Morgunblaðið - 02.10.1987, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 02.10.1987, Qupperneq 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1987 Reuter Lalo Maradona, bróðir Diego, ætlar að feta ( fótspor besta knattspymumanns heims. Á myndinni skrifar hann und- ir samning við Granada 'aSpáni, en til hægri er Alfonso Suarez, formaður félagsins. ■ ÞORSTEINN Geirharðsson, nuddari landsliða íslands í knatt- spymu, er áhugasamur kylfíngur. Síðastliðinn laugardag var hann að spila í Leirunni og fór þá holu í höggi á 16. braut. Þorsteinn brá sér svo aftur hring á Leiruvellinum í fyrradag, og gerði sér þá lítið fyrir og fór aftur holu.-í höggi, nú á 13. holu. ■ BIRGIR Bjömsson, hand- knattleikskappinn kunni hér á árum áður, hefur verið ráðinn þjálfari 2. deildar Þórs á Akureyri í hand- knattleik kvenna. Birgir þjálfaði m.a. á sínum tfma landslið karla og hann hefur einnig þjálfað meist- araflokk karla hjá KA. I HUGO Perez, bandarískur ríkisborgarí frá E1 Salvador æfír þessa dagana með Hearts, sem er efst f skosku úrvalsdeildinni f knatt- spymu. Perez er 23 ára og hefur leikið 25 landsleiki fyrir Bandaríkin. Hann ætlaði að ganga til liðs við -s Ajax í Hollandi fyrr í haust, en fékk ekki atvinnuleyfí í Hollandi. ■ NERY Pumpido, landsliðs- markvörður heimsmeistara Arg- entinu f knattspymu missti fíngur á æfíngu fyrir tæplega þremur mánuðum. Fingurinn var græddur á og í vikunni byijaði Pumpido að æfa á ný með River Plate. ■ JUAN Carlos Lorenzo hefur verið beðinn um að taka við stjóm- inni hjá Boca Juniors f Argentfnu. Liðinu hefur gengið mjög illa sfðan Cesar Menotti fór og gerðist þjálf- arí Atletico Madrid á Spáni. Roberto Saporiti sagði þjálfara- starfí sínu lausu í vikunni, en liðið hefur aðeins fengið þijú stig í fyrstu fímm leikjunum ( haust. Lorenzo var landsliðsþjálfari Argentínu á . HM 1966, þjálfaði Lazio á Ítalíu og Atletico Madrid áður en hann tók við Boca Juniors fyrir nokkram áram, en liðinu gekk vel undir hans stíóm. ■ SANDRA Gasser, hlaupa- drottningin frá Sviss, sem hafnaði í 3. sæti í 1500 metra hlaupi á HM í Róm, hefur verið dæmd í tveggja ára keppnisbann. Hún féll á lyfjaprófi eftir úrslita- hlaupið og sömu niðurstöður fengust í síðustu viku. Gasser hefur mótmælt þessu harðlega og segir að einhver brögð hljóti að vera í tafli, því hún hafí aldrei neytt örvunarlyfla. ■ HAKAN Bjome, sænski landsliðsmaðurinn í blaki, féll einnig á lyfjaprófi i vikunni eftir 3-1 sigur Svía gegn Belgum i Evrópukeppninni. Belgum var dæmdur 3-0 sigur i leiknum og Sorne var visað úr keppninni. ÍÞRÓTTAFÉLAG fatlaðra hefur í tvö ár fengið góða peninga- gjöf frá íslenskum atvinnumanni í knattspymu, sem ekki vill láta nafn síns getið. Þessi knattspymumaður hafði heitið sjálfum sér því, er hann átti í meiðslum, að ef hann næði að komast í leikæfíngu aftur myndi hann styrkja ÍF á íslandi um ákveðna peningaupphæð árlega. Peningunum verður að þessu sinni varið til kaupa á skíðaútbúnaði fyr- ir félagið. ■ RENE Taelman, þjáifarí Cercle Bragge, var (gær rekinn frá féiaginu. Liðið er í þriðja neðsta sæti í 1. deild belgísku knattspym- unnar og hefur aðeins unnið einn leik, en það þykir ekki gott á þeim bæ frekar en annars staðar. ■ GRAEME Souness, fram- kvæmdastjóri Rangers í Skotlandi, var viss um að eina ráðið til að sigra Dynamo Kiev væri að láta þrengja völlinn sem og hann gerði. Rangers tapaði 1:0 úti en vann 2:0 heima og komst áfram í 2. umferð Evrópu- keppni meistaraliða. Forráðamenn Kiev vora æfír og sögðu að áður hefðu vrið heiðursmenn í breskri knattspymu, en enga slíka væri að fínna hjá Rangers. „Við æfðum á einum velli en lékum á öðram. Völl- urinn var mjókkaður eftir æfíng- una,“ sögðu þeir og kvörtuðu í eftirlitsdómarann í hálfleik. Hann lét mæla stærð vallarins að leik loknum og reyndist hún í minnsta lagi en lögleg. ■ WISMUT Aue var eina liðið frá Austur-Þýskalandi, sem komst áfram í 2. umferð í Evrópumótun- um, en Dynamo Berlin, Dynamo Dresden og Lokomotív Leipzig féllu úr keppni. Þessu var misjafn- lega tekið; eitt dagblað sýndi vandlætingu sína með þvi að hafa baksíðuna í gær auða, i öðra var teiknað mark og sagt að 349 boltar kæmust þar fyrir, en fjögur austur- þýsk lið hefðu aðeins skorað tvö mörk! ■ MIRANDINHA, Brasilíumað- urinn snjalii hjá Newcastle, fær rúmlega 70 milljónir íslenskra króna ( laun næstu þtjú árín hjá félaginu eða um 25 milljónir á ári. Hann á að einbeita sér að fótboltan- um og má ekki taka að sér auka- vinnu — enda varla ástæða til! ■ GUIDO Tognoni, blaðafull- trúi FIFA sagði í gær að 109 þjóðir hefðu tilkynnt þátttöku f undan- keppni HM, sem á að byija 1. mars á næsta ári og ljúka í nóvember 1989, en lokakeppnin fer fram á Ítalíu 1990. 123 þjóðir tóku þátt ( siðustu undankeppni, en sumar hættu keppni og vora sektaðar fyr- ir vikið og taldi Tognoni það ástæðuna fyrir færri þjóðum nú. Frestur til að tilkynna þátttöku rann út í gær, en enn geta tilkynn- ingar verið á leiðinni í pósti og ef svo er verða þær teknar til greina. Dregið verður í riðlana 12. desem- ber. ■ FRANK Rjjkaard, sem rauk ( burtu á föstudaginn eftir rifrildi við Johann Cruyff, þjálfara Ajax, var ( gær settur á söiulista. Rij- kaard, sem er landsliðsmaður, hefur ekki sést hjá félaginu í viku, en um hundrað milljónir íslenskra króna era settar á miðvallarleikmanninn. AC Milanó á Ítalíu á rétt á honum, en tveir Hollendingar, Marco van Basten og Ruud Gullit, era fyrir og aðeins þrír útlendingar mega leika með ftölsku liðunum. GOLF Hressir kylfingar Nýlega hélt golfklúbbur Flugleiða alþjóðlegt mót I golfí með þátttöku átta erlendra flugfélaga. Mótið tókst vel í alla staði, en kylfingar breska fiugfélagsins Brítish Airways sigruðu. Myndin er af keppendum áður en mótið hófst á golfvelli GR í Grafarhoiti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.