Morgunblaðið - 07.11.1987, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 07.11.1987, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987 57 Víða hafa Rómverjar skilið eftir spor. Þarna stendur m.a. enn uppi hluti rómversks hring- boga í dyragætt á Hótel Royal í Vín. Kórfélagar og makar fremst á myndinni. Fararstjórarnir ungversku, þau Alexander og Diana. stund á þá eðlu kúnst tónlistina í Vínarborg á árum áður og þvt sem á heimavelli. Það hafði staðið til að íjjölmenna á Brúðkaup Figarós eftir Mozart i Staatsoper þetta laugardagskvöld. En einhverra hluta vegna hafði sýn- ingarskrá óperunnar breyst. Það var því María Stúart eftir Donizetti sem var á sviðinu í Ríkisóperunni þetta kvöld en ekki Fígaró gamli og þótti fróðum mönnum um óperur það ekki góð skipti. En það var svo sem um fleira að velja. I Volksoper var verið að sýna Ævintýri Hoff- manns eftir Offenbach. 1 þvf fræga leikhúsi Burgtheater réð ríkjum Ríkharður III. eftir Shakespeare og í Háskólaleikhúsinu var verið að sýna Mávinn eftir Tschekow. Er þetta þó ekki nema hluti allra þeirra meistaraverka sem á boðstólum voru í leikhúsum Vínarborgar þessa dagana. Eru þá ótaldir allir konsert- amir í tónleikasölum og kirkjum borgarinnar sem og myndlistarsýn- ingar er skiptu tugum. En kvöldið var fagurt og daginn eftir skyldu Fóstbræður sjálfir leggja fram sinn skerf til hátíðarinnar. Hvítasunnudagur rann upp, bjartur og dáfríður, eins og vera bar. Hafi íslenskir ferðalangar ekki þegar verið komnir í neitt sérstak- lega guðrækilegt hátíðarskap, þá fór ekki á milli mála að nú kallaði Vínarborg inn kaþóiska þegna sína til helgra tíða. Borgin ómaði öll af hringingum kirkjuklukknanna. Það var ekki steinsnar fyrir íbúa á Hót- el Royal að skreppa til hámessu i Stefánsdómi. Þijú Bkref fyrir hom- ið, fimmtíu skref yfir torgið og inn í kirkjuna var komið! Þar var sam- ankominn mestallur háaðall kaþ- ólsku kirkjunnar i Vín, og var messan sungin með þvílíkum til- þrifum að óbreyttir prótestantar ofan af íslandi þóttust aldrei hafa lifað annað eins. Sælir og hjarta- hreinir komu þeir sem höfðu drifið sig kortér yfír níu til messu 'i hall- arkapellunni i Hofburg og hlustað á Vínardrengjakórinn. Og þá var þeim heldur ekki í kot vlsað sem vom við messu í Ágústínusarkirkj- unni, en hún er einnig ( hallarsam- fellunni við Hofburg. Þar var sungið eitt af höfuðverkum tónbókmennt- anna við messuna með öllum sfnum Kyrie, Credo og Agnus Dei af fær- ustu listamönnum, þar sem við átti í guðsþjónustunni. En svo voru aðr- ir syndlausir að þeir þóttust ekkert þurfa á kirkjuferðum að halda þennan hvítasunnumorgun, en heilsuðu þess í stað upp á frú Maríu Teresíu í þeirri undurfögru höll Schönbrunn og létu heillast af ótrú- legri fegurð salarkynna og skraut- garða þeirrar merku frúar. Hitinn var áreiðanlega kominn upp undir þijátíu stig og söngstjór- inn var farinn að svitna af áhyggj- um ef ekki hita. Því fátt ku vera hættulegra fögrum söngröddum en brennandi sólarhitinn, og um kvöld- ið skyldi „Karlakor Foostbraedur, Island" — eins og þeir voru kynntir í dagskrá Wiener Festwochen — syngja í Karlskirkju, einni frægustu og fegurstu kirkju Vinarborgar. í tilefni staðs og stundar var efnis- skrá Fóstbræðra að þessu sinni með óvenju guðrækilegum blæ. Það var kannski ekki alveg einhlítt hvað varðaði efni og innihald þótt blæfagrir tónamir seiddu fram helgisvip á á^jónu innfæddra kirkju- gesta. Karlskirkja er