Morgunblaðið - 22.10.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.10.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1987 Svíþjóð: Afsagnir vegna flóttahneykslisins Stokkhólmi, frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaósins. ÞEIM fjölgar nú sænsku embætt- ismönnnnnm, sem neyðast til að segja af sér vegna flótta tyósnar- ans Stigs Bergling. Hefur þetta mál komið mjög flatt upp á sænsku þjóðina og menn spyija hvemig á þvi standi, að lífstíðar- fanga skuli vera leyft að fara í fri og eftirlitslaus að auki. Sten Wickbom dómsmálaráð- herra sagði af sér á mánudag og á þriðjudag ákvað Ulf Larsson, yfir- maður fangelsismála, að fara að dæmi hans. Fjórir embættismenn í dómsmálaráðuneytinu, þar á meðal Harald Fálth ráðuneytisstjóri, fengu svo boð um það frá Önnu- Gretu Leijon, nýskipuðum dóms- málaráðherra, að nærveru þeirra væru ekki lengur óskað. Er þetta í fyrsta sinn í sænskri stjómmála- sögu, að háttsettir menn verða að segja af sér vegna dómsmála- hneykslis. Anna-Greta Leijon sagði á þriðju- dagskvöld, að hún hefði átt tveggja stunda fund með Larsson og að honum loknum fallist á, að hann segði af sér. Ulf Larsson er í flokki jafnaðarmanna og á að baki langt starf í þjónustu ríkisins. Hann hefur m.a. verið ráðuneytisstjóri í vamar- málaráðuneytinu, ráðgjafi Olofs heitins Palme í öryggismálum, yfir- maður félagsmála i Stokkhólmi og yfírmaður fangelsismála frá 1. júlí sl. í umræðum á þingi um flótta Stigs Bergling hefur stjómarand- staðan krafíst rannsóknar á lejmi- þjónustunni og þeim mistökum hennar að leyfa njósnaranum að fara ftjálsum ferða sinna í fríi. í skýringum dómsmálaráðuneytisins er allri skuldinni hins vegar skellt á yfírmenn fangelsismála í landinu. Bretland: Himinmiga bætir gráu ofan á svart London, Reuter. EKKI ætlar af Lundúnabúum að ganga. í síðustu viku léku storm- ar borgina grátt. Á þriðjudag fossaði regnvatn um stræti heimsborgarinnar. Að sögn lög- reglu var borgin bókstaflega á floti og menn óðu vatnselginn í læri. Suður- og vesturhlutar Lundúna urðu hvað verst úti. Lestarsam- göngur milli borgarinnar og suður- strandarinnar féllu niður. Ekki hafa borist fregnir af miklu tjóni en viða þurftu björgunarsveitir að sinna neyðarköllum. Ekki bætti úr skák að brak frá því í óveðrinu í síðustu viku stfflaði frárennsli. Lögregla í Sussex sagði að hundruð húseigenda berðust við að ausa hús sín vatni en mörg hver eru þaklaus eftir veðurofsann á dögunum. Veðurfræðingar hafa greint frá því að allt að 32. mm úrkoma hafí verið á klukkustund þegar verst lét. Reuter Robert Solow (til vinstri) fær kampavínsflösku að gjöf frá Richard Eckhaus, deildarstjóra hagfræði- deOdar MIT-háskóla, er þær fréttir höfðu borist að Solow hefði fengið Nóbelsverðlaunin í hagfræði í ár. Nóbelsverðlaunin í hagfræði: Solow heiðraður fyrir rannsóknir á hagvexti Stokkhólmi, Reuter. NÓBELSVEMILAUNIN í hag- fræði voru i gær veitt Banda- ríkjamanninum Robert Solow. í úrskurði sænsku visindaaka- demiunnar segir honum hafi verið veitt verðlaunin fyrir framlag sitt tíl rannsókna á þeim atriðum sem ráða þróun hagvaxtar. Solow er 63 ára að aldri og starfar við MIT-háskóla í Boston í Massachusetts-fylki í Banda- ríkjunum. Hann er í hópi