Morgunblaðið - 11.10.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.10.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1987 37 umst ekki með? Það bara vildi svo illa til fyrir nokkrum árum, að þá vorum við með smábæjarkomplex og héldum að hann yrði læknaður með því að hafa sem mest af þriggja og fjögurra hæða húsum, til dæmis eins og í Lækjargötulengjunni. „Hm,“ segir þessi ósvífni ferða- langur. „Og þið bijótið sem sagt ekki niður steinhús." En svo bætir hann við, þegar hann fmnur, hve þungt er orðið í okkur. „En hér er nú samt talsvert af fallegum húsum, líka steinhúsum. Alþingishúsið til dæmis, og Dómkirkjan, þó lítil sé. Og þið hafið vit á því að reisa engin nútímaleg bákn í kring til að skyggja ekki á reisn og þokka þessara gömlu húsa.“ Við þegjum og hugsum í hljóði. Den tid, den sorg. „En af hveiju eru hér engin stór torg? Af hverju standa ekki leikhús ykkar, stórbankar, gistihús, lista- söfn, bókhlöður og önnur slík prýði borga við torg? Þykir ykkur ekkert gaman að torgum, eða notið þið ekki torg?“ „Það á víst að koma torg inni í nýja miðbæ.“ „Nýja miðbæ? Þurftuð þið nýjan miðbæ í ekki stærri borg? Var ekki eðlilegra að byggja út gamla mið- bæinn?" „Jú, en það er flugvöllur þar fyr- ir.“ „Flugvöllur inni í miðjum bæ?“ „Já.“ „Og ætlið þið þá að koma saman á hátíðlegum stundum á þessu nýja torgi í þessum nýja miðbæ?" „Nei, það er nú víst verið að byggja ofan { þetta torg, ætli við höldum ekki áfram að koma saman í gamla miðbænum.“ „En hvað er skemmtihverfíð, hvar gengur fólk úti og spókar sig á kvöldin?" „Við höfum dreift skemmtihúsun- um um bæinn, af því okkur þykir betra að fara á milli þeirra í bílum. Við viljum hafa stóra staði og dýra, ekki litla staði og ódýra, sem hægt er að ganga á milli. Það er af því við þolum ekki bjór. Vísindalegar kannanir hafa leitt í ljós að við erum sú þjóð, sem ekki þolir að drekka bjór. Að vísu hafa unglingamir okk- ar komið með andsvar við þessu öllu. Á föstudags- og laugardagskvöld- um, eða öllu heldúr um óttuleytið, hittast þeir niðri í gamla miðbænum, sem annars er heldur líflaus á kvöld- in, drekka þar úr brennivínsflöskum sínum, fyrst þeir eru svo heppnir að krækja sér í þær og deyja svo sam- an í Austurstræti. Það er voðalega gaman." Nú vill gestur okkar ekki heyra fleiri ýkjusögur og tröllasögur. Hann spyr kurteislega, hvort ég geti ekki leitt hann um garða eða útivistar- svæði og eftir nokkra umhugsun dettur mér Öskjuhlíðin í hug. Við förum þangað til að njóta kyrrðar og fuglasöngs. En svo undarlega vill til, að við heyrum ekki hvor í öðrum. Á þriggja mínútna fresti steypir sér yfír okkur rella í æfinga- flugi eins og kjói eða skúmur og allt samtal verður í kalltón. Auk þess streymir eimurinn aftan úr Fokkerunum beint í vitin á okkur, þannig að hafi þessi tré einhvem tíma haft ilm, þá tilheyrir það fortíðinni. „Er þetta vinsæll staður," spyr gestur okkar hógværlega. „Ég held hann sé ekki mikið sótt- ur,“ segi ég líka hæversklega. „Mér dettur í hug hvers vegna,“ segir gesturinn. Við reikum áfram' um borgina. „Af hveiju gangið þið ekki frá í kringum lóðimar ykkar og af hveiju vantar gangstéttir hér og þar. Af hveiju eru svona eyður alls staðar í borgarlandslaginu, þannig að maður veit ekki, hvort maður er í þorpi, borg eða sveit?“ segir þessi ókurteisi gestur. Ég svara að bragði: „Það er nú einmitt verið að gera mikið átak í því, planta tijám, þekja, ganga frá gangstéttabrúnum, þar sem áður var búin að vera for í fjörutíu ár,“ segi ég hróðugur. „Ja, hvemig hefur það verið áð- ur?“ segir Gestur. Þegar hér er komið er ég orðinn svo sár og reiður fyrir hönd borgar- innar minnar, að ég sendi þennan aðkomumann umsvifalaust upp í sveit, og er hann úr sögunni. En svo, þegar ég er að rifja upp þetta samtal síðar, þá sé ég að hann hefur að ýmsu leyti verið kurteis. Hann minntist til dæmis ekki á Hallgrímskirkjutuminn, þennan penis erectus, sem borgarbúar kalla svo og sem hallar í ýmsar áttir, eft- ir því hvaða sjónarhom er á hann. Einhvem tímann barst það í tal við föður minn heitinn, hvað það væri erfítt að fá í borgina svona tum, sem væri í stærðarlegu ósamræmi við alla borgarmyndina að öðm leyti. Faðir minn svaraði að bragði, að við því væri ekki nema eitt ráð: Byggja sjö aðra tuma jafnháa, þá bæri ekki eins mikið á honum. En þannig hefur það nefnilega oft verið. Ein mistök hafa kallað á önn- ur og ekki hefur verið staldrað við til að hugsa dæmið upp á nýtt. Þessu munu kannski sumir mótmæla og segja, að hér hafi verið tilkallaðir sérfræðingar eftir sérfræðinga og samþykkt hefldarskipulag á deili- skipulag ofan. En er það ekki einmitt það? Hversu vítt sjónarhorn hafa þessir sérfræðingar haft, hvar stóð þeirra sögulega þekking og tilfinn- ing, hvar var þeirra þjóðmálalega skyn á mannlegt samneyti, þó að þeir hafl kunnað að reikna út bíla- stæði. Hversu stórhuga voru þeir, hversu róttækir í framtíðarsýn sinni? Mér er minnisstætt það taugaáfall, sem ég fékk, þegar ég sem nýbakað- ur leikhússtjóri í Iðnó kom á teikni- stofu arkitekta, sem vora að festa á blað hugmyndir um nýjan miðbæ, af því að þá var þegar kominn þiýst- ingur að úthýsa þessari gömlu menningarstofnun úr Kvosinni, þar sem hún hafði staðið frá því áður en bæjarkrílið varð að borg. „Hérna gæti leikhús staðið," sagði arkitekt- inn og var í kubbaleik. „En fínnst ykkur ekki komi til greina, að leik- húsið standi fyrir enda stórs torgs,“ spurði ég, minnugur þess hvemig sumar erlendar þjóðir hafa komið merkisbyggingum sínum fyrir. „Ja, það mætti svo sem alveg líka,“ var svarið. Gott og vel. Það er auðvelt að standa fyrir utan og gagnrýna, auð- veldara að komast en úr að aka. Rétt er það. Hér era aðeins leik- mannsþankar mínir. En að ég standi utan við, neita ég. Sem Reykvíking- ur í fimmta ættlið er mér ekki sama, og á ekki að vera sama. Og sem betur fer eram við mörg þannig. En hvað er til ráða? Verða menn nokkum tíma á eitt sáttir í svona málum? Trúlega ekki. En einmitt þess vegna verður að fara fram með gát og stíga engin skref, sem ekki verða aftur tekin, sem næsta kyn- slóð kannski fordæmir okkur fyrír. Okkar byggingarleyfl er nefnilega skilorðsbundið. Við eram bundin fortíðinni og framtíðinni, arfl hinnar fyrri ber okkur að skila til hinnar síðari án yfírgangs. Nýjasta kvik- mynd Þjóðveijans Alexanders Kluge heitir einmitt Yfirgangur núverandi kynslóðar gagnvart þeim gengnu. Það era umhugsunarverð orð. Og við höfum ekki leyfi að svipta kom- andi kynslóðir verðmætum, em við í stundarsmekk komum ekki auga á. Ef við rösum um ráð fram og geramst of stórtæk í krafti skammtímahagsmuna gæti svo farið að við vöknuðum upp við það allt í einu, að okkur dytti ekki annað i hug að segja en það sem Lási kokk- ur sagði þegar hann fór í jarðarför- ina. Hann kveið dálítið fyrir en skipsfélagar hans sögðu honum að hann skyldi ekkert óttast, hann skyldi bara gera eins og hinir þá tæki enginn eftir þvi að hann væri óvanur jarðarföram. Þegar Lási kom um borð aftur var hann kampakátur og lét vel af því, hvað allt hefði gengið að óskum. „Varstu aldrei neitt í vafa, hvað þú áttir að segja og gera?“ spurðu félagamir. „Nei, nei,“ sagði Lási, „það var bara þama úti í kirkjugarði við gröflna, sem ég vissi ekki hveiju fólkið var að hvísla að syrgjendunum þegar það tók í höndina á þeim.“ „Og hvað gerðir þú?“ „Ég sagði bara: „Til lukku með líkið," sagði Lási. Höfundur er rithöfundur og leik- stjóri. GOOÐYEAR ULTRAGRIP2 WM VEITIR FULLKOMIÐ ÖRYGGI í VETRARAKSTRI Goodyear vetrardekk eru gerð úr sérstakri gúmmíblöndu og með munstri sem gefur dekkinu mjög gott veggrip. Goodyear vetrardekk eru hljóðlát og endingargóð. LEIÐANDI I VERÖLDTÆKNIÞRÓUNNAR HJÓLBARÐA HEKLAHF Laugavegi 170-172 Simi 28080 695500 GOOD EKKIERU ALLIR EININGAKLEFAR EINS EININGAKLEFAR ERU SANNARLEGA ÖÐRUVÍSI HIN NÝJA ÞJÓNUSTU MIÐSTÖÐ FLUGLEIÐA VALDI ÍSðSJÍÍÍ ISOBAR klefarnir eru framleiddir i stöðluðum einingum sem eru afar auð- veldar I uppsetningu og spara þvi dýr- mætan tima. ISOBAR einingarnar fást I þrem mismunandi þykktum 8-14 og 18'cm, einangraðar með polyurithan, þær eru úr ryðfríu stáli eða hvitlökkuðu galvaniseruöu stáli. ISOBAR einingaklefar fást með eða án gólfs, stærð þeirra miðast við geymslu- þörf hvers og eins allt frá smáskáp upp I stærstu kæli eða frystigeymslur. LEITIÐ NÁNARI UPPLÝSINGA KÆLITÆKNI Súðárvogi 20, 104 Reykjavík símar 84580 — 30031 uki ^ ju-uxi-ul iL: as tt-iiáiÉÉULLúáiá. UlililiiHl u'íáilii
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.