Morgunblaðið - 22.10.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.10.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1987 Matkaup - þjónustufyrir- tæki kaupmanna í 30 ár „Matkaup hf. er í dag jafnþarft fyrirtæki fyrir smásöluverslun og það var við stofnun þess fyrir 30 árum,“ sagði Gunnar Snorrason, stjómarformaður félagsins og kaupmaður í kjörbúðinni Hólagarði. „Þvf er ekki að leyna, að ýmsir telja hlutverk Matkaups hf. ekki jafn- mikilvægt nú og það var í upphafi, en margvíslegar breytingar hafa átt sér stað í verslunarháttum frá stofnun þess. Hér er um rakinn misskilning að ræða. Hafi það ekki sama hlutverki að gegna og í byij- un sýnir það einungis að kaupmenn hafa ekki kunnað að nýta sér þá möguleika, sem slík samtök hafa upp á að bjóða. Áherslupunktar hafa reyndar breyst nokkuð, en ennþá er það aðalinntak og leiðar- ljós þeirra er að fyrirtækinu standa að Matkaup hf. var stofnað af kaup- mönnum fyrir kaupmenn með hagsmuni þeirra einna fyrir augum. Þar sem greinilegt er, að mat- vöruverslunin í landinu færist sífellt á færri hendur, teljum við nauðsjm- legt að allir matvörukaupmenn bindist sterkari samtökum ,um að- drætti sína, hvort heldur' er frá heildsölum eða iðnfyrirtækjum, inn- lendum sem erlendum. Hjá Mat- kaup hf. er til staðar allt sem til þarf til þess að gera slíkt samstarf sterkt ogöflugt; húsnæði, tölvubún- aður, dreifingarkerfí og traust og gott starfsfólk með mikla reynslu. Fýrirtækið er opið öllum mat- vörukaupmönnum sem vilja eignast hlut í góðu fyrirtæki sem getur auðveldað þeim rekstur verslana sinna, en að sjálfsögðu verða menn að kosta nokkru til að eignast þenn- an hlut.“ Undir þetta tók ísak Sigurgeirs- son, framkvæmdastjóri Matkaups hf., en sagði ennfremur að matvöru- kaupmenn hefðu daufheyrgt við þesu boði. Allir virtust vilja eiga hlut að félaginu, en ef minnst væri á verð væri allur vindur úr mönn- um. ísak benti einnig á, að Matkaup hf. væri einasta fyrirtæki kaup- manna, sem náð hefði 30 ára aldri. Önnur fyrirtæki sem kaupmenn hefðu stoftiað til hefðu fljótlega hætt rekstri vegna samstöðuleysis og sundrungar kaupmanna. Stéttin stæði alls ekki saman um þau mál er til hagsbóta horfðu, til stórtjóns fyrir smásöluverslunina, verslunar- eigendur og viðskiptavini þeirra. Ekki væri sjáanlegt að til breytinga horfði í þessum efnum, þótt menn yrðu að vona að kaupmenn sæu að sér og stæðu fastar saman um hagsmunamál sín. Matkaup hf. hefði alla tíð verið kaupmönnum mikill félagslegur styrkur. Sem dæmi tók hann, að þegar heildsalar fóru að reikna vexti á úttektir kaup- manna, hafi Matkaup hf. eitt dreifíngarfyrirtækja _ ekki tekið vexti af úttektum. Úr varð vaxta- stríð sem lauk með sigri kaup- manna. Matkaup hf. tókst að sýna að hægt væri að reka fyrirtækið án vaxtatöku og heildsalar hættu við aðgerðir sínar. 36 félagsmenn Matkaup hf. heldur upp á 30 ára afmælisdaginn í dag, fimmtudaginn 22. október, 1987. Félagið var stofnað af 23 matvörukaupmönnum í Reykjavík, fleiri fengust ekki til þess að hætta fimm þúsund krónum í það sem menn töldu talsvert ævin- týri í þá daga. Fyrirtækinu óx fiskur um hrygg, það stækkaði og dafnaði og reisti sér framtíðaraðsetur í Vatnagörðum 6, en þangað var flutt árið 1969. Ársvelta fyrirtækisins í ár mun nema um 200 milljónum króna og veltuaukning milli ára er áætluð um 30%. ísak Sigurgeirsson, sem hefur verið framkvæmdastjóri félagsins frá 1959, telur eiginQár- stöðu þess góða. Félagar í Matkaup hf. eru í dag 36 talsins. Líklega eru margir búnir að gleyma því hvemig umhorfs var í verslun árið 1957. Þá rfkti mikil vömþurrð í verslunum nema helst þeim sem vom innundir hjá réttum aðilum, þeim sem stýrðu leyfisveit- ingum fyrir innflutningi. Þetta tímabil var frægt að endemum, rangsleitni í dreifíngu á því litla sem inn fékkst flutt var áberandi. Þeir stóm á markaðnum heimtuðu allt eða ekkert og vom alltaf látnir ganga fyrir en þeir