Morgunblaðið - 22.10.1987, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 22.10.1987, Blaðsíða 68
Framtíð ER VIÐ SKEIFUNA aaaa * SUZUKI 2lt**£mifclafcife FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1987 VERÐ f LAUSASÖLU 55 KR. Húsnæðísfrumvarp félagsmálaráðherra: Sj álfstæðismenn vilja breytingar á frumvarpinu ÞIN GFLOKKUR sjálfstæðis- manna hefur lýst þvi yfir að fulltrúar hans i félagsmála- nefndum Alþingis muni beita sér fyrir breytingum á húsnæðis- málafrumvarpi Jóhönnu Sigurð- ardóttur félagsmálaráðherra, sem lagt var fram á Alþingi í gær. Þingflokkur sjálfstæðis- manna hafði á fundi sinum í fyrradag samþykkt frumvarpið með ákveðnum fyrirvörum, en þar sem ráðherrann lagði frum- varpið fram i óbreyttu formi munu sjálfstæðismenn beita sér fyrir breytingum á þvi i samræmi við áðurnefnda fyrirvara. í frumvarpi félagsmálaráðherra er meðal annars gert ráð fyrir heim- ild til að skerða eða synja um lán ef umsækjandi á miklar eignir fyrir og ennfremur að ríkisstjóm sé heimilt að ákvarða mismunandi vexti innan hvers lánaflokks. í fyrir- vörum þingflokks sjálfstæðismanna segir hins vegar að frumvarpið sé ekki í samræmi við veigamikil at- riði kjarasamnings aðila vinnu- markaðarins, sem skuldabréfakaup lífeyrissjóðanna byggist á. Enn- fremur að reglur um lánveitingar eigi að vera almennar og afdráttar- lausar, efasemdir séu um ákvæði frumvarpsins um mismunandi vexti og að í því séu of rúm ákvæði um heimildir til setningar reglugerða. Sjá frásagnir á bls. 39. Morgunblaðið/Sverrir Töluverður fjöldi fólks mætti á þingpallana f gær þegar sláturhúsfrumvarpið var rætt, þar á meðal nokkrir dýralæknar. Sigurður Sigurðarson yfirdýralæknir situr þarna með tösku sína, annar frá vinstri. Sigurður Sigurðarson yfirdýralæknir: Bestu sláturhús lands- ins eru ekki nógu góð Frumvarpi um opnun sláturhússins á Bíldudal vísað til landbúnaðamefndar Jóhann efstur JÓHANN Hjartarson tók í gær forystuna á stórmótinu í Belgrad f Júgóslavfu með þvi að sigra enska stórmeistarann Nigel Short. Jóhann er með 3 vinninga og Tim- man og Popovic eru í 2.-3. sæti með 2V2 vinning. Beljavsky getur skotist upp að hliðinni á Jóhanni með því að vinna skák sfna við Korchnoi sem frestað var úr 1. umferð mótsins. Sjá skákskýringu á bls. 39. FRUMVARPI átta þingmanna um heimild fyrir Sláturfélag Arnfirðinga að slátra fé í slátur- húsinu á BQdudal var vísað tQ landbúnaðarnefndar neðri deild- ar að lokinni 1. umræðu um það f deUdinni f gær. Landbúnaðar- nefndin hefur verið boðuð tíl fundar um málið klukkan 9 í dag, en úr þessu verður frum- varpið ekki afgreitt fyrr en f næstu viku. Harðar deilur urðu um frumvarpið í deUdinni f gær, meðal annars mælti landbúnað- arráðherra gegn því. í yfirlýs- ingu um málið sem yf irdýralækn- ir dreifði meðal þingmanna S gær kemur fram að bestu sláturhús landsins eru að hans mati ekki nógu góð að viðhaldi, aðstöðu og búnaði og talar hann um að ís- lendingar hafi orðið fyrir áUts- hnekki vegna þessa. Framleiðsluráð landbúnaðarins svaraði í gær beiðni Amfirðinga um aðstoð við að fá slátrun. Ráðið bauð Amfírðingum að taka slátur- húsið á Patreksfirði á leigu af Stofnlánadeild og slátra fénu þar á eigin reikning. Forsvarsmenn slát- urhússins veittu Framleiðsluráði ekki afdráttarlaus svör, sögðust ætla að bíða eftir afdrifum frum- varpsins. Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri Sláturfélagsins segir að þetta tilboð Framleiðslu- ráðs væri algerlega óaðgengilegt, til dæmis væri mikill kostnaður við uppihald starfsfólksins á Patreks- firði. Hann sagði að Framleiðsluráð yrði að útvega þeim slátmn með sömu kjömm og Rauðsendingar fengu á síðastliðnu hausti þegar fé þeirra var slátrað á Bfldudal og sagði hugsanlegt að það gæti orðið lausn málsins. Sigurður Sigurðarson settur yfir- dýralæknir afhenti þingmönnum yfirlýsingu þar sem hann skýrði af hveiju hann hefði ekki viljað mæla með sláturleyfí fyrir sláturhúsið. Fer hann hörðum orðum um ástand hússins og segir að með frumvarp- inu sé verið að reyna að brjóta á bak heilbrigðiseftirlit dýralækna og yfírdýralæknisembættið vanvirt. Sigurður Guðmundsson á Bfldu- dal sagði, þegar borin vom undir hann nokkur atriði athugasemda yfirdýralæknis, að þau væm „end- emis þvæla og vitleysa". Svona pappíra væri kannski hægt að leggja fyrir menn sem ekki þekktu til en ekki aðra. Hann sagði að þetta gerði yfirdýralæknir til að finna sér eitthvað til að rökstyðja afstöðu sína. Þama væm settar fram kröfur sem gerðar væm til þeirra en ekki annarra sláturhúsa. Bimir Bjamason formaður Dýra- læknafélags íslands segist vera undrandi á að Alþingi teldi það virð- ingu sinni samboðið að ijalla um frumvarp sem þetta. Sjá einnig bls. 64—65 og leið- ara á miðopnu. Viðurkenna dráp á 4 hreindýrum TVEIR Eskfirðingar viður- kenndu á mánudag að hafa skotið fjögur hreindýr á Breið- dalsheiði á sunnudag. Nú er bannað að veiða hreindýr. Hreindýraeftirlitsmaður varð var við blóðslóða að veginum á Breið- dalsheiði á sunnudag. Lét hann lögregluna á Egilsstöðum vita og fundust leyfar af þremur dýmm. Síðar kom í ljós að flögur hreindýr höfðu verið skotin þama. íslenzkur útflutningur á Nígeríuskreið: Krefja ræðismann íslands um endurgreiðslu 18 milljóna Upphæðin er fyrirframgreidd umboðslaun fyrir sölu, sem ekki gekk ÍSLENZKIR skreiðarútflytj- endur hafa krafið ræðismann íslands í Lagos, höfuðborg Nfgeríu, M. Ikenzi, um endur- greiðslu fyrirframgreiddra umboðslauna frá árinu 1984 að upphæð 300.000 sterlingspund, rúmar 18 milfjónir króna. Mála- ferli eru hafin vegna þessa, en nú er hlé á þeim meðan máls- gögn Ikenzi eru yfirfarin af sækjendum hér heima. Ikenzki hefur leitað ásjár íslenzkra stjómvalda og meðal annars ritað forseta íslands bréf vegna þessa. Fleiri málaferli hafa ris- ið vegna útflutnings skreiðar frá íslandi tU Nígeríu. ólafur Bjömsson, sljómarfor- maður Skreiðarsamlagsins, sagði í samtali við Morgunblaðið, að árið 1984 hefði meðal annars ver- ið reynt að ná heildarsamningum um sölu skreiðar til Nígeríu. Þátt- ur í því hefði verið að leita til ræðismannsins og greiða honum umboðslaun fyrirfram að upphæð 300.000 pund til að greiða fyrir þessum samningum. Ekkert hefði hins vegar orðið úr þeim og því væri hann krafinn um endur- greiðslu. Það voru Skreiðarsamlagið, skreiðardeild Sambandsins, Fé- vesk, félags vestfirzkra skreiðar- framleiðenda og íslenzka umboðssalan, sem tóku í samein- ingu lán í Landsbanka íslands til að greiða þessi umboðslaun. Auk þessa stendur Skreiðar- samlagið ásamt íslenzku umboðs- sölunni í málaferlum við indverskan skreiðarkaupmann vegna sölu skreiðar á víxlum. Hann hefur ekki staðið í skilum, en upphæðin, sem um er að ræða nemur um 120 milljónum króna. Þá stóð íslenzka umboðssalan í málaferlum í Nígeríu í tenglsum við útflutning þangað með leigu- skipinu Horsham á síðasta ári. Loks má nefna málaferli vegna meintra svika enn eins islenzks útflytjenda fyrir nokkrum misser- íslendingar eiga nú nálægt ein- um milljarði króna í útistandandi skuldum í Nígeríu og talið er að einhver hluti þess sé tapaður. Áætlanir sumra útflytjenda og staðhæfingar um sölu og skil and- virðis skreiðarinnar hingað heim hafa ekki staðizt. Deilur, kærur og málaferli einkenna stöðuna og staðhæfingar standa gegn stað- hæfíngum. Vegna þessa hefur ríkisstjómin ákveðið að skipa nefnd þriggja manna til að kanna stöðu mála og benda á Ieiðir til úrbóta. Sjá: Af innlendum vettvangi á bls.37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.