Morgunblaðið - 22.10.1987, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 22.10.1987, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1987 55 Þann 24. febrúar 1945 gengu þau í hjónaband, Helgi og Guðbjörg Guðbjartsdóttir, systir mín, yngsta bam hjónanna Guðbröndu Þor- bjargar Guðbrandsdóttur og Guðbjarts Kristjánssonar á Hjarð- arfelli í Hnappadalssýslu. Hófust þá kynni mín og minnar flölskyldu við Helga, sem héldust óslitið og aldrei féll skuggi á, þar til jrfir lauk. Við Guðbjörg vorum yngstar í bamahópnum á Hjarðarfelli og alla tíð mjög samrýmdar. Okkar góða samband rejmdist traust og varan- legt, þó að leiðir skildu. Helgi og Guðbjörg stofnuðu heimili í Reykja- vík, en ég giftist og fór að búa í sveitinni fyrir vestan. Það var mér alltaf tilhlökkunarefni að fá systur mína og mág með dætur sínar til sumardvalar um lehgri eða skemmri tíma, bömin okkar vora samrýmd og ferskleiki og gleði fylgdi fjöl- skyldunni. Þau hjónin eiga 4 dætur, taldar eftir aldursröð, Sigrún, Guðný, Þorbjörg og Áslaug. Þær systumar era allar vel gefnar og góðar konur og hafa allar lokið háskólaprófum. Þeim hefur öllum famast giftusamlega og verið tengdar foreldram sínum og heimili þeirra sterkum kærleiksböndum. Helgi var góður eiginmaður og faðir, dagsfarsprúður, með hressi- legt og sérlega aðlaðandi viðmót. Heimili þeirra hjóna var sannkallað fyrirmjmdarheimili. Reglusemi, þrifnaður og hófsemi vora ríkjándi þættir sem sköpuðu farsælt heimil- islíf. Milli þeirra hjóna ríkti gagn- kvæm virðing sem gaf lífi þeirra traust og farsæld. Helgi var sérlega bamgóður og eins og hann var mikill félagi og vinur dætra sinna fengu bömin þeirra að njóta gæða afa síns í óvenju ríkum mæli. Um- hyggja hans og veitandi lífsgleði átti greiða leið að hugum bama- bamanna. Ég veit að þessi góðu áhrif munu varðveitast í hugum þeirra og lýsa þeim fram á æviveg- inn. Við andlát Helga J. Halldórsson- ar, mágs míns, vakna margar kærar minningar. Ég á honum margt og mikið að þakka. Allt frá því að fund- um okkar bar fyrst saman og til hinstu stundar hefur hann verið mér og mínu fólki trúfastur vinur og velgjörðamaður. Við þessi leiðar- lok era mér þakkir efst í huga. Ég og bömin mín þökkum Helga vin- áttu og umhyggju. Dætram mínum var hann sérstaklega góður og nærgætinn, þegar þær oft og tíðum vora langdvölum á heimili þeirra hjóna, sem böm og unglingar. Þar dvaldi um tíma jmgri dóttir mín, sem móðir, með veik böm sín og naut þar þá sem endranær velvilja og fómfysi. Hún þakkar af alhug föðurlega umhyggju. Við hjónin kveðjum góðan vin með söknuð í huga og þökkum fyr- ir vináttu og órofa tryggð á liðnum áram. Ég og flölskylda mín vottum eftirlifandi eiginkonu, dætram og bömum þeirra innilega samúð. Minningin um ástkæran eigin- mann, föður og afa mun verða þeim ljós á ævivegi. Ragnheiður Guðbjartsdóttir, Akranesi. Þegar ég heyrði sagt frá láti fyrr- verandi kennara míns, Helga J. Halldórssonar, þá kom mér í hug stef úr Orðskv. Salomons 5:2, en þar stendur: „Af tungu hinna vitru drýpur þekking, en munnur heimskingjanna eys úr sér vitleysu." Og það þarf vart að taka fram, að Helgi tilhejrrði fyrri hópnum. Kynni okkar hófust haustið 1955 þegar ég hóf nám í farmannadeild Stýrimannaskólans ogþau vora ein- stæð, því enginn kennari hefur haft eins mikil áhrif á mig og Helgi. Vald hans á íslenskri tungu og öllu námsefninu var slfld, að ekki var hægt annað en læra hjá honum og læra mikið. Hann leiddi okkur gegn- um réttritun og skrift og opnaði okkur sýn inn í heim fagurfræði íslenskra bókmennta. Alls staðar var hann jafnvígur og það duldist engum sem á hann hlýddi — jafn- vel ekki skussunum — að