minni látnir sitja á hakanum. Þessi staðreynd var ekki síst kveikjan að stofnun Mat- kaus hf. Strax á fyrsta starfsári vannst þó nokkur sigur og aðstoð barst úr óvæntri átt frá viðskipta- ráðherra, sem þá var Lúðvík Jósepsson. Fýrir hans tilstilli fékk Matkaup hf., og þar með smáu matvömkaupmennimir, 8% af ávaxtakvóta þeim sem úthlutað var Erlendar baakur Jóhanna Kristjónsdóttir Fay Weldon: The Shrapnel Aca- demy Útg. Penguin 1986 THE SHRAPNEL Academy er stofnun, helguð minningu Henry Shrapnel, þess mikla snillings sem fann upp fallbyssukúluna 1804. Einn kaldan vetrardag efnir Joan Lumb, sem hefur nú öll völd í stofnuninni, til virðulegrar sam- komu í minningu Heniys. Til hennar er boðið hershöfðingja, og honum er ætlað að flytja aðalræð- una, og þó nokkmm öðmm gestum. Þessir gestir virðast þó ekki tengjast stofnunni sérstak- lega, né heldur er þeim hugleikin minning Henrys. Þau hafa valizt í þessa veizlu fyrir einhvers konar örlagabrellur. Þar er ungi maðurinn Baf, en ástæðan fyrir því að hann er boð- inn virðist vera að hann er í tygjum við Muffin aðstoðarstúlku á stofn- uninni. Victor, bróðir Joan kemur með Shirley konu sína og þijú böm og hundinn Harry, blaðakona frá femínistablaði, tveir starfs- menn við stofnunina, á vettvangi fyrir jólin 1958. Eitt af viðfangsefnum Matkaups hf. var svokölluð vöraútvegun fyrir aðildarverslanir sínar. Strax í upp- hafi var byijað að semja við framleiðendur um afslætti og vöm- kaup. Meðal annars náðust samr.- ingar um 2% afslátt af tóbaksvöm frá Tóbaksverslun ríkisins fyrir að- ildarfélaga Matkaups hf. og Samkaups hf., sem rekið var á svip- uðum gmnni en hefur nú löngu hætt starfsemi. Ágætur afsláttur fékkst hjá mörgum iðnfyrirtækjum. Þá tók fyrirtækið á leigu gróðurhús á Laugalandi í Borgarfirði og var þar brotið á bak aftur að hluta til sú einokun, sem viðgengist hafði í sölu á fersku grænmeti. Þetta var hvatning til þess að bijóta á bak aftur fleiri slíkar hindranir í eðli- legri verslun. Þessu fylgdi kæra en dómsmálaráðuneytið féll frá máls- er einnig viðhald hershöfðingjans, viðhald Joan og er þá tæmdur gestalistinn. För gestanna á staðinn er í hveiju tilviki eitthvað sérkennileg. Það kyngir niður snjó og kannski verða þau veðurteppt á stofnun- inni lengur en veizlunni er ætlað að standa. Gestunum er boðið til misjafnlega merkilegra vistarvera, sem em nefndar eftir ýmsum meiriháttar hemaðarsnillingum sögunnar og skal það allt hafa táknræna merkingu. Annars staðar í húsinu em höf- uðstöðvar þjónustuliðsins. Það er einkum svart og gult eða brúnt á litinn og úr öllum heimshomum. Fæst hefur leyfi til að vera í Bret- landi og almennt er þetta hið ankannalegasta fólk. Saga þess er tlunduð, enda nauðsynlegt þeg- ar líða fer á söguna, þar sem þjónustuliðið ræður á endanum úrslitum um þá voðaatburði sem gerast. Framan af virðist Fay Weldon vera að byggja upp eins konar Agöthu Christie andrúmsloft. Spennan og óhugurinn liggur í loftinu, en það veit enginn af hveiju. Það tekur Fay Weldon næstum hálfa bókina að koma öll- sókn á hendur félaginu. Vömútvegun er enn í dag stór og mikilvægur liður í rekstri félags- ins. Kaupmennimir kaupa af framleiðslufyrirtækjunum en Mat- kaup hf. sér um greiðslur til þeirra. Félagið hefur gott samband við helstu framleiðendur innanlands og flytur auk þess inn marga vöm- flokka sem það hefur umboð fyrir hér á landi. Má nefna vömr eins og Merrild-kaffí, Slotts-tómatsósu og -sinnep, Weetabix og Alpen- morgunmat og Finish-uppþvotta- efni, svo nokkur séu nefnd. Ennfremur fjöldann allan af vöram sem aðrir hafa umboð fyrir. Félagið hefur staðið sig vel í verðsam- keppni á markaðnum. Matkaup hf. rak á sínum tíma K-samtökin, en sú starfsemi var sett á laggimar að norskri fyrir- mynd. Gekk sú starfsemi í allmörg um gestunum á svæðið og þótt frásögnin sé hæg hefur henni tekizt að magna upp stemningu sem gefur fyrirheit. Frásögnin er í yfírlætisfullum