Morgunblaðið - 22.10.1987, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 22.10.1987, Blaðsíða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1987 Dýralæknar gagnrýndir á Alþingi: Frumvarp til laga um slátrun sauðfjár á Bíldudal Þingmaður krefst þess að frumvarpið sé tekið út af dagskrá Guðrún Helgadóttir (Abl/ Rvk) kvaddi sér hljóðs um þingsköp í neðri deild Alþingis í gær. Gerði hún að umræðuefni frumvarp átta þingmanna úr sex þingflokkum um leyfi til slátrunar i sláturhúsi á Bíldud- al, þrátt fyrir gagnstæða af- stöðu viðkomandi dýralækna. Fór hún fram á það að frum- varpið væri tekið út af dagskrá og þess freistað að ná samkomu- lagi um málið eftir öðrum leiðum. Jón Helgason, landbúnaðar- ráðherra, sagði í umræðu um málið, að Arnfirðingum stæði til boða að slátra fé sinu á Pat- reksfírði með venjulegum til- kostnaði. Guðrún Helgadóttir sagði orð- rétt: „FVumvarpið er ekki samboðið hinu náa Alþingi. Ég vil því fara þess á !eit við virðulegan forseta að frumvarpið verði tekið út af dagskrá að sinni og það kannað, hvort það samræmist lögum um þingsköp og hefðum hins háa Al- þingis um lagasetningu. Æskilegt er á meðan á þeirri athugun stend- ur að reynt verði að leysa þann ágreining vestur á fjörðum, sem nú er uppi, á annan hátt en með lagasetningu ...“. Frumvarpsgreinin er svohljóð- andi: „Sláturfélagi Amfirðinga, Bíldudal, er heimil slátrun í slátur- húsi slnu árið 1987. Landbúnaðar- ráðherra skipar hæfan mann til að annast heilbrigðisskoðun og merkingu á kjöti ef dýralækir fæst ekki til starfsins". Greinargerð: „A fundi í samein- uðu þingi í dag, 20. október, kom fram að landbúnaðarráðherra taldi sig skorta heimild til að veita Slát- urfélagi Amfírðinga sláturleyfi. Úr þessu er rétt að bæta með því að Alþingi samþykki lög um leyfi- sveitinguna. Fyrir liggja upplýs- ingar um ástand sláturhússins og þær endurbætur sem þar hafa ver- ið gerðar". Flutningsmenn frumvarpsins em: Matthías Bjamason, Pálmi Jónsson, Pétur Bjamason, Sig- hvatur Björgvinsson, Albert Guðmundsson, Hjörleifur Gutt- ormsson, Óli Þ. Guðbjartsson og Eggert Haukdal. Guðrún Helgadóttir sagði m.a. að lagasetning sem þessi til þess að leysa ágreining milli ráðherra og embættismanna næði ekki nok- kurri átti, ekki sízt vegna fordæm- is. Og hvað er „hæfur maður" samkvæmt frumvarpsgreininni, spurði hún. Það er ekki skilgreint í greinargerð. Matthías Bjarnason (S/Vf) sagði allar leiðir hafa verið reyndar til að leysa umrætt mál. Fmmvarp það, sem hér væri flutt, væri neyð- arúrræði, til að rétta hlut Amfirð- inga. Þingmaðurinn las upp greinargerðir um búnað og aðstöðu í nokkmm sláturhúsum, sem feng- ið hafi undanþágu til slátmnar, þrátt fyrir það að þau væm verr í stakk búin til þeirrar starfsemi en sláturhúsið á Bfldudal, að dómi flutningsmanna frumvarpsins. Matthías taldi ástæðu til að fram færi rannsókn á því, hvem veg væri að þessum undanþágum stað- ið. Þigmaðurinn staðhæfði að frumvarpið væri í hvívetna í sam- ræmi við þingsköp og þinghefðir. Það væri flutt eftir að aðrar leiðir til að ná fram sanngjömum mála- lyktum hafí verið þrautreyndar. Jón