þeirra hagfræðinga sem fylgja kenning- um breska hagfræðingsins John Maynard Keynes. Þær eru gjö- rólíkar þeim viðhorfum er ráðið hafa stefnu stjómar Ronalds Re- agan Bandarflqaforseta í efna- hagsmálum sem byggist á sem minnstum afskiptum ríkisvalds- ins. Hann sat f ráðgjafanefnd Lyndons Johnson Bandaríkjafor- seta á sjöunda áratugnum. í úrskurði dómnefndarinnar sagði að Solow hefði með rann- sóknum sfnum lagt mikið af mörkum til hagfræðinnar. Árið 1956 hannaði hann stærðfræði- legt líkan sem sýndi að framleiðni helst í hendur við vinnuafl, tækni- framfarir og hlutafláreign fyrir- tækja. Solow komst að þeirri niðurstöðu að tækniframfarir réðu mestu um þróun hagvaxtar. Assar Lindbeck, sem átti sæti í Nóbels- verðlaunanefndinni sagði í gær að Solow hefði fyrstur hagfræð- inga gert sér ljóst að tæknin réði mestu um sköpun verðmæta. Hann hefur einnig unnið að rann- sóknum á verðbólgu og birt ritgerðir um atvinnuleysi og stefnumörkun í efnahagsmálum. Robert Solow lauk doktorsprófi frá Harward-háskóla árið 1951. Árið 1958 var hann skipaður pró- fessor í hagfræði við MIT og hefur hann starfað þar sfðan. Fjölmarg- ir háskólar hafa sæmt hann nafnbótinni heiðursdoktor m.a. Yale-háskóli, Háskólinn í Chicago, Sorbonne-háskóli og Háskólinn í Genf. Solow er sextándi Bandaríkja- maðurinn sem hlýtur Nóbelsverð- launin í hagfræði. Raunar hafa þau runnið til bandarískra hag- fræðinga allt frá árinu 1977 utan einu sinni er breski hagfræðingur- inn Sir Richard Stone vann til þeirra árið 1984. ...og málið er leyst! I 7 vikna námskeið hefjast 26 ar 27 Timr 1S on on J ^ ®kt. • 20.30 og 20.40-22.40 riSKA SB54 /TALSKA FRA\SKA PORTÚcalsk i ISIEKISKA Unn... OALSKA fyrlr nUendinca uPPlysingar 00 innrfhm í * « 8 ,tUn 1 s,ma m<>4/2l655/11109 mmk mtr fflir ÍNANAUSTUM 15 MALAaukU Filippseyjar: Aquino tekur til hendinni Maiiila, Reuter. CORAZON Aquino forsetí Filipps- eyja skipaði stjómarliði sinu f sérstakar sveitír í gær til að vinna á aðsteðjandi vanda. Einkum á að bæta vinnuskilyrði, stjómmála- ástand og efnahag f landinu. Forsetinn skipaði 25 ráðherrum í fímm manna sveitir. Hver sveit eða nefnd á að gera áætlanir um bætta starfshætti stjómvalda og endur- heimt stöðugleika í pólitískum og efnahagslegum skilningi. Þessar aðgerðir komu í kjölfar ræðu forætans á þriðjudag þar sem hún boðaði harða og afgerandi stjóm landsmála. Fýrst verður tekið til hendinni á götum höfuðborgarinnar Manila. Hreinsa á strætin og bæta símakerfið. Síðan á að setja reglur um skertan verkfallsrétt og halda niðri verði á rafmagni. Atvinnurekendur hafa kvartað yfir því að þeir hafi undanfarið þurft að loka verksmiðjum vegna þess að verkfallsmenn hafi lokað hliðum fyr- irtækja og tmflað starfsemina á ýmsan máta. Vamarmálaráðherra Filippseyja, Rafael Ileto, sagði fréttamönnum í gær að fyrst í stað yrði óvopnaðri lögreglu beitt gegn verkfallsmönn- um. „Ef þeir láta ekki segjast, beitum við nauðsynlegu afli,“ bætti hann við. Á sama tíma féllu 11 borgarar úr sveit vopnaðra andkommúnista í árás skæmliða í suðurhluta landsins. Að sögn talsmanns hersins vom meðlim- ir Alsa Masa (Rfsandi þjóð) á fundi í kirkju þegar skæruliðamir gerðu árás.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.