Morgunblaðið - 07.11.1987, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 07.11.1987, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987 71 FráÁgústi IngaJónssyni í Danmörku HANDBOLTI Matareitr- uníherbúð- um Kolding Þrír leikmenn Kolding, mót- iietja Víkings í Evrópu- keppninni {handknattleik fengu matareitrun í íslandsferðinni um síðustu helgi og léku ekki með liðinu í 1. deild- inni gegn GOG í fyrrakvöld. Enn er óvíst hvort þeir verða með gegn Vikingum á morgun. Tveir þeirra eru bestu menn liðsins, Karsten Holm, markvörður og stórskyttan Kim G. Jacobsen. Báðir eru þeir landsliðsmenn. Kolding sigraði GOG i fyrra- kvöld, 21:20, eftir að GOG hafði haft yfír í leikhléi, 10:6. GOG- liðið er ungt og efnilegt, það kom upp úr 2. deild í fyrra og hefur leikið vel það sem af er vetri. Þetta var fyrsti tapleikur liðsins í vetur. Um tíma í seinni hálfleik var staðan 15:10 fyrir GOG, en leikmenn Kolding neit- uðu að gefast upp og sigruðu. Sigurmarkið var gert 10 sek. fyrir leikslok. Rútuferðir Mikill áhugi er á leikn Kolding og Víkings meðal íslendinga í Danmörku. íslendingur einn hefur lánað Víkingum rútubif- reið í eigu sinni og er ætlunin að aka henni til Árósa á sunnu- daginn og fylla hana af ísiend- ingum. Aka þeim síðan til og frá leiknum. Uppseit er á leikinn og sögðu forráðamenn Kolding að mjög margir íslendingar hefðu hringt alls staðar að af landinu til að panta miða. Það má því búast við þvi að Vtking- ar fái góðan stuðning áhorfenda. KNATTSPYRNA Morgunblaðið/Skapti Guðmundur Ólafsson hampar 2. deildarbikamum á sínum tíma er hann þjálfaði Völsung. KNATTSPYRNA Óli Olsen til Wales ÆT Oli Olsen, milliríkjadómari í knattspymu, er á förum til Wales.Óli mun þar dæma Evrópu- leik leikmanna 18 ára og yngri milli Wales og Skotlands 24. nóv- ember. Línuverðir verða frá Wales. Aðalfundur IK Aðalfundur ÍK verður haldinn i húsnæði félagsins í íþrótta- húsinu í Digranesi, laugardaginn 14. nóvember og hefst klukkan 17.00. Venjuleg aðalfundarstörf. KNATTSPYRNA / NOREGUR Gautaborg og Brann „beijast" um Bjama - Brann bauð Bjarna nýjan samning í gær. Þjálfari IFK vill fá Bjarna til viðræðna í Gautaborg Bjarnl Slgurðsson „Gunter Bengtson, þjálfari IFK Gautaborg, hafði sam- bandi við mig og óskaði eftir að ég kæmi til Gautaborgar til að ræða við hann. Ég fer ekki til Gautaborgar fyrr en eftir viku. Bengtson fór í gær til Astralíu til að skipuleggja æfinga- og keppnisferð Gautaborgarliðsins þangað eftir áramót,** sagði Bjarni Sigurðsson, landsliðmark- vörður í knattspyrnu, sem hefur leikið með norska liðinu Brann undanfarin ár, í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Bjarni sagðist vera spenntur fyrir að fara til Gautaborgar. „Gautarborgarliðið er núverandi UEFA-meistari. Það er mjög gott." Forráðamenn Brann kölluðu á Bjama á sinn fund í gær. „Eg fékk mjög gott tilboð frá Brann, sem ég hef upp á vasann þegar ég fer að ræða við forráðamenn Gautaborgar," sagði Bjarni, sem sagði að það væri ömggt að hann kæmi ekki heim til íslands næsta sumar til að leika. „Ef ég fer ekki til Gautaborgar, þá verð ég áfram hjá Brann. Eg mun fara til þess félags, sem ég mun hafa það sem best hjá — bæði íþrótta- og peningalega séð,“ sagði Bjarni í spjalli við Morgun- blaðið í gærkvöldi. KARATE Þriggfa landa keppni Þriggja landa keppni í karate verður haldin í Laugardals- höllinni um halgina, auk íslands keppa lið Skotlands og Irlands. Sveitakeppnin fer fram í dag milli klukkan 19.00 og 21.00, en ein- staklingskeppnin fer fram á morgun og keppa sex frá hverju landi. Verður keppt frá klukkan 14.00 til 16.00. Guðmund- ur Ólafs- son þjálfar Aftur- eldingu Guðmundur Ólafsson hefur verið ráðinn þjálfari Aftureld- ingu úr Mosfellssveit. Liðið leikur í 3. deild næsta sumar. Guðmundur var við stjómvölinn hjá Völsungi frá Húsavík síðastliðin tvö ár. Hann stýrði liðinu til sigurs í 2. deild í fyrrasumar, og í sumar hélt liðið sæti sinu í 1. deildinni. Guðmundur hefur unnið mikið að fræðslumálum og starfar í tækninefnd KSÍ. KORFUKNATTLEIKUR / URVALSDEILDIN Létftur Njarðvík-. ursigur gegn