Morgunblaðið - 22.10.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.10.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1987 39 Frumvarp um breytingu á húsnæðislánum: Heimilt að skerða lán til þeirra sem eiga miklar eignir Ætlað að koma í veg fyrir að húsnæðislánakerfið lendi í algerum ógöngum, segir félagsmálaráðherra Morgunblaðið/Þorkell Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra kynnir frumvarpið um breytingu á lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins á fundi með frétta- mönnum í gær. Til hægri er Lára Julíusdóttir, aðstoðarmaður ráðherrans. SAMKVÆMT nýju lagafrum- varpi um breytingu á lögum um Húsnæðisstofnun rikisins, sem Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra lagði fram á Alþingi í gær, verður Húsnæðis- málastjórn heimilt að skerða eða synja um lán ef umsækjandi á fyrir fleiri en eina íbúð, eða mikla ibúðareign, skuldlitla eða skuldlausa, samkvæmt nánari reglum sem ákvæði skulu sett um í reglugerð. Þá verður einnig heimilt að skerða eða syiya um lán ef fyrri ibúðareign umsækj- anda er skuldlítil og stærri en 180 fermetr&r, brúttó, að frá- dregnum bílskúr, og umsækjandi er að minnka við sig. Ef umsækj- andi er i hjónabandi eða óvigðri sambúð skal miða við íbúðareign beggja aðila. Að sögn félags- málaráðherra var samstaða um frumvarpið í rikisstjórninni, en fram hefur komið, að einstakir þingmenn í Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki hafa fyrirvara „ÉG hef ýmislegt við þetta frum- varp félagsmálaráðherra að athuga og meðal annars mót- mæli ég þvi að fólk sé svipt lifeyrissjóðsréttindum með þess- um hætti. Ég er heldur ekki sáttur við að það er vikið frá þeirri grundvallarreglu i fyrri lögum, sem kaupskyldan byggð- ist á hvað vexti áhrærir, en i frumvarpinu er gert ráð fyrir heimild til að ákveða mismun- andi vexti innan hvers lána- um tiltekin atriði í frumvarpinu. í frumvarpinu er ennfremur kveðið á um að umsælqendur, sem uppfylla skilyrði um lánveitingu, skuli innan þriggja mánaða frá því að umsókn var lögð fram fá svar um hvort þeir eigi rétt á láni og líklegan afgreiðslutíma láns. End- anleg svör um afgreiðslutíma láns og lánsupphæð berist eigi síðar en einu ári áður en fyrsti hluti láns kemur til afgreiðslu. Þá er einnig kveðið á um að úthlutun lána til þeirra, sem eru að byggja eða kaupa í fyrsta sinn svo og vegna lána til viðbygginga, endurbóta eða orku- spamaðar, skuli ganga fyrir úthlut- un lána til þeirra sem eiga íbúð fyrir, og skuli fyrmefnd lán af- greidd í sömu röð og umsóknir berast og eða íbúðir verða veð- hæfar. Þegar um er að ræða þá, sem eiga íbúð fyrir, er heimilt að láta flölskyldustærð og skuldlausan eignarhluta fyrri íbúða hafa áhrif á biðtíma eftir lánum til þeirra inn- byrðis þannig að þeir, sem verr em flokks,“ sagði Guðmundur H. Garðarsson alþingismaður í sam- tali við Morgunblaðið i gær um frumvarp félagsmálaráðherra um breytingu á lögum um Hús- næðisstofnun ríkisins. Þing- flokkur sjálf stæðismanna heimilaði fyrir sitt leyti fram- lagningu frumvarpsins ákveðn- um fyrirvörum og hefur lýst því yfir, að fulltrúar þingflokksins í félagsmálanefndum Alþingis muni beita sér fyrir breytingum settir að þessu leyti, gangi fyrir hinum. Gert er ráð fyrir að nánari reglur um þessi atriði verði settar í reglugerð. í 4. grein frumvarpsins er kveðið á um að ríkisstjóm sé heimilt að ákvarða mismunandi vexti innan hvers lánaflokks eða að endurgreiða vexti. Félagsmálaráðherra sagði á fundi með fréttamönnum, þar sem frumvarpið var kynnt, að í því fæl- ist ekki nein gjörbylting á hús- næðislánakerfínu enda ljóst