Morgunblaðið - 07.11.1987, Blaðsíða 1
72 SIÐUR LESBOK
STOFNAÐ 1913
253. tbl. 75. árg.
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Bandaríkin:
Tólf manna áhöfn
haldið í gíslingu
San Francisco, Reuter.
MAÐUR vopnaður öxi tók seint í gær 12 manna áhöfn Air-Canada
flufrvélar í gislingu. Flugvélin af gerðinni Boeing 767 var á flugvell-
inum í San Francisco þegar maðurinn krafðist þess að henni yrði
flogið til Lundúna. Samkvæmt áætlun átti hún að fljúga til Toronto
og Montreal.
Engir farþegar voru í vélinni og
er ekki vitað hvemig maðurinn
komst um borð. Talsmaður flugvall-
arstjómar sagði að árásarmaðurinn
væri inni í flugstjórnarklefanum og
héldi öxinni reiddri til höggs yfir
höfði flugstjórans. Hann sagði enn-
fremur að maðurinn vildi ná tali
af starfsmönnum FBI, bandarísku
leyniþjónustunnar. Þegar síðast
fréttist var flugvélin enn við flug-
stöðvarbygginguna og embættis-
menn reyndu að tala um fyrir
manninum.
Svíþjóð:
Lögreglumenn þjálf-
aðir í Suður-Afríku
Reuter
Byltingar-
afmælis
minnst
í dag er rússneska
byltingin 70 ára. Á
myndinni má sjá
sovéska hermenn í
Vestur-Berlín,
borginni sem sýnir
hugmyndafræði-
lega skiptingu
þessa heims hvað
átakanlegast,
marséra fyrir
framan einn af
T-34 skriðdrekun-
um, sem fóru í
fylkingarbijósti
Rauða hersins er
hann kom til
Berlínar undir lok
seinni heimsstyij-
aldarinnar árið
1945. Hermennirn-
ir lögðu í gær
blómsveig að
minnisvarðanum í
tilefni byltingaraf-
mælisins.
Sjá leiðara á
miðopnu.
Stokkhólmi, frá Erík Liden, fréttarítara
KOMIÐ hefur á daginn, að
sænskir lögreglumenn hafa gért
nokkuð af því að sækja fram-
haldsnám og frekari þjálfun til
Morgunblaðsins.
Suður-Afríku. Hafa lögreglu-
yfirvöld í Stokkhólmi vitað af
þessu en þó látið það óátalið.
Lögreglan í Suður-Afríku hefur
staðfest, að sænskir lögreglumenn
hafi verið tíðir gestir í landinu um
margra ára skeið og notið þar
margvíslegrar þjálfunar. Þykir
þetta skjóta skökku við, því heita
má, að allt samneyti við Suður-
Afríkumenn sé bannað í Svíþjóð.
Afstaða sænskra stjórnvalda til
Suður-Afríku veldur einnig skipu-
leggjendum tennismótsins „Stokk-
holm Open“ nokkrum áhyggjum.
Bandaríkjamaðurinn Matt Anger
tekur þátt í mótinu og hefur geng-
ið vel til þessa en hann hefur
margsinnis tekið þátt í mótum í
Suður-Afríku. Ætlar hann að fara
þangað frá Stokkhólmi og lætur
ályktanir Sameinuðu þjóðanna sem
vind um eyru þjóta. Þetta veldur
hins vegar því, að komist hann í
undanúrslit eða úrslitin sjálf má
sænska sjónvarpið ekki sýna leiki
hans. Skipuleggjendur mótsins og
sænskir sjónvarpsáhorfendur vona
nú bara, að Sviamir fimm, sem eru
meðal keppenda, verði til að stöðva
sigurgöngu hans fljótlega.
Reuter
Árás á
Persaflóa
Áhöfn olíuskipsins „Great
Wisdom“ frá Panama tekur
lífinu með ró á þilfarinu í
glampandi sól, þrátt fyrir að
rúmum tveimur metrum fyrir
neðan þá sé óhugnanleg
áminning um hættur Persa-
flóa. Gatið í byrðingnum er
eftir íranskt flugskeyti, sem
skotið var á þá í gær.
Fyrsti frestur friðaráætlunar í Mið-Ameríku útrunninn:
Líkur á vopnahléi
í Nicarasfua litlar
Managua, Tegucigalpa, Hondúras, Reuter.
FORSETI Nicaragua, Daniel Ortega, sagði í fyrrakvöld að hann
væri reiðubúinn til óbeinna viðræðna við kontra-skæruliða um vopna-
hlé í landinu með hjálp málamiðlara. Ennfremur tilkynnti hann að
1.000 pólitiskir fangar í landinu yrðu látnir Iausir. Þá var að renna
út sá frestur sem stríðandi aðilum hafði verið settur með friðarsam-
komulaginu í Mið-Ameríku til að hefja samningaviðræður. Samkomu-
lagið var undirritað af leiðtogum fimm ríkja á svæðinu þann 7.
ágúst síðastliðinn. Leiðtogar kontra-skæruliða, sem njóta stuðnings
Bandaríkjastjórnar, kölluðu í gær tilboð Ortegas herbragð sem ekki
væri unnt að fallast á.
Almennt var litið svo á að með
tilboði Ortegas væri síðustu hindr-
uninni fyrir vopnahléi rutt úr vegi
en svo virðist ekki vera. Talsmenn
skæruliða segja að Ortega hafi ekki
gengið nógu langt. Ortega sagðist
ekki ætla að aflétta neyðarlögum
og gefa öllum pólitískum föngum
frelsi fyrr en Bandaríkjastjóm hætti
stuðningi við kontra-skæruliða. Á
fimmtudag samþykkti fulltrúadeild
Bandaríkjaþings 3,2 milljóna dala
stuðning við kontra-skæruliða. Ron-
ald Reagan Bandaríkjaforseti
hyggst fara fram á 270 milljóna
dala hemaðaraðstoð við skæmliða
á næstu 18 mánuðum.
Stjórn Sandinista hefur lýst yfir
einhliða vopnahléi á afmörkuðum
svæðum í landinu en kontra-skæm-
Bandaríkin:
Repúblikanar með tillög-
ur um minni fjárlagahalla
Washington, London, Rcuter.
Gengi Bandaríkjadals réttist
nokkuð við í Wall Street i gær
þegar fréttir bárust um að repú-
blikanar á Bandaríkjaþingi legðu
til að fjárlagahallinn yrði skorinn
niður um 75,5 milljarða dala á
næstu tveimur árum. Talið er að
hallinn muni nema 163 mil^jörð-
um dala á næsta ári. Fréttin barst
þó ekki í tæka tíð til að hafa
áhrif á gengi gjaldmiðla á mörk-
uðum austan Atlantshafs.
Gengi Bandaríkjadals á helstu
fjármálamörkuðum í Evrópu var í
gær nærri lágmarkinu frá deginum
áður og verð hlutabréfa er enn
óstöðugt. Kaupsýslumenn segjast
ekki sjá neinn greiðan veg út úr
þeirri kreppu sem alþjóðafjármála-
markaður á nú við að etja.
Mestri óvissu veldur nú hvort
Bandaríkjamönnum tekst að fínna
leiðir til að draga úr fjárlagahallan-
um. Aðgerðir seðlabanka helstu
iðnríkja undanfama daga hafa ekki
megnað að hindra gengislækkun
Bandaríkjadals.
Um helgina koma saman seðla-
bankastjórar ýmissa ríkja til að
ræða stöðu mála eftir „mánudaginn
svarta" þann 19. október. Búist er
við að þeir geti lítið að gert til að
styrkja stöðu dalsins, ekki síst þeg-
ar haft er í huga að Bandaríkja-
menn leggja sjálfir ekki ofurkapp
á að halda genginu stöðugu.
liðar hafa hert árásir á öðrum
vígstöðvum. Adolfo Calero, einn af
sex helstu leiðtogum kontra-skæru-
liða, hafði þetta um tilboð Ortegas
að segja: „Ræða hans var árásar-
kennd og innantóm orðin endur-
spegluðu einræðiskenndar tilhneig-
ingar.“
Azucena Ferrey annar leiðtogi
kontra-skæruliða sagði tillögur Ort-
egas mikinn sigur fyrir menn sína.
En hann bætti við að sú staðreynd,
að Ortega hefði ekki nefnt hugsan-
legan málamiðlara á nafn benti til
þess að hann hefði einhvem í huga
sem skæruliðar gætu ekki sætt sig
við. Hann sagði þá ákvörðun Orteg-
as að láta 1000 pólitíska fanga lausa
veigalitla þegar haft væri í huga,
að nú sætu 15.000 manns inni í
Nicaragua vegna sannfæringar
sinnar. Einnig hafa skæruliðar
gagnrýnt að Ortega skyldi lýsa því
yfír að stríðsöxin yrði grafín upp
að nýju á þeim svæðum þar sem
stjómarherinn lagði niður vopn fyrir
skemmstu. Ortega sagði, að sú að-
gerð hefði ekki náð tilætluðum
árangri.
Oscar Arias, forseti Costa Rica,
og handhafí friðarverðlauna Nóbels
hefur lýst yfír bjartsýni um fram-
gang friðaráætlunarinnar sem hann
er höfundur að. Á fimmtudag lýsti
Jose Napoleon Duarte, forseti E1
Salvador, yfir einhliða vopnahléi í
stríðinu við vinstrisinnaða skæru-
liða. „E1 Salvador hefur breyst. Við
verðum að fyrirgefa og gleyma. Þið
ættuð ekki að óttast það að leggja
niður vopn,“ sagði hann og hvatti
skæruliða til að leggja sitt af mörk-