Morgunblaðið - 07.11.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.11.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987 VTTAVÖRÐUR Á STÓRHÖFÐA Smiður, bóndi og smáskammtalæknir eftir Aðalstein Jóhannsson Frá uppvexti mínum í Vest- mannaeyjum minnist ég margra góðra manna, sem settu svip á lífið í því afmarkaða og fremur fámenna samfélagi. Mig langar til að gera einum þeirra nokkur skil í þessu greinarkomi, vitaverðinum á Stór- höfða, Jónathan Jónssyni. Ég kynntist honum nokkuð persónu- lega og vík aðeins að því síðar. Jónathan var elztur fjögurra bræðra, sem komust til vits og þroska, sona hjónanna á Fossi í Mýrdal, Jóns Einarssonar og Guðnýjar Jónsdóttur, sem vora bæði fædd á þriðja áratug liðinnar aldar. Næstelzti bróðirinn, Jón, varð ekki langlífur, dó ókvæntur innan við þrítugt, en hinir tveir urðu landskunnir menn. Hinn eldri þeirra var Einar málarameistari og list- málari, en yngstur þeirra bræðra var Hjalti skipstjóri og konsúll (Eld- eyjar-Hjalti). Jónathan fæddist í Neðra-Dal í Mýrdal 3. okt. 1857. Hann ólst upp í foreldrahúsum fram að tvítugu, er hann fór til Hafnarfjarðar að læra smíðar. Smíðaði hann síðan sveinsstykki og tók sveinspróf i húsgagnasmíði. Eftir það fór hann aftur heim, og um það leyti andað- ist faðir hans, sem var vel metinn smáskammtalæknir. í Sögu Eldeyj- ar-Hjalta, sem Guðmundur G. Hagalín skráði eftir honum, segir þar um á þessa leið: „Á útmánuðum 1880 gekk í Mýrdal mjög skæð lungnabólga. Eiríkur Sverrisson bóndi á Mið- Fossi tók veikina. Það var leitað til Jóns og kom hann svo til Eiríks á hveijum degi. Eitt sinn, þegar Jón bóndi var að koma frá Mið-Fossi, hljóp Hjalti á móti honum (hann var þá á 11. ári /A.J.). En þegar á milli þeirra vora aðeins orðin nokkur fótmál, nam Hjalti skyndilega staðar. Hann varð allt í einu hræddur við föður sinn. Hann vék sér við, þaut upp fyrir bæ og lagðist þar við svokall- aða gjóstu, en þannig nefndu Mýrdælingar loftgat það, sem ávallt var haft á eldhúsveggjum inn í hlóð- imar, til þess að auka í þeim gust. Hjalti hágrét, og hann skalf af ekka. Hann reyndi að stilla grátinn og hugsaði með sér: Þetta er ljóta vitleysan í þér, Hjalti. Þú hefir enga ástæðu til að gráta, og ekki er nú þetta sérlega karlmannlegt. En svo mikill ótti og óhugnaður hafði gripið hann, að engar fortölur skynseminnar dugðu. Þegar hann hafði svo legið þama æðistund við gjóstuha kom Jóna- than bróðir hans að honum, en Jónathan var Hjalta beztur og ná- kvæmastur allra manna, skyldra og óskyldra. — Hvað gengur að þér, Hjalti minn? Pabbi sagði, þegar hann kom inn, að þú hefðir komið þjótandi á móti sér, en svo allt í einu snúið við og stokkið upp fyrir bæ, eins og einhver ótti hefði gripið þig. — Ég... ég varð hræddur við hann... hann pabba! svaraði Hjalti, því að Jónathan gat hann trúað fyrir hveiju sem var, jafnvel því, sem hann fyrirvarð sig fyrir. — Hræddur við hann pabba þinn! Hefurðu þá nokkuð gert af þér? — Nehei. — Hvaða vitleysa er þá þetta í þér, auminginn minn? Hættu nú að gráta og komdu með mér inn. — Mér sýndist hann eitthvað svo undarlegur, hann pabbi... ein- hvem veginn svo ... — Hvemig undarlegur? Nei, Hjalti gat ekki skýrt þetta frekar, gat ekki einu sinni gert sjálf- um sér grein fyrir því... En með nákvæmni sinni og blíðu tókst Jóna- than að hugga hann og fá hann með sér inn, og þegar þangað kom og Hjalti sá föður sinn á ný fannst honum hann ekkert öðravísi en hann átti að sér að vera. Þetta kvöld lagðist Jón bóndi í lungnabólgu, og eftir fimm daga var hann dáinn. Faðirinn var nú horfinn, glað- lyndur og hæglátur geðprýðismað- ur, gamansamur en siðavandur, þéttur fyrir, ef á hann var leitað og vanur að láta hlýða sér, þar sem honum þótti nokkra varða. Nú varð hin heilsutæpa móðir að vera for- sjón heimilisins með aðstoð síns duglega, hagvirka og samvizku- sama elzta sonar, Jónathans, og nú urðu þeir bræðumir að gera upp sínar sakir sjálfír, ef eitthvað bar á milli. En sá hafði verið háttur föður þeirra, að láta þann.yngri skilyrðis- laust vægja fyrir þeim, sem eldri var. En sá eldrí var ekki þar með sloppinn, ef sökin var að einhveiju leyti hans. Faðirinn fór þá með hann afsíðis, og svo varð drengur- inn að standa reikningsskap orða sinna eða gerða. Þessi venja föður- ins bætti nú aðstöðuna fyrir hinum unga húsbónda, Jónathan, en ann- ars þótti raunar bræðram hans svo vænt um hann, að þeir vildu sem minnst gera móti hans skapi. Búið, sem móðirin tók við ásamt sonum sínum, var ekki stórt. Það var þijár kýr, þijátíu ær og nokkr- ir hestar. Fiskafli var ekki góður á þessura áram, og var nokkuð þröngt í búi, þó að Jónathan, sem var orð- inn mesti dugnaðarmaður, gerði sitt bezta. Samt baslaðist allt sæmi- lega fyrsta árið eftir dauða Jóns bónda, þótt tíðarfarið væri ekki hagstætt. En sumarið 1881 og vet- urinn næsti hafði hinar örlaga- þrangnustu afleiðingar fyrir fjölskylduna í syðri bænum á Suð- ur-Fossi. Veturinn 1880—81 hafði verið mjög harður, og allvíða um land féll nokkuð af fénaðinum. En eins og áður hefír verið á drepið baslað- ist allt sæmilega þennan vetur hjá móður þeirra 'oræðra. En sumarið 1881 var eitt hið versta, sem sögur fara af hér á landi — og var hey- fengur bæði lítill og lélegur. Veturinn næsti var lengi vel ekki ýkja harður, en féð var ekki vel feitt undan sumarinu, beitin léleg og heyin óholl og mjög af skomum skammti. Seint á útmánuðum dyngdi svo niður snjó, og síðan voraði seint og illa. Varð meiri og minni fellir um land allt og almenn bjargræðisvandræði, svo að safnað var erlendis, og þá einkum í Bret- landi og Danmörku, fé til úthlutun- ar á íslandi til matvörakaupmanna handa íslenzku þjóðinni. Mýrdalurinn fór _ekki varhluta af hinni miklu óáran. Á flestum bæjum fór fé að falla á útmánuðum, og matur var víða af skornum skammti, því að vindasamt var á vertíðinni og lítill afli, þá sjaldan á sjóinn varð komizt. Hafís lá við land allt frá Straumnesi norðan Aðalvík- ur inn á hveija vík og hvem vog á Norður- og Austurlandi og allt að Dyrhólaey. Þótti börnum og ungl- ingum í Mýrdal hafísinn hin furðu- legasta sjón. Fengu böm að fara niður í sand til þess að leika sér, og störðu þau oft agndofa á lit- brigði og lögun hafísjakanna. Á