að þær aðgerðir, sem nú væri gripið til, myndu einar sér ekki nægja til að koma jafnvægi á húsnæðiskerfíð. Þeim væri einungis ætlað að koma í veg fyrir að húsnæðislánakerfíð lenti í algjörum ógöngum. Megin- markmiðið með þessum breytingum væri að tryggja betur en nú er for- gang þeirra til lána, sem eru í brýnni þörf fyrir lánafyrirgreiðslu. Ennfremur væri markmiðið að draga úr þenslu á fasteignamark- aði, að takmarka sjálfvirkni í útlánum og draga úr fjárþörf hús- i samræmi við þá fyrirvara. Fyrirvarar þingflokks sjálfstæð- ismanna eru þeir að frumvarpið sé ekki í samræmi við veigamikil at- riði í samkomulagi aðila vinnumark- aðarins, sem skuldabréfakaup lífeyrissjóðanna byggist á. Reglur um lánveitingar úr Byggingasjóði ríkisins eigi að vera almennar og afdráttarlausar. Efasemdir séu um ákvæði frumvarpsins um mismun- andi vexti innan hvers lánaflokks. Á hinn bóginn sé óhjákvæmilegt næðiskerfísins og jafnframt að gera Ráðgjafarstöð Húsnæðisstofnunar kleift að gegna betur en hingað til því veigamikla hlutverki að láta umsækjendum í té leiðbeiningar og fara yfír kostnaðar- og greiðsluá- ætlanir með þeim áður en þeir ráðast í húsnæðiskaup til að reyna að forða greiðsluerfíðleikum. Jóhanna Sigurðardóttir sagði að í forsendum, sem nýju húsnæðislög- in byggðu á, hefði verið gert ráð fyrir 3.800 umsækjendum á ári fyrstu 2 árin. Á rúmu ári hefðu hins vegar borist um 10 þúsund umsóknir, en afgreiðsla þeirra að gera ráðstafanir til að treysta fjárhagsgrundvöll húsnæðiskerfís- ins og sé þingflokkurinn reiðubúinn að ræða leiðir til þess. Þá séu of rúm ákvæði í frumvarpinu um heimildir til setningar reglugerða þar sem lögin eigi að vera afdráttar- laus. Þingflokkur sjálfstæðismanna leggur hins vegar áherslu á, að við endurskoðun húsnæðiskerfísins, verði vel séð fyrir þörfum þeirra, sem ekki eiga íbúð fyrir. Þá hefur þingflokkur sjálfstæðismanna lýst sig reiðubúinn til viðræðna við fé- lagsmálaráðherra um húsnæðis- málin í heild nú þegar. mjmdi kosta um 15 milljarða króna, eða 10 milljörðum meira en ráð var fyrir gert. Ef á nýjan leik yrði opn- að fyrir lánaúthlutun að óbreyttum lögum myndi á örskömmum tíma verða uppurið 20 milljarða króna fjármagn sem nýlega var samið um við lífeyrissjóðina. Heimild um að hafna eða skerða lán til umsækj- enda sem ættu miklar skuldlausar eignir fyrir hefði því mikla þýðingu fyrir fjárhag Byggingarsjóðs ríkis- ins, en samkvæmt upplýsingum Húsnæðisstofnunar ættu um 8% umsækjenda stóra eign fyrir og væru að minnka við sig, eða ættu fyrir tvær íbúðir eða fleiri. Því mætti áætla að lánveiting til þessa hóps frá september 1986 til október 1987 kostuðu 1.1 til 1.2 milljarða króna. Það samsvaraði öllu ráðstöf- unarfé byggingasjóðs verkamanna til félagslegra íbúða á yfírstandandi ári, að sögn Jóhönnu. Ráðherrann benti á að með nýju húsnæðislögunum hafí risið mikil alda verðhækkana á fasteigna- markaði. Söluverð íbúða siðastliðin 20 ár hefði ekki, nema árið 1982, verið hærra en nú. Greiðslukjör á fasteignamarkaði hefðu verið verri og hækkun fasteignaverðs á milli áranna 1986 og 1987 stefndi í að verða sú mesta sem mælst hefði. Þetta hefði rýrt verðgildi lánanna mikið og lán sem hefðu dugað í fyrra fyrir útborgun á 4 herbergja íbúð á höfuðborgarsvæðinu, dygði nú einungis fyrir lítilli 3 herbergja íbúð. Að óbreyttu gæti því stefnt í enn meiri verðhækkanir á fas- teignamarkaði en þegar er orðið og sagði Jóhanna Sigurðardóttir að frumvarpinu væri meðal annars ætlað að spoma við þeirri þróun. Þingflokkur sjálfstæðismanna um frumvarp félagsmálaráðherra: Frumvarpið ekki í samræmi við veigamikil