Morgunblaðið - 22.10.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.10.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1987 INNLENT Stéttarsamband bænda: Atriði úr myndinni Á öldum Ijósvakans sem sýnd er í Regnboganum. Regnboginn sýnir mynd Woody Allen REGNBOGINN hefur hafið sýn- ingar á mynd Woody Allen; Á öldum ljósvakans. Með aðalhlut- verkið í myndinni fer Mia Farrow eins og svo oft áður I myndum Allens. í þessari mynd tekur Woody Allen útvarpið fyrir á þeim tíma sem ekk- ert sjónvarp var til. í Bandaríkjunum voru margar útvarpsstöðvar og fólk fylgdist grannt með því sem var að gerast, en tók dagskrána stundum of alvarlega. Sögumaðurinn í mynd- inni er höfuð gyðingafjölskyldu og riflar hann upp gamlar minningar frá bemskuárum sínum og gamlar sögur er fjalla um útvarpsstjömur. Gunnar Hjaltason Gunnar Hjaltason sýnir pastel- og vatnslitamyndir GUNNAR Hjaltason listmálari sýnir nú í Listakrubbunni í Kópa- vogi. Hann segist ekki hafa töiu á hve margar sýningar hann hefur haldið. „Þær eru áreiðan- lega komnar hátt á þriðja tuginn en sú fyrsta var í Hafnarfirði 1964,“ segir Gunnar. Á þessari sýningu, sem stendur til 30. október, em 29 pastel- og vatnslitamyndir eftir Gunnar. „ Myndimar em óvenju fáar enda aðstaðan óvenjuleg,“ segir Gunnar og kveður hugkvæmni bókasafns- manna lofsverða. Gunnar Hjaltason er fæddur að Ytri-Bakka við Eyjarfjörð 1920. Hann nam gullsmfði hjá Guðmundi Guðnasyni og Leifi Kaldal 1943-47 en teikningu, módelteikningu og olfumálun hjá Bimi Bjömssyni og Marteini Guðmundssyni. Lengst af hefur Gunnar starfað sem gullsmið- ur í Hafnarfírði milli þess sem hann hefur haldið sýningar um allar jarð- ir, einn og með öðmm, til dæmis á Akureyri og í Uppsölum í Svíþjóð , Eden í Hveragerði og Vínarborg í Austurríki. Þá hefur Gunnar feng- ist við að myndskreyta ýmsar bækur og tfmarit og má þar nefna að hann hefur myndskreytt Árbók Ferð’afélags íslands allt frá 1975. Morgunblaðið/Sverrir Hrafn Harðarson forstöðumaður Bókasafns Kópavogs. í bakgrunni sjást myndir Gunnars Hjaltasonar innan um bókahillurnar. Kópavogur: Listakrubba - nýr sýningarsalur LISTAKRUBBA Bókasasfns Kópavogs heitir einn af nýrri sýningarsölum iandsins. Salurinn er í reynd afgreiðsla bókasafns- ins í bænum og þar hefur nokkrum myndlistarmönnum verið gefinn kostur á að sýna verk sín undanfarna mánuði. Þessa dagana era það pastel- og vatnslitamyndir Gunnars Hjalta- sonar sem prýða veggi safnsins. Hrafn Harðarson forstöðumaður bókasafnsins tjáði Morgunblaðinu að til stæði að sýningar þessar yrðu fastur liður í starfsemi safnsins enda hefðu undirtektir verið góðar. Sýning hvers listamanns stendur í einn mánuð og meðal þeirra sem þegar hafa sýnt þar, auk Gunnars Hjaltasonar, em Ingiberg Magnús- son, Ingunn Eydal og Guðrún Anna Magnúsdóttir. Hrafn sagðist vilja hafa sýningamar sem fjölbreyttast- ar, til sýnis yrði listiðnaður hvers konar auk myndverka. Málstofa í guðfræði Guðfræðistofnun Háskóla ís- lands hefur ákveðið að opna málstofu