Morgunblaðið - 07.11.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 07.11.1987, Blaðsíða 45
/ MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987 45 en ekki síður að brjóta þær. Þá geta þeir vonandi lært að búa til sína eig- in hljómfraeði. Það er því hvorki hægt að kenna eitt algilt kerfi reglna, né heldur að gefa allt fijálst, heldur að kenna ákveðinn grunn og byggja ofan á hann smátt og smátt, örva nemand- ann, svo hann læri að umgangast reglurnar og læri að bijóta þær. En þetta er hugmyndin að baki kennsl- unni, erfitt að höndla hana í framkvæmd. Fyrst er grunnurinn mjög skýr og skipulagður, en síðan er smám saman reynt að hjálpa nem- andanum að umgangast þetta skipulag á sjálfstæðari hátt. Við þetta öðlast hann þekkingu — og — iærir að lifa með henni, nota hana í sína þágu. Þetta á ekki aðeins við um hljómfræði, heldur margt annað nám. Þetta er hugmyndin að baki kennslunni, en erfitt að höndla hana í framkvæmd. Annars held ég að það sé langtum of mikið gert úr áhrifum kennara, bæði til góðs og ills. Góðir kennarar eru dásamlegir, en það sem skiptir máli er að nemandann langi í raun að læra. Slíkir nemendur læra, hvemig sem kennararnir eru. Og það er líka gert of mikið úr skólakerfinu og öllu sem því tengist. Þegar á reynir er aðalatriðið hvað menn kunna og hvernig þeir nota það, ekki hveijir kenndu viðkomandi, eða í hvaða skóla var lært. í Ameríku er oft talað um nemendur sem af- sprengi, framleiðslu kennarans og þeir kenndir honum, líkt og hann hefði búið þá tfl. Þetta þykir mér skrítin afstaða og nokkuð óhugnan- leg.“ — Víkjum að spilamennskunni. Hvemig vinnurðu þar? v „Þar er engin ein aðferð, ein leið, heldur fer það eftir viðfangsefnum. Þó kemur alltaf skemmtilega á óvart hvað er hægt að græða mikið á að lesa nótumar vel og athuga ná- kvæmlega hvað stendur skrifað þar. Athuga styrkleikamerki, hraða- og hendingamerki. Þau geta gefið ótrú- lega mikið til kynna. Túlkun felst bæði í því að kynna sér vel öll þekk- ingaratriði, sem tónskáldið skildi eftir sig, þekkja nótumar, læra að lifa með þeim, en hvorki fara þræls- lega eftir þeim, né gera það sem manni sýnist, fremur en í hljóm- fræðikenningunum. Hvorki myndin af hinum rómantíska, innblásna flytjanda, sem spilar frá eigin bijósti, stenzt, né sú af köldum tæknispil- ara. Þetta þarf hvort tveggja að fara saman. Beethoven er gott dæmi um tón- skáld, sem skrifaði nákvæmlega hvað hann vildi. Sjálfur var hann magnaður píanisti, flutti verk sín sjálfur og þekkti því vel, hvemig verkin snúa að flytjandanum. Ef píanóleikara rekur í vörðumar í verkum hans, dugir oft að athuga nákvæmlega hvað hann hefur skrif- að og þá gengur allt upp.“ — Það geta víst fæstir skýrt hvað dregur þá að tónlistinni, en geturðu haft um það nokkur orð? „Sumir tala um galdur, aðrir and- leg verðmæti. Það er erfitt að skilgreina í hverju aðdráttaraflið felst. Af hveiju lokkar góð lykt okk- ur að sér, eða góður matur? Það er vissulega erfitt að koma þessu í orð. Tónlistin dregur fólk kannski ekki sízt að sér, vegna þessa galdurs, eða andlegu verðmæta. En þetta segir nú ekki mikið og er létt í vasa.“ — Þú semur, spilar og kennir. Tekurðu eitt fram yfir annað? „Ég kann vel við að blanda þessu saman, eiga við þetta þrennt og hef gert það, því þar styður hvað annað." Frá vinstrí Kristján Þ. Stephensen, Szymon Kuran, Elizabeth Dean, Sesselja Halldórsdóttir og Carmel Russill. tónlistarlífinu Sigrún Davíðsdóttir íslenzkt tónlistar- fólk í Gautaborg Nú um helgina koma saman í Gautaborg tvö tónskáld frá hveiju Norðurlandanna, ásamt tveimur hljóðfæraleikurum og tveimur söngvumm. Flytjendumir flytja verk tónskáldanna, þannig að verk hvers tónskálds verður flutt af tveimur flytjendum frá heima- landinu og svo öðm pari frá hveiju hinna landanna, þannig að það gefst tækifæri til samanburðar og vangaveltna. Og til að ýta enn und- ir slíkt em kallaðir til tveir utanað- komandi gestir, sem hafa haft tækifæri til að kynna sér verkin. Þetta em söngkonan Jane Manning, sem söng verk Hafliða Hallgríms- sonar hér um daginn, og maður hennar, enska tónskáldið Anthony Payne. Tónskáldin héðan em Karolína Eiríksdóttir og Þorsteinn Hauksson. Það vom ákveðnar samsetningar af rödd og hljóðfæri sem vom lagð- ar fyrir tónskáldin. Karolína samdi verk fyrir baritón og píanó. Kristinn Sigmundsson og Guðríður Sigurð- ardóttir syngja hennar verk og líka finnskir flytjendur. Þorsteinn samdi fyrir dramatískan sópran og selló, sem Signý Sæmundsdóttir og Inga Rós Ingólfsdóttir flytja, auk norskra flytjenda. Það er norræna tónlistamefndin