Morgunblaðið - 02.10.1987, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1987
49
FATLAÐIR
, MorgunblaðiÖ/Sverrir
Iþróttafólag fatlaðra heiðraði á dögunum Landhelgisgæsluna og Svölumar fyrir veitta aðstoð vegna þátttöku ÍF í
NM fatlaðra sem fram fór í Færevjum í sumar. Ólafur Jensson, formaður ÍF, afhenti þeim Gunnari Bergsteinssyni,
forstjóra Landhelgisgæslunnar og Astríði Jónsdóttur, formanni Svalanna, viðurkenningu vegna þessa stuðnings nú fyr-
ir skömmu.
íþróttafélag fatlaðra
heiðraði Landshelgis-
gæsluna og Svölumar
í MÖRG undanfarin ár hafa
herir margra nágrannaþjóða
okkarflutt fatlaða íþróttamenn
einu sinni til tvisvar á ári á
íþróttamót víðs vegar um heim.
Segja má að þessi opinberi
stuðningur hafi gert fötluðu
íþróttafólki kleift að taka rfkari
þátt í samskiptum þjóða á
íþróttasviðinu.
að var því á haustdögum 1986
að stjóm íþróttasambands
fatlaðra skrifaði þáverandi dóms-
málaráðherra bréf, þar sem skýrt
var frá þessu og þess jafnframt
farið á leit að íþróttasamband fatl-
aðra fengi slíka fyrirgreiðslu. Erindi
þessu tók dómsmálaráðherra vel og
vísaði erindinu til umsagnar Land-
helgisgæslunnar. Þar var þessum
óskum vel tekið og í framhaldi af
því var fyrsta ferðin farin með flug-
vél Landhelgisgæslunnar, TF-SÝN,
á Norðurlandameistaramót fatlaðra
í sundi er fram fór í Færeyjum í
apríl sl.
Eflaust hefur sú velvild, snjöll flug-
stjóm áhafnar TF-SÝN og lipurð
„Svalanna", félags fyrrverandi og
núverandi flugfreyja, sem og ann-
arra góðra stuðningsmanna orðið
til þess að sá glæsilegi árangur sem
á mótinu náðist varð að veruleika.
Vill stjóm íþróttasambands fatlaðra
sérstaklega færa þáverandi dóms-
málaráðherra, Jóni Helgasyni,
forstjóra Landhelgisgæslunnar,
Gunnari Bergsteinssyni, og öðram
starfsmönnum hennar sem og
stjóm „Svalanna", félags fyrrver-
andi og núverandi flugfreyja, sínar
bestu þakkir fyrir velvilja og veittan
stuðning með von um áframhald-
andi farsælt samstarf á þessu sviði.
Fréttatilkynnlng
Á myndinni tekur Ólafur Jensson, formaður ÍF, við styrk til „Norræna bama og unglingamótsins" frá félögum úr Li-
onssklúbbnum Eir.
Mörg stór verkefni
framundan hjá fötluðum
í TENGSLUM viö „Norrœnt
barna- og unglingamót" er
haldiö var hár á landi í júnf sl.,
leitaði stjórn íþróttasambands
fatlaðra til þjónustuklúbba og
ýmissa annarra aðila um fjár-
hagslegan stuðning vegna
þessa viðamikla verkefnis.
Framundan era mörg veigamikil
verkefni eins og Ólympíuleikar
fatlaðra sem haldnir eru í Seoul í
Suður-Kóreu, Norðurlandameist-
aramót í boccia, „norrænir vináttu-
leikar þroskaheftra", bæði haldin
hér á landi, auk íslandsmóta
íþróttasambands fatlaðra. Verkefni
þessi era hinum fatlaða íþrótta-
manni mjög mikilvæg hvort heldur
í íþrótta- eða félagslegu tilliti.
Svona umfangsmikil starfsemi
krefst mikils fjármagns og ljóst má
því vera að íþróttasamband fatlaðra
gæti ekki unnið þessi viðamiklu
störf í þágu fatlaðra íþróttamanna
ef ekki kæmi til stuðningur ýmissa
velunnara sambandsins.