Helgi var enginn meðalmaður. Margir tímar voru sambland af fyrirlestram, spumingum og sam- tölum. Og ég man það enn í dag þegar brandarar fuku, glaðværð og góð stemmning var í bekknum og enginn átti inni hjá Helga, því þar fór meistarinn með sitt MA-próf upp á vasann, sem svaraði ölium og leysti úr hverri spumingu með bros á vör og glettni í augum, gæfí spumingin tilefni til þess. Helgi var mjög kröfuharður en réttlátur og mestar kröfur gerði hann til sjálfs sín, en einnig til okk- ar. En vegna mannkosta hans og framkomu var ekki hægt annað en rejma að læra það sem hann setti okkur fyrir. En við voram víst margir sem mögluðum þegar hann hóf að kenna okkur bragfræði og töldum okkur hafa lítil not af henni. En Helgi hafði að sjálfsögðu svör við því og sagði okkur „að skip- stjómarmenn ættu að vera viðræðu- hæfir við alla menn og hafa á valdi sínu alla þætti íslenskrar tungu“. Slíkur var hann eins og ég man hann best. Drengskaparmaður og meistari meistaranna á sínu sviði. Um aðra þætti lífs hans mun ég ekki fjalla í þessari grein, þó ærin ástæða væri til þess, en það munu væntanlega aðrir gera. Hann unni sjónum og þó að sjóferðir hans jirðu ekki margar tel ég augljóst að þátt- ur hans er stór og ómetanlegur í þeirri uppbyggingu sem átt hefur sér stað í íslenskum sjávarútvegi á tuttugustu öldinni. í því sambandi má nefna öll þau orð og hugtök sjómannamálsins sem hann íslensk- aði. En hann gerði meira, þó það sé e.t.v. ekki öllum ljóst. Hann kenndi okkur að hugsa og meta og taka síðan sjálfstæðar ákvarðanir og það eitt hlýtur að vera stór þátt- ur í velgengni og farsæld nemenda sem nutu kennslu hans. Helgi er horfinn okkur sjónum, en minning góðs drengs lifir. Ást- kærri eiginkonu, dcetram, barna- bömum og öllum öðrum vensla- mönnum og vinum votta ég mina dýpstu samúð og tel við hæfi að enda þessar línur með versi úr sálmi sr. Valdimars Briem, en þar stend- ur Dagur líður, fagur, friður, flýtur tíðin í aldaskaut. Daggeislar hníga, stjömumar stíga stillt nú og milt upp á himinbraut. Streymir niður náð og friður, nú er búin öll dagsins þraut. Blessuð veri minning Helga J. Halldórssonar, sem gaf okkur öllum svo mikið af sjálfum sér. Sigurður Amgrímsson í dag er til moldar borinn aldavin- ur minn, Helgi J. Halldórsson. Hann fæddist á Kjalvararstöðum í Reyk-' holtsdal 17. nóvember 1915 og lést í Landakotsspítala 12. þ.m. úr ólæknandi sjúkdómi. Hann gekkst undir skurðaðgerð á sl. sumri og hugðum við vinir hans að aðgerðin hefði heppnast, en það fór á annan veg. Leiðir okkar Helga lágu fyrst saman haustið 1936, er við hófum nám í Menntaskóianum í Reykjavík, hann í 4. bekk máladeildar en ég í 1. bekk gagnfræðadeildar. Svo vildi til að ég þekkti mörg bekkjarsystk- ini Helga og átti eftir að kjmnast flestum þeirra. Ég kynntist Helga fyrst að ráði þegar ég hóf nám í háskólanum haustið 1942, og hafa kynni okkar haldist æ síðan, eða rúmlega 45 ár. Helgi tók mikinn þátt í félagslífi stúdenta á skólaárunum og var hrókur alls fagnaðar á góðra vina fundum, m.a. vegna skemmtana- hæfíieika sinna. Hann var ágætlega hagorður, lék á gítar og söng, ef svo bar undir. Auk þess var honum létt um að þýða bundið mál og óbundið úr Norðurlandamálunum og ensku. Ævistarf Helga frá 1945 var að kenna íslensku og ensku við Stýri- mannaskólann í Reykjavík. Kunn- ugir hafa sagt mér að kennsla hans hafi verið lifandi og skemmtileg og til þess fallin að rækta málsmekk nemenda og kenna þeim að koma fyrir sig orði, án þess að óþarfa málfræðistagl vekti með þeim þann alkunna kvilla, sem kallaður er námsleiði. Á sumrin var Helgi oft í brúar- vinnu, m.a. á Vestfjörðum og Barðaströnd, og síðar