reyfarastíl og þótt málalengingar og útskýringar þar sem vitnað er til fyrri tíma hljóta að þjóna tilgangi. Aftur á móti fannst mér að síðan lenti höfundur í hálfgerðum ógöngum. Það sem hún hefur und- irbúið gliðnar einhvem veginn sundur eða rennur út I sandinn. Eða kannski bara út í vitleysu. Hryllingurinn sem á að vakna, þegar þjónustuliðið slátrar hundin- um Harry - til að hefna fyrir að þau hjónin elska dýr meira en manneskjur, að því er þjónamir telja en kemur aldrei fram - verð- ur tilgangslaus ljótleiki. Eigi að líta á dráp hundsins sem hefnd fyrir þjónustustúlkuna sem dó fyrr um daginn af bamsfömm er það líka út í hött. Það á ugglaust að kalla fram andstyggðartilfinningu, þegar Harry hundur er síðan nið- ursneiddur og matreiddur til að hafa á borðum, þegar hefðarliðið fær sér nætursnarl. En Fay Wel- don bregst hér bogalistin. Það er í raun og vem skrítið, þegar haft er í huga hversu ítarlega fyrri hluti Stjóm Matkaups hf. um þessar mundir. F.v. Torfi Torfason, Garðakaupum, Jón Júlíusson, Nóatúni, Gunnar Snorrason, Hólagarði, Hreinn Sumarsliðason, Kaupmannasamtökunum og ísak Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri. Á myndina vantar Jónas Gunnarsson í Kjötborg. Flísasprengjan út um allt ár en féll niður vegna ágreinings um vexti af úttektum verslana. Síðar var aftur hafist handa um stofnun samtaka K-kaupmanna og gaf Matkaup hf. samtökunum leyfí til þess að nota K-merkið. Samtök- in hafa hins vegar nýlega gengið til samstarfs við Innkaupasamband matvömverslana — IMÁ. „Það er vissulega leitt að K- kaupmenn fundu ekki rétta farveg- inn fyrir starfsemi sína, við teljum að hann hefði verið hjá okkur í Matkaup hf.,“ sagði Gunnar Snorrason. „Það er þörf á einu stóm átaki, ekki mörgum smáum. Smá- kaupmaðurinn á í vök að veijast. Markaðimir flytja inn meira og meira sjálfir. Ef smákaupmenn ætla að standast samkeppnina, verða þeir að standa saman, allir sem einn. Sameiginlega gætu þeir verið stórveldi í innflutningi og vömútvegun, sundraðir ekki.“ Ný verslun á einni helgi Meðal mála sem Matkaup hf. hefur unnið að fyrir félagsmenn sína er innflutningur verslanainn- réttinga og búnaðar, t.d. kæli- og ftystitækja. Einnig hönnun verslun- arhúsnæðis. Mjög margar verslanir hafa notfært sér þessa þjónustu, bæði nýjar verslanir og eins þær sem hafa verið endumýjaðar í takt við kröfur tímans. Oft hafa starfs- menn Matkaups hf. og kaupmaður gengið til verks á föstudagskvöldi og á mánudagsmorgni hefur verið unnt að opna nýja og glæsilega verslun. — En hver er framtíð Matkaups hf? „Það er ótal margt framundan," sagði Gunnar Snorrason, „við mun- um auka enn vömval og þjónustu við kaupmenn og við munum beita okkur fyrir því hér eftir sem hingað til að kaupmenn fái fyrsta flokks þjónustu og eins hagstætt verð og fyrirfinnst á markaðnum. Verið er að kanna möguleika á að koma upp tölvupöntunarkerfí, sem mundi verða til hagræðis fyrir alla aðila og spara vinnu í búðunum, auk þess sem það skapaði mun meira öryggi og fljótari afgreiðslu. Margt annað emm við með á pijónunum sem mun koma í ljós síðar." ísak Sigurgeirsson sagði að lok- um, að það ætti að vera metnaðar- mál kaupmanna að styðja Matkaup hf. til allra góðra verka, þannig að það mætti vaxa og dafna hér eftir sem hingað til. Matkaup hf. væri ekki venjuleg heildverslun, öllu fremur þjónustufyrirtæki kaup- mannanna sjálfra og hefði haft mjög mikil áhrif til hins betra fyrir íslenska matvömverslun. Fay Weldon bókarinnar er unninn og þraut- hugsaður. Því fer á sömu leið með þá viðburði sem sfðan gerast. Þeir skipta mann ekki máli. Það er auðvitað alveg í lagi að draga upp mynd af ógeðfelldum persónum, en þær verða að hafa tilgang í sögunni. Og gallinn er ekki sá að persónur í þessum súrrealiska seinnihluta séu bara vondar. Höf- undur veit ekki hvað hann ætlar sér með þær. Og þá fer að versna í því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.