í guðfræði og verður hún opin fyrsta sinni á þriðjudag- inn. Í fréttatilkynningu Guðfræði- stofnunarinnar segir; „Oft hefur það borist í tal á meðal guðfræð- inga, vígðra jafnt sem óvfgðra, að tilfinnanlegur skortur væri á vett- vangi fyrir guðfræðilega umræðu hér á landi. Nú hefur Guðfræði- stofnun Háskólans í hyggju að ráða nokkra bót á þessu með því að opna málstofu í guðfræði á vetri kom- anda. Að því er stefnt að veita guðfræðingum og guðfræðistúdent- um tækifæri til að koma saman einu sinni í mánuði yfír vetrarmán- uðina, ýmist til að flytja eða hlýða á fyrirlestur og taka þátt í umræð- um. Málstofunni er ætlað að vera vettvangur til að kynna rannsóknir í guðfræði, hvar sem þær em stund- aðar, innan veggja guðfræðideildar að sjálfsögðu, en ekkert síður utan veggja hennar. Fjárlagafrumvarpið brýtur í bága við landbúnaðarstefnuna STJÓRN Stéttarsambands bænda hefur sent frá sér eftirfarandi f réttatilkynningu vegna fjárlaga- frumvarps rikisstjórnarinnar: Stjóm Stéttarsambands bænda hefur kynnt sér fmmvarp til flárlaga fyrir árið 1988 sem lagt hefur verið fyrir Alþingi. í því er á margan hátt bragðið út af fyrri stefnu ríkisvalds- ins i málefnum landbúnaðarins. Stjóm Stéttarsambands bænda lýsir sig fylgjandi því að verkefni rikisins séu i sifelldri endurskoðun og að þau breytist með breyttum tímum. Jafnframt leggur stjóm þess áherslu á að þær breytingar fari fram með skipulegum hætti og að heildar- sýnar sé gætt, m.a. á þann hátt að ein lög vinni ekki gegn öðmm. Stjóm Stéttarsambands bænda lýsir sig reiðubúna til samstarfs við ríkisvaldið um hvers kyns skynsam- lega hagræðingu á verkefnum ríkis- ins í landbúnaði. Á hinn bóginn telur stjóm Stéttarsambands bænda að núverandi fmmvarp til Qárlaga brjóti á margan hátt i bága við þá stefiiu sem mörkuð hefur verið á Alþingi um málefni landbúnaðarins og sem nýtur þar meirihlutafylgis. f því sam- bandi skal bent á eftirfarandi: 1. Með búvömlögunum frá 1985 er mörkuð stefna f framleiðslumál- um landbúnaðarins. Þessi stefna felur í sér stórfelld- ari breytingar á landbúnaðinum og högum bænda en orðið hafa um langan tíma. Stéttarsamband- ið hefur gengið til samvinnu um framkvæmd þessarar breyttu stefnu f þeirri trú að hún auki atvinnu og afkomuöryggi bænda- stéttarinnar þegar til lengri tfma er litið og treysti rekstrargmn- dvöll landbúnaðarins f heild. Á gmndvelli þessara markmiða hefur Stéttarsambandið gert samning við rfkisvaidið um þróun mjólkur og kindakjötsframleiðsl- unnar til ársins 1992. Stjóra Stéttarsambandsins tel- ur að með álagningu söluskatts á þessar afurðir og lækkandi hlut- fa.ll niðurgreiðslna f verði þeirra sé þeim áætlunum kindakjöts og mjólkurvara sem búvömsamning- urinn byggir á kollvarpað, nema til komi auknar niðurgreiðslur. Augljóst er að samdráttur f sölu kindakjöts og mjólkurvara innan- lands mun auka þörfína fyrir útflutning. Ekki verður annað séð en með slíkum aðgerðum sé markvisst stefnt að þvf að minnka hlutdeild innlendra afurða á matvörumark- aðinum og kippa gmndvellinum undan atvinnumöguleikum vem- legs hluta bændastéttarinnar. Stjóm Stéttarsambandsins mót- mælir því harðlega að þannig sé af hálfu rfkisvaldsins horfið frá stefnu búvömlaganna og um- sömdum markmiðum búvöm- samninganna. 