stundaði hann sjómennsku á síldveiðibátum. Hann skrifaði mér oft ágæt sendibréf um lífið í brúarvinnunni og á sjónum og fór þá einatt á kostum í mál og stíl. Ég hef hér fyrir framan mig bréf Helga, dagsett „um borð í Guðrúnu Þorkelsdóttur sumarið 1962, oftast á síldveiðum fyrir Austfjörðum, rit- að á rúllu úr dýptarmæli bátsins. Reyndist bréfið tæpir ellefu metrar á lengd. í bréfínu lýsir Helgi ýmsum spaugilegum atvikum. T.d. heyrðu þeir einu sinni síldarleitarmann vera að tala við kunningja í landi, og komst hann svo að orði að það hefði verið „svoleiðis dæmalaus andskot- ans veðurblíða" að undanfömu, að þeir hefðu „bara alls ekki getað farið í land í langan tíma". Já, sínum augum lítur hver á hafsilfrið, þeir sem leita þess fyrir fast kaup og hinir, sem eiga allt sitt undir afla- hlut og góðu veiðiveðri. Helgi er löngu þjóðkunnur fyrir frábæra útvarpsþætti sína um dag- legt mál. Þeir vora ekki aðeins fróðlegir, heldur svo skemmtilega fram settir, að þeir hlutu að festast í minni. Er ekki ofsagt, að Helgi hafí verið í fremstu röð þeirra, sem þessa þætti önnuðust. Þegar ég hugsa til liðna tímans, er af nógu að taka af ógleymanleg- um minningum, einkum á heimilum okkar begggja. Helgi átti mikiu láni að fagna í einkalífí sínu. Árið 1945, um það leyti sem hann lauk prófí, kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Guð- björgu Guðbjartsdóttur, sem ættuð er frá Hjarðarfelli í Miklaholts- hreppi í Hnappadalssýslu. Eignuð- ust þau fjórar dætur, hveija annarri myndarlegri og geðþekkari. Þó að Helgi væri félagslyndur og hrókur alls fagnaðar í vinahópi, leið honum hvergi betur en í faðmi flölskyldunnar. Eg var oft áheyr- andi að því, þegar hann las þjóðsög- ur, ævintýri, íslendingasögur og nútímabókmenntir fyrir dætumar, áður en þær lærðu sjálfar að lesa. Þetta var svipað og gert var á mínu bemskuheimili og sjmir mínir og sonardætur ólust upp við. Ég man vel þegar ég byijaði í bamaskóla, hvað mér fannst það mikil afturför að þurfa að lesa ann- að eins stagl og ragl og Litlu gulu hænuna. Þó vora til ágætir kennar- ar, sem lásu fyrir okkur og létu okkur lesa góðar bókmenntir. Hver sem kom á heimili Helga og Guðbjargar hlaut að taka eftir snyrtimennskunni og þeim menn- ingarbrag sem þar var á öllu. Þar leyndi sér ekki handbragð húsmóð- urinnar. Með áranum jókst samgangur milli heimila okkar Helga. Atvikin höguðu því svo að Þorbjörg, dóttir Helga og Baldur, sonur minn, urðu bekkjarsystkini í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Áslaug, jmgri systir Þorbjargar, var með þeim í söngkór Þorgerðar Ingólfsdóttur, Hamra- hlíðarkómum fræga. Þær vora margar gleðistundimar sem íjölskylda mín og ég áttum með þeim Guðbjörgu og Helgá og dætram þeirra, bæði í Vatnsholti og Karfavogi. Hér era færðar þakkir fyrir ógleymanlegar stundir. Blessuð sé minning Helga J. Halldórssonar. Sigurður Baldursson í dag verður til möldar borinn móðurbróðir minn, Helgi J. Hall- dórsson frá Kjalvararstöðum í Reykholtsdal. Erfitt er að sætta sig við fráfall hans eins og allra þeirra sem mikið hafa gefið öðram af lífi sínu. Helga minnist ég sem eins mesta velgjörðarmanns í mínu lífi. Hann varð mér ungum sú ímjmd manns er ég vildi verða þótt mér mistæk- ist margt í framkvæmd. Hann var tryggur vinur foreldra minna og fjölskyldu og var tfður gestur á heiiriili okkar, fyrst sem unglingur er við bjuggum á Kletti í Reykholtsdal og síðar á Heggstöð- um á námsáram sínum. Honum var jafnan fagnað enda viljugur að taka til hendi þegar með þurfti og miðl- aði okkur systkinunum af fróðleik sínum og ýmsum hæfileikum sem hann bjó jrfir. Hann vakti áhuga minn á íþróttum og líkamsrækt. Ég