Morgunblaðið - 22.10.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.10.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1987 Suður-Afríka Lausnín liggur í skiptingu valdsins eftir dr. Hannes Hólmstein Gissurarson Greinarhöfundur á meðal barna í Soweto, stærstu b 1 ökkumannaborg Suður-Afríku og raunar Afríku allrar. „Við Suður-Afríkumenn stöndum ekki andspænis vandræðum, heldur miklum verkefnum," sagði þing- maður. úr hópi suður-afrískra kynblendinga (eða „litaðra" eins og þeir eru opinberlega kallaðir) við mig í Höfðakaupstað. Og helsta verkefnið, sem Suður-Afríkubúar þurfa að leysa á næstu árum og áratugum, er, við hvers konar regl- ur hinir ólíku kynþættir, þjóðflokk- ar, trúarsöfnuðir og málahópar, sem byggja landið, geta lifað sam- an. Mannlíf er líklega sundurleitara í Suður-Afríku en nokkru öðru ríki í víðri veröld. Hvítir menn skiptast (þijár milljónir, sem tala afrikaans, ajfbrigði af hollensku, og tvær millj- ónir enskumælandi manna. Litaðir menn eru þijár milljónir, flestir kristnir og tala afríkaans. Indveijar eru ein milljón, ýmist múhameðs- eða hindútrúar og tala margvísleg indversk mál. Og hinar rúmlega tuttugu milljónir svartra eru síður en svo ein heild. Þeir skiptast í marga ættbálka og málahópa, sem hafa átt í eijum hver við annan um langan aldur. Fjölmennastir eru zúlu-menn eða sex milljónir, en síðan koma menn af xhosa-ætt- bálki, sem eru fimm milljónir. Það flækir enn málið, að þessir hópar eru mjög misjafnlega á veg komnir efnahagslega og menningarlega. Hvítir menn búa í fyrsta heiminum, ef svo má segja. Þeir eru vestrænir í siðum og háttum. Svartir menn eiga sér hins vegar enn bólfestu í þriðja heiminum, og litaðir menn og indverskir eru einhvers staðar á milli hinna tveggja. Hvemig í ósköpunum geta þessir ólíku hópar náð viðhlítandi samkomulagi um stjómskipan, eftir að hin heimsku- lega og rangláta aðskilnaðarstefna núverandi valdhafa hefur runnið sitt skeið á enda? Nokkrar staðreyndir suður-afrí skra stjórnmála Til þess að geta svarað þessari „Hugmynd þeirra Louws og Kendalls er í fæstum orðum, að Suð- ur-Afríka verði banda- ríki margra smárra héraða eða kantóna að svissneskri fyrirmynd.“ spumingu af einhveiju viti verðum við að gera okkur grein fyrir nokkr- um staðreyndum suður-afrískra stjómmála. í fyrsta lagi er ekki til nein söguleg og menningarleg hefð, sem bindur Suður-Afríkubúa sam- an. Hver hópur hefur sína sérstöku menningu og sögu. Það hefur því myndast smám saman óbeint eða þegjandi samkomulag um, hvaða reglur skuli teljast rettar, eins og á Vesturlöndum. Suður-Afríku- menn þurfa því öðrum frekar á skráðum sáttmála að halda. í öðru lagi er það mikill misskiln- ingur, en algengur, að veldi hins hvíta minnihluta sé bráð hætta búin af innrás eða byltingu. Stjóm- in hefur töglin hagldimar í landinu. Hún styðst við öflugan her og lög- reglu og hefur að baki sér harð- skeyttan og tiltölulega samhentan hóp að minnsta kosti fimm milljón manna. Afrikaners eða hvítir Suð- ur-Afríkubúar hafa búið í landinu í þijú hundruð ár og eiga þess vegna eins mikið tilkall til þess og blökku- menn (sem komu að norðan á svipuðum tíma og hvítir menn utan af sjó). Þeir hafa ríka þjóðarvitund og hafa herst í linnulausum átökum, fyrst við Breta og síðan blökku- menn. Suður-Afríka er ekki Suður- Víetnam. í þriðja lagi hefur hvíti minnihlut- inn loksins viðurkennt fyrir sjálfum sér og öðmm, að