Morgunblaðið - 22.10.1987, Síða 29

Morgunblaðið - 22.10.1987, Síða 29
r\ <-% MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1987 29 Norræna húsið: Sýning’ á verk- um Asgers Joms Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson Einar Rafn Haraldsson fráfarandi formaður og Sigurður Ananíasson sem var kjörinn formaður. Sjálfstæðisfélag Fljótsdalshérað: Signrður Ananíasson kjörinn formaður SÝNING á grafíkverkum eftir danska listamanninn Asger Jorn verður opnuð í sýningarsölum Norræna hússins laugardaginn 24. október klukkan 15. Hans Andreas Djurhuus, sendiherra Danmerkur, opnar sýninguna. Asger Jom (1914-1973) er einn kunnasti listamaður Norðurlanda og hefur hlotið margvíslegar al- þjóðlegar viðurkenningar. Hann var meðal annars einn helsti forvígis- maður Cobra-hópsins á árunum 1948-52 og 1953 stofnaði hann Mouvement pour un Bauhaus Imag- iniste. List hans einkennist af frásagnakenndum „abstrakt ex- pressionisma" með rætur í súrreal- isma og alþýðulist. Á sýningunni í Norræna húsinu eru 47 grafísk verk, unnin á tímabil- inu 1952-1972. Verkin em flest fengin að láni úr einkasafni B. Rosengrens, sem þrykkti grafísk verk Asgers Joms um langt árabil. Þá eru á sýningunni verk sem Jom gerði við Söguna af brauðinu dýra eftir Halldór Laxness, en þeir áttu samstarf um útgáfu þeirrar bókar á árinu 1972. í tiiefni sýningarinnar er gefín út vönduð sýningarskrá með ritgerð eftir Dahlmann Olsen um grafík Joms, en þeir voru nánir samstarfs- menn um langt árabil. Sýningin stendur til 15. nóvember. (Fréttatilkynning) Egilsstöðum. Á AÐALFUNDI Sjálfstæðisfélags Fljótsdalshéraðs sem haldinn var fyrir skömmu var Sigurður Anani- asson kjörinn formaður í stað Einars Rafns Haraldssonar sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. Aðrir í stjóm voru kjörin Jónína Einarsdóttir, Guðmundur Steingrtms- son, Bjöm Sveinsson og Jón Karlsson. Til vara Guttormur Þormar, Þráinn Jónsson og Gunnar Vignisson. - Björn Árekstrahrina á Suðurnesjum: 14 harðir árekstrar Keflavfk. ÁREKSTRAR hafa verið tíðir undanfama daga. Siðan fyrir helgi hafa orðið 14 harðir árekstr- ar í Keflavík og nágrenni. Eigna- tjón hefur verið mikið og í 5 tilfellum urðu einhver slys á fólki. Bílvelta varð í Kúgagerði á laugar- daginn og voru ökumaður og farþegi fluttir í Borgarspítalann. Á sunnudag varð harður árekstur á Víknavegi innan við Grænás og voru ökumaður og farþegi fluttir ( sjúkrahúsið í Keflavík. Á mánudag varð árekstur á Reykjanesbraut við Grænás og slas- aðist farþegi í árekstrinum. Hinir árekstrarir urðu innanbæjar, tveir á gatnamótum Hringbrautar og Flug- vallarvegar, en þar hafa umferðaró- höpp verið tíð. - BB Frá Homströndum. (Ljósm. E.P.) Fyrsta myiida- kvöld Úti- vistar í vetur FYRSTA myndakvöld ferðafé- lagsins Útivistar í vetur hefst klukkan 20.30 í kvöld í Fóst- bræðraheimilinu, Langholts- vegi 109. Dagskráin verður fjölbreytt og ber þar fyrst að nefna myndir teknar í sólstöðuferð Útivistar um ísafjarðardjúp, til Æðeyjar, á Snæfjallaströnd, Drangajökul og Strandir. Þá verður sýnt frá Hom- strandaferðum félagsins í sumar, einkum Homvíkurferð um versl- unarmannahelgina. Nokkrar myndir verða sýndar frá haustlita- og grillveisluferð Útivistar í Þórsmörk og Lars Björk, ljósmyndari, sýnir myndir úr safni sínu en myndir hans hafa birst á mörgum dagatölum og póstkortum undanfarin ár. Öllum er heimill aðgangur á myndakvöld- in, meðan húsrými leyfír, en þau em ágæt leið til að kynnast Uti- vist, segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Trúnaðarbréf afhent konungi Svíþjóðar HINN 15. október afhenti Þórður Einarsson, sendiherra, Carl XVI. Gústaf, konungi Svíþjóðar, trúnað- arbréf sitt sem sendiherra íslands í Svíþjóð. Fróóleikur og skemmtun fyrirháa semlága! BORÐSTOFUBORÐ úr gleri og krómi. STÓLAR úr krómi með setu og baki úr leðri. HILLUSAMSTÆÐUR Uppistöður: Króm, svart eða hvítt. Hillur: Svartar, hvítar, beyki eða gler. Nýtt! Nú fáanlegar með ýmsum gerðum af skápum. BÚSTOFÍL Smiöjuvegi 6, Kópavogi símar 45670 — 44544. HÖ’H 1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.