man eins og það hefði gerst í gær þegar hann eitt sinn var að rista torf fyrir neðan túnið. Þar tók hann mig í kennslustund* í höfuð- stökki og hætti ekki fyrr en full- komið var eftir margar ófagrar byltur. Ég minnist líka annars at- viks. Eitt sinn kom hann um jóla- leytið og hafði þá eignast gítar. Um kvöldið spilaði hann og söng fyrir okkur. Að því loknu bauð hann mér að rejma. Og það fór á sömu leið. Snemma nætur með stýrur í augum tókst mér að læra gripin sem til þurfti, þau sem ég nef notað síðan og ekki öðram bætt við. Þannig var hann þá og þannig var hann í raun allt sitt líf, viljugur að kenna öðram það sem hann hafði sjálfur numið. Þegar Helgi var um fermingu reis Héraðsskólinn í Reykholti af granni handan við ána. Þangað stóð hugur hans og þar hóf hann nám þótt síðar væri. Frásögn hans af dvöl sinni þar kveikti vonameista í bijósti mér um að ganga sama veg. Vonin varð að veraleika enda talaði Helgi máli mínu. Og enn kom hann við sögu. Vorið 1946 var fyrst hald- ið svokallað landspróf miðskóla. Við voram að mig minnir 20 sem geng- um til prófs í Reykholtsskóla og féllum öll. Orsakir vora ýmsar en verða ekki tíundaðar hér. Það vora þung spor er ég gekk á fund for- eldra minna og tilkjmnti þeim klökkum rómi þá niðurstöðu, en þau höfðu stutt mig dyggilega til náms- ins. Mér fannst öllu lokið því að landsprófið var lykillinn að frekara námi í 1. bekk menntaskóla eða Kennaraskóla íslands. En þá barst hjálpin. Helgi frændi minn hug- hreysti mig og sagði að ég gæti vel tekið inntökupróf i Kennaraskól- ann og það meira að segja í 2. bekk. Ég öðlaðist sjálfstraust á ný, fór að hans ráðum og tók prófíð um haustið. Og til að auðvelda mér að komast í skólann tóku þau Guð- björg mig í fóstur í nokkra mánuði. Á þeim tíma lærði ég m.a. að meta og virða íslenska tungu og íslenska menningu að verðleikum. Öllu þessu verð ég að segja frá nú að leiðarlokum vegna þess að ég þakkaði honum aldrei nógsam- lega í lifanda lífi allt það sem hann gaf mér ungum og æ síðan. Þegar ég færi þessi fátæklegu kveðjuorð í letur birtir af nýjum degi. Það birtir og í huga mér við að minnast þessa góða frænda míns. Þeirra var hamingjan er hans nutu. Blessuð sé minning hans og Guð blessi þig, Guðbjörg mín og ykkur dætumar Qórar. Sigurður Helgason Fast upp við gamla húsið á Kjal- vararstöðum stendur stórt tré. Svo langt aftur sem ég man hefur þetta tré verið þama og sett svip á um- hverfi þessa gamla húss. Þetta gamla hús var fullgert árið 1915, sama ár og Helgi fæddist en hann var 10. bam foreldra sinna, þeirra Halldórs Þórðarsonar frá Skáneyj- arkoti og Guðnýjar Þorsteinsdóttur frá Gróf. Á þessum áram þótti það ekki tiltökumál þótt bamafjöldi jnrði svona mikill þó á okkar tímum sé það fréttaefni ef böm verða svona mörg í sömu Qölskyldu. Foreldrar Helga hófu sinn bú- skap á Kjalvararstöðum árið 1894 og eignuðust sitt fyrsta bam ári síðar. Afi Helga, Þórður Halldórs- son, gerðist bóndi á Kjalvararstöð- um 1884 þannig að sama fjölskylda hefur búið þar í meira en 100 ár og býr þar enn. Ef hægt væri að færa tímann 100 ár aftur á bak er hætt við að okkur sem nú eram á besta aldri mjmdi bregða í brún, svo hröð hefur þróunin verið, skoð- að í sögulegu samhengi. Fram að þessum tíma hafði aðalbyggingar- efni landsmanna verið torf og gijót en nú hillti í breytta tíma. Steinhúsið á Kjalvararstöðum var rejmdar ekki það fyrsta en það telst samt vera með fyrstu stein- húsunum sem reist vora hér á landi og hægt er að taka sem dæmi um framsýni Halldórs, föður Helga, um breytta búskaparhætti. Halldór á Kjalvararstöðum mun einnig hafa verið einn af þeim fyrstu til að nýta hverahita