þeir verða að deila völdum með þeldökku fólki. Stjóm- in hefur fellt flest ógeðfelldustu aðskilnaðarlögin úr gildi og veitt lituðum mönnum og indverskum nokkur stjómmálaréttindi, og hún er bersýnilega smám saman að undirbúa sig undir að færa blökku- mönnum einhver stjómmálaréttindi (þótt gagnrýnendur stjómarinnar geti auðvitað sagt með nokkmm sanni, að með því sé hún að gefa þeim það, sem þeir hafí alltaf átt). En hvíti minnihlutinn mun ekki sleppa stjómartaumunum, fyrr en hann hefur tryggt, að sér og öðmm minnihlutahópum sé vært í landinu. Eins og kunnur Afrikaner, prófess- or F.J. Potgieter, sagði við mig í Höfðakaupstað: „Við áttum okkur á, að við verðum að lokum að veita blökkumönnum full réttindi. En við emm staðráðnir í að bæta ekki enn einu ömurlegu einræðisríki í röð Afríkulanda." Það er athyglisvert, að á sama tíma og Suður-Afríkustjóm hefur hafist handa um raunvemlegar umbætur í landinu skuli ráðamenn vestrænna ríkja (með Svia í farar- broddi eins og fyrri daginn) herða stórlega róðurinn gegn henni. Ég held, að ástæðan sé ekki sönn hneykslun eða gremja vegna að- skilnaðarstefnunnar. Ef svo hefði verið, þá hefðu þeir auðvitað beitt sér gegn Suður-Afríkustjóm, á meðan hún fylgdi aðskilnaðarstefn- unni af fyllstu hörku. Ástæðan er önnur. Þessir heiðursmenn telja sig vera að gera tvennt: annars vegar að kaupa sér fylgi blökkumanna- rílq'a Afríku á alþjóðavettvangi, hins vegar að veðja á hinn óhjá- kvæmilega sigurvegara í átökun- um, sem framundan séu í Suður-Afríku. En ég er hræddur um, að þeir vinni ekki þetta veð- mál. Hvíti minnihlutinn mun fremur beijast til hinsta manns en láta sjálfstæði sitt. Landinu skipt í sjálf- stjórnarsvæói Kjami málsins er þó sá, að koma má í veg fyrir blóðsúthellingar i Suður-Afríku. Það er ekkert von- laust nema vonleysingjar. Ágætir kunningjar mínir í Suður-Afríku, þjónin Leon Louw og Francis Kend- all, gáfu nýlega út bók undir heitinu South Africa. The Solution, sem hefur vakið geipilega athygli þar og annars staðar og orðið metsölu- bók. Á meðal þeirra suður-afrísku stjómmálaleiðtoga, sem hafa borið lof á bókina, eru Winnie Mandela og Buthelezi, höfðingi zúlu-manna, rithöfundurinn Alan Paton, hinn fijálslyndi stjómmálamaður Helen Suzman og íhaldssamir ráðherrar í Suður-Afríkustjóm. Hugmynd þeirra Louws og Kend- alls er í fæstum orðum, að Suður- Afríka verði bandaríki margra smárra héraða eða kantóna að svissneskri fyrirmynd. Hver kant- óna ráði öllum málum sínum sjálf, en bandaríkið fari með sameiginleg mál, sem takmarkist við utanríkis og vamarmál, tolla- og peninga- mál, samgöngumál að þvi marki, sem kantónumar sjá ekki um þær, og airíkismál eins og starfssemi hagstofu og hæstaréttar. Það vald, sem bandaríkið hafi, skiptist í dóms- vald, framkvæmdarvald og löggjaf- arvald. Sérstakt þing í tveimur deildum fari með löggjafarvaldið. í efri deild sitji tveir fulltrúar frá hverri kantónu, en í hinni neðri sitji menn, kosnir hlutfallskosningu í samræmi við íbúatölu í hveiju kjör- dæmi. Jafnframt því sem þau Louw og Kendall hugsa sér, að valdinu sé annars vegar skipt á milli kantóna og bandaríkis og hins vegar á milli þriggja handhafa alríkisvaldsins, leggja þau til, að valdið sé takmark- að með ströngum mannréttinda- ákvæðum í stjómarskrá. Samkvæmt þeim séu allir jafnir fyrir lögunum óháð litarhætti, kyni eða trúarbrögðum. Allir fullveðja borgarar hafi atkvæðisrétt, og