feikilega stór kirkja og mikill eftirhljómur í henni og þvi ekki vandalaust að velja heppileg lög til flutnings þar. En Vínarbúar fögnuðu söng Fóst- bræðra gífurlega vel og enn máttu þeir syngja aukalög. Islendingafé- lagið í Vín og aðrir íslenskir tón- listarunnendur þar staddir, fjölmenntu og til þessara tónleika og gerðu þeir ekki aðeins að klappa Fóstbræðrum lof í lófa heldur buðu þeim til fagnaðar í listilegum bjór- kjallara, þar eigi langt undan, að loknum tónleikunum. Var þar fremstur ( flokki íslandsvinurinn og fyrrverandi félagi Sinfóníuhljóm- sveitar fslands, Helmut Neumann. Hafði hann ásamt konu sinni, Marín, sem er íslensk, haft veg og vanda af undirbúningi þátttöku Fóstbræðra í Vínarlistahátiðinni. Annan í hvitasunnu, mánudaginn 8. júní, var svo langt af stað til Ungveijalands í prýðilegu ferða- veðri. Fyrsti áfangastaður karla- kórsins Fóstbræðra í Ungveijalandi var Sópron. Það var ekki ekið eftir hraðbrautum fyrsta spölinn, enda ekki tiltakanleg löng leið frá Vín til Sópron — ekki nema þetta 80—90 km. Búsældarlegir og glað- legir bóndabæir Austurríkis hurfu fyrir gráleitum og dálítið þreytuleg- um ungverskum sveitabæjum. Það hafði bara gengið nokkuð fljótt fyr- ir sig að komast yfír landamærin — þrátt fyrir tpjög (tarlega vegabréfa- skoðun og dálítið spenntar taugar bílstjóranna frá Lúxemborg, en monsieur Femand var af frönskum uppruna, eins og áður hefur verið sagt frá, og þvi með franskt vega- bréf. Tóku ungverskir landamæra- verðir sér einkar góðan tíma til að rannsaka vegabréfíð hans og máttu islensku ferðalangarnir biða góða stund eftir að hann fengi það aftur. Sópron er rétt innan við landa- mæri Austurrfkis og Ungveijalands og það blönduð austurriskum áhrif- um og Au8turrikismönnum að árið 1922 var látin fara fram atkvæða- greiðsla í borginni um það hvorri þjóðinni borgin skyldi tiiheyra. En þrétt fyrir allar austurrískar mægð- ir og menningarleg áhrif þá voru Sópron-búar vissir um að þeir væru Ungveijar, enda munu liggja til þess margar og merkar sögulegar forsendur. Magyarar, herskár hirðingaþjóð- flokkur, er kom austan Úralfjalla á 9. öld — að talið er — settust að á sléttum Ungveijalands og stofnuðu þar konungsríki eftir að Ottó mikla Þýskalandskeisara (936—973) hafði tekist að stemma stigu við ránsferðum þeirra vestur í lönd kristinna manna. Til eru ennþá veg- leg mannvirki í Sópron sem fyrstu konungar Magyara (eða Madjara) létu reisa fyrir u.þ.b. þúsund árum. Og næstum því tvö þúsund ára eru rómversku rústirnar sem verið er að grafa upp í miðri Sópron þessa dagana, Gamli kaþólski biskupinn sem sá um tónleika Fóstbræðra þarna í Sópron hafði frá inörgu að segja og var sjálfur gott dæmi um ung- versk-austurrískar mægðir. Hann talaði þýsku eins og hún væri móð- urmál hans, enda var sú raunin. Móðir hans hafði verið austurrísk. Þrátt fyrir það var hann heill og sannur Ungveiji og var ekki að heyra á honum að hann harmaði að hafa ekki lent Austurríkismegin 1922, þrátt fyrir stjómmálalegt ástand í Ugveijalandi sem var kirkj- unni andsnúið og sem hann sjálfur var andsnúinn. Annars sagði hann, að það hefði ekkert þýtt fyrir tíu árum að hlaupa út um allan bæ og hengja upp veggspjöld og auglýs- ingar um kirkjutónleika eins og hann gerði núna. Þá hefði það ein- faldlega ekki verið liðið af stjóm- völdum, en nú skipti enginn sér af því. Sópron er eins og skugginn af fallegri borg. Grá og niðumídd hús- in eru dálitla stund að