Þór Njarðvíkingar unnið alla leiki sína Njarðvík vann öruggan sigur gegn Þór í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í íþróttahöllinni á Akureyri í gærkvöldi eins og ástæða var til að ætla. Lokatölumar vom 111-80 og segja tölumar öll þau orð sem segja þarf um gang leiksins. Frum- kvæði UMFN frá byijun til enda og enn verða Þórs- arar að bíða eftir sínum fyrstu stig- um. Einn var sá maður sem óvænt stal senunni í leiknum, „gamli“ maðurinn Eiríkur Sigurðs- Frá Antoni Benjaminssyni áAkureyri son hjá Þór, en hann var þeirra stigahæstur með 25 stig. Þar af skoraði hann 20 stig á fyrstu 10 mínútum seinni hálfleiks og gekk þá berserksgang — lék stórvel. Guðmundur Bjömsson var og sterk- ur í vöm og sókn hjá Þór, en í jöfnu liði UMFN bar mest á Teiti Örlygs- syni, Jóhannesi Kristbjömssyni og Val Ingimundarsyni, þjálfara og leikmanni liðsins, að venju. Allir leikmenn UMFN komust á blað að þessu sinni og er sýnt að liðið verð- ur ekki auðunnið í vetur, en til þessa hafa allir leikir þess unnist og þessi síðasti sigur var aldrei í hættu. Þór 80 UMFN 111 íþróttahúsið Akureyri, úrvalsdeildin í körfuknattleik. 6. nóvember, 1987. Gangur leiksins:Allar tölur óþarfar, forysta náðist strax hjá UMFN og var mismikil, alltaf mikil eða vaxandi. Stig Þórs:Eiríkur Sigurðason 25, Guð- mundur Bjömsson 21, Bjöm Sveinsson 10, Bjami Össurarson 10, Konráð Óskarsson 9, Jóhann Sigurðsson 5 stig. Stig UMFN:Valur Ingimundarson 23, Jóhannes Kristbjömsson 22, ísak Tóm- asson 22, Teitur Örlygsson 14, Helgi Rafnsson 10, Sturla Örlygsson 6, Hreiðar Hreiðarsson 6, Ámi Lárusson 3, Ellert Magnússon 2 og Friðrik Ragn- arsson 2 stig. Dómarar:Bræðumir Gunnar og Sig- urður Galgeirssynir og áttu engan stórleik. Áhorfendur.Um það bil 200 talsins. HANDKNATTLEIKUR / EVROPUKEPPNIN Stjörnumenn sólarhring til Noregs Stjömumenn fóm engan skottúr til Noregs þar sem þeir mæta Urædd í síðari leik 2. umferðar í Evrópukeppni bikar- hafa í handknattleik í dag. Ferðin til Urædd tók heilan sólarhring og vom örþreyttir leikmenn ekki gengnir til náða fyrr en klukkan 03.30 aðfaramótt föstudagsins. Ballið byijaði á því að þoka haml- aði lendingu i Osló og var þvi flogið með handboltakappana til Stokkhólms og þar beið þeirra margra klukkustunda bið uns flogið var svo rakleiðis til Gauta- borgar. Eftir nokkuð japl, jaml og fuður á þeirri flugstöð, var leigð rúta undir hjörðina og ekið á sjö klukkustundum á leiðarenda. Engu að síður em Stjömumenn vel hvíldir og upplagðir. Mikill áhugi er fyrir leiknum í Noregi og verður honum t.d. sjónvarpað beint. Ætla Norðmenn sínum mönnum sigur og það nokkuð ömggan. Mun lið Urædd leika í minni af tveimur höllum sínum og er það stómm erfiðari biti fyr- ir Stjömuna. HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Páll Ólafsson er mættur í slaginn - Þorbergur kemst ekki í leikina gegn Pólverjum Páll Ólafsson, landsliðsmaður í handknattleik, sem leikur með Dusseldorf f V-Þýskalandi, kom til landsins í gær. Páll er í landsliðs- hópi íslands sem leikur gegn Pólveijum í Laugardalshöllinni 18. og 19. nóvember og keppir síðan á móti á Akureyri 21. og 22. nóvem- ber ásamt Pólveijum, Israelsmönn- um og Portugölum. Það er enn ekki ljóst hvemig lands- liðshópurinn verði skipaður. Þor- bergur Aðalsteinsson kemst ekki ffá Svíþjóð. Hann er að leika með Saab á sama tima. Enn er óvíst hvort að Alfreð Gíslason, Essen og Bjami Guðmundsson, Wanne- Eiken, koma í leikina. Miklar líklur em á því. Kristján Arason, Gum- mersbach og Sigurður Sveinsson, Lemgo, hafa tilkynnt að þeir mæti í slaginn. Páll Ólafsson KNATTSPYRNA Danskurinn svindlaði Danska knattspymusam- bandið hefur viðurkennt að hafa notað ólöglegan leikmann er Olympíulið Danmerkur sigr- aði Pólveija 2-0 í Szczecin í síðustu viku. Það kann að kosta liðið stigin tvö sem öfluðust, en aganefnd FIFA mun dæma i málinu 12. nóvember. Það var Anderlecht-leikmaður- inn Per Frimann sem lék ólög- legur, en hann hafði áður leikið þijá leiki með A-liði Danmerkur í undankeppni heimsmeistara- keppninnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.