Morgunblaðið - 22.10.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.10.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1987 31 Verðbréfahrunið: Litlu hluthafarn- ir urðu verst úti London, Reuter. í fundarsölum fyrirtœlga og á miiyónum heimila um víða veröld vega menn nú og meta afleiðingar verðbréfahrunsins á mánudag. Nú verður að endurskoða Aætlanir og heimilisbókhöld. Erfitt er þó að meta áhrifin á þjóðhagkerfi og homsteina þess; heimilin, fyrr en markaðurinn hefur jafnað sig. „Ég er einn af litlu mönnunum á hlutabréfamarkaðnum — töluvert minni reyndar en í síðustu viku," sagði Charles Cope skólameistari í Sussex í Englandi í viðtali við Reut- ers-fréttastofuna. En hann gat ekki að fullu metið hver áhrifin yrðu á heimilishaldið. Sykes Wilford hagfræðingur hafði þetta um hrunið að segja: „Miklir flármunir hafa tapast. Iraun þýðir þetta að kaupgeta fólks minnkar." Hann sagðist reikna með að í Banda- ríkjunum einum mætti búast við að neytendur drægju neyslu sína saman um sem nemur 100 til 150 milljörðum Bandaríkjadala. í Japan er ekki eins algengt að almenningur eigi hlut í fyrirtækjum og efnahagssérfræðingur Nomura tryggingafélagsins í Tókýó sagðist búast við að 10 prósent verðlækkun hlutabréfa þýddi samdrátt neyslu um 0,2 prósent. Hagfræðingar eru víðast hvar varkárir og segjast ekki geta metið enn sem komið er hver áhrifin á við- skipti verða. Engu að síður er ljóst að haldi verðbréf áfram að lækka í verði þá verður æ erfiðara fyrir fyrir- tæki að afla fjár til að færa út kvíamar. ásjónum hundruða ellilífeyrisþega, leigubílstjóra og húsmæðra sem þyrptust í kauphöllina til að koma bréfum sínum í verð. í Dyflinni í hinni virðulegu kaup- höll sem á sér nær tveggja alda sögu brugðu menn á leik og spurðu: „Er ekki tímabært að hoppa út um gluggann?" Almenningur í Vestur-Þýskalandi hrósaði happi yfir því að hafa ekki hætt sparifé sínu í ótiyggu kauphall- arbraski. Þar kjósa menn fremur að flárfesta í skuldabréfum ríkisins með fastri ávöxtun eða einfaldlega að leggja féð í banka. Hagfræðingar eru almennt sam- mála um að áhrifin verði hvað víðtækust í Bandaríkjunum þar sem lenska er að kaupa hlutabréf fyrir sparifé sitt. Aftur á móti yrðu áhrif- in takmörkuð í Bretlandi. Þó hafa sumir svartsýnismenn spáð því að hagvöxtur í Bretlandi verði 2,75% á næsta ári í stað 3,25% eins og gert hafði verið ráð fyrir. Vöxtur verðbréfamarkaðar und- anfarin fimm ár hefur skapað þjóðsöguna um uppstreymismann- inn, nýríkan einstakling sem berst mikið á. Eitthvað mun slíkum mönn- um fækka eftir „mánudaginn svarta" en erfiðara verður að losna við „kampavín úr vínstúkum og Porsc- he-bifreiðar úr bílskúrum," eins og Michael Osbome tryggingahagfræð- ingur komst að orði. Sovétríkin: A batavegi Nancy Reagan forsetafrú í Bandaríkjunum veifar til blaða- manna út nm glugga á sjúkra- stofu sinni. Hún er á batavegi eftir að hafa gengist undir skurðaðgerð i siðustu viku. Fjarlægt var æxli úr öðru bijósti hennar. Noregur: Mikilaukn- ing í olíu- framleiðslu Osló, Reuter. MAGN olíu sem Norðmenn dæla á degi hveijum af hafs- botni í Norðursjó fór yfir milljón tunnur i september. Er þetta 22% aukning frá þvi í ágúst. Að sögn talsmanna olíufyrir- tækja fer þessi aukning ekki fram úr þeim 7,5% sem Norðmenn höfðu ákveðið að minnka olíuframleiðsl- una um til að koma á stöðugu olíuverði. Norðmenn ákváðu í júlí að minnka heildarolíuframlejðsluna fram til áramóta um 1%. í ágúst kom til verkstöðvunar á borpöllum á Ekofisk-svæðinu vegna viðgerða á undirstöðum pallanna og dró verulega úr framleiðslunni í ágúst. Standast áætlanir um samdrátt því þrátt fyrir 22% aukningu í septem- bermánuði. Olíumálaráðherra Noregs, Ame 0ien, sagði í síðasta mánuði að hann teldi líklegt að Norðmenn muni framlengja þessar áætlanir um minnkun olíuframleiðslu fram til næsta árs. Framleiðsla Norð- manna var í september 1,07 millj- ónir tunna á dag. Margir hafa velt fyrir sér hvort búast megi við að minniháttar hluta- bréfaeigendur hverfí nú af sjónar- sviðinu. Þá er til dæmis átt við þær milljónir almennra borgara sem á undanfömum árum hafa eignast hluti í ríkisfyrirtækjum í Bretlandi og Frakklandi í samræmi við stefnu hægrisinnaðra stjómvalda. Alain Madelin iðnaðarráðherra Frakklands er bjartsýnn: „Nýju hluthafamir hafa stáltaugar." En hvað segja þeir sem mikið hafa umleikis? Sam Walton sem er efstur á lista tímaritsins Forbes jrfir milljarðamæringa þessa heims sagði án þess að depla auga: „Þetta vom og em pappírssneplar.