Morgunblaðið - 22.10.1987, Page 45

Morgunblaðið - 22.10.1987, Page 45
Heimsmeistaramótið í brids MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1987 45 V* Bretamir að bursta Svía Bandaríkjamenn öruggir gegn Taiwan BRETAR höfðu 61 stiga forustu gegn Evrópumeisturum Svia þegar 32 spil voru eftir af 160 spila undanúrslitaleik þessara þjóða á heimsmeistaramótinu í brids. Bandaríkja- menn höfðu 110 stiga forustu gegn Taiwan í hinum undanúrslitaleiknum. I kvennaflokki vann B-sveit Banda- ríkjanna A-sveitina í 128 spil unnu ítali í hinum leiknum. Bretamir tóku strax forustu í leiknum við Svía enda voru þeir orðnir vel heitir eftir viku undan- keppni. Bilið jókst jafnt og þétt og að 96 spilum loknum var munurinn orðinn 82 stig. Svíamir náðu þó aðeins að klóra í bakkann og staðan eftir 128 spil var 292 gegn 231. Bretar eiga síðan inni kæru sem gæti bætt 10 stigum við inneign þeirra. Svíamir ungu, Fallenius og Lindqvist lentu í slysi þegar þeir misskyldu sagnir hvors annars og það kostaði Svíana 2800 punkta í einu spili. Þetta bendir til að Svíam- ir hafí verið óstyrkir í sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Þess er getið í undanúrshtaleik og Frakkar Reutersfrétt að Bretinn Tony Forr- ester hafí spilað öll spilin í undanúr- slitaleiknum, þrátt fyrir litla hvíld vikuna áður. Bandaríkjamenn spiluðu mjög vel og yfírvegað gegn Taiwan, með tveimur undantekningum. Besta bandaríska parið, Martel og Stans- by, renndi sér í alslemmu í einu spilinu og andstæðingur tók fyrsta slaginn á ás, og sfðan fór einn bandaríski spilarinn 3 niður á 3 gröndum sem unnust við hitt borð- ið. Þrátt fyrir þetta var staðan 323-213 Bandarílqunum í vil. Undanúrslitaleikjunum lauk í nótt en mótinu lýkur á laugardag. Morgunblaðið/Amór Sigurvegaramir í Butler-tvímenningnum Karl Hermannsson og Ein- ar Jónsson. Brlds Arnór Ragnarsson Bridsfélag Suðurnesja Karl Hermannsson og Einar Jónsson sigruðu í fjögurra kvölda, 19 umferða Butler-tvímenningi sem lauk sl. mánudag. Þeir byijuðu mjög vel í mótinu og áttu sigurinn nokkuð vísan fyrir síðasta kvöldið. Jóhannes Sigurðsson og Gísli Torfa- son urðu í öðru sæti og Amór Ragnarsson og Sigurhans Sigur- hansson í þriðja sæti. Lokastaðan: Einar — Karl 344 Jóhannes — Gísli 319 Sigurhans — Amór 318 Þórður Kristjánsson — BjömBlöndal 312 Sigríður Eyjólfsdóttir — Grethe íversen 301 Hafsteinn Ögmundsson — Guðmundur Einarsson 293 Haraldur — Gunnar 292 Heimir — Pétur 290 Gestur — Sigurður 290 Jóhannes — Heiðar 285 Skafti — Kristinn 285 Landstvimenningurinn verður spilaður nk. fimmtudag í Fjöl- brautaskólanum og hefst kl. 20. Næsta mót BS verður sveita- keppni svokallað JGP-mót. Spilaðir verða tveir 16 spila leikir á kvöldi. Spilað er í Golfskálanum í Leiru á mánudögum kl. 20. Dræm þátttaka í Landsbikarkeppni Afar léleg þátttaka var hjá Reykjavíkurfélögunum þremur, sem spila $ Sigtúni, í Landsbikar- keppninni í tvfmenningi. Aðeins var spilað í einum riðli. Urslit urðu: Stig: Aldís Schram — Soffía Theodórsdóttir 133 Björg Pétursdóttir — Laufey Ingólfsdóttir 120 Júlíana Isebam — Margrét Margeirsdóttir 116 Daði Bjömsson — Guðjón Bragason 112 Bjöm Amórsson — Kristinn Óskarsson 111 Það er ljóst að þetta keppnisform höfðar ekki til Reykjavíkurspilara og því spuming hvort ekki ætti að breyta keppnisformi þannig, að keppni sem þessi væri eins konar úrtökukeppni og 16 efstu pörin (eða svipuð tala) spiluðu síðan til úrslita innbyrðis, samankomin á einum stað. Það yrði fróðleg keppni. Bridsfélag' kvenna Að loknum þremur kvöldum í aðaltvímenningskeppni félagsins (36 pör) er staða efstu para þessi: Stíg: Ingibjörg Halldórsdóttir — Sigríður Pálsdóttir 285 Steinunn Snorradóttir — Þorgerður Þórarinsdóttir 272 Esther Jakobsdóttir — ValgerðurKristjónsdóttir 247 Júlíana Isebam — Margrét Margeirsdóttir 221 Halla Bergþórsdóttir — Kristjana Steingrímsdóttir 215 Gunnþómnn Erlingsdóttir — Ingunn Bemburg 213 Louisa Þórðarson — Sigríður Ólafsdóttir 199 Svafa Ásgeirsdóttir — Kristín Karlsdóttir 188 PILUKAST Pílur 3 stk. Verð frá kr. 198,- Allt til pílukasts fyrir byrjendur jafnt sem keppendur Pílusett 3 pílur og skífa. Verð frá kr. 490,- Skotskífur. Verð frá kr. 675,- Öryggispílusett. Verð frá kr. 630,- Dartskápar Dartfjaðrir Dartsköft Ármúla 40. Síml 35320. ★ Sendum í póstkröfu. ★ Kredltkortaþjónusta =444R IILSIM HOTEL MR Nú bjóðum við á HÓTEL ÖRK fimm daga hressingardvöl, frá sunnudegi til föstudags. Á HÓTEL ÖRK getur þú horfið frá annríki hversdagsins, slakað á og komið nýr og betri maður til starfa á eftir. VILTU HVÍLAÞIG OG HRESSA UPPÁ LÍKAMA OG SÁL. í nágrenni Hótel Arkar eru mjög gönguleiðir og Við bjóðum upp á læknisskoðun, sjúkraþjálfun, leikfimi með þjálfara, nudd, ljós, leirböð og margt fleira. Á Hótel Örk er ein besta að- staða til hvíldar og hressingar á landinu. Þú lætur stjana við þig í fimm heila daga og ert eins og nýsleginn túskild- ingur á eftir, til- búinn í hvað sem er. Verð frá kr. 12.250,- (miðað við tveggja manna herbergi) Innifalió í verði Morgunverður og hódegisveröur Lœknisskoöun Þolmœling Sjúkraþjálfun Nudd Leirböö og víxlböö Leikfimi, Ljós, Sund og heitir pottor Snyrtimeöferö Sauna Pantanir og nánari uppl. f slma 99-4700 ÆiHÓTEL ^ ODK Breiðumörk Hverageröi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.