sem stendur fyrir þessu framtaki i samvinnu við tónlistarháskólana á Norðurlöndum, svo hér er það Tón- listarskólinn, sem hefur séð um sambandið við skipuleggjendur. Þessi vinna er ekki sízt hugsuð til að auka áhuga á nútímatónlist inn- an skólanna, en líka til að koma ungum tónskáldum og flytjendun- um á framfæri innan Norðurland- anna. Vafalaust gott fyrir tónlistar- fólk á öllum Norðurlöndunum, þó við njótum þess örugglega mest, því tónlistarfólk héðan hefur ekki átt of auðvelt með að komast utan til tónleikhalds, þó það hafi aukist undanfarið. Karólina Eiríksdóttir Frá vinstrí Guðni Franzson, Elizabeth Dean, Carmel Russill og Szymon Kuran og Júlíana E. Kjartans- dóttir eru hér að spila Mozart, K.581. Mozart í tali og tónum — Tónleikar Kammersveitar Reykjavíkur annað kvöld Annað kvöld, kl. 20.30, heldur Kammersveit Reykjavíkur fyrstu tónleika sína á þessu 14. starfsári sínu í Áskirkju undir yfirskriftinni Kvöldstund með Mozart. Þar hitt- um við ekki aðeins fyrir tónlist Mozarts, þijá kvintetta hans, held- ur hefur Þorsteinn Gylfason tekið saman texta um tónskáldið og verkin sem verða flutt, meðal ann- ars úr bréfum hans. Vísast Ijörlegt áheyrnar, miðað við það sem gat að sjá og heyra í leikritinu og síðar kvikmyndinni, Amadeusi. Gunnar Eyjólfsson flytur þá pistla. Kvintettamir era fyrir strengi og hom, K. 407, strengi og óbó K. 406 og strengi og klarínett K. 581. Joseph Ognibene homleikari og Kristján Þ. Stephensen óbóleik- arar leika einleik. Þeir era báðir í Sinfóníunni okkar, auk þess sem þeir era í Blásarakvintett Reykjavíkur. Guðni Franzson klarí- nettuleikari er einleikarinn í þriðja kvintettinum, en meira úr hans hljóðfæri heyrist næstu daga, því hann leikur líka einleik með sin- fóní- unni á áskriftartónleikunum næsta fimmtudag. Aðrir sem koma fram á tónleikunum era Szymon Kuran og Júlíana Elín Kjartansdóttir fíðluleikarar, Elizabeth Dean og Sesselja Halldórsdóttir lágfiðlu- leikarar og Carmel Russel selló- leikari. Carmel hefur verið hér í sinfóníunni í átta ár, en hverfur af landi brott eftir þessa tónleika, svo þetta era kveðjutónleikar hennar og vísast margir sem sakna hennar. Það era hljóðfæraleikarar eins og hún, sem gera tónleikaferð- ir svo ánægjulegar. Þeir sýna og sanna með leik sínum að það kem- ur ekkert og alls ekkert í staðinn fyrir að heyra og sjá tónlistina spretta upp. Héðan fylgja þér hlýj- ar hugsanir, Carmel, kærar þakkir fyrir dvölina og góða ferð heim. Starf kammersveitarinnar er áhugastarf, unnið í hjáverkum og vetrarefnisskráin er fyrst og fremst sett saman eftir því sem hljóðfæraleikaramir hafa hug á að spila, þeir sem hafa verið uppistað- an í starfi sveitarinnar. Á jólatón- leikunum hefur verið hugað að því að gefa hijóðfæraleikuram tæki- færi til að koma fram sem einleik- arar. Jólatónleikamir verða sunnudaginn 20. desember, ágætt að muna að þá gefst kærkomið tækifæri til að undirbúa sig undir kyrrð og frið jólanna meðan er hlustað á verk eftir Vivaldi, Tart- ini, Guliani og Manfredini. Einleik- arar þá verða Láras Sveinsson og Ásgeir H. Steingrímsson trompet- leikarar, Rúnar H. Vilbergsson fagottleikari, Laufey Sigurðardótt- ir fíðluleikari og Amarldur Amar- son gítarleikari. Afmæli tónskálda er tilvalið til að minnast þeirra með því að leika verk eftir þau. Það gerir Kammer- sveitin á tónleikum 7. febrúar, flytur þar tvö verk eftir Max Bruch 150 ára, sem sannarlega á ekki oft verk á efnisskrám hér. Annað sjaldheyrt verk fylgir, Canticle II eftir Britten fyrir kontratenór, te- nór og píanó. Einhver rekur líklega upp stór augu yfír kontratenóm- um. Það hlutverk syngur Sverrir Guðjónsson, en Gunnar Guðbjöms- son tenórhlutverkið. Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanóleikari spil- ar með sveitinni á þessum tónleik- um. Svo era kallaðir til hljóðfæra- leikarar, sem eru með eitthvað spennandi á pijónunum. Blásarak- vintett Reykjavíkur flytur tvö verk á tónleikum sveitarinnar í mars, verk eftir Barber og Liget, en kvintettinn fer í utanlandsferð undir vorið. Á þessum tónleikum verður fluttur kvintett eftir Pro- kofí- eff fyrir óbó, klarínett, fiðlu, lágfiðlu og strengikontrabassa. Paul Zukofsky hefur áður komið við sögu sveitarinnar. Hann stjóm- ar reyndar ekki hjá sveitinni í vetur, en kemur til að fylgjast með æfingum á síðastnefnda verkinu. Það er því með ýmsu móti sem efnisskrá vetrarins verður til og ekki að efa að margir tónleikagest- ir hugsa sér gott til glóðarinnar, þegar að tónleikunum kemur, þeir fyrstu sumsé skammt undan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.