Morgunblaðið - 24.11.1987, Síða 52

Morgunblaðið - 24.11.1987, Síða 52
P&Ó/SIA 52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987 ÍtH260WGH>GH ÓrKUBITI Markmið nýrrar byggðastefnu eftir Guðjón Ingva Stefánsson Reyndur sveitarstjómarmaður af Vesturlandi kom á skrifstofu mína fyrir nokkru og sagði að loknum erindrekstri og spjalli um gæzku skaparans varðandi veðurfarið: „Ég sá í blaði, að þú ert að fara á ráð- stefnu á Selfoss." Ég jánkaði því og bað hann að tjá mér skoðun sína á því, hvemig við ættum að leysa byggðavandann. „Segðu þeim, að við viljum halda okkar réttmæta aflahlut af fram- leiðslunni og síðan viljum við fá að vera í friði. Forsjárstefna ríkisvalds- ins er okkar mesti óvinur," var svarið. Ai þessu veganesti og ýmsum öðram hræringum í þjóðfélagsum- ræðunni upp á síðkastið má ráða, að í vaxandi mæli sé umræða um byggðamálin í landinu að taka á sig mynd sjálfstæðisbaráttu, svo einkennilegt sem það kann nú að virðast við fyrstu sýn. En slík viðhorf eru ekki aðeins hér á landi. í erindi, sem prófessor Leif Grahm flutti á ráðstefnunni, kom greinilega fram, að raunveru- leg valddreifíng og efling frum- kvæðis í héraði em lykilaðgerðir í byggðastefnu nágrannalandanna. Þeir hafa fyrir löngu lært það í Noregi og í Svíþjóð, að skýrslugerð í Osló og Stokkhólmi leysir ekki vandann í norðurhéruðunum. Áður en við setjum fram mark- mið nýrrar byggðastefnu þurfum við að skilgreina verkefnið. Það er allt annars eðlis hér á landi en víðast hvar annars staðar, þar sem breytingar á atvinnuháttum hafa alls ekki dregið úr mikilvægi at- vinnulífsins í dreifbýlinu fyrir þjóðarheildina hér líkt og gerzt hef- ur í öðmm löndum. Vemleg byggðaröskun hér á landi getur því verið hættuleg fyrir þjóðarbúið í heild. Meginvandinn núna er tekju- skiptingin í þjóðfélaginu og þjón- ustudreifíngin. Aðalástæða hins fyrmefnda er röng gengisskráning og hins síðamefnda miðstýring frá höfuðborgarsvæðinu á flestum þáttum þjóðlífsins. Ríkisvaldið á sökina í báðum tilfellum. í mesta góðæri, sem yfír þetta land hefur gengið, er þjóðarbúið enn rekið með viðskiptahalla, og stönd- um við þó ekki í stórræðum í framkvæmdum. Af því dreg ég þá ályktun, að ekki sé allt með felldu í gmndvelli utanríkisviðskipta. Röng gengisskráning flytur gífur- legt fjármagn til í landinu, frá útflutningsframleiðslugreinum landsbyggðarinnar til neyzlu þjón- ustusamfélagsins, sem að stærstum hluta er á höfuðborgarsvæðinu. Dreifing valds ogþjónustu Langstærstu atvinnuveitendur höfuðborgarsvæðisins em þjónustu- stofnanir hins opinbera. Sú atvinnu- grein hefur vaxið risaskrefum á síðustu áratugum. Til jafnvægis verðum við að flytja þjónustuna út á land, ef við ætlum að auka fjöl- breytni atvinnulífsins þar. Þegar upplýst er, að starfsmenn Byggða- stofnunar geta ekki hugsað sér að flytjast til Akureyrar, þá er óraun- hæft að ætla, að flutningur annarra stofnana í heilu lagi takist. Hugmyndir um útibú hafa verið til umræðu, og margir hafa trú á þeirri lausn. Þótt hún geti á sumum sviðum átt við vil ég þó leyfa mér að vara við henni sem allsheijar- lausn. Höfuðból í Reykjavík og hjáleigur í öðmm kjördæmum leiðir hugann að reynslu sögunnar. Þegar harðnað hefur á dalnum hafa hjá- leigumar alltaf verið skomar niður fyrst. Fyrir rúmum fjömtíu ámm skrif- aði Hjálmar Vilhjálmsson, fv. ráðuneytisstjóri, m.a.: „Ef raun- vemlegur vilji er fyrir því hjá ríkisstjóm og Alþingi að dreifa valdi að einhveiju leyti til byggðarlag- anna er nauðsynlegt að lögfesta stjómvald, sem er þess umkomið að fara með það vald, sem þannig færist úr höndum stjómvalda í höf- uðborginni." • Þá eins og nú töluðu margir um þriðja stjómsýslustigið. En nú eins og þá em fleiri leiðir mögulegar. Efling sveitarfélaganna og flutn- ingur verkefna og tekjustofna til þeirra er mikilvægasta næsta skref- ið í þá átt að efla vald og þjónustu- möguleika í dreifbýlinu. Heitur matur þegar heim er komið# Þaö er óþarfi aö búa viö kalt snarl allan daginn. Moulinex örbylgjuofninn tryggir öllum úr fjölskyldunni heitan bita þegar heim er komið. Notkun Moulinex örbylgjuofnanna er auðveld og einföld - allt að því barnaleikur. _ Njóttu góðrar máltíðar með Moulinex. Upphaf góðrar máltíðar __

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.