ljúkast upp fyrir manni, en svo allt í einu sér maður hvað byggingarlagið er fal- legt. Hve götumyndin er myndræn. Það þyrfti ekki annað en að skíra litina dálítið. Þá væri þetta allt eins og leikmynd — hvert sem litið væri. í Sópron voru ungversku farar- stjórarnir á sínum stað. Tvö ungmenni frá Búdapest tóku á móti kórnum tilbúin að fylgja þeim hvert fótmál þá rúmu viku sem stóð til að dveljast í Ungveijalandi. Þetta unga fólk hét Alexander og Díana, vel menntað og elskulegasta fólk. Einkum þótti stúlkan hafa frá mörgu að segja um sögu lands og þjóðar í nútíð og fortíð, og tala fallega enska tungu, sem var uppá- haldstunga ferðalanganna íslensku. Eitthvað gekk piltinum verr að tjá sig. Var það hvort tveggja að fram- burður hans á hinu engilsaxneska máli var allframandlegur. Svo bætti það ekki úr skák að hátalarakerfið í bíl monsieur Femand, sem féll í hlut Alexanders hins unga að nýta, var yfirleitt í ólagi, og dró það að vonum nokkuð úr kjarki piltsins að túlka það sem fyrir augu bar á leið- inni löngu um sléttur Ungveija- lands. Að kvöldi þriðjudagsins 9. júní hélt karlakórinn Fóstbræður fyrstu tónleika sína i Ungveijalandi og kannski þá bestu í þessari ferð, a.m.k. var h(jómurinn í kirkjunni sem þeir sungu í svo hæfilegur að undirrituð minnist ekki að hafa heyrt kórinn h(jóma betur í annan tíma. Að tónleikunum loknum gengu kórmenn fylktu liði í gegnum bæinn og linntu eigj göngunni fyrr en komið var í gullfallega og eld- foma krá, þar sem íslensku gestun- um var boðið upp á þorrabakka þeirra Ungveijanna ásamt með fímm eða sex tegundum af vini. Voru tegundimar drukknar sam- kvæmt séretakri röð og reglu eftir því hvar komið var f lifrarpylsunum og lundaböggunum. Sumir þóttust qjaldan hafa bragðað betri mat — þar í flokki var undirrituð — aðrir voru ffemur seinlátir að koma réttum þessum ofani sig enda engir séretakir borra- matsmenn að eðlisfari. Þama var mikil atemmning og mikið sungið, enda fomar rómverekar hvelfingar kjallarans til að auka á sönggleðina og ekki spöruðu heimamenn undir- tektir. Og svo var kjallarameistari staðarins og hans menn snortnir af stundinni að þeir ákváðu þar og þá að leysa íslensku gestina — hvem og einn — út með vænni flösku af nautsblóði, en svo nefnist rauðvínstegund ein þjóðleg, sem framleidd er á þessum slóðum. Þeg- ar menn gengu út af teiti þessu kom í ljós að það var ekki aðeins innan veggja krárinnar að Sópron-búar skemmtu sér með Fóstbræðrum. Fyrir utan glugga krárinnar höfðu nokkrir tónleikagesta tekið sér stöðu og hlustað á sönginn er barst út um gluggana. Svo fylgdi þetta sama fólki Fóstbræðrum alla leið upp á hótel að veisluhöldunum lokn- um. Veðrið hafði verið nokkuð beggja blands þessa tvo daga sem íslensku kórmennirnir höfðu dvalið í Ung- veijalandi með fólki sínu. En daginn, sem ekið var suður að Bala- ton-vatni, fór heldur betur að hitna í lofti. Balaton-vatn er ekki einasta stærsta vatn í Ungveijalandi, held- ur í allri Mið-Evrópu. Það er 595 km2 að flatarmáli og liggur í miðj- um vesturhluta landsins og er vinsælasti baðstaður Ungvetja. Fjöldi þorpa, bæja og smáborga stendur við vatnið — einkum sunn- anvert — og á afkomu sína að mestu undir þjónustu við ferðamenn og baðgesti. Siglingar eru líka mik- ið stundaðar á vatninu og mun vera þó nokkuð sviftivindasamt og ekki árennilegt fyrir óvana að vera úti á vatninu á smákænum þegar rýkur upp með roki þar. Við vesturenda Balaton-vatns eru