Morgunblaðið - 22.10.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.10.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1987 Kjúklinguhúsin á Ásmundarstöðum standa auð i vetur. Afleiðingar offramleiðslu kjúklingakjöts: Stærsta kjúklingabú- ið lokar í 3—4 mánuði REYKJAGARÐUR hf., sem rekur langstærsta kjúklingabú landsins, tækisins verður ekki sagt upp. Þá á Ásmundarstöðum í Rangárvallasýslu og & tveimur stöðum í Mos- verður kjúklingastofnunum haldið fellsbæ, hættir framleiðslu um næstu mánaðamót vegna mikilla við. kjúklingabirgða sem safnast hafa upp hjá fyrirtækinu. Bjarni Ás- --- Hlé gert á mæling- um á Rockall-svæð- inu vegna bilunar GERT hefur verið hlé á mæling- um breska oliuleitarskipsins, sem verið hefur við rannsóknir á Hatton-Rockall-svæðinu að undanfömu, vegna tækjabilun- ar. Skipið hélt til Skotlands til viðgerðar, en að sögn Karls Gunnarssonar, jarðeðlisfræð- ings hjá Orkustofnun, er vonast tíl að unnt verði að gera við bilunina og ljúka mælingum fyrir næstu mánaðamót. Rannsóknin sem gerð er á veg- um íslendinga, Færeyinga og Dana, felst í því að skipið siglir 1800 km eftir fyrirfram ákveðnum línum og gerir endurkastsmæling- ar á setlögum á hafsbotni og jarðskorpunni. Þegar hefur skipið gert mælingar á 750 km. Sagði Karl Gunnarsson að þrátt fyrir bilunina væri vonast til að unnt verði að ljúka mælingunum fyrir mánaðamót. Ef það tekst ekki verður að gera hlé á þeim þar til síðar í vetur eða í vor, því skip- ið verður notað til annarra verk- efna frá mánaðamótum. Þegar mælingunum er lokið verða þær sendar til Orkustofnun- ar sem hefur það verkefni að tölvuvinna niðurstöður mæling- anna. „Það er mjög seinlegt og útheimtir mikla vinnu að koma mælingunum yfir á form sem sýn- ir einhveija jarðfræðilega mynd," sagði Karl. „Þegar því er lokið mun sameiginleg nefiid íslendinga og Dana túlka þær og birta. Er gert ráð fyrir að það taki hálft til eitt ár eftir að mælingum lýkur." Ekið á níu ára telpu NÍU ára telpa slasaðist töluvert þegar ekið var á hana á VifOs- staðavegi um kl. 14.30 í gær. Hún er meðal annars skorin á höfði. Telpan kom út úr skólabifreið Garðabæjar, gekk fram fyrir hana og út á Vífílsstaðaveg. Hún varð fyrir leigubifreið, sem var ekið í austurátt, og kastaðist stúlkan 7-8 metra. Hún er töluvert skorin á höfði, meðal annars með djúpan skurð á annarri augabrún, auk annarra meiðsla. geir Jónsson framkvæmdastjóri býst við að stöðva framleiðsluna í 3—4 mánuði. Bjami Ásgeir segist hafa verið að smá draga úr framleiðslunni, m.a. hætt framleiðslu í Mosfellsbæ í sumar og muni hætta allri fram- leiðslu um mánaðamótin. Megin- hluti kjúklingabirgðanna í landinu er hjá þessu eina fyrirtæki og eru birgðimar því nálægt 500 tonnum. Bjami segir að mikill kostnaður sé við birgðahaldið og þó erfitt sé að stoppa sé enn erfíðara að halda áfram við núverandi aðstæður. Reykjagarður á fuglasláturhúsið Dfmon á Heliu og verður rekstri þess haldið áfram með slátmn fyrir aðra kjúklingabændur, að sögn Bjama. Tíminn fram á vorið verður notaður til viðhaids á húsinu og til að þrífa og sótthreinsa kjúklinga- húsin, þannig að starfsfólki fyrir- Fiskverðið er enn hátt í Þýzkalandi HÓLMANES SU fékk í gær rúm- ar 70 krónur fyrir kfló af karfa og yfir 60 krónur fyrir ufsa á fiskmarkaðnum í Bremerhaven. Það er svipað verð og Hólmatind- ur SU fékk fyrr i vikunni og hefur fiskverð á markaðnum f Þýzkalandi ekki verið hærra í langan tíma. og skipum. Talið er víst að verð lækki þá aftur. Álftafell SU seldi í gær 87 lestir í HuU. Heildarverð var 6 milljónir króna, meðalverð 69,47. Þá seldi Garðey SF 58 lestir í Grimsby. Heildarverð var 4 milljónir króna, meðalverð 68.27. Hólmanes seldi alls 146 lestir að verðmæti 9,9 milljónir króna. Með- alverð var 68,12 krónur. Verð á karfa var breytilegt eins og á ufsa, en í öllum tiífeUum hátt. Framboð á ferskum físki á þessum markaði var með minna móti í þessari viku, en verður mun meira í þeirri næstu, eða nálægt 500 lestum úr gámum vmsHPnAiviNNUur essarra------ Hugmyvdir um stofnun kvótasjóds ECT----- Sparífjár- rigendar kvfOnir BLAdB Krafðist frávísun- ar vegna ritarans VERJENDUR sakborninga í dómsmálum hafa oft krafist þess að málum verði vísað frá dómi vegna ýmissa ástæðna. Hefur og komið fyrir að svo hafi veríð gert, en stundum þykir rökstuðn- ingur verjenda langsóttur. Fyrir skömmu var flársvikamál flutt í Hæstarétti. Veijandi sak- bomings lagði fram þá kröfu að málinu yrði vísað frá dómi. Ástæður þess að svo bæri að gera sagði hann vera þær, að hæstaréttarrit- ari, Erla Jónsdóttir, hefði unnið að rannsókn málsins á meðan hún starfaði sem deildarstjóri hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins. Þess ber að geta að Erla var ekki viðstödd þinghald f málinu vegna annarra starfa, en rétt mun vera að hún reit bréf með málinu þegar það var afgreitt frá RLR. Hæstiréttur tók rökstuðning veijandans ekki gildan, enda var málið dæmt án þess að afstaða væri tekin til kröfunnar, sem ekki heldur var bókuð í þing- haldinu. Hafskipsmál: Akæruvaldið fylgist með yfirheyrslum lögreglu JÓNATAN Þórmundsson, sér- stakur ríkissaksóknarí i málum sem tengjast gjaldþroti Hafskips hf., hefur ákveðið að fulltrúi sinn verði viðstaddur yfirheyrslur i málinu hjá Rannsóknarlögreglu rikisins. Er þetta i fyrsta sinn sem sá háttur er hafður á hér- lendis. Jónatan sagði, að víða erlendis tíðkaðist að ákæruvaldið fylgdist nánar með rannsókn umfangsmik- illa mála en annarra. „Fulltrúi minn, Tryggvi Gunnarsson, verður við- staddur yfírheyrslur hjá Rannsókn- arlögreglunni og sparar sú tilhögun báðum aðilum tíma,“ sagði Jónatan. „Við erum allir af vilja gerðir til að ljúka þessari rannsókn og fá málið út úr heiminum sem fyrst." Varðandi þá kröfu lögmanns eins fyrrum forsvarsmanna Hafskips hf., að aðrir rannsóknarlögreglu- menn ynnu að málinu nú en áður, sagði Jónatan, að það væri ekki í sínu valdi að stjóma því. „Ég mæli hverfi hafi ráðut á hana. Margrét Sverrisdóttir, forstöðu- maður félagsmiðstöðvarinnar Fella- hellis, þar sem undankeppnin var haldin, sagði að í fyrra, þegar keppnin var haldin fyrsta sinni, hefði einnig komið til ýfínga meðal unglinga. „Þessi spenna er