miðjum vetri lét móðir Hjalta skjóta eina af kúnum til þess að frekar yrði hægt að bjarga hinum skepnunum frá felli. En þegar á leið fór féð að drepast úr hor. Og það var ekki svo sem því að heilsa, að nóg væri fæðan handa fólkinu. Á páskadaginn var ekkert til matar- kyns nema illa þurrir þorskhausar, einn og hálfur á mann, og hálfur bolli af mjólk í mál handa hveijum heimilismanni. Fleira og fleira féll af fé Guðnýj- ar húsfreyju, og um vorið átti hún ekki eftir nema sex eða sjö ær. Jónathan átti sjö ær um haustið, en af þeim drapst sú seinasta á sumardaginn fyrsta. Suður-Foss var ekki eign Guðnýj- ar og bama hennar, heldur umboðsjörð, og þegar svona var komið um fénaðinn sá Guðný sér ekki til neins að reyna að lafa við bú. Hestamir, kýmar tvær og það, sem eftir var af ánum, var ásamt búsgögnunum selt á uppboði um vorið (1882). Búið var skuldlaust, átti inni tvær krónur og sextíu aura í verzlun á Eyrarbakka.“ Guðný var áfram á Suður-Fossi, réðist í vist til bóndans, sem tók þar við búi, en synir hennai* héldu allir burt. Jónathan fór vestur á Vatnsleysuströnd og gerðist hjálp- armaður hins landskunna hómó- pata, Lárasar Pálssonar, sem þar bjó áður en hann fluttist til Reykjavíkur. Jónathan hafði fengið áhuga á smáskammtalækningum föður síns og var gæddur samskon- ar hæfíleikum í þá átt. Nam hann nú um skeið hjá Lárusi lyfjanotkun og lækningaaðferðir, og eftir það stundaði hann ætíð lækningar að Aðalsteinn Jóhannsson Stórhöfðavitinn er eitt af þörfustu fyrirtækj- um, sem Eyjamenn börðust fyrir, og hefur ljós hans ábyg-gilega borgið lífi óteljandi far- manna, bæði inn- og útlendum, miklu fleiri en sögur fara af. Hann er sannkallað leiðarljós sjómanna við landtöku í Eyjum og á siglingum til og frá Islandi. talsverðu marki með góðum ár- angri. Að svo búnu fór Jónathan aftur austur í Mýrdal, settist um hríð að á Stóra-Heiði en gaf sig síðan að verzlunarstörfum í Vík. Vegnaði honum þar svo vel, að hann var kostaður til Englandsferðar til vörakaupa. Þar ytra fékk hann skip til að flytja vöramar til Víkúr. Sjó- ferðin gekk snurðulaust, unz varpað var akkeri fram undan Víkurkaup- túni. Þá neitaði skipstjórinn að fara nær landi, varð gramur mjög og taldi sig vera svikinn, þar sem hann hafði haldið að ferðinni væri heitið til Apstfjarðahafnar. Jónathan stóð þó fast á því að þeir væra á réttum stað. Skipstjóri spyr þá, hvaða dýpi sé þama. Jónathan segir honum það. Skipstórinn lætur mæla dýpið, og kemur það heim og saman við framburð Jónathans. Komu þá upp- skipunarbátar frá landi og afferm- ing gat hafízt. Þetta var upphaf vöraflutninga til Víkur sjóleiðis. Jónathan var laginn maður og glöggur, m.a. skytta góð. Hann átti góðan riffíl og skaut bæði fugl og sel. Einnig veiddi hann dijúgum fugl í háf, og á vetram skaut hann fyl í Reynisfjalli. Dugnaður hans við mataröflun var með ólíkindum, og urðu samsveitungar hans undr- andi á árvekni hans og heppni. Era til sögur um árangur hans við veið- amar, og þóttu sumar þeirra yfímáttúrlegar. Árið 1897 giftist Jónathan Guð- fínnu Þórðardóttur, og eignuðust Jónathan Jónsson