Morgunblaðið - 22.10.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.10.1987, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1987 Ljósmynd/BS Pönkrokk, pönkrokkblús og gáfumannapopp Ljósmynd/BS Ljósmynd/BS Blátt ófram Á mánudagskvöld hóldu fimm hljómsveitir og tvö Ijóð- skáld tónleika f veitingahús- inu Duus. Hljómsveitirnar voru Faðm- lag, Daisy Hill Puppy Farm, Mosi frændi, Bleiku bastarnir og Blátt áfram. Ljóðskáldin voru Baldur Kristinsson og ónefndur ungur maður sem reyndar neitaði því að hann væri Ijóðskáld, sagðist vera hugmyndaflug. Skáldin lásu sín Ijóð áður en hljómsveitirnar komu á svið og tókst þeim vel upp. Fyrsta hljómsveit á svið var Faðmlag sem lék pönkað rokk án söngs. Sveitin er einskonar útibú frá Rauðum flötum og sem slíkt ekki slæm. Þó á hún enn nokk- uð í land að verða hljómsveit; kannski er það og ekki ætlun- in. Næsta sveit var Daisy Hill Puppy Farm og nú betri en oft áður. Bassaieikarinn virtist ör- uggari en hann hefur áður verið af einhverjum orsökum, en gítarleikari og söngvari sveitarinnar verður æ betri. Þó er sem vanti herslumuninn á að sveitin verði nógu þétt. Kannski er þar um að kenna æfingaleysi. Látum vera með ensku textana, en þeir væru vart asnalegri á íslensku. Á eftir Daisy Hill kom Mosi frændi með sín „cover" lög, eða lög eftir aðra. Skemmtileg sveit sem lofar einkar góðu þó ekki hafi allt gengið sem skyldi þetta sinn. Útsetningar sumar Bleiku bastarnir Ljósmynd/BS Daisy Hill Puppy Farm voru vel til þess fallnar að hrista upp í popprómantíkinni. Bleiku bastarnir komu á svið á eftir Mosa frænda og voru greinilega í nokkuð öðrum gæðaflokki en þær sveitir sem á undan voru; vel þéttir og keyrslan mikil. Enn eru þeir þó helst til líflausir á sviðinu, nema söngvarinn sem lék á als oddi að vanda. Lokasveit kvöldsins var Blátt áfram. Þar hafa orðið mannabreytingar í seinni tíð, trommuleikari sveit- arinnar sem var lék á gítar þetta kvöld og á trommur var trommuleikari Rauðra flata. Hann bar enda af í hljóðfæra- leik og átti bassaleikari sveitar- innar einatt erfitt að fylgja honum eftir. Baldur Ljósmynd/BS Mosi frœndi Hugmyndaflug Ljósmynd/BS rokksíðan ARNI MATTHÍASSON Rokkkvöld íDuus Gildran á Duus SÍAastliAinn fimmtudag hélt hljómsveitin Gildran tónleika á Duus-húsi. í Gildrunni eru þeir Birgir Haraldsson, sem syngur og spilar á grtar, Þórhallur Árna- son, bassaleikari og Karl Tómas- son trymbill. Rokksfðan mœtti auAvitaA. Gildruna skipa greinilega vanir menn og þeir náðu mjög vel saman þetta fimmtudagskvöld. Tónlist þeirra telst til framsækins rokks sem stendur einhvers staðar á milli U2 og Led Zeppelin. Þó er tónlist Gildrunnar engin erlend samsuða. Hún er greinilega íslensk þrátt fyrir að ræturnar liggi út fyrir landsteinana. Og textarnir eru líka íslenskir. Þá semur laga- nemi að nafni Þórir Kristinsson. Á efnisskránni þetta kvöld voru bæði gömul og ný lög, en uppi- staðan var efni af plötunni Huldu- menn sem út kom fyrir skömmu. Fremst þeirra er Mærin sem hefur náð nokkrum vinsældum. En á efn- isskránni kenndi fleiri grasa. Þeir félagar tóku einnig blús ásamt Led Zeppelin-syrpu af mikilli vissu. Sem sagt prýðilegir tónleikar og er dapurlegt til þess að hugsa að þær íslensku rokkhljómsveitir sem eru að reyna að gera eitthvað njóti jafn lítillar aðstoðar útvarpsstöðv- anna og raun ber vitni. Svo ekki sé nú minnst á sjónvarpið! GT Gildran f Duus. Ljósmynd/GT Ljósmynd/BS Sykurmolarnir Sykurmolar meðal annars Af tónleikum verður nóg að gerast f kvöld og tvö næstu kvöld. Haldnir veröa þrannir tónlalkar á hverjum koma fram nftján hljómsveitlr eða söngvar- ar. Fyrstu tónleikarnir verða í kvöld, en þá vígja Sykurmolarnir Hart rokk kaffi í Kringlunni sem tónleikastað með sfnum fyrstu tónleikum eftir eftirminnilega Englandsför. Tónleikarnir í Hart rokk kaffi hefjast klukkan 22.30 og eftir frammistöðu Molanna á síðustu tónleikum þeirra ytra má búast viö feikna tónleikum. Annað kvöld, föstudagskvöld, heldur hafnfirska rokksveitin E-X tónleika í Bæjarbíói í Hafnarfirði með sveitunum Ný dönsk og Laglausir. E-X þarf vart að kynna, enda hefur sveitin víöa komið fram og víða leikið; með afbrigð- um þétt og vel rokkandi. Ný dönsk hefur cftur á móti ekki sést mikið síðan sveitin sigraði í hljómsveitakeppni í Húsafelli í sumar. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00. í Reiðhöllinni eru síðan tónleik- ar á laugardag, frá kl. 14 til 19, þar sem 15 hljómsveitir og söngvarar koma fram. Fram koma Valgeir Guðjónsson, Hörð- ur Torfason, Bjartmar Guðiaugs- son, Stuökompaníið, Gildran, Bjarni Tryggva og hljómsveit, Kvintett Rúnars Júlíussonar, Þrír á palli, Rauðir fletir, Da Da, Blátt áfram, Tibet tabú, Bláa bílskúrs- bandið, E-X og Súellen. Eins og áður sagði standa tónleikarnir í fimm tíma. Reiðhallartónleikarnir hafa yfirskriftina Rokkað til ör- yggis og eru skipulagðir í samvinnu við JC-hreyfinguna, sem liður í átaki tii að auka um- ferðaröryggi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.