Morgunblaðið - 11.10.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.10.1987, Blaðsíða 30
ÍS30 í'KfiMÖRGÚNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUBll-i OKTÓBER1987 + ± Lambslifur Nú er sláturtíð og við fáum góða, holla og ljúffenga lifur fyrir lítið verð. Að þessu sinni verður boðið uppá ýmsa lifrarrétti í þess- urri þætti. Lifur má matreiða á ótal vegu. Eitt ættum við þó allt- af að hafa í huga, en það er að skera hana þunnt. Þykkir lifrar- bitar eru ekki lystugur matur. Lifur er hollur matur með miklu járni, A- og B-vítamíni, já, það er jafnvel C-vítamín í lifur. Við ættum helst að borða eitthvað grænmeti eða ávexti með lifrinni, eitthvað sem er C-vítamínauðugt, en C-vítamínið hjálpar okkur að nýta járnið. Mörg börn láta illa við lifur, en er það ekki vegna þess að hún ef of þykkt skorin og soðin of lengi. Lifur má ekki sjóða nema í örfáar mínútur. Ann- arsverður hún hörð. Ég á þriggja ára gamalt barna- barn, sem virðist lifa á loftinu einu saman, en hún er mjög neyslugrönn, já, jafnvel svo, að maður undrast að barnið skuli vera ý. lífi og halda heilsu. En þegar á borðum er lifrarpylsa eða steikt lifur, tekst barnið á loft og borðar með góðri lyst. Ég er sann- færð um að lifrin, sem barnið fær a.m.k. einu sinni í viku, á sinn þátt í því að barnið er við góða heilsu. Nú er hægt að fá mjög góða lifrarkæfu í hverri búð, og ætti fólk að gefa börnum sínum lifrar- kæfu á brauðið, og fullorðna fólkið ætti líka að borða lifrar- kæfu. En við þurfum ekki alltaf að kaupa lifrarkæfuna. Það er hægur vandi að búa hana til sjálf- ur. Við getum síðan geymt h na í frysti. Heit lifrarkæfa með soðnu grænmeti og rúgbrauði er herra- mannsmatur. I Danmörku og Svíþjóð er lifrarkæfa jólamatur. Við þurfum ekki annað en fletta dönsku og sænsku blöðunum fyrir jólin, þar eru alltaf uppskriftir að lifrarkæfu. Lifrarkæfan er oft soðin eða bökuð í stórum leirmót- um, en mjög hentugt er að nota álmót til að baka hana í. Lifrarbaka 400 g smjördeig (bútterdeig), 500 g lifur, ein lítil lifur, 2 eggjahvítur + 1 eggjarauða, V2 dl rasp, 1 stór laukur, 1 msk. matarolía, væn grein steinselja, V4 tsk. salvia (sage), V8 tsk. nýmalaður pipar, V2 tsk. salt, V4 dl koníak eða Vs dl þurrt sherrý, 1 eggjarauða + 2 tsk. vatn til að smyrja bökuna með. 1. Fletjið deigið út í tvo mis- stóra hringi. Setjið þann stærri inn í og upp með börmunum í bökumóti. 2. Hakkið lifrina einu sinni, setjið í skál. 3. Hitið matarolíuna í potti. Afhýðið laukinn og saxið smátt. Sjóðið laukinn í olfunni í 7 mínút- ur. Hann á ekki að brúnast. 4. Setjið laukinn með lifrinni í skálina, hrærið fyrst eina eggja- rauðu út í, setjið þá raspið út í, síðan allt eggið og loks steinselju, salvíu, pipar og salt. 5. Hrærið koníakið eða sherrý- ið hægt út í. 6. Setjið lifrarmaukið á böku- botninn. Leggið minni deighring- inn ofaná. Pikkið síðan lokið með grófum prjóni. Þrýstið deiglokinu og botninum saman á börmunum. 7. Hrærið eggjarauðuna út með vatninu, smyrjið því á bök- una. 8. Hitið bakaraofn í 200°C, blástursofn í 180CC. Setjið bök- una í miðjan ofninn og bakið í 25—30 mínútur. Meðlæti: Hrásalat með sýrðum rjóma eða jógúrt. Einnig er gott að bera krydd smjör með þessu. Kartöf lupönnukaka með lifur 4 stórar kartöflur, 5 stórar sneiðar beikon, 1 msk. matarolía + 2 msk. smjör, V2 tsk. salt, nýmalaður pipar, 1 lifur, u.þ.b. 500 g, 2 msk. matarolía til að steikja lifrina í, V2 tsk. salt, Vs tsk. pipar, V8 tsk. salvía (sage). 1. Afhýðið kartöflurnar og rífið gróft á rifjárni. 