“ Þegar verðbréfamarkaðurinn í Sydney tók dýfu á mánudag var ekki laust við að tárin brytust út í Aðstoðarforsætisráðherra settur af í stj órnmálaráðinu Moskvu, Reuter. GEIDAR Aliyev, fyrsti aðstoðarforsætisráðherra, missti í gær sæti sitt í stjóramálaráði kommúnistaflokksins. í fréttum Tass-fréttastof- unnar sovésku sagði, að hann hefði látið af störfum að eigin ósk vegna heilsuleysis. Aliyev fékk sæti í stjómmálaráð- inu, mestu valdastofnun kommún- istaflokksins, í nóvember árið 1982. í forsvari fyrir því er Mikhail Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, en það er skipað 13 fullgildum fé- lögum og sex án atkvæðisréttar. Aliyev er frá Azerbaijan og hefur í tfð Gorbachevs borið ábyrgð á samgöngumálunum. Sovéskir flöl- Shultz heldur til Moskvu: Samkomulag um langdrægar eldflaugar á næsta leiti? Moskvu, Reuter. GEORGE Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, hélt i gær til Moskvu til viðræðna um af- vopnunarmál við ráðamenn í Sovétríkjunum. Háttsettir embættismenn í Moskvu gáfu í gær í skyn að Mik- hail Gorbachev leiðtogi Sovétríkj- anna myndi leggja til við Shultz að risaveldin semdu um langdrægar eldflaugar. Einnig töldu þeir nær fullvíst að í Moskvu yrði gengið frá sögulegu samkomulagp um útrým- ingu skamm- og meðaldrægra eldflauga á landi. Einnig er búist við að ákveðin verði endanleg dag- setning þriðja fundar Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta og Gorbachevs. Shultz tók í gær lest frá Helsinki til Moskvu vegna þess að þoka hamlaði flugumferð í Moskvu. í Helsinki hitti Shultz forseta Finn- lands, Mauno Koivisto. Auk þess ráðfærði hann sig við helstu vígbún- aðarsérfræðinga sína fyrir fundina í Moskvu. Hingað til hefur geimvamaáætl- un Reaerans dregið úr samningavilja Reuter Sovétmanna hvað langdrægar eld- flaugar varðar. En seinnihluta sumars hafa stjómmálaskýrendur veitt því athygli að æ sjaldnar er agnúast út í áætlunina í sovéskum Ijölmiðlum. Einnig hafa menn velt miðlar hafa að undanfömu farið hörðum orðum ástandið í þeim málum og segja, að þar sé flest í ólestri. Aliyev komst til metorða vegna starfa sinna fyrir sovésku öryggis- lögregluna, NKVD og síðar KGB, en fyrir hana fór hann að vinna þegar á unglingsárum. Hann var yfirmaður KGB í Azerbaijan á árun- um 1967-69 og formaður kommún- istaflokksins þar frá 1969-82. Yuri Andropov, sem tók við af Leonid Brezhnev, skipaði Aliyev í stjómmálaráðið og hann hefur aldr- ei verið talinn til náinna samstarfs- manna Gorbachevs. Á sama tíma og Gorbachev gagnrýndi flokks- broddana fyrir óhóf og taumleysi lagði Aliyev blessun sína yfir, að reist væri af sér stytta í heimabæ sínum. Á einstæðum blaðamannafundi, sem haldinn var samtímis 27. flokksþinginu, svaraði Aliyev spumingum fréttamanna um for- réttindi flokksforingjanna og sagði þá, að hann hefði aldrei haft meiri laun en verksmiðjuforstjóri. Neitaði Geidar Aliyev Reuter hann, að forystumennimir hefðu nokkur fríðindi umfram aðra en tók þó fram, að ekki væri hægt að ætlast til, að menn, sem ynnu allan sólarhringinn, skiptu við sömu verslanir og venjulegt fólk. Græningjar komast á þing á Alandseyjum Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunbladsins. George Shultz heilsar Mauno Koivisto Finnlandsforseta í Helsinki í gær. Að fundinum loknum hélt bandaríski utanríkisráðherrann aust- ur á bóginn til fundar við leiðtoga í Kreml. vöngum yfir því að Gorbachev kunni að hafa farið fram á umboð til að semja um langdrægar eldflaugar við Bandaríkjamenn á miðstjómar- fundi Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna í gær. GRÆNINGJAR og óflokks- bundnir teljast vera sigurvegar- ar þingkosninganna sem fram fóru á Álandseyjum um sfðustu helgi. Sjö flokkar voru í framboði í þessum kosningum á Álandseyjum, þar af þrír sem ekki hafa boðið fram áður. Nýju flokkamir tveir, græn- ingjar og óflokksbundnir, teljast ótvíræðir sigurvegarar og hlutu tvo menn hvor. Þriðji nýliðinn, Fijálst Aland, fékk engan mann kjörinn. Alls sitja þijátíu manns á álenska landsþinginu, sem fer með heima- stjómarmál á eyjunum. Sigur nýju fiokkanna tveggja kom mjög á óvart og þykir líklegt að miklar breytingar muni fylgja í kjölfarið á álenska þinginu. Stærsti stjómmálaflokkur á Alandseyjum er enn Miðflokkurinn, en hann tap- aði tveim þingsætum í þessum kosningum. Kjörsókn var um 60%, sem er frekar lélegt í kosningunum á Álandseyjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.