Morgunblaðið - 22.10.1987, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 22.10.1987, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1987 Á þessu korti má sjá útbreiðslu íss á Norðurskauti. Innra svæðið sýnir stöðugan ís eins og búast má við að h»nn sé frá júnílokum og fram i október ár hvert. Ytra svæðið sýnir svo þann ís sem við bætist á hverjum vetri. Af málþingi um Norðaustur-siglingaleiðina: Landsins LONDON- NORÐURÍSHAF- JAPAN: V 7.000 sjómílur ISLAND LONDON- SÚEZ-JAPAN 11.000 sjómílur LONDON PANAMA Kordð sýnir samanburð á helstu sigiingaleiðum milli London og Japans. LONDON-PANAMA- JAPAN: 12.400 sjómílur JAPAN LONDON- _ GÓÐRARVONARHÖFÐI- JAPAN: 14.200 sjómílur foma fjanda mtt úr íslendingar sjá sér „EF KÓLUMBUS hefði verið raun- sær þá hefði hann aldrei Lagt í’ann,“ varð einum málþingsgesta að orði þegar honum þótti úrtölur jarðbundinna keyra úr hófi. Enda dytti sjálfsagt engum nema stór- huga mttnnum f hug að hægt væri að gera Norðaustur-siglingaleið- ina milli Atlantshaf s og Kyrrahafs, meðfram norðurströnd Sovétríkj- anna, gegnum óralangar ísbreiður heimskautsins að einni af megin- siglingaleiðum þessa heims. En hveijir voru það aftur sem fundu Ameríku fyrstir hvftra manna? Þór Jakobsson, doktor f veður- fræði, telst víst tvímælalaust til þeirrar manngerðar hverrar hugsanir eru stórar í sniðum. Um hann eiga síst við þau orð sem Haraldur Ólafs- son taidi einkenna skyni boma tvffætlinga jarðar vorrar þegar hann var spurður hvers vegna skrælin- gjamir í Sfberíu hefði ekki bara flust suður á bóginn: „Maðurinn leitast við að vera þar sem hann er.“ Eyjar- skeggjum á fsaköldu landi em sigl- ingar til Qarlægra landa lífsnauðsyn- legar. Á sfðustu áratugum hefur straumurinn staðið suður á bóginn í sólina og menn kunna fyrir þær sak- ir að hafa gleymt hnattstöðu landsins okkar og legu þess á mörkum hins byggilega heims. Aðrir hafa beint sjónum norður á bóginn. Vilhjálmur Stefánsson landkönnuður og mann- fræðingur skrifaði reyndar bók sem hét: Hinn vinalegi norðurhjari. Hann var meira að segja svo stórhuga að sjá fyrir sér siglingar heimshafa á milli yfir norðurskautið. í þessum anda hefur Þór Jakobsson endurvakið hugmyndina um Norðaustur-sigl- ingaleiðina. í sjónvarpsþætti sem Bretar gerðu f tengslum við leið- togafundinn í fyrra var rætt við Þór um hugmynd hans. Ifyrir rúmu ári birti Þór svo grein um málið í Morg- unblaðinu. Hugmyndinni hafði verið komið rækilega á framfæri. Reyðarfjörður eða Reykjavík? Strax byijuðu menn með peninga- nef að velta þvf fyrir sér hvemig við íslendingar gætum fært okkur í nyt legu okkar norður í Dumbshafi ef leik á borði siglingaleiðin norður af Síberíu opn- aðist fyrir alþjóðlega flutninga. Upphaflega var rætt um að Reyðar- Qörður væri heppilegasti staðurinn fyrir umskipunarhöfn. Hugmyndin sem býr að baki slfkrar hafnar er sú að einungis sérstaklega fsvarin skip geta rofið haffsinn norður af Síberíu. Því væri ekki úr vegi að koma á fót umskipunarhöfn þar sem ísbijótamir losuðu sig við farminn til að nýta hin dýru fley sem best. Við farminum gætu svo tekið hefðbundin farmskip og siglt með hann á áfangastað. í slíkri umskipunarhöfn væri líka hægt að safna birgðum þá mánuði á ári sem ekki væri siglandi yfir Norður- íshafið. Samtök sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu hafa nú tekið frum- kvæðið í úrvinnslu hugmyndarinnar um Norðaustur-siglingaleiðina f anda lqörorðsins „við tengjum heimsálfur". Helstu rök fyrir því að umrædd höfti yrði staðsett á Islandi fremur en í Norður-Noregi em þau að betri þjón- usta í landi sé fyrir hendi á íslandi. Þannig kemur höfuðborgarsvæðið til sögunnar. Jóna Gróa Sigurðardóttir formaður atvinnumálanefndar höfuð- borgarsvæðisins sagði markmiðið með málþinginu vera að „fræðast um siglingaleiðina og örva umræður um hana meðal sérfræðinga, stjómmála- manna og fulltrúa atvinnulífsins". Jóna Gróa sagði ennfremur að fulltrú- um Samtaka sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu þætti þetta athyglis- vert mál þótt ljóst væri að enn væri langt í land. Sovétmenn vilja opna leiöina Mönnum bar þvf saman um að hér væri um tvær aðskildar spumingar að ræða: Er Norðaustur-siglingaleið- in vænlegur kostur? Ef svo er, geta íslendingar fært sér það á einhvem hátt í nyt? Hvað fyrri spuminguna varðar þá virðist ljóst að tæknilega er fátt því til fyrirstoðu að Norðaust- ur-leiðin verði opnuð. Annað mál er svo hvort skipafélög