ekki bundin við Breiðholtiö, en vissulega er rígur á milli hverfa þar,“ sagði Margrét. „Þar sem við höfum áður orðið vör við slíkan ríg vegna fyrir um rannsókn á ákveðnum at- riðum málsins, en það er alfarið mál Rannsóknarlögreglunnar hvemig þeir haga sínum störfum," sagði hann. EIMSKIPAFÉLAGIÐ hefur gert ráðstafanir til að taka á leigu nýtt skip til strandsiglinga í stað Mánafoss. Eimskip er með Mána- foss á leigu frá þýsku skipafélagi en skipafélagið varð gjaldþrota fyrír skömmu. Eiga stjómendur Eimskips von á þvf að Mánafoss keppninnar vom það mistök að láta ekki grunnskólana þar mynda eitt lið saman. Þannig hefði mátt koma I veg fyrir að metingur milli skól- anna færi úr böndunum." Það er vfðar en í Breiðholti sem unglingar láta æsing vegna spura- ingakeppni hlaupa með sig í gönur. Á mánudagskvöld var drengur bar- inn við Bústaði eftir spuminga- keppni þar. Þess ber að geta að Amar Guð- mundsson, deildarstjóri hjá RLR, sem stjómar rannsókninni nú, vann ekki að málinu þegar það var rann- sakað þar upphaflega. verði kyrrsettur erlendis vegna skulda eigandans. Eimskip er með Mánafoss á þurr- leigu, sem þýðir að Eimskip sér um útgerð þess og mannar það íslenskri áhöfn. Skipið hefur verið notað til strandflutninga hér. Þýskur banki sem er aðalkröfuhafinn í þrotabúið hefur viljað láta skipið vera áfram í rekstri hjá Eimskip þar til það verð- ur boðið upp, að sögn Þorkels Sigurlaugssonar framkvæmdastjóra þróunardeildar Eimskips. Nýlega þurfti að senda skipið í viðgerð til Hamborgar. Kom þá í ljós að eigandi skipsins skuldaði peninga vfðar en talið var og varð vart við hreyfíngu lánardrottna í þá átt að fá skipið kyrreett. Vegna þess var hætt við viðgeiðina í Hamborg og skipinu siglt til Rotterdam. Er jafn- vel búist við að skipið verði kyrrsett þar. Þorkell segir að ef skipið yrði kyrr- sett myndi leigusamningnum verða sagt upp, samkvæmt heimild í hon- um, og áhöfnin send heim. Þegar hefðu verið gerðar ráðstafanir til að fá nýtt skip í staðinn. Taldi hann að Eimskip yrði fyrir litlu fjárhagslegu ijóni en þetta hefði umstang f för með sér. Þýska skipafélagið heitir Rederei Liibecka og átti flögur skip. Tvö þeirra bíða nú uppboðs. Þetta fyrir- tæki er ekki í neinum tengslum við fyrirtækið F.W.Lubbert í Bremer- haven sem m.a. selur fsfisk fyrir íslendinga. Spenna vegna úrslita spurningakeppni: Ráðíst á imglingsstúlku og hún handarbrotin FORSTÖÐUMENN félagsmiðstöðva í Reykjavík halda fund í dag, þar sem rætt verður hvernig koma eigi í veg fyrir átök unglinga og hverfaríg vegna spuraingakeppni grunnskóla. Á þríðjudagskvöld var ráðist á þrettán ára stúlku úr Sefjahverfi, hún handarbrotin og gleraugu hennar brotin og er talið, að árásina, sem átti sér stað við KRON I Fellagörðum, megi rekja til spennu unglinga vegna spurn- ingakeppni grunnskóla, en fyrr um kvöldið hafði Fellaskóli unnið einn ríðfl keppninnar. Grunur leikur á að jafnöldrur hennar úr Fella- Kyrrsetning vofir yfir Mánafossi Þýska skipafélagið sem leigir Eim- skip Mánafoss varð gjaldþrota
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.