2. Varðandiniðurskurðáframlögum til rannsókna og leiðbeininga bendir stjóra Stéttarsambandsins á að eitt megin markmið búvöm- laganna er að stuðla að upp- byggingu nýrrar atvinnustarf- semi í sveitum sem komið geti í stað þess samdráttar sem stefnt er að f framleiðslu mjólkur og kindakjöts. Búháttabreyting f landbúnaðinum er eitt viðamesta verkefni sem þessi atvinnugrein og þær stofn- anir sem henni þjóna hafa tekist á við. Búháttabreytingin felur það í sér að þjálfa þarf hluta bændastéttar- innar til nýrra starfa sem sum hver em algjör nýjung í íslensku atvinnulífi. Það liggur því f augum uppi að þörf landbúnaðarins fyrir rann- sóknir og leiðbeiningar hefur sjaldan verið meiri en einmitt nú. Gert er ráð fyrir að vemlegum fíármunum verði varið á ámnum 1985—1992 til þess að treysta byggð í sveitum með nýjum at- vinnuháttum og aðlögun í land- búnaðinum. Sljóm Stéttarsambandsins leggur áherslu á að ef ekki er séð fyrir nauðsynlegri fræðslu og rann- sóknum á þessu sviði er nýtingu þessara fjármuna og árangri á sviði nýrra atvinnuhátta f sveitum stefnt í vemlega tvísýnu. . Sljóm Stéttarsambandsins telur það tvímælalaust skyldu sam- félagsins að leggja fram fjármuni til rannsókna og leiðbeininga í þágu landbúnaðarins. Hins vegar telur stjómin eðlilegt að af hálfu ríkisvaldsins sé jafnan gerð krafa um að sem bestur árangur verði af notkun þessara fjármuna og er fyrir sitt leyti ávallt reiðubúin til umræðna um breyttar áherslur í því efni. 3. Þá vill stjóm Stéttarsambands bænda eindregið vara við því að stórlega verði dregið úr framlög- um rfkisins samkvæmt jarðrækt- arlögum og búflárræktarlögum. Vemlegar breytingar hafa á sfðustu ámm orðið að þvf er varð- ar notkun þessara fíármuna og hafa þeir f æ ríkari mæli verið notaðir til stuðnings búhátta- breytingunni og til beinna nýj- unga f landbúnaði. Eðlilegt er að enn sé hugað að áherslubreytingunni í þessu efni f stað einhliða niðurskurðar sem óhjákvæmilega yröi landbúnaðin- um og samfélaginu í heild til vemlegs Ijóns. Málstofa verður opin í fyrsta sinn þriðjudaginn 27. október nk., en þá mun séra Torfí Stefánsson, fíl. íic., flalla um rannsóknir sínar, en hann skrifaði licentiatsritgerð í trú- fræði við háskólann í Lundi á sl. vori. Málstofan verður haldinn í Skólabæ, Suðurgötu 26, Reykjavík, og hefst kl. 16.00.“ Dúettinn Kukuyu; Julie Anne Sims og Paul David Heatly. Enskur dúett í Þórscafé ENSKUR dúett sem nefnir sig Kukuyu er væntanlegur dl lands- ins og skemmtir gestum í Þórsc- afé helgamar 23.-24. og 30.-31. október. Enski dúettinn er skipaður þeim Julie Anne Sims frá Birmingham og Paul David Heatly frá Sheffield. Þau skemmta gestum f Þórscafé ásamt öðmm skemmtikröftum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.