Helgason landbúnaðar- ráðherra las skeyti frá Sláturfé- lagi Amfirðinga þar sem vísað væri til meints ofríkis yfírdýra- læknis og þess beiðst að Amfirð- ingum væri útveguð aðstaða til slátmnar. Framleiðsluráð hafí svarað þessu skeyti í morgun. Am- fírðingum stæði til boða að slátra fé sínu á eigin vegum í Sláturhúsi Patreksijarðar með venjulegum kostnaðarkvöðum. Ráðherra varaði við afleiðingum þess fyrir sölumöguleika sauðfjár- afurða erlendis ef Alþingi setti lög sem túlka mætti á þá lund að þau svömðu ekki kröfum um eftirlit matvæla í viðkomandi markaðs- löndum. Eggert Haukdal (S/Sl) sagði m.a. um þetta mál í þingræðu: „Er æskilegt að maður fari með ráð- herravald sem ekki þorir að taka á og beita því í þágu réttlætisins, heldur hengir sig í lagakróka? Er ekki eðlilegt að fólkið vilji halda í atvinnu í byggðarlögunum en ekki flylja hana í burtu? Þarf ekki á að halda eðlilegri samkeppni í slátmn? Þurfa ekki risamir sem framkvæma mest af sauðflárslátr- un á íslandi að hafa smá sam- keppni? Þola þeir ekki að sú tiltölulega litla slátmn sem fram fer utan þeirra vébanda eigi sér stað? Hún er þó til góða fyrir alla bændur landsins." Ámi Gunnarsson (A/Ne) sagði að þetta mál ætti að leysa án laga- setningar. Störf dýralækna væm vissulega umdeild. Lagasetning af þessu tagi væri þó varhugaverð fordæmisins vegna. Fréttir um lagasetningu af þessu tagi í erlend- um flölmiðlum kunni og að hafa neikvæð áhrif á sölumöguleika bæði fisks og kjöts erlendis, þvf Ólafur Hannibalsson fyrrum bóndi í Selárdal og formaður Sláturfélags Amfirðinga fylg- ist & Alþingi í gær með umræðum um frumvarp til laga um sláturleyfi fyrir Amfirð- inga þær gætu leitt til tortryggni gagn- vart matvælaeftirliti hér á landi. Hann vildi og fá umsögn Neyten- dasamtaka um málið. Fleiri þingmenn tóku til máls, þó ekki verði frekar rakið að sinni. Umræðu var ekki lokið er þing- flokkafundir hófust klukkan Qögur í gær. Þær héldu síðan áfram klukkan sex síðdegis. Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra: Stefna íslendinga að hér verði ekki stað- sett kjamorkuvopn Ekki gerður greinarmunur á friðar- og ófriðartímum Á FUNDI sameinaðs þings á þriðjudag beindi Hjörleifur Gutt- ormsson (Abl.-Al.) fyrirspura til utanrikisráðherra um kjam- orkuvopn á íslandi. Hér á eftir birtist svar utanríkisráðherra i heild og umræður í kjölfar þess. Hjörleifur Guttormsson (Abl,- Al.) bar fram eftirfarandi fyrirspum til utanríkisráðherra: „Er utanríkis- ráðherra reiðubúinn að staðfesta þau ummæli sín í Ríkisútvarpinu (sjónvarpi) 13. júnf sl. að ályktun Alþingis um afvopnunarmál frá 21. gy maí 1985, þess efnis að á íslandi verði ekki kjamorkuvopn, nái til „bæði friðar- og ófriðartíma“?“ Steingrfmur Hermannsson, ut- anríkisráðherra, svaraði fyrir- spuminni á eftirfarandi hátt: „Ég er að sjálfsögðu tilbúinn að stað- festa þessi orð. En það er rétt að ég færi að því nokkur rök. Þetta er margyfírlýst stefna okkar íslendinga, að hér á landi verði ekki staðsett kjamorkuvopn, það hafa Qölmargar rfkisstjómir gert. Reynd- ar höfum við tekið fram sem svar við fyrirspum eriendis frá að við ákveðum sjálfir hvaða vopn verða hér staðsett. Það gerði Hermann Jónasson í svari við bréfi frá leið- toga Sovétríkjanna, Bulganin, á sínum tíma. Ég vek einnig athygli á því að í þál. þeirri, sem samþykkt var á Alþingi 25. maí 1985, segÍK „Um leið og Alþingi _ áréttar þá stefnu íslendinga að á íslandi verði " ekki staðsett kjamorkuvopn, hvetur það ...