Morgunblaðið - 07.11.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.11.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987 pltrgp Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jópsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Askriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakið. 70ára byltingarafmæli ess er minnst í Sovétríkjun- um í dag, að 70 ár eru liðin frá því að kommúnistar náðu völdum í Rússlandi. Þá var lagt upp í vegferð undir forystu Vlad- imirs Lenin á grundvelli kenn- inga Karls Marx með það að markmiði að breyta öllum heim- inum. Öreigar allra landa sameinist, var kjörorð hins al- þjóðlega sósíalisma. Á 70 árum hefur ekki tekist að ná þessu markmiði. Á hinn bóginn hefur einræðisstjóm kommúnista í Sovétríkjunum tekist með því að leggja þungar byrðar á þegna landins og ofuráherslu á þunga- iðnað að gera hið víðfeðma ríki að einu öflugasta herveldi mann- kynssögunar. Hafa marxistam- ir/leninistamir í Kreml náð þeirri stöðu, að standa andspænis full- trúum öflugasta'ríkis hins fijálsa heims, Bandaríkjanna, og ræða við þá eina um þau vopn, sem grandað getað öllu lífí á jörðu, kjamorkuvopnin. í stuttu máli má segja, að það sé hemaðarmátturinn, sem gerir Sovétríkin að stórveldi. Aðdrátt- arafl marxismans er ekkert. Þeir flokkar í hinum fíjálsa heimi, sem aðhyllast hann, eiga undir högg að sækja. í efnahagsmálum hafa Sovétríkin beðið skipbrot. Þegar Mikhail Gorbaehev, full- trúi nýrrar kynslóðar, settist í stól aðalritara sovéska kommún- istaflokksins í mars 1985 hafði ríkt efnahagsleg stöðnun í Sov- étríkjunum í 20 ár. Fyrir hann var annað hvort að staðna líka eða beita sér fyrir breytingum. Tillögur hans í því efni eru ein- kenndar með tveimur orðum perestroika og glasnost. Vísar hið fyrra til breytinga á stjóm framleiðslu og efíiahagsmála og hið síðara til meiri miðlunar á upplýsingum til fólks. Stefna Gorbachevs á eftir að sanna gildi sitt. Hún hefur vakið gífurlega athygli utan Sovétríkj- anna. Eins og lesendur Morgun- blaðsins sjá líður varla sá útgáfudagur blaðsins, að ekki séu sagðar fréttir af einhveiju, er tengist með einum eða öðrum hætti umbrotum í Sovétríkjun- um. Öllum ber saman um, að orð Gorbachevs bendi til vilja til umbóta. Á hinn bóginn fínnst mörgum vanta töluvert á, að þeim sé hrundið í framkvæmd — bilið milli orða og athafna sé enn nokkuð breitt. Vestrænir menn velta því stundum fyrir sér, hvort þeir, sem stjóma Sovétríkjunum á 70 ára afrnæli þeirra, séu marxist- ar/leninistar; hvort þeir aðhyllist enn heimsbyltinguna ogtelji átök milli sín og borgarastéttanna á heimsmælikvarða enn óhjá- kvæmileg. Marxismanum hefur ekki verið hafnað í Sovétríkjun- um og nú á byltingarafmælinu er átrúnaðurinn á Lenin jafn mikill ef ekki meiri en áður. Til að undirstrika hollustu sína við flokksarfínn hefur Gorbachev einmitt gætt þess í ræðum sínum að skírskota jafnan til Lenins, þegar mikið er í húfí. Og hvað sem líður tali Kremlveija um frið og afvopnun láta þeir þess jafnan einhvers staðar getið, að hin hugmyndafræðilega barátta við hin opnu og ftjálsu þjóðfélög lýð- ræðisríkjanna sé síður en svo úr sögunni. Hins vegar er því ekki hampað jafn mikið og oft áður, að óhjákvæmilega hljóti að koma til heimsbyltingar, eða eins og Kínveijar voru vanir að segja, þar til fyrir fáeinum árum, að þrifja heimsstyijöldin væri óhjá- kvæmileg. Á Vesturlöndum hafa menn síður en svo alltaf verið á einu máli um hvaða aðferðum þeir ættu að beita í samskiptum við Sovétríkin. Innan Atlantshafs- bandalagsins hefur sú stefna verið mótuð með stuðningi ís- lendinga, að samhliða öflugum hervömum skuli unnið að slökun spennu. Árangur þessarar stefnu blasir við núna: eftir að NATO- ríkin ákváðu að svara í sömu mynt féllust Sovétmenn á að fjar- lægja allar meðaldrægar eld- flaugar. Allir andófsmenn, sem losna undan oki Sovétstjómar- innar og fá leyfí til að setjast að á Vesturlöndum, eru sammála um, að einungis vegna baráttu manna á Vesturlöndum í þágu mannréttinda og fyrir einstaka fanga hafí sovésk yfírvöld lyft slagbrandi fangelsa eða opnað dyr geðveikrahæla. Hér á íslandi hafa löngum verið hörð stjómmálaátök milli borgaralegra afla og kommún- ista, sem hafa gengið erinda Sovétríkjanna leynt eða ljóst. ís- landssagan geymir marga atburði úr þeirri byltingarsögu, sem hófst fyrir 70 ámm, at- burði, sem