhir. í boði er góður vinnutími, ágæt laun greidd eftir frammistöðu og frír hádegisverður. Allar nánari upplýsingar veitir starfsmanna- stjóri á skrifstofu fyrirtækisins Frakkastíg 1, Reykjavík. Sláturfélag Suðurlands, starfsmannahald.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.