til upphitunar íbúð- arhúsnæðis. Það er engin tilviljun að ég tala hér í upphafi um „hegginn", tréð fyrir sunnan gamla húsið á Kjalvar- arstöðum, en þannig vill til að mér er fullkunnugt um, að þetta tré bar Helgi Jósep ungur drengur sem lítinn ftjóanga frá Kópareykjum og niður að Kjalvararstöðum og gróð- ursetti þar sem það nú stendur. Kjalvararstaðaheimilið hefur ver- ið mannmargt á þessum áram, bömin mörg og þaraa ólst Helgi upp í glöðum systkinahópi. Ungmennafélagshrejrfíngin kom til sögunnar upp úr aldamótunum og var Ungmennafélag Reykdæla stofnað 1908. Helgi gekk í félagið þegar hann hafði aldur til og tók þátt í starfi þess meðan hann bjó í sveitinni. Á þessum fyrstu áram ungmennafélagsins var sá grannur lagður sem félagið síðan hefur starfað eftir og búið að sfðan. Fjnr- ir nokkram áram skráði Helgi sögu félagsins og vann þar mikið og þarft verk við varðveislu ómetan- legra heimilda til handa ókomnum kjmslóðum. Hugur Helga hefur staðið til mennta en eftir nám í Reykholts- skóla lá leið hans í Menntaskólann í Reykjavík og síðan í Háskólann þar sem hann lauk cand. mag.- prófi í íslenskum fræðum árið 1945. Síðan hefur aðalstarfsvettvangur verið kennsla en við Stýrimanna- skólann í Reykjavík starfaði hann um 40 ára skeið eá frá 1945 til 1985. Kennsluferli Helga ætla ég ekki að gera skil héma, þar era aðrir kunnugri en þó get ég fulfyrt að hann var farsæll kennari og vin- sæll og margir era þeir sjómenn sem hafa notið hafa leiðsagnar hans í gegnum tíðina. Helgi kvæntist árið 1945 Guð- björgu Guðbjartsdóttur frá Hjarðar- felli í Miklaholtshreppi og eignuðust þau fjórar dætur Sigrúnu, gifta Ara Amalds, búsett í Reykjavík; Guðnýju, búsetta í Danmörku; Þor- björgu, gifta Jörgen H. Jörgensen, búsett í Danmörku; og Áslaugu, gifta Nicholas J.G. Hall, búsett í Reykjavík. Bamabömin era orðin 7. Ef hægt er að segja um heimili að þau séu menningarheimili er það einmitt orðið sem hægt er að nota um heimili Heiga og Guðbjargar en þeir sem sóttu þau heim geta borið um að þar var lögð rækt við menningu, menntun og listir og fagurt mannlíf. Á síðari áram hefur Helgi orðið landsþekktur fyrir líflega þætti sína um daglegt mál í Ríkisútvarpinu. Ritstörf Helga vora margvísleg, allt frá framsömdu efni til þýðinga og á tímabili þýddi hann einnig mikið af leikritum fyrir Ríkisútvarp- ið og einu framsömdu ieikriti eftir hann man ég eftir sem útvarpið flutti. Nú þegar ég minnist Helga, föð- urbróður míns, fer ekki hjá því að hugurinn reiki aftur á bak í tfmann. Ég minnist ræktarsemi hans við aldraða foreldra meðan þeirra naut við, einnig bar hann grafreit for- eldra sinna í túninu á Kjalvararstöð- um fyrir bijósti og á þar mörg verkin. Á síðari áram hefur Helgi verið óþreytandi við að halda sambandi við jmgra fólkið í flölskyldunni og sjá til að tengslin rofnuðu ekki. Ég vil einnig geta systkina Helga, en þau era: Helga, f. 1895, Þórður, f. 1897, Guðríður, f. 1899, Ástríður, f. 1901, Þorgerður, f. 1903, Bjarni, f. 1905, Armann, f. 1908, Stein- unn, f. 1909, Aðalgeir, f. 1911 og síðastur Helgi, f. 1915. Nú eru að- eins eftirlifandi Guðríður og Aðalgeir. Að leiðarlokum er mér í huga þakklæti fyrir þann áhuga sem Helgi sýndi við að halda tengslum við okkur sem yngri eram og rækta þannig fjölskylduböndin. Helgi er nú horfinn af sviði en heggurinn sem hann gróðursetti sunnan við húsið þar sem hann fæddist kemur til með að standa enn um sinn. í hugann koma ljóðlínur úr kvæði Stephans G. Stephanssonar: „Bognar aldrei brotnar í bylnum stóra seinast“ Ég votta Guðbjörgu og fjölskyldu mína innilegustu samúð. Snorri Bjarnason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.