“ Þar er enginn fyrirvari. Þar segir aðeins að ítrekuð sé sú fyrri stefna að hér verði ekki kjam- orkuvopn. Ég vek einnig athygli á því að skýrt er tekið fram að það vamarlið sem er hér er til eftirlits og vamar en ekki til árása. Þetta kemur greinilega fram í samningum okkar við Atlantshafsbandalagið og Bandaríkjamenn. Svo raunar er óþarft að hafa um þetta fleiri orð Ég get út af fyrir sig viðurkennt, að komið hefur fram, að komi til ófriðar þá er vitanlega þeirri ríkis- stjóm og því Alþingi sem þá situr í lófa lagt að breyta þessu ef það óskar að gera það. Mér þykir þó rétt að upplýsa til fróðleiks að í þeim samþykktum sem gerðar hafa verið hjá nágrönnum okkar, t.d. Dönum og Norðmönnum, er yfírleitt tekið fram að þessi ákvörðun eigi við friðartíma. í norskum þingtíðindum eða Utredn- inger eins og þar er kallað og skýringum á þeirra öiyggismálum þar sem skýrt er tekið fram að kjamorkuvopn verði ekki á norskri grund á friðartímum. Við höfum fellt þetta orð niður og ég hef hvergi fundið það í yfírlýsingum okkar Is- lendinga. Þess vegna skal ég ekki lengja þetta mál. Ég staðfesti það sem ég hef áður sagt að mér sýnist að allar gerðir, öll orð, allt sem frá okkur hefur komið sé afdráttarlaust og geri þar engan greinarmun á friðar- eða ófriðartímum. Söguleg yfirlýsing Hjörleifur Guttormsson gerði eftirfarandi athugasemd við svar utanríkisráðherra: „Ég þakka hæstv. utanrrh. fyrir svör hans og ótvíræða yfírlýsingu þess efnis að á íslandi verði ekki staðsett kjama- vopn, hvorki á friðar- né ófriðartím- um. Þetta er hin mikilsvirðasta yfírlýsing af hálfu hæstv. ráðherra Bjórfrumvarp — flutningsmenn úr þremur þingflokkum Fundir vóm i báðum þing- deildum í gær. í efri deild var rætt frumvarp þingmanna Al- þýðubandalags um tekjuskatt og eignaskatt. I neðri deild mælti Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra fyrir frumvarpi um að færa Útflutningsráð íslands frá viðskiptaráðuneyti til utanríkis- ráðuneytis, Ragnar Arnalds (Abl/NI.v) fyrir fmmvarpi um framhaldsskóla og Matthías Bjaraason (S/Vf) fyrir frum- varpi um leyfi tíl slátrunar sauðfjár á Bíldudal. Það bar og til tíðinda á Alþingi í gær að fram var lagt frumvarp sem felur í sér heimildir til innflutnings, fram- leiðslu og sölu áfengs öls. sem tekur af tvímæli um stefnu hans og væntanlega stefnu ríkis- stjómarinnar í heild þá varðandi þetta efni. Hún þýðir auðvitað í reynd að þeim aðilum sem hafa kjamorkuvopn undir höndum á veg- um Atlantshafsbandalagsins, svo ekki sé nú talað um gagnaðilann, er samkvæmt vilja íslenskra stjóm- valda óheimilt að gera áætlanir um, að móta sínar hemaðaráætlanir í þá veru, að flytja kjamavopn til Islands. Það sem máli skiptir er auðvitað að áætlanir, hemaðaráætl- animar séu ekki við það miðaðar vegna þess að viðkomandi ríki hefur tekið af öll tvímæli um að það muni ekki heimila flutning kjama- vopna til landsins þó að um ófrið- artíma sé að ræða. Ég tel að það sé I rauninni sögu- leg yfirlýsing sem hér hefur fallið því að eins og ég rakti áðan þá voru vöflur, svo ekki sé meira sagt, í tíð hv. fyrrv. ríkisstjómar og þeirra ráðherra, sem fóm þá með utanrík- ismál, varðandi þessi efni.