Morgunblaðið - 24.11.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 24.11.1987, Blaðsíða 52
P&Ó/SIA 52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987 ÍtH260WGH>GH ÓrKUBITI Markmið nýrrar byggðastefnu eftir Guðjón Ingva Stefánsson Reyndur sveitarstjómarmaður af Vesturlandi kom á skrifstofu mína fyrir nokkru og sagði að loknum erindrekstri og spjalli um gæzku skaparans varðandi veðurfarið: „Ég sá í blaði, að þú ert að fara á ráð- stefnu á Selfoss." Ég jánkaði því og bað hann að tjá mér skoðun sína á því, hvemig við ættum að leysa byggðavandann. „Segðu þeim, að við viljum halda okkar réttmæta aflahlut af fram- leiðslunni og síðan viljum við fá að vera í friði. Forsjárstefna ríkisvalds- ins er okkar mesti óvinur," var svarið. Ai þessu veganesti og ýmsum öðram hræringum í þjóðfélagsum- ræðunni upp á síðkastið má ráða, að í vaxandi mæli sé umræða um byggðamálin í landinu að taka á sig mynd sjálfstæðisbaráttu, svo einkennilegt sem það kann nú að virðast við fyrstu sýn. En slík viðhorf eru ekki aðeins hér á landi. í erindi, sem prófessor Leif Grahm flutti á ráðstefnunni, kom greinilega fram, að raunveru- leg valddreifíng og efling frum- kvæðis í héraði em lykilaðgerðir í byggðastefnu nágrannalandanna. Þeir hafa fyrir löngu lært það í Noregi og í Svíþjóð, að skýrslugerð í Osló og Stokkhólmi leysir ekki vandann í norðurhéruðunum. Áður en við setjum fram mark- mið nýrrar byggðastefnu þurfum við að skilgreina verkefnið. Það er allt annars eðlis hér á landi en víðast hvar annars staðar, þar sem breytingar á atvinnuháttum hafa alls ekki dregið úr mikilvægi at- vinnulífsins í dreifbýlinu fyrir þjóðarheildina hér líkt og gerzt hef- ur í öðmm löndum. Vemleg byggðaröskun hér á landi getur því verið hættuleg fyrir þjóðarbúið í heild. Meginvandinn núna er tekju- skiptingin í þjóðfélaginu og þjón- ustudreifíngin. Aðalástæða hins fyrmefnda er röng gengisskráning og hins síðamefnda miðstýring frá höfuðborgarsvæðinu á flestum þáttum þjóðlífsins. Ríkisvaldið á sökina í báðum tilfellum. í mesta góðæri, sem yfír þetta land hefur gengið, er þjóðarbúið enn rekið með viðskiptahalla, og stönd- um við þó ekki í stórræðum í framkvæmdum. Af því dreg ég þá ályktun, að ekki sé allt með felldu í gmndvelli utanríkisviðskipta. Röng gengisskráning flytur gífur- legt fjármagn til í landinu, frá útflutningsframleiðslugreinum landsbyggðarinnar til neyzlu þjón- ustusamfélagsins, sem að stærstum hluta er á höfuðborgarsvæðinu. Dreifing valds ogþjónustu Langstærstu atvinnuveitendur höfuðborgarsvæðisins em þjónustu- stofnanir hins opinbera. Sú atvinnu- grein hefur vaxið risaskrefum á síðustu áratugum. Til jafnvægis verðum við að flytja þjónustuna út á land, ef við ætlum að auka fjöl- breytni atvinnulífsins þar. Þegar upplýst er, að starfsmenn Byggða- stofnunar geta ekki hugsað sér að flytjast til Akureyrar, þá er óraun- hæft að ætla, að flutningur annarra stofnana í heilu lagi takist. Hugmyndir um útibú hafa verið til umræðu, og margir hafa trú á þeirri lausn. Þótt hún geti á sumum sviðum átt við vil ég þó leyfa mér að vara við henni sem allsheijar- lausn. Höfuðból í Reykjavík og hjáleigur í öðmm kjördæmum leiðir hugann að reynslu sögunnar. Þegar harðnað hefur á dalnum hafa hjá- leigumar alltaf verið skomar niður fyrst. Fyrir rúmum fjömtíu ámm skrif- aði Hjálmar Vilhjálmsson, fv. ráðuneytisstjóri, m.a.: „Ef raun- vemlegur vilji er fyrir því hjá ríkisstjóm og Alþingi að dreifa valdi að einhveiju leyti til byggðarlag- anna er nauðsynlegt að lögfesta stjómvald, sem er þess umkomið að fara með það vald, sem þannig færist úr höndum stjómvalda í höf- uðborginni." • Þá eins og nú töluðu margir um þriðja stjómsýslustigið. En nú eins og þá em fleiri leiðir mögulegar. Efling sