Morgunblaðið - 22.10.1987, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 22.10.1987, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1987 65 Sigurður Sigurðarson settur yfirdýralæknir í bréfi til þingmanna: Harður dómur dýralæknis frá EB um bestu sláturhúsin okkar Niðurföll sláturhússins á Bíldudal ekki rottuheld SIGURÐUR Signrðarson settur yfirdýralæknir fylgdist í gær með umræðum á Alþingi um lagafrumvarp um sláturleyfi fyr- ir Arnfirðinga. Hann afhenti þingmönnum eftirfarandi bréf: Húsið er gamalt og lélegt. Það batnar ekki að ráði þótt klætt sé yfir veikleika og óhreinindi. Slíkt getur ja&ivel gert illt verra. þetta hús er alls ekki byggt sem slátur- hús eftir teikningum svo sem skylt er um þá staði. Reynt var fyrir fáum árum að loka þessu húsi vegna vanbúnaðar og óvissu með vatn. Fyrirgreiðsluöfl fóru af stað og spilltu þeirri hagræðingu. Þá var því lýst yfir að frekari undanþága yrði ekki gefin. Það var tekið fram í sláturleyfi. Sláturleyfið síðan hafa verið nokkurs konar neyðarleyfi með undanþágu vegna þess að ekk- ert skárra var að hafa. Slíkt er ekki lengur fyrir hendi. í viðráðan- legri fjarlægð þ.e. 30 km er hús, sem byggt er sérstaklega sem slát- urhús að vísu ekki fullkomið en aðstaða þar viðunandi og unnt að koma við fullkominni heilbrigðis- skoðun. Vatnið er gott og búnaður þokkalegur. Aðgerðir nú koma því engan veginn á óvart. Þær eru ekki byggðar á persónulegri óvild eins eða neins heldur því grundvallarat- riði að neytendur eigi aðeins skilið það besta sem völ er á og þeirri lagaskyldu sem lögð er á dýralækna að tryggja það að vinnslustaðir fyr- ir matvæli séu vel búnir og þannig að verki staðið að almenningi stafi engin hætta af því sem þaðan kem- ur. — Húsið er óafgirt og ekki að- staða til að fylgjast með umferð að og frá. Frágangur úti ófullkom- inn. — Kalt vatn hefur verið dæmt óhæft vegna saurgerlamengunar. klórblöndun á vatni er ótrygg og neyðarráðstöfun, sem ekki er gripið til að þarflausu. Klórblöndun á vinnsluvatni bætir ekki kjötið. Menn ættu líka að hugleiða hvað gerist með afurðimar ef klórtækið bilar? — Heitt vatn hefur verið af skomum skammti að sögn dyra- lækna, sem starfað hafa í þessu húsi. Ekki er vitað til að breyting hafi orðið á þessu. — Skolplögn nær ekki út fyrir í tílefni af þvi, að dr. Robert M. Solow, prófessor i hagfræði við Tækniháskólann í Massachu- setts (MIT) i Bandaríkjunum, hefur verið sæmdur Nóbelsverð- launum í hagfræði i ár, hefur Morgunblaðið beðið dr. Þorvald Gylfason prófessor að segja frá rannsóknum Solows í stuttu máli. Umsögn Þorvalds fer hér á eftir. „Dr. Robert Solow hefur komið víða við á löngum og glæsilegum vísindaferli og stundað merkiiegar rannsóknir í mörgum greinum hag- fræði. Merkast er tvímælalaust framlag hans til þjóðhagfræði, en sú grein fjallar um þjóðarbúskapinn í heild — góðæri, hallæri, hagvöxt, verðbólgu, atvinnuleysi, greiðslu- jöfnuð og gengi og þannig áfram. Solow hefur líka stundað mikilvæg- ar rannsóknir í rekstrarhagfræði, sem fjallar um atferli einstaklinga, rekstur fyrirtækja og lögmál mark- aðsviðskipta. Það er þó einkum tvennt, sem skarar fram úr á rann- sóknaferli Solows að mínum dómi. í kjölfar Keynes Solow hefiir verið í hópi þeirra hagfræðinga, sem hafa átt mestan þátt í að móta nútímaþjóðhagfræði I kjölfar þeirrar hagfræðibyltingar, stórstraumsflöru og þar sem ekki liggur fyrir að rottum hafi verið útrýmt af Bildudal eða girt fyrir að þær slæðist þangað er nauðsyn- sem hófst undir lok kreppunnar miklu á fjórða áratugnum og kennd er við enska hagfræðinginn John Maynard Keynes. Kjami kenningar Keynes var og er sá, að þjóðarfram- leiðsla og atvinnuástand á hveijum tíma ráðast af margslungnu sam- spili margra þátta, meðal annars peningamála og ríkisfjármála, sem ríkisvaldið getur haft veruleg áhrif á, auk margra annarra þátta, sem ríkið fær engu ráðið um. Solow hefur verfð og er enn meðal hinna allra fremstu í flokki þeirra hag- fræðinga, sem hafa brotið kenningu Keynes til mergjar, sniðið af henni hnökrana og haslað henni völl með- al hagfræðinga, stjómmálamanna