Morgunblaðið - 02.10.1987, Side 46

Morgunblaðið - 02.10.1987, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1987 „ SmeLlur &íðusta aldar... -±0 krónur " Selastofninn er allt of stór Heiðraði Velvakandi. Mætti ég taka undir með hr. Þor- leifí Kr. Guðlaugssyni í Velvakanda 25. september sl. Já. Selastofninn við ísland og nágrenni er allt of stór, með afar óæskilegum afleiðingum. 1. Vaxandi fjölda af hringormum í hveijum þorskfiski, með kostnaðars- amri úrtínslu og óæskilegu krabbi í flökin. 2. Selurinn étur ómældan skerf af bolfiski okkar á hveiju ári, e.t.v. meiri en við gerum okkur grein fyrir. Hveijum er um að kenna? Hinum svokölluðu Grænfriðungum, sem hafa með baráttu sinni gegn kópa- drápi Kanadamanna, gert okkur, Grænlendingum, Norðmönnum og eflaust fleirum ómælt tjón. Ég minnist þess er ég var að al- ast upp í Leirunni, m.a. við að verka saltfísk. Þá var einn og einn hring- ormur í einstaka físki, en langflestir voru algerlega lausir við orma. Fiskurinn gekk á grunnmiðin utan úr djúpinu og þar sem selir voru þarna í litlu magni þá var varla hægt að tala um hringorma. Við verðfall á skinnum hafa sel- veiðar sjávarbænda lagst niður að mestu leyti og er það skiljanlegt, en illafarið. Á síðustu árum hefur verið, að mínu mati, góð stjómun á að vemda fiskstofna gegn ofveiði, en sem af sér leiðir að minna af físki kemur á land og þó þetta komi illa við suma, þá eru þetta nauðsynlegar aðgerðir upp á framtíðina að gera. Eflaust mætti betur, t.d. með tímabundinni friðun hrygningarsvæða svo þorskin- um gæfíst ráðrúm til að bæta við stofninn í friði. Sérstaklega tel ég allar þessar miklu netalagnir á hrygningarsvæðunum af því illa. Nú er, held ég, hætt öllu sigi í Hombjarg og víst afar takmarkað annarsstaðar, en fækkun svartfugls er ekki sfður nauðsynleg, hann étur í miklu magni uppfæðinginn og er- fítt er eflaust að telja tonnin sem hann étur miðað við fullvaxinn físk. Árabilið 1920—1930 er liðið, en á þessum árum fóru togaramir í vort- úra, tvo eða þijá á Austurlandsmiðin úti í svokölluðum kanti (ekki Hval- bak), þama var asfiski, 3 og upp í 12 pokar í hali af þorsktittum, manni tókst að gera að svo sem tveim pok- um (tfnt úr það skásta) hinu var skolað í sjóinn aftur. Rányrkja af verstu tegund. Þetta ættu þeir að hafa í huga sem álasa Halldóri fyrir styrka stjóm hans á vemdunarmál- um. Og að endingu: 12 pokar af tittun- um hefðu fullvaxnir fyllt þeirra tíma togara. Jón Eiríksson * Ast er... ... að slá gullhaitira. Þú hlýtur að vera ein- hvers konar gleðigjafi fyrir gestina til að vega upp á móti slæmum mat og rándýrum? Með morgimkaffinu HÖGNI HREKKVlSI .ALDRBl AÐ L£3A VnRÓXf-INA Á HONUM." Víkverji skrifar Víkverja hefur borist eftirfarandi bréf: Víkveiji skrifar í Morgunblaðið þriðjudaginn 29. september sl. Þar gangrýnir hann það sem hann kallar „hrognamál" mitt í golfþætti á Stöð 2, laugardaginn 26. septem- ber s). Enginn skyldi svara neikvæðri gagnrýni af þessu tagi og allra síst þegar hún birtist undir dulnefni eins og í þessu tilfelli. En þar sem almenn- ir lesendur Morgunblaðsins gætu dregið rangar ályktanir af þessum skrifum Víkveija tel ég mig knúinn til að svara honum. í grein sinni kveðst Víkveiji hafa hlýtt á samtal eins frægasta golfleik- ara heims og áhugamanna um golfíþróttina. Ég vænti þess að Víkvetji eigi við heimsfrægan kylfíng annars vegar, en hvort hann á við áhugasama kylfínga eða áhugamenn sem væru andstætt við atvinnumenn hins vegar veit ég ekki. Hann kveðst ekki hafa skilið neitt af því sem fram fór, vegna þess að bersýnilega sé mikið af orðum og hugtökum, sem ekki tíðkast í daglegu tali, notuð í golf- íþróttinni. Segja má, að þetta sé það eina rétta í grein Víkveija, að hann skildi ekki neitt og orð notuð, sem eru ekki í daglegu tali. XXX Golfíþróttin er fyrst og fremst tækniíþrótt, ef svo mætti taka til orða, og því þörf á mörgum tækni- orðum, þegar fjallað er um hana. Víkveiji þarf ekki að skammast sín fyrir að hafa ekki skilið mennina, sem áttu áðumefnt samtal, en hann ætti að skammast sín fyrir þann hroka, sem hann sýnir, þegar hann ætlast tii þess að tæknimál sé einungis með orðum, sem hann skilur sjáifur, án þess að hafa lært nokkuð ( viðkom- andi íþrótt. í grein sinni beinir Víkveiji því næst spjótum sínum að mér. Hann kveðst hafa átt í erfíðleikum með að skilja það sem fram fór á