vitavörður 1910-35. þau fimm böm. Eitt þeirra dó á ungum aldri. Nöfn hinna systkin- anna era Sigurður, Gunnar, Sigríð- ur og Hjalti. En fyrir hjónaband hafði Jónathan eignast son, sem ólst upp á Litlu-Heiði í Mýrdal. Þau hjónin, Jónathan og Guðfínna, settu saman bú í Garðakoti, og þar byggði bóndinn ungi bæ, snoturt timburhús, eina hæð og ris með kvisti. Þá byijaði hann fljótlega að verzla þar með matvörar í umboði Gísla J. Johnsens í Vestmannaeyj- um. En erfítt var um aðflutninga frá Eyjum, því að oft var brimótt við ströndina, og þar kom að þetta þótti nær ógerlegt, svo að verzlun- arútibúinu varð ekki uppi haldið lengur. Eftir rúmlega áratugs búskap í Garðakoti flytur Jónathan með fjöl- skyldu sinni til Reykjavíkur og kaupir þar fljótlega hús á Skóla- vörðustíg 27. Gaf hann sig þar að ýmsum störfum, húsamálun, smíðum og sjósókn á togara hjá Hjalta bróður sínum. Árið 1910 losnar vitavarðarstaðan á Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Jónathan sækir um hana og fær ráðningu, enda þótt tveir Vestmanneyingar sæktu einnig. Má ætla að þá hafí honum komið vel, hvað Hjalti bróðir hans var orðinn kunnur að dugnaði og glöggskyggni við sjávarsíðuna, þar á meðal í miklum metum hjá Thor- vald Krabbe vitamálastjóra. Kannski hefur Krabbe líka fundist gott að þurfa ekki að gera upp á milli tveggja heimamanna. Jónathan Jónsson flytur til Vest- mannaeyja sama ár, 1910, ogtekur við vitavarðarstöðunni á Stórhöfða. Ekki var heiglum hent að stunda það starf á þessuru áram. Búskapur var mjög stritsamur þar í Höfðan- um, börnin ung og umhverfið mjög ólíkt því sem Jónathan hafði vanizt. Framan af var enginn vegur upp í Höfðann, allt varð að bera á bak- inu. Jónathan fór hvern dag í bæinn, rúmlega 5 km leið. Hafði hann þannig á hendi alla aðdrætti til heimilisins. Fljótt eftir að hann sezt þama að er farið að leita til hans um lækningar, því að áður hafði hann haft á sér gott orð sem með- alalæknir. Þetta fórst honum ennþá vel úr hendi, og hef ég fyrir því góðar heimildir, að læknamir á staðnum hafí sízt amast við lækn- ingum hans, frekar hlúð að þeim. Má ég vel muna, er ég var ungur drengur í Eyjum, að Jónathan átti þátt í að lækna mig af taugveiki, en hún gerði mikinn usla í kaup- staðnum á hveiju ári. Páll Kolka læknir kvað þessa veiki svo til í kútinn með hæfileikum sínum, árin sem hann starfaði í Eyjum. Oft mun því lyfjagjöfín hafa ýtt undir hinar daglegu ferðir Jónathans milli vit- ans og kaupstaðarins. Hann þótti sérstaklega góður bamalæknir, og héraðslæknirinn Halldór Gunn- laugsson vísaði oft til hans, ef um var að ræða lækningu á litlum börn- um. Nú þegar Jónathan er kominn í ný heimkynni fer hann að líta til átta. Sér hann fljótt að hann er kominn á stað, þar sem er dýrlegt útsýni. Þaðan má sjá fjóra jökla í góðu skyggni. Eyjafjallajökull blas- ir við næstur í allri sinni dýrð, austar Mýrdalsjökull og norðan þeirra TindaQallajökull, en lengst til norðurs Langjökull. Jónathan hafði næmt auga og hafði ungur Stórhöfðavitinn í Vestmannaeyjum árið 1912.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.