og almennings út um allan heim. Þannig hefur Solow verið og er enn I dag einn af helztu frumkvöðlum og oddvitum þeirrar þjóðhagfræði, sem enn er kennd við Keynes, þótt margt hafí að sjálfsögðu breytzt í tímans rás. Það er meðal annars fyrir þetta framlag, sem Solow hlýt- ur Nóbelsverðlaun nú. Frumkvöðull hagvaxt- arfræðinnar Hins vegar er Solow einn helzti upphafsmaður hagvaxtarfræðinn- legt að menn geri sér grein fyrir því að niðurföll em ekki rottuheld. — Frárennsli hafa raunar verið ótrygg og hafa stíflast stundum í sláturtíð. Slátursalur, líffærasalur og klefí til aðskilnaðar meltingarfæra er ar, en hún er sá angi þjóðhagfræð- innar, sem fjallar sérstaklega um þróun þjóðarframleiðslunnar yfir löng tímabil. Forsagan er sú, að þjóðarframleiðslufræði Keynes flallaði fyrstu tuttugu árin næstum eingöngu um ákvörðun þjóðarfram- leiðslunnar í bráð og framleiðslu- sveiflur frá einu skeiði til annars. Hins vegar var ekki mikið um það vitað lengi framan af, hvaða lög- málum þjóðarframleiðslan lýtur yfir lengri tímabil. Solow setti fram kenningu sfna um þessi lögmál I frægri ritgerð árið 1956. Þessi rit- gerð og önnur verk Solows í framhaldi af henni em enn í dag gmndvöllur hagvaxtarfræðinnar og em kennsluefni í hagfræðideildum allra háskóla heims. Þetta framlag Solows var mjög gagnlegt, því að það skerpti skilning hagfræðinga á því, að hagvöxtur ræðst á endanum af fólksfjölgun og tækniframfömm fyrst og fremst. Rfkisstjóm í hag- stjómarhugleiðingum getur þess vegna yfirleitt engu ráðið um hag- vöxt til lengdar, nema hún geti haft áhrif á fólksfjölgun og tækni- framfarir. Þessu höfðu menn ekki áttað sig á til fulls, fyrr en Solow kom til sögunnar. Solow hefur fengizt við ýmislegt annað gegnum tfðina. Upp á sfðkastið hefur hann til dæmis skrif- að merkar ritgerðir um áhrif kjarasamninga milli verklýðsfélaga engan veginn í samræmi við lög og reglur. Allt er illa aðskilið og ófullkomið. Innréttingar em að hluta til úr efnum, sem ekki er unnt að þrífa svo vel sé hvað þá að sótthreinsa, þegar ekki er einu sinni nóg heitt vatn. og vinnuveitenda á atvinnuleysi. Hann hefur líka fengizt við fiski- hagfræði, framleiðslufræði, ríkis-v Qármál og margt fleira. Vinsæll kennari Solow hefur líka verið áhrifamik- ill, virtur og vinsæll kennari við Tækniháskólann f Massachusetts (MIT) alla tfð. Hann er Iftillátur og leiftrandi skemmtilegur. Hann er háskólamaður fyrst og fremst. Hann hefur ekki verið umsvifamik- ill ráðgjafi rfkisstjóma, en hann hefur skrifað mikið um hagfræði og efnahagsmál handa almenningi. Segja má, að tvær kynslóðir hag- fræðinga vestan hafs og austan standi í mikilli þakkarskuld við Robert Solow, beint eða óbeint. Sjálfur er ég reyndar í sfðari hópn- um, því að það vom einmitt nemendur hans, sem kenndu mér hagfræði við Princeton háskóla f Bandaríkjunum á sinni tíð. Ég hef litið upp til hans, sfðan ég kynntist verkum hans fyret, og fagna því, að honum skuli hafa verið veitt þessi viðurkenning nú. Mér finnst það lfka vera fagnaðarefni, að verð- laun sem þessi skuli jrfírhöfuð vera veitt, því að þau draga athygli fólks að því, æskufólks ekki sízt, að það er hægt að leggja mikið af mörkum í fræðum og vísindum ekki síður en f listum, íþróttum og stjómmálum.“ Robert M. Solow, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði: Solow er einn áhrifamesti þjóðhagfræðingur samtímans - segir Þorvaldur Gylfason prófessor Er vigtin að angra þig? Er úthaldið lítið? Aerobic lóð, parið kr. 945,- Handlóð 1,5 kg.. parið kr. 850,- Handlóð 2,5 kg., parið kr. 1.150,- Handlóð 5 kg., parið kr. 1.650,- Ármúla 40, sími 35320 V-þýsk æfinga- tæki Aerobic æfingadýnur, kr. 1.930,- Þrekhjól ( miklu úrvall. Verð frá kr. 9.215,- stgr. Fjölnota æfingatæki; róður, auk alis konar annarra æfinga. Verð kr. 16.625,- stgr. Trimmsett, gormar, sippubönd o.fl. kr. 2.530,- Borðtennisborð, verð frá kr. 10.355,- stgr. Borðtenniskúlur Borðtennisspaöar Lóð 0,5 kg. til 20 kg. Stangir 35 cm og 160 cm. Lóðasett 50 kg. kr. 5.800,- Æfingastöövar Æfingabekkir * UJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.