friðaðir mýrarflákar, þar sem storkar og aðrir vaðfuglar eiga sér griðland. I hlíðum hæðanna norðan við vatnið — og sjálfsagt allt í kring- um það — eru sumarbústaðahverfi borgarbúa, enda vatnið vel í sveit sett — t.d. ekki nema um 80—90 km frá Búdapest. Það var ekki nema um hundrað kílómetra akstur frá Sópron til Falatonfured, bæjar- ins, sem skyldi vera næsti dvalar- staður Fóstbræðra í Ungveijalandi. Ungveijar hugsuðu mjög ná- kvæmlega fyrir því að gestir þeirra, íslenskir, fengju nógu oft og nógu mikið að borða. Var hópurinn ekki búinn að dvelja lengi í Ungveija- landi þegar þungar áhyggjustunur voru farnar að heyrast úr ýmsum hornum vegna „línanna" svo- nefndu. Það sem e.t.v. bjargaði málunum í sumum tilfellum var að morgunmaturinn var oft býsna framandlegur og ekki laust við að kresnum fslendingum fyndist nokk- uð vanta upp á hreinlætið á einstaka stað. En hvað um það. Ekki bar á öðru en fólki yrði almennt gott af matnum, enda voru Ungveijar ósparir á að bjóða upp á apríkósu- og kirsubeijabrennivin á undan matnum og skildu ekkert í þeim íslendingum sem kunnu ekki gott að meta. Gamli klerkurinn í Sópron sagði líka að vatn væri til þess að þvo sér úr en vín væri til að drekka. En það var um viðurgjörninginn. Helst vildu Ungvetjarnir koma þrí- réttaðri máltíð tvisvar á dag ofan í íslendingana. En hver máltíð sam- anstóð t.d. af hnausþykkri gúllas- eða baunasúpu sem forrétt, svína- steik, bjúga og lifrarkæfu ásamt ýmsum greinum grænmetis í aðal- rétt og osta- eða draflavínarbrauði, is og ávöxtum sem eftirrétt. Að þessu öllu etnu var svo fram borin fíngurbjörg af sótsvörtu og hnaus- þykku tyrknesku kaffí, og þegar þar var komið sögu voru matmenn- in islensku orðin nokkuð framlág á stundum. Nú, til einnar slíkrar máltíðar var stofnað um hádegisbilið á leiðinni frá Sópron að Balaton-vatni. Það var áð á krá úti sveit sem líktist engu meir en stórum og faltegum bóndabæ (það var áberandi hvað útlit bæja og býla hresstist eftir þvi sem lengra dró inn í landið i áttina að Balaton-vatni og Búdapest) og stóðu húsbændur og þjónustulið úti á hlaði og tóku á móti Fóstbræðrum með aprikósu- og kirkjubeija- brennivinunum sínum, harmóníkku- spili og hátíðlega skreyttum húsakynnum. Þama var svo in mikla máltíð borin fram I brennandi sólarhitanum, en íslendingamir, sumir hveijir, ekkert sérstaklega svangir, en þeim mun þyretari eftir að komast á baðströndina við Bala- ton-vatnið fræga. En ullt var þama veitt vel. Á Hótel Szot í bænum Balaton- fúred var svo komið um nónbilið. Og um kvöldið héldu Fóstbræður tónleika hinumegin við vatnið. Það kostaði klukkutima lystisiglingu fram og til baka um Balaton-vatnið fagra það kvöld. Er þeir komu úr þeirri ferð vor þeir enn leiddir með fólk sitt á enn eina krána. Sú var staðsett uppí hlíðinni fyrir ofan hótelið, en það var úti á strönd Balaton-vatns. Veitingastaður þessi var allur skrautlýstur og þar var sígaunahljómsveit sem gekk milli borða og bauðst til að leika hvað- eina er hjartað girntist. Og þarna upphófst enn ein margréttuð mál- tíðin og réttimir hver og einn vegleg máltíð fyrir meðalmann. Daginn eftir flatmagaði svo fólkið á strönd- inni fyrir framan hótelið og horfði á tignarlegar seglskútur sigla mjúk- lega um himinblátt vatnið og bera við fy'öll í ijarska. Síðdegis þennan sama dag lagði hópurinn svo af stað til Búdapest. Texti og myndir: SIGRÚN BJÖRNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.