atríði í samkomulagi aðila vinnumarkaðaríns Fulltrúar flokksins í félagsmálanefndum munu beita sér fyrir breytingum á frumvarpinu Jóhann yann Short og er einn efstur Margeir Pétursson Jóhann Hjartarson vann mjög mikilvægan sigur á hinum fræga enska stórmeistara Nigel Short á stórmótinu i Belgrad í gær- kvöldi. Þar með tók Jóhann forystuna á mótinu, hann hefur hlotið þijá vinninga af fjórum mögulegum, en Jan Timman og Júgóslavinn Popovic eru næstir með tvo og hálfan vinning. Þetta er í annað sinn í röð sem Jóhann leggur Short að velli, því honum tókst einum keppenda að sigra hann á IBM-mótinu i Reykjavík i febrúar. Þá sigraði Short með yfirburðum og i sumar tókst honum eins og Jóhanni að vinna sér rétt til þátttöku á áskorenda- mótínu í Kanada i janúar. Önnur úrslit í fjórðu umferðinni urðu þau að Ivanovic vann Belj- avsky rpjög óvænt, Nikolic vann Maijanovic og Korchnoi vann Glig- oric. Jafntefli gerðu Timman og Ljubojevic, Salov og Popovic. Stað- Jóhann Hjartarson an á mótinu er nú þessi: 1. Jóhann Hjartíirson 3 v. 2. -3. Timman og Popovic 2V2 v. 4.-5. Beljavsky og Ivanovic 2 v. og ein ólokin skák. 6. Ljubojevic 2 v. 7. -8. Korchnoi og Salov IV2 v. og ein ólokin skák. 9-11. Short, Gligoric og Nikolic IV2 v. 12. Maijanovic V2V. í dag eiga flestir skákmannanna frí og ætluðu Jóhann og Leifur Jó- steinsson, aðstoðarmaður hans, að nota daginn til að skoða sig um í Belgrad, en fram að þessu hefur enginn tími verið til þess. Hins veg- ar munu þeir Korchnoi og Beljavsky tefla frestaða skák sína úr fyrstu umferð og Salov og Ivanovic ljúka biðskák sinni, en þar er Salov talinn eiga vinning vísan. í fímmtu umferðinni á morgun hefur Jóhann svart gegn Ivanovic. Sigurskák hans í dag gekk þannig fyrir sig: Hvítt: Jóhann Hjartarson ,Svart: Nigel Short Spánski leikurinn I. e4 — e5 2. Rf3 — Rc6 3. Bb5 - a6 4. Ba4 - Be7 5. 0-0 - b5 6. BbS - d6 7. cS - Rf6 8. Hel - 0-0 9. hS - Rd7 10. d4 - Bf6 II. BeS — Ra6 12. Bc2 - Rc4 13. Bcl - Bb7 14. bS - Rcb6 15. BeS — exd4 Þetta er betra en að leyfa hvíti að loka taflinu með 15. — He8?! 16. d5!, en þannig tefldi Petrosjan með svörtu í einni af einvígisskák- unum við Spassky 1969. 16. cxd4 - He8 17. Rbd2 - c5 18.Hcl - cxd4 19. Bxd4 - Hc8 20. Rfl - Re5 21. R8h2 - g6 22. Dd2 - h5 23. f4 - Rd7 24. RfS - Bxd4 25. Dxd4 - Df6 Línumar em nú nokkuð famar að skýrast. Short telur sig eiga góð færi í endatafli og býður upp á drottningakaup, en Jóhann vill tefla miðtafl og þreifar fyrir sér á kóngs- vængnum. 26. e5 - dxe5 27. fxe5 - De6 28. Rld2 - Dd5 29. Df4 - Dc5+ 30. Kh2 — Rd5 31. Dg3 — Db6 Hvítur er kominn með visst spil á kóngsvæng, en svarta staðan er traust. Með þessum leik var Short að veijast hótuninni 32. Bxg6. 32. Rg5 - Rf8 33. Rde4 - He7 34. Bbl - Hxcl 35. Hxcl 35. - Dd4? Þeir Jóhann og Short komust að þeirri niðurstöðu eftir skákina að svartur hefði átt að leika hér 35. — De3 og fá fram uppskipti á drottn- ingum. Nú vinnur hvítur hins vegar tíma í sókninni: 36. Rf3 - De3 37. Hdl! - Kg7? Hótanir hvíts eru skyndilega orðnar ipjög hættulegar og nú tap- ar Short skiptamun. Vegna hótun- arinnar 38. Hxd5 — Bxd6 39. Rf6+ átti hann tæplega völ á betri leik en 37. - Rh7. 38. Rd6 - Dc5 39. Rf5+ - Kg8 40. Rxe7+ - Dxe7 41. Rg5?! - h4 42. Dxh4 - ReS 43. Hgl - Dxe5+ 44. Dg3 - Dd4 Vegna ónákvæmni hvíts í 41. leik hefði svartur getað veitt hér töluverða mótstöðu með þvi að leika 44. — Rg4+ 45. hxg4 Dxg5, þótt tafíið hljóti að tapast um síðir. 45. Rf3 — De2 46. Hel - Rd5 47. Be4 — Da2 48. Re5 - Dd2 49. Df8 — f6 50. Hbl og Short gafst upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.