skján- um, vegna þess að ég notaði „eitt- hvert óskiljanlegt hrognamál, sem er ekki annarra en sérfræðinga að skilja". Allar þær þúsundir manna, sem stunda golf á Islandi eiga mjög auðvelt með að skilja það sem sýnt er á skjánum frá Stöð 2, án þess að telja sig vera nokkra sérfræðinga. Sama máli gegnir um flestar aðrar íþróttagreinar, menn verða að læra ákveðin atriði til að skilja það sem fram fer. í flestum tilvikum þetta fljótlært og á hvers manns færi. Sá maður, sem hefur ekki kjmnt sér neitt um viðkomandi íþróttagrein, hann á erfítt með að skilja hana. Við skulum taka sem dæmi mann, sem hefur aldrei séð knattspymu. Hvað telur hann vera homspymu? Er verið að spyma kýrhomi? Er ef til vill verið að spyma í húshom eða homið á markinu? Eða þurfa menn að hafa hom í síðu einhvers til að geta tekið homspymu? Hvað með skíðastökk eða skriðsund? Hom- spyma, skíðastökk og skriðsund em góð og gild íslensk orð, en það skilur enginn hvað átt er raunverulega við með þeim, nema að skilja viðkom- andi íþrótt. Á þennan veg mætti lengi telja. 1 Víkveiji telur „að íslenskir golf- áhugamenn noti svo mikið af erlend- um orðum um íþrótt sína". Til að sýna lesendum Morgunblaðsins fram á, að hér fer Víkveiji með rangt mál skal nú telja upp þau erlendu orð, sem ég notaði í viðkomandi lýsingu í umræddum golfþætti: Birdie, eagle, par, put og putter. Þetta em alls 5 erlend orð. Öll önnur tækniorð í íþróttinni em íslensk, og mörg þeirra hafa verið í málinu frá fomu fari. í þættinum gat ég um (slenska þýð- ingu á tveimur fyrstu orðunum, en þijú síðari orðin falla allvel að íslensku máli og gætu þess vegna orðið tökuorð, þó ekki sé æskilegt að gera of mörg erlend orð að töku- orðum í íslensku. XXX "fTl g vil benda Víkveija á það, að J-J Islendingar em eina þjóðin í heiminum, þar sem golf er iðkað, sem reynir að þýða ensku tæknioiðin t golfí á móðurál sitt. Þegar ég tók að mér að lýsa golfi í þáttunum á Stöð 2 á sl. vori fékk ég leyfí umsjón- armanns íþrótta á stöðinni til að nota golfþættina til málvöndunar og lýsa eftir góðum íslenskum orðum, sem nota mætti í stað ensku orð- anna, sem notuð em um allan heim. Þetta hefur mælst mjög vel fyrir og fjöldi manna Iagt mér lið í þessari viðleitni minni. Ef Víkveijl hefði hlustað á allan þáttinn á Stöð 2 sl. laugardag eða hlustað á fleiri þætti, þá hefði hann getað áttað sig á því, hvaða starf er verið að vinna í þess- um golfþáttum til málvöndunar. Þá get ég bent Víkveija á það, að ég hef tekið saman dálitið orða- safn um golfheiti og dreift því á milli manna til þess að fleiri geti lagt hönd á plóginn um þýðingu en- skra golfheita á íslensku. Eg hef kosið að nota ensk orð í lýsingum mínum, þegar ekki em til íslensk orð um það sem verið er að lýsa, og þá hef ég aðlagað ensku orðin að mál- inu. Vissulega má deila um það hvort gera eigi þetta á þennan veg eða láta ensku orðin halda sér óbreytt, þar verður smekkur hvers og eins að ráða. Ég átti því láni að fagna að hafa frábæra kennara í íslensku, bæði í gagnfræðaskóla og menntaskóla, Sveinbjöm Siguijónsson, Jón Guð- mundsson og Magnús Finnbogason. Þessir ágætu kennarar gáfu mér það veganesti í móðurmálinu, sem endast mun mér alla ævi. Vissulega má ávallt deila um, hvað er gott málfar eða slæmt. En ég hygg, að þessir kennarar mínir þurfí ekki að skamm- ast sín fyrir málfar mitt. Hins vegar er ég ávallt reiðubúinn að Iæra meira og alltaf er hægt að bæta málið. Ég myndi þiggja góðar ábendingar frá Víkveija með þökkum. XXX Ekki veit ég hver eða hveijir skrifa Víkveija. En ég hygg, að fleiri en einn maður haldi um penna hans. Að minnsta kosti getur hér ekki verið um að ræða sama Víkveija og hrósaði golfþáttum Stöðvar 2 í Morgunblaðinu fyrir stuttu siðan. Vil ég þakka þeim Víkveija fyrir þau skrif. Þá vil ég nota þetta tækifæri til að þakka öllum þeim §ölda manna, sem hafa komið- að máli við mig eða hringt í mig og þakkað mér fyrir golfþættina eða hvatt mig á annan hátt. Af þessu svari til Víkveija vona ég, að lesendur Morgunblaðsins hafí orðið einhvers vísari um þá viðleitni til málvöndunar, sem fram fer meðal kylfínga. Að endingu vil ég hvetja Víkveija til að vanda betur skrif sín og vera jákvæðari í hugsun en kem- ur fram í margumræddum skrifum hans. Björgúlfur Lúðvíksson, „hrognamálsþulur" Stöðv- ar 2.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.