(Fréttatllkynnlng)
HANDBOLTI
Handboltaskóli KR
Handknattleiksdeild KR efnir til
handboltaskóla í vetur fyrir
byijendur, stúlkur fæddar 1976 og
drengi fædda 1979. Skólinn verður
til húsa í íþróttahúsi Melaskóla og
hefst laugardaginn 3. október og
stendur til 12. desember. Einnig
verður tvisvar farið í stóra salinn í
KR-heimilinu.
Farið verður í grannþjáflfun hand-
knattleiks og bóltaæfíngar.
Námskeiðinu lýkur síðan með pyl-
suprtýi. Kennarar verða Ólafur B.
Lárusson, Olga Garðarsdóttir og
Láras Lárasson. Einnig munu leik-
VEGGTENNIS
menn meistarflokks KR í karla og
kvennaflokki koma í heimsókn.
Innritun fer fram í KR-heimilinu Á-
dag, föstudag, frá kl. 18.30 til
19.30. Námskeiðsgjald er kr.
2.000.- og skal greiðast við innrit-
un. Vegna stærðar hússins verður
að takmarka fjölda við 20 í hóp.
Námskeiðið verður sem áður er
sagt á laugardögum, stúlkur kl.
10.00 og drengir kl. 11.15. Annað
námskeið verður síðan haldið eftir
áramót, og verður það tilkjmnt
síðar.
Fréttatilkynning
Stjörnu-Wilson mótið
á sunnudaginn
Asunnudaginn fer fram fyrsta
raquetballmót vetrarins. Mótið
er eitt af fjóram raquetballmótum
á vegum Stjömunnar, Dansstúdíó
Sóleyjar og Veggsport hf.
Mótið á sunnudaginn nefnist
Stjömu-Wilson mótið og verður það
haldið í Veggsporti og hefst kl.
GOLF
13.00. Verðlun á þsssu móti era
gefín af Austurbakka hf. og era
það íþróttavörar frá Wilson.
Þátttaka tilkynnist í Veggsport hf.
í síma 19011 eða Dansstúdó Sóleyj-
ar í síma 687701 fyrir kl. 13.00 á
laugardag.
Bændaglíma hjá GR
Hin árlega bændaglíma Golf-
klúbbs Reylqavíkur verður
haldin á golfvellinum í Grafarholti
á morgun, laugardag, kl. 14.00.
Eldd fyrsti sigur Evrðpu
Aþriðjudaginn sögðum við að
lið Evrópu hefði unnið í fyrsta
GLIMA
sinn gegn Bandaríkjunum í Ryder-
keppninni í golfí um helgina. Þetta
er ekki rétt því Evrópa hefur unnið
fímm sinnum en þetta er hins vegar
í fyrsta sinn sem þeir vinna þegar
keppnin er haldin í Bandaríkjunum.
Víkverji með námskeið
Ungmennafélagið Vfkveiji verð-
ur með byijendanámskeið í
glímu í íþróttahúsi Breiðagerðis-
skóla í vetur. Tímamir verða á
mánudögum klukkan 21-22, mið-
vikudögum klukkan 17:40 - 18:40
og fostudögum klukkan 19:20 -
20:20 og síðan almennar glímuæf-
ingar á eftir.
Borðtennisklúbburinn
Örninn
Æfingareru hafnarhjá Borðtennisklúbb-
num Erninum í Laugardalshöll.
Upplýsingar veitir Halldór í vinnusíma
699991 og í heimasíma 41486.
sima
tJÖNUSK
GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA
ÍSLENSKRA GETRAUNA
Her em leikirnir!
Leikir 3. október 1987
1 X 2
1 Charlton - Arsenal 2 Chelsea - Nevvcástle 3 Coventry - Walford
4 Liverpool - Portsmouth 5 Luton - Man. United 6 Oxford - Norwich
7 Southampton - Everton 8 Tottenham - Sheff. Wed. 9 West Ham - Derby
10 Wimbledon - Q.P.R. 11 Blackburn - Leeds 12 Ipswich - Barnsley
© The Football League
Hringdu strax!
688-322
föstudaga kl. 9.00-17.00 laugardaga kl. 9.00-13.30