2. Skerið beikonið í litla bita. þunnar sneiðar, fjarlægið æðar og taugar. 2. Afhýðið avokadoperurnar, penslið með sítrónusafa, skerið í rif. 3. Setjið hveiti, salt og pipar í plastpoka. Setjið avokadosneið- arnar og lifrarsneiðarnar í pokann. Hristið þannig að hveitið þeki allar sneiðarnar. 4. Hitið smjör og steikið lifrina og avokadóið í því. Þetta magn þarf að steikja í tvennu eða þrennu lagi. Notið smjörið sam- kvæmt því. Steikið í 4—5 mínútur á hvorri hlið. 5. Setjið soðkraftsduft, vatn og sítrónusafa yfir lifrina. Sjóðið í 2 mínútur. Hrærið þá rj°maost út í. 6. Klippið steinseljuna og strá- ið yfir. Meðlæti: Soðin hrísgrjón og hrásalat. Umsjón. KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON laukinn í, 200 g svínaspik. 1. Hitið matarolíuna í potti, afhýðið og saxið laukinn, sjóðið síðan í olíunni í 7 mínútur. Hann má ekki brúnast. 2. Skerið lifrina, kjötið og kryddsíldina í bita. Hakkið það ásamt lauk í kvörn (mixara) eða Lifrarkæfa 500 g lifur 150 g svínaspik 5 sneiðar reykt beikon 1 lítill laukur IV2 tsk. salt V4 tsk. pipar V4 tsk. savía (sage) '-' ;£ •>*¦ 3. Hitið pönnu og steikið bei- konið á henni í 4—5 mínútur. Minnkið þá hitann á pönnunni, setjið matarolíu og smjör á pönn- una. Setjið síðan kartöflurnar jafnt yfir. Setjið salt og pipar yfir. Setjið lok á pönnuna og látið bak- ast í 10 mínútur. 4. Leggið hlemm yfir pönnuna, hvolfið kartöflupönnukökunni á hann. Rennið pönnukökunni síðan aftur á pönnuna og bakið í 3-4 mínútur. Setjið pönnukökuna.á eldfast fat inn í heitan bakaraofn- inn. 5. Skerið lifrina á ská í ör- þunnar sneiðar. Takið úr henni taugar og æðar. 6. Hitið olíuna á pönnunni og steikið lifrina í henni í 4—5 mínút- ur á fyrri hliðinni, snúið þá við, stráið á hana salti, pipar og salvíu og steikið áfram á seinni hliðinni í 4 mínútur. 7. Leggið lifrina ofan á kart- öflupönnukökuna á fatinu, beríð fram. Meðlæti: Hrásalat með eplum. Lifur með avokado 1 lifur, u.þ.b. 500 g, 2 avokadoperur, safi úr 1 sftrónu til að pensla avokadoið með, 3 dl hveiti, V2 tsk. pipar, 1 tsk. salt, 50 g smjör, safi úr V2 sítrónu, V2 tsk. soðkraftsduft, 2 dl vatn, 2 msk. rjómaostur án bragð- efna, fersk steinselja. 1. Skerið lifrina á ská í ör- Næsta uppskrift er úr bók minni 220 ljúffengir lambakjöts- réttir. Lifrarkæfa með kjöti, kryddsíld og spiki V2 lifur, u.þ.b. 350 g, 125 g magurt lambakjöt, 1 lítið kryddsíldarflak, 50 g smjör eða smjörlfki, 50 g hveiti, 3 dl mjólk, 1 tsk. salt, V2 tsk. hvítur pipar, V2 tsk. allrahanda, 1 lítill laukur, 1 msk. matarolía til að sjóða þrisvar sinnum í hakkavél. 3. Hitið smjörið, hrærið út í það hveiti, þynnið með mjólkinni. Setjið salt, pipar og aljrahanda f jafninginn, síðan lifrina, laukinn og kryddsíldina. Hrærið vel sam- an. 4. Skerið svínaspikið í örþunn- ar sneiðar. Klæðið aflanga eld- fasta skál eða álmót með sneiðunum. Heliið síðan kæfunni. í mótið. 5. Setjið vatn f pott, skálina í vatnið, en gætið þess, að það nái aðeins upp á helming skálarinnar. Sjóðið þannig við hægan hita í 1 klst. 6. Hvolfið á fat. 3 msk. hveiti 1 stórt egg 2 dl mjólk. 1. Hakkið lifrina, svfnaspikið og beikonið í kvörn eða hakkavél. Setjið sfðan í hrærivélarskál. Setj- ið salt, pipar, salvíu og hveiti út í. 2. Hrærið eggið og mjólkina saman og setjið smám saman út í, hrærið vel á milli. 3. Smyrjið eldfast mót eða ál- mót. Hellið lifrarkæfunni í mótið. 4. Hitið bakarofn í 180°C, blástursofn í 160CC. Setjið mótið í miðjan ofninn og bakið í 50—60 mínútur. -4- +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.