“ Stefna Alþingis áréttuð Eyjólfur Konráð Jónsson (S.- Rvk.), formaður utanríkismála- Nýtt bjórfrumvarp Fjórir þingmenn, Jón Magnússon og Geir H. Haarde úr Sjálfstæðis- flokki, Guðrún Helgadóttir úr Alþýðubandalagi og Ingi Bjöm Al- bertsson úr Borgaraflokki, hafa lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingu á áfengislögum, sem fel- ur I sér heimild til innflutnings, framleiðslu og sölu áfengs bjórs hér á landi. Frumvarpinu fylgir ítarleg greinargerð. Samkvæmt greinargerð flutn- ingsmanna er tilgangur þeirra að draga úr neyzlu sterkari áfengis- tegunda, breyta drykkjusiðum þjóðarinnar til hins betra, afla ríkis- sjóði tekna, styrkja framleiðsluiðn- að á öli og gosdrykkjum og samræma áfengislöggjöfína. Undanþáguleið lokað Guðmundur G. Þórarinsson (F/ Rvk) flytur frumvarp um breytingu á lögum um söluskatt. Frumvarpið nefndar, tók einnig til máls vegna svars utanríkisráðherra og athuga- semdar Hjörleifs Guttormssonar:,, Ég vil aðeins geta þess, eins og hér kom raunar fram, að í þessu efni, sem hér er til umræðu um kjam- orkuvopnaleysi íslands, var engin stefnubreyting í ályktuninni frá 23.maí 1985. Þar sagði einungis það sem allir hafa hingað til sagt að ísland sé og verði kjamorku- vopnalaust land. Auðvitað er enginn að afsala neinu fullveldi í því efni. Stjómvöld taka að sjálfsögðu á hveijum tíma afstöðu til þess ástands sem í heiminum býr. Og hitt liggur náttúrlega í augum uppi að ef til kjamorkustyijaldar kæmi þá ráðum við engu um eitt eða neitt í meðhöndlun þeirra vopna. Við höldum okkar fullveldi. Það er engin stefnubreyting, engin stórtíð- indi í einu eða neinu sem héma hefur gerst, það er aðeins áréttuð sú stefna sem við alltaf höfum fylgt I þessari ályktun og það gerði hæstv. utanrrh. hér líka og ég er sammála honum en innilega ósam- mála skýringum hv. þm. Hjörleifs Guttormssonar." gerir ráð fyrir að niður falli 1. málsgrein 20. greinar laganna, svo- hljóðandi: „Ef sérstakar ástæður em fyrir hendi getur §ármálaráð- herra ákveðið að undanþiggja söluskatti tilteknar tegundir vöm- sölu, vinnu eða þjónustu umfram það, sem undanþegið er í 6. og 7. grein.“ Stjórnarfrumvarp um framhaldsskóla Margir þingmenn tóku til máls er frumvarp Ragnars Amalds um framhaldsskóla kom þar á dagskrá. Birgir ísleifur Gunnarsson, mennta- málaráðherra, minnti á fmmvarp forvera síns, Sverris Hermannsson- ar, um þetta efni, seint á síðasta þingi. Fmmvarpið hafí verið sent fjölmörgum umsagnaraðilum. Það væri nú í endurskoðun í ráðuneytinu með hliðsjón af umsögnum. FVum- varpið, eitthvað breytt, yrði síðan lagt fram á Alþingi fyrir áramót. Stuttar þingfréttir:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.