al- mennar atkvæðagreiðslur fari ffarn um mál í bandaríkinu, einstökum kantónum og sveitarfélögum, krefl- ist nægilega margir borgarar þess. Eignarrétturinn sé friðhelgur og bönd megi ekki leggja á atvinnu- frelsi. Borgarar njóti funda- og félagafrelsis og fiills málfrelsis. Stjómarskrárbreytingar séu háðar samþykki allra kantónanna. Allt minnir þetta á Svissland og Bandarfki Norður-Ameríku, en þau Louw og Kendall hugsa sér enn- fremur, að kantónur hafi fullt frelsi Félagasamtök halda ráðstefnu um félags- lega húsnæðisstefnu ÁTTA FÉLAGASAMTÖK efna til ráðstefnu um það hvernig standa skuli að fjármögnun og framkvæmdum við byggingar íbúðahúsnæðis í félagslegri eigu á Hótel Sögu föstudaginn 23. október. Á ráðstefnunni verða kynntar tiUögur að lagafrum- varpi um félagslegar íbúðabygg- ingar þar sem meðal annars er gert ráð fyrir að þriðjungur and- virðis skuldabréfasölu iífeyris- sjóða til húsbyggingarsjóðanna renni til félagsíbúðasjóðs. Samtökin sem hér eiga í hlut em Öryrkjabandalag íslands, Sjálfs- björg - landsamband fatlaðra, Landssamtökin Þroskahjálp, Sam- tök aldraðra, Stúdentaráð Háskóla fslands, Bandalag (slenskra sér- skólanema, Leigjendasamtökin og Búseti - Landssamband húsnæðis- samvinnufélaga. í fréttatilkynningu frá félaga- samtökunum segir að kveikjan að ráðstefnunni hafi verið endurskoð- un hins almenna húsnæðiskerfis sem gerð var í kjölfar kjarasamn- inga í febrúar 1986. Niðurstaðan hafi verið stórfelld hækkun íbúða- lána og lenging lánstíma í 40 ár, sem gert hafí verið kleift með því að veita 55% af ráðstöfunarfé lífeyr- issjóðanna til húsnæðismála. • Samtímis þessu hafí verið skipuð milliþinganefnd til þess meðal ann- ars að endurskoða lánveitingar til félagslegra íbúðabygginga. Nefhd- in hafi síðan skilað áliti í febrúar á þessu ári án þess að samstaða yrði um að breyta gildandi lögum. Þar með sé ástandið þannig að lán til byggingar leiguíbúða á vegum sveitarfélaga og félagasamtaka séu til 30 ára meðan almenn íbúðalán séu veitt til 40 ára. Aðstandendur ráðsteftiunnar segja ennfremur að langt sé síðan stjómvöld hafi sett sér það mark að þriðjungur opinberra Qárveitinga til byggingar íbúðarhúsnæðis skyldi renna til íbúða sem séu í félags- legri eign. Því fari þó ijarri að Fulltrúar félagasamtakanna á blaðamannafundi í tilefni ráðstefnunnar. Morgunblaðið/Þorkell þriðja hver ibúð sem byggð hafi verið séu í félagslegri eigu, þegar best láti hafi hlutfallið komist (16%. Starfshópur samtakanna hefur gert tillögur að lagafrumvarpi um félagslegar íbúðabyggingar þar sem gert er ráð fyrir að naftii Bygg- ingasjóðs verkamanna verði breytt i Félagslbúðasjóð og hlutverk sjóðs- ins verði jafnframt aukið, þannig að það spanni allar félagslegar vel- ferðaraðgerðir á sviði húsnæðis- mála. Þá yrði lögfest að þriðjungur andvirðis skuldabréfasölu lífeyris- sjóða til húsbyggingarsjóðanna renni til félagsibúðasjóðsins. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Sögu og hefst klukkan 9.30 að morgni föstudags með ávarpi J6- hönnu Sigurðardóttur, félagsmála- ráðherra. Að því loknu verða flutt sjö stutt framsöguerindi og eftir hádegi verða pallborðsumræður. Ráðstefnunni lýkur með almennum umræðum og verður slitið um klukkan 17. Hún er opin öllum en skipuleggjendur hafa boðið fjöl- mörgum félagasamtökum, stofnun- um og sveitastjómum að taka þátt í umræðunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.