Morgunblaðið - 02.10.1987, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1987
Stiörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
Ég er oft spurður að því hver
sé tilgangur stjömuspeki. Al-
gengasta svarið er að stjömu-
speki flalli um manninn og
mannlífíð og tilgangurinn sé
sá að vekja fólk til umhugsun-
ar um eigið eðli, um hæfileika
Og veikleika og það að við
erum öll einstaklingar með
sérstakar þarfir. Einnig er
sagt að tilgangur stjömuspeki
sé sá að benda á jákvæðan
farveg fyrir orku okkar. Jafn-
framt þvi að skyggnast í eigin
barm eigum við síðan að geta
skilið annað fólk betur en
áður.
Afhverju
En afhveiju skyldi það vera
að við þurfum á sjálfsþekk-
ingu og almennum skilningi á
öðm fólki að halda? Getum
við ekki komist ágætlega af
án stjömuspeki og skyldra
faga?
ÞjóÖfélagiÖ
Ef við skoðum hið íslenska
þjóðfélag í dag má sjá að þjóð-
in stendur á ákveðnum
tímamótum. Undanfarna ára-
tugi hefur átt sér stað mikil
uppbygging, bæði hvað varð-
ar atvinnuvegi og almenna
búsetu fólksins í landinu.
Þessi uppbygging hefur eðli-
lega tekið mið af undirstöðu-
þáttum, þ.e. af efnahagsmál-
um og atvinnuvegum og því
að byggja hús yfír landsmenn.
Þetta hefur kostað mikla
vinnu og um leið ákveðnar
fómir.
Tilfinningamál
I dag búa margir við ágæta
afkomu en standa frammi
fyrir því að hið efnahagslega
eitt sér er ekki fullnægjandi,
að þrátt fyrir ytri glæsileika
era óleyst ýmis vandamál sem
fyrst og fremst snúa að hinum
mannlegu þáttum. Ástæðan
fyrir því er sú að maðurinn
lifir ekki á brauðinu einu sam-
an, hann hefur ekki einungis
líkama, heldur einnig sál, til-
finningar og vitsmuni sem
þarf að huga að. Það er ein-
mitt þegar fólk snýr frá
einhliða efnishyggju og tekur
að huga að öðram þáttum sem
fög eins og stjömuspeki verða
vinsæl og talin gagnleg.
Einstaklingur
Ég sagði hér að framan að
einn helsti tilgangur stjömu-
spekinnar væri sá að vekja
okkur til umhugsunar um það
að við eram öll einstaklingar
með sérstakar þarfir. Slíkt er
nauðsynlegt vegna þess að
stór galli á okkar ágæta þjóð-
félagi er sá að þó við vitum
að hver einstaklingur hafi
ákveðinn persónuleika og
ákveðnar sérþarfir, þá gleym-
um við því oft þegar á reynir.
Ég vil rökstyðja þetta nánar
með því að benda á nokkur
atriði sem allir þekkja úr eig-
in lífi og varða uppeldismál,
skólakerfið og algengt mynst-
ur í mannlegum samskiptum,
t.d. í hjónabandi. Þar sem
plássið leyfir ekki lengri um-
fjöllun mun framhald þessar-
ar greinar og fyrmefndur
rökstuðningur birtast í blað-
inu á morgun.
Þekkingar er þörf
Að lokum ætla ég þó að nefna
eitt mikilvægt atriði sem varð-
ar almenna mannþekkingu.
Ef við geram okkur ekki al-
menna grein fyrir því á hvem
hátt fólk sé ólíkt, þ.e. ef við
höfum ekki undirstöðuþekk-
ingu hvað varðar hinar
mismunandi persónuleika-
gerðir, þá eigum við um leið
erfítt með að skilja hinar ólíku
þarfír fólks og koma til móts
við þær. Hvemig er t.d. hægt
að byggja upp skólakerfi sem
hentar flest öllum ef við met-
um öll böm út frá sömu
forsendum?
GARPUR
DRÁTTHAGI BLÝANTURINN
FERDINAND
SMÁFÓLK
ir.
AUar súkkulaðikökurnar
eru búnar!
TMAT'5 UDMAT'5 CALLEP
UP5ETTIN6 THE BALASICE
OF NATURÉ
Þetta kalla ég að raska
jafnvægi náttúrunnar.
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Leikur íslands og Belgiu á
EM í Brighton var með afbrigð-
um fjörugur — spilin villt og
skorin eftir því. ísland fór með
sigur af hólmi, 20—10, eða
110—80 í IMPum. Fyrri hálfleik-
ur var svo gott sem jafn, 53—54.
Belgamir gátu þakkað það
tveimur góðum slemmum sem
íslensku pörin tóku, sem lágu
báðar í hel og töpuðust. Á næstu
dögum munum við skoða nokkur
spil úr þessum leik, og byijum
á hörðu geimi, sem Guðlaugur
R. Jóhannsson og Öm Amþórs-
son tóku í þriðja spili:
Suður gefur; NS á hættu.
Norður
♦ 53
VKD7
♦ G10876
♦ K74
Austur
ilim ♦ 9742
♦ 108543
♦ D3
♦ D9
Suður
♦ DG8
♦ G
♦ ÁK82
♦ ÁG1062
Guðlaugur og Öm vora með
spil NS gegn Coenraets og
Sehoofs:
Vestur Norður Austur Suður
Schoofs Guðl. Coenr. Örn
— — — 2 lauf
Pass 2 tíglar Pass 2grönd
Pass 3 tíglar Pass 3 spaðar
Pass 3 grönd Pass Pass
Pass Opnun Amar á tveimur lauf-
um lofaði fímmlit þar og 11—15
punktum. Guðlaugur krefur með
tveimur tíglum og tvö grönd
sýna hámarksopnun með tveim-
ur hliðarfýrirstöðum. Þrír tíglar
spyija um staðsetningu fyrir-
staðanna, og með þremur
spöðum segir Örn að þær séu í
spaða og tígli. Precision-
útfærsla.
Legan var hagstæð og Örn
átti ekki í vandræðum með að
taka 11 slagi með hjarta út. 460
í NS.
Á hinu borðinu opnaði Belginn
í suður á einu eðlilegu laufi.
Norður svaraði með einum tígli,
sem suður lyfti í tvo. Og þar við
sat. Fjórir tíglar unnust, eða 130
í NS. ísland græddi því 8 IMPa
á spilinu.
Vestur
♦ ÁK106
♦ Á962
♦ 98
♦ 853
I
Umsjón Margeir
Pétursson
Á opnu móti í London í byijun
september kom þessi staða upp í
skák bandaríska stórmeistarans
Shamkovich, sem hafði hvítt og
átti leik, og Indveijans Ravi.
18. Rxe6+ og svartur gafst upp.