Morgunblaðið - 07.11.1987, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 07.11.1987, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987 49 merktar sérverkefni Orkustofnunar tengdu fiskeldi. Benda ber á að fjöl- margar stofnanir hafa nú tekið fískeldi inn í kostnaðarliði sína, m.a. auk Orkustofnunar; Rann- sóknastofnun landbúnaðarins, Hafrannsóknrstofnun, Veiðimála- stofnun, Rannsóknastofnun fískiðn- aðarins, Raunvísindadeild Háskólans og embætti jrfírdýra- læknis. Af þessari upptalningu er ljóst að brýnt er að samræming eigi sér stað í rannsóknum tengdum fískeldi hér á landi. Ólíklegt er að svo marg- ar stofnanir viti af verkefnum hverrar annarrar og að nýting á rannsóknafé sé því til fýrirmyndar. 8. Á næsta ári eru um 200 millj- ónir króna ætlaðar til niðurgreiðslu á rafhitun. Á síðustu 9 árum hefur ríkið yfírtekið um 9 milljarða króna skuldir vegna veitna og fram- kvæmda á sviði orkumála. Þetta samsvarar um 1,2 milljarða króna greiðslubyrði á ríkissjóði næstu 10 árin. Rafmagn og hiti eru því í raun niðurgreidd um 19% vegna yfírtöku þessara skulda. Þvi miður virðist ekki alltaf hafa gætt nægilegrar fýrirhyggju við ákvarðanir um framkvæmdir á þessu sviði á und- anfömum árum og veldur það þessari þungu byrði á ríkissjóði. Niðurlag Hér að ofan eru nefndir 8 efnis- þættir þar sem unnt væri að koma við auknum spamaði. Þessir þættir em valdir nokkuð af handahófí og ljóst er að mun fleiri þætti mætti nefna í sama skyni og það hafa ungir sjálfstæðismenn raunar gert áður, t.d. við fjárlagaumræðu árins 1986. Hér hefur t.d. ekki verið staldrað við smærri liði sem krefj- ast almenns hagræðingarátaks í ríkisstofnunum. Á undanfömum ámm hefur orðið ljóst að kröfur um „almennan" niðurskurð sem nemi ákveðnu hlutfalli útgjalda stofnana, hafa ekki komist til fram- kvæmda. Skýringin er aðallega sú að ýmsir ráðherrar og ýmsir for- stöðumenn ráðuneyta og stofnana hafa tekið slíkum tilmælum misjafnlega alvarlega — og komist upp með það. Þó má fullyrða að hagræðingarátak, sem hefur pólitískan stuðning og beinist að nokkmm ríkisstofnunum í einu, getur skilað vemlegum árangri. Einnig má í þessu sambandi benda á aðrar almennar leiðir, svo sem spamaðarátak gagnvart orkunotk- un ríkisstofnana, pappírsnotkun og bifreiðanotkun, sem fullvíst má telja að skili árangri ef rétt er að staðið. Ungir sjálfstæðismenn hvetja ríkisstjórnina til að hugleiða ofan- greindar ábendingar af kostgæfni og hverfa frá þeim skattahækkun- um sem gert er ráð fyrir í fjárlaga- fmmvarpinu. Félag ísl. náttúrufræðinga: Varað við niður- skurði á fé til rannsókna FÉLÁG íslenskra náttúrufræð- inga varar við áformum um stórtækan niðurskurð á fjárveit- ingum til rannsókna, ráðgjafa- þjónustu og faglegs eftirlits í þágu undirstöðuatvinnugreina. I frétt frá félaginu er vakin at- hygli á vemlegri skerðingu á fjár- lögum til Búnaðarfélags íslands, Orkustofnunar og Rannsóknar- stofnunar landbúnaðarins. „Ljóst er að framkomin niðurskurðar- áform em ekki byggð á faglegri úttekt á viðkomandi starfsemi og ber að harma slík vinnubrögð. Sömuleiðis virðist skorta skilning á eðli þessarar starfsemi og aðstöðu til fjármögnunar.“ Bent er á að líklegt sé að marg- víslegar undirstöðurannsóknir falli niður að mestu eða öllu leyti ef fjár- veiting verður skert til rannsókna. Þá er bent á að nauðsynlegar bú- háttabreytingar í landbúnaði verði í hættu ef vemlega verður dregið úr fjárframlögum til rannsókna og leiðbeininga á því sviði. 67/ yyrf/ Létt og gott — Nýr mat- reiðsluklúbbur NÝR matreiðsluklúbbur hefur hafið göngu sína og nefnist hann Létt og gott. Meðlimum klúbbs- ins er send mappa með hitaein- ingasnauðum uppskriftum. SÁ útgáfan á Egilsstöðum gefur út matreiðslumöppuna en að útgáf- unni standa Svanfríður Hagvaag, sem hefur skrifað um mat, og Ás- geir Valdimarsson framkvæmda- stjóri. Aðalmarkmið klúbbsins er að gefa út hitaeiningsnauðar matar- uppskriftir, sem hægt er að nota fyrir alla fjölskylduna, þannig að allir geti borðað sama matinn hvort sem þeir eru að halda í við sig eða ekki. Þær eru líka heppilegar fyrir þá sem vilja forðast mikla fítu í mat, segir m.a. í fréttatilkynningu. Mánaðarlega verða sendar út 30-35 uppskriftir sem á að safna í möppuna. í möppunni er flokkunar- kerfi þannig að auðvelt er að raða uppskriftum saman og á að verða úr fullkomin matreiðslubók. Kökubasar í Blómavali 4. BEKKINGAR Kvennaskólans í Reykjavík verða með kökubasar í Blómavali við Sigtún sunnudag- inn 8. nóvember frá kl. 12.00-16.00. Ágóði af basarnum rennur til utanfarar stúdentanna. Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá ki. 10-12. Er þar tekið á móti. hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgar- búum boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa. Laugardaginn 7. nóvember verða til viðtals Júlíus Hafstein, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, umhverfismálaráðs, ferðamannanefndar og stjórnarmaður í Dagvistun barna, Hulda Valtýsdóttir, formaður menningarmála- nefndar og Guðmundur Hallvarðsson, formaður hafnarstjórnar. Ertþúí húsgagnaleit? Nýjar sendingar af þýskum og íslenskum leðursófasett- um og hornsófum. # „ Hagstætt verð VALHUSGOGN Opið í dag til kl. 16.00 Ármúla 8, sími 82275,686675 INNROMMUN Alhliða innrömmun, smellu- rammar, tilbúnir álrammar. Nilsen állistar nýjar gerðir og litir Sérverslun með innrömmunarvörur CUROUW. RAMMA MIÐSTODIN Sigtúni 10,105 Reykjavík, sími 25054. Næg bílastæði v/dyrnar. 0PIÐ LAUGARDAGA KL.9-16 25 stærðir - álrammar 17 stærðir — smellurammar NYKOMIÐ fjölbreytt úrval af plakötum og myndum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.