sjái sér akk f því að notfæra sér þennan mögu- leika. í þriðja lagi benti Eyjólfur Konráð Jónsson á að siglingaleiðin er nær öll innan yfirráðasvæðis Sov- Þátttakendur á málþingi um Norðaustur-siglingaleiðina hlýða á er- indi Gunnars Björns Jónssonar frá Rannsóknarráði íslands. étmanna. Því er spuming hvort Sovétmenn séu reiðubúnir að halda leiðinni opinni en miðstöð kjamorku- tilrauna Sovétmanna er á Novaja Zemlja. f ljósi þíðunnar í samskiptum risaveldanna og ræðu Gorbachevs f Múrmansk virðist svo vera. Einnig má benda á að gífurlegar auðlindir em í Síberíu og því er Sovétmönnum nauðsyn að halda siglingaleiðinni opinni. Þar em olíu- og gaslindir sem eiga sér fáa líka og ef Persaflóastríð- ið færist í vöxt þá vex gildi siglinga- leiðarinnar. Eins má segja að sæju risaveldin sér hag í því að auka sigl- ingar um norðurskautið, hvort sem það væri í þágu flutninga eða rann- sókna, þá ætti þeim ekki að verða skotaskuld úr því. Tæknilega mögulegt Einar Hermannsson skipaverk- fræðingur benti í erindi sínu á að nú þegar em stundaðar siglingar ísbijóta á þremur svæðum á norðlægum breiddargráðum: norður af Alaska, í Eystrasalti og norður af Síberíu. Mestar upplýsingar liggja fyrir um siglingar á fsilögðu hafi f Eystra- salti. Það endurspeglast líka í þvf að 70% allra ísbijóta í heiminum em smfðaðir f Finnlandi. Á hinn bóginn vegur þyngst sú reynsla sem safnast hefur við siglingar Sovétmanna og Bandarfkjamanna í Norður-íshafinu en þar em aðstæður allar verri en f Eystrasalti. Fiiinsk flutningaskip af gerðinni SA15 hafa gefist hvað best í siglingum í fs . Hvert þeirra er 20.000 lestir með 21.000 ha vél. Slíkt skip nær 17 hnúta hraða og er talið kosta margfalt meira en sambærileg skip til siglinga á auðum sjó. Sovét- menn eiga auk þess geysiöfluga fsbijóta knúna lqamorku. Einn þeirra er Rossyia en hann er búinn 75.000 ha vél. Glsli Viggósson greindi f er- indi sfnu frá áformum Finna um að smfða ísbijóta sem væm allt að 100.000 lestir. Er loftpúöaprammi lausnin? Þegar árið 1932 lagði rússneskt skip, Alexander Sibiryakov, Norð- austur-siglingaleiðina að baki í einni atlögu, eins og Gulnur Aybet benti á f erindi sfnu. Og rúm öld er sfðan sænska skipið Vega sigldi fyrst skipa þessa leið. Ensk-hollenskt skipafélag fékk Aybet til að gera úttekt á því hvort Norðaustur-leiðin milli íslands og Japans væri fysilegur kostur. Hún benti á enn einn möguleika til sigl- vegi inga f haffs. Það er nokkurs konar loftpúðaprammi sem festur væri framan á vei\juleg skip. Pramminn sem ekki hefur enn verið framleiddur vægi um það bil 1000 tonn og myndi fyrir eigin þunga og loftþrýsting þrýsta fsnum niðurávið uns hann brotnaði. Aybet sagði ýmis hátækni- fyrirtæki f Bandaríkjunum hafa sýnt þessari hugmynd mikinn áhuga. Frederick Seibold frá Bandaríkjun- um sem um árabil hefur stundað siglingar í Norður-fshafi dró f efa að loftpúðaprammamir gætu nokkum tfma komið að notum við þær aðstæð- ur sem fyrir hendi em á Norðurskaut- inu. Hann sagði menn vart geta gert sér grein fyrir hversu aðstæður væm erfiðar án þess að hafa verið á staðn- um. Aybet benti reyndar líka á að enn sem komið er væri sléttur ís skilyrði fyrir því að hægt væri að nota loftpúðapramma. Seibold benti einnig á hversu vafasamt það væri að lest hefðbundinna skipa gæti siglt í kjölfar eins fsbijóts því mikil spenna væri f fsbreiðunni og ylli hún því að ísinn freri saman í kjölfarinu. í erindi Aybet kom fram að mynda- taka með hjálp gervihnattar og ratsjár væri orðin það fullkomin að hægt væri að fylgjast grannt með útbreiðslu íss. Þvf gætu skipstjórar sveigt fyrir helstu torfæmr. Eins og fyrr segir bar mönnum saman um að tæknilega væri ekkert því til fyrir- stöðu að siglingar hæfust í stómm stíl eftir Norðaustur-leiðinni. Einnig kom fram að Sovétmenn stunda nú þegar sigiingar í nokkmm mæli við norðurströnd Sovétrílqanna. Talið er að þar séu nú á floti 16 ísbijótar og 400 flutningaskip. Vart samkeppnisfær leið á næstunni Skilyrði fyrir þvf að Norðaustur- siglingaleiðin verði að alfaraleið er auðvitað að skipafélög sjái sér hag f að nota hana fremur en hefðbundnar siglingaleiðir milli Austurlanda og Evrópu eða austurstrandar Banda- ríkjanna: suðurfyrir Góðrarvonar- höfða, gegnum Miðjarðarhaf og Súez-skurð og gegnum Panama- skurðinn. Ef dæmi er tekið af sigl- ingaleiðinni milli London og Tókýó þá er hún 12.400 sjómílur ef farið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.