ekki mega fara hátt fremur en ódæðisverk Stalíns. Kommúnistar hér eins og annars staðar í hinum fijálsa heimi eiga undir högg að sækja. Yfírdottn- unarstefna þeirra sést í fram- kvæmd í Afganistan og fátæktarríki marxismans eru ekki lengur nein fyrirmynd. Á hinn bóginn svífast marxistar/ leninistar einskis og þeir sleppa ekki þeim völdum, sem þeir hafa einu sinni náð. Ljósmynd/Hans U. Vollertsen Greinarhöfundur bendir á staðinn þar sem leðuraskjan með töfiunum fimm fannst. Fimm alda g’ömul „rissblöð“ frá Viðey eftir Margréti Hallgrímsdóttur Viðeyjar er getið í ýmsum fomum heimildum íslendinga og má þar nefna Guðmundar sögu Arasonar og Þorláks sögu helga. Árið 1226 var stofnað klaustur af Ágústínus- arreglu í Viðey og starfaði það til siðaskipta eða fram á miðja 16. öld. Klaustrið var auðugt og er getið um ýmsa forstöðumenn þess í heimildum. Munkar hafa ekki ver- ið margir hveiju sinni. ( Klaustur- byggingin hefur sennilega verið í líkindum við stórbýli síns tíma hvað varðar gerð og stærð. Ekki er minnst á íbúa í Viðey í manntalinu sem gert var árið 1703, en á árun- um 1753—1755 var Viðeyjarstofa reist. Sumarið 1987 fór fram fomleifa- rannsókn í Viðey undir stjóm fomleifafræðinga Árbæjarsafns. Gerð var rannsókn norður af Við- eyjarstofu og kirkju, þar sem fyrirhugaðar eru byggingarfram- kvæmdir. Við uppgröftinn kom í ljós margt merkilegra leifa bæði með tilliti til mannvirkja og muna. Má þar einna helst neftia athyglis- verðar vaxtöflur, sem fundust efst í þykkum mannvistarlögum frá mið- öldum. Vaxtöflur voru notaðar í Evrópu fyrir siðaskipti. Þetta vom þunnar plötur úr tré, fílabeini eða málmi, sem á var borið vax. Á vaxið var rist letur með svokölluðum stfl. Orðið „stíll" er komið af latneska orðinu „stflus", þ.e. pinni, sem er oddmjór í annan endann og breið- ara í hinn. Var breiðari endinn notaður til þess að slétta út eldra letur á vaxtöflunum. Stfllinn eða griffíllinn gat verið úr beini eða málmi. Letrið var hægt að þurrka út og þar af leiðandi nota töflumar oftar en einu sinni. Á miðöldum hafa vaxtöflur verið notaðar í dag- legu lífí á svipaðan hátt og rissblöð nútímans. Vaxtöflur með varðveittu vaxi og letri hafa mjög sjaldan fundist á Norðurlöndum. í Svíþjóð hafa fundist skriftartöflur frá fyrri hluta miðalda, þar sem allt vax var horf- ið. Við Edæsa-kirkju í Vástergöt- landi fundust aftur á móti fímm beykitréplötur með vaxleifum. Á þessum töflum var vaxið að mestu ieyti horfíð og letrið því ólæsilegt. í Noregi fundust við stafkirkjuna í Hopperstad í Sogni vaxtöflur með varðveittu letri frá því um 1300. Á „ Að lokinni viðgerð vaxspjaldanna verður mjög athyglisvert að fá úr því skorið hvort hægt verði að ráða enn frekar fram ór inni- haldi þessa merku spjalda. Vaxtöflur þess- ar eru einstæðar í sinni röð á Norðurlöndum og því dýrgripir miklir fyrir íslenska menning- arsögu.“ þessum spjöldum mátti sjá, að rist hefur verið ofan í eldra letur. Töfl- ur þessar voru töluvert minni en þær, sem fundust í Viðey. í skriflegum heimildum frá mið- öldum er stundum minnst á vaxtöfl- Magnús Sigsteinsson formaður SS ræktarstjór og fleiri gestum. Girðing um höf- uðborgarsvæðið FJÁRHELDRI girðingu um höf- uðborgarsvæðið var lokað við athöfn í Lækjarbotnum í gær. Umlykur nú 68 kílómetra löng fjárheld girðing höfuðborgar- svæðið. Framkvæmdir við girðinguna hófust árið 1984 eftir undirbúning Skipulagsskrifstofu höfuðborgar- svæðisins. Fyrir hönd Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð- inu, SSH, hafði Birgir Ámason bæjarverkfræðingur í Hafnarfirði yfírumsjón með verkinu, sem var unnið af Skógrækt ríkisins undir stjóm Kristins Skæringssonar. Alls vora á 4 sumram reistir 36 kfló- metrar af girðingum og fyrri girðingar, 32 kflómetra langar, end- urbættar. Fjárheld girðing um höfuðborg- ai'svæðið hefur það meðal annars í for með sér að svæðið innan girð- ingar er vemdað fyrir ágangi búfjár og þar með skapast færi á aukinni ræktun og gróðurvemd. Einnig er nú unnt að seija samræmdar reglur um lausagöngu búfjár innan girð- ingar. Á vegum SSH hafa verið samþykkt drög að slíkri reglugerð en samþykki félagsmálaráðherra þarf til að hún öðlist gildi. Einnig verður nú unnt að fjarlægja gamlar girðingar innan svæðisins og má ætla að þær skipti tugum, jafnvel hundraðum kflómetra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.