Morgunblaðið - 07.11.1987, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987
49
merktar sérverkefni Orkustofnunar
tengdu fiskeldi. Benda ber á að fjöl-
margar stofnanir hafa nú tekið
fískeldi inn í kostnaðarliði sína,
m.a. auk Orkustofnunar; Rann-
sóknastofnun landbúnaðarins,
Hafrannsóknrstofnun, Veiðimála-
stofnun, Rannsóknastofnun fískiðn-
aðarins, Raunvísindadeild
Háskólans og embætti jrfírdýra-
læknis.
Af þessari upptalningu er ljóst
að brýnt er að samræming eigi sér
stað í rannsóknum tengdum fískeldi
hér á landi. Ólíklegt er að svo marg-
ar stofnanir viti af verkefnum
hverrar annarrar og að nýting á
rannsóknafé sé því til fýrirmyndar.
8. Á næsta ári eru um 200 millj-
ónir króna ætlaðar til niðurgreiðslu
á rafhitun. Á síðustu 9 árum hefur
ríkið yfírtekið um 9 milljarða króna
skuldir vegna veitna og fram-
kvæmda á sviði orkumála. Þetta
samsvarar um 1,2 milljarða króna
greiðslubyrði á ríkissjóði næstu 10
árin. Rafmagn og hiti eru því í raun
niðurgreidd um 19% vegna yfírtöku
þessara skulda. Þvi miður virðist
ekki alltaf hafa gætt nægilegrar
fýrirhyggju við ákvarðanir um
framkvæmdir á þessu sviði á und-
anfömum árum og veldur það
þessari þungu byrði á ríkissjóði.
Niðurlag
Hér að ofan eru nefndir 8 efnis-
þættir þar sem unnt væri að koma
við auknum spamaði. Þessir þættir
em valdir nokkuð af handahófí og
ljóst er að mun fleiri þætti mætti
nefna í sama skyni og það hafa
ungir sjálfstæðismenn raunar gert
áður, t.d. við fjárlagaumræðu árins
1986. Hér hefur t.d. ekki verið
staldrað við smærri liði sem krefj-
ast almenns hagræðingarátaks í
ríkisstofnunum. Á undanfömum
ámm hefur orðið ljóst að kröfur
um „almennan" niðurskurð sem
nemi ákveðnu hlutfalli útgjalda
stofnana, hafa ekki komist til fram-
kvæmda. Skýringin er aðallega sú
að ýmsir ráðherrar og ýmsir for-
stöðumenn ráðuneyta og stofnana
hafa tekið slíkum tilmælum
misjafnlega alvarlega — og komist
upp með það. Þó má fullyrða að
hagræðingarátak, sem hefur
pólitískan stuðning og beinist að
nokkmm ríkisstofnunum í einu,
getur skilað vemlegum árangri.
Einnig má í þessu sambandi benda
á aðrar almennar leiðir, svo sem
spamaðarátak gagnvart orkunotk-
un ríkisstofnana, pappírsnotkun og
bifreiðanotkun, sem fullvíst má telja
að skili árangri ef rétt er að staðið.
Ungir sjálfstæðismenn hvetja
ríkisstjórnina til að hugleiða ofan-
greindar ábendingar af kostgæfni
og hverfa frá þeim skattahækkun-
um sem gert er ráð fyrir í fjárlaga-
fmmvarpinu.
Félag ísl. náttúrufræðinga:
Varað við niður-
skurði á fé
til rannsókna
FÉLÁG íslenskra náttúrufræð-
inga varar við áformum um
stórtækan niðurskurð á fjárveit-
ingum til rannsókna, ráðgjafa-
þjónustu og faglegs eftirlits í
þágu undirstöðuatvinnugreina.
I frétt frá félaginu er vakin at-
hygli á vemlegri skerðingu á fjár-
lögum til Búnaðarfélags íslands,
Orkustofnunar og Rannsóknar-
stofnunar landbúnaðarins. „Ljóst
er að framkomin niðurskurðar-
áform em ekki byggð á faglegri
úttekt á viðkomandi starfsemi og
ber að harma slík vinnubrögð.
Sömuleiðis virðist skorta skilning á
eðli þessarar starfsemi og aðstöðu
til fjármögnunar.“
Bent er á að líklegt sé að marg-
víslegar undirstöðurannsóknir falli
niður að mestu eða öllu leyti ef fjár-
veiting verður skert til rannsókna.
Þá er bent á að nauðsynlegar bú-
háttabreytingar í landbúnaði verði
í hættu ef vemlega verður dregið
úr fjárframlögum til rannsókna og
leiðbeininga á því sviði.
67/ yyrf/
Létt og gott
— Nýr mat-
reiðsluklúbbur
NÝR matreiðsluklúbbur hefur
hafið göngu sína og nefnist hann
Létt og gott. Meðlimum klúbbs-
ins er send mappa með hitaein-
ingasnauðum uppskriftum.
SÁ útgáfan á Egilsstöðum gefur
út matreiðslumöppuna en að útgáf-
unni standa Svanfríður Hagvaag,
sem hefur skrifað um mat, og Ás-
geir Valdimarsson framkvæmda-
stjóri.
Aðalmarkmið klúbbsins er að
gefa út hitaeiningsnauðar matar-
uppskriftir, sem hægt er að nota
fyrir alla fjölskylduna, þannig að
allir geti borðað sama matinn hvort
sem þeir eru að halda í við sig eða
ekki. Þær eru líka heppilegar fyrir
þá sem vilja forðast mikla fítu í
mat, segir m.a. í fréttatilkynningu.
Mánaðarlega verða sendar út
30-35 uppskriftir sem á að safna í
möppuna. í möppunni er flokkunar-
kerfi þannig að auðvelt er að raða
uppskriftum saman og á að verða
úr fullkomin matreiðslubók.
Kökubasar í
Blómavali
4. BEKKINGAR Kvennaskólans
í Reykjavík verða með kökubasar
í Blómavali við Sigtún sunnudag-
inn 8. nóvember frá kl. 12.00-16.00.
Ágóði af basarnum rennur til
utanfarar stúdentanna.
Viðtalstími borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks-
ins verða til viðtals í Valhöll,
Háaleitisbraut 1, á laugardögum
frá ki. 10-12. Er þar tekið á móti.
hvers kyns fyrirspurnum og
ábendingum og er öllum borgar-
búum boðið að notfæra sér
viðtalstíma þessa.
Laugardaginn 7. nóvember verða til viðtals Júlíus Hafstein, formaður íþrótta-
og tómstundaráðs Reykjavíkur, umhverfismálaráðs, ferðamannanefndar og
stjórnarmaður í Dagvistun barna, Hulda Valtýsdóttir, formaður menningarmála-
nefndar og Guðmundur Hallvarðsson, formaður hafnarstjórnar.
Ertþúí húsgagnaleit?
Nýjar sendingar af þýskum og íslenskum leðursófasett-
um og hornsófum. # „
Hagstætt verð VALHUSGOGN
Opið í dag til kl. 16.00 Ármúla 8, sími 82275,686675
INNROMMUN
Alhliða innrömmun, smellu-
rammar, tilbúnir álrammar.
Nilsen állistar
nýjar gerðir og litir
Sérverslun með
innrömmunarvörur
CUROUW.
RAMMA
MIÐSTODIN
Sigtúni 10,105 Reykjavík, sími 25054.
Næg bílastæði v/dyrnar.
0PIÐ LAUGARDAGA KL.9-16
25 stærðir - álrammar
17 stærðir — smellurammar
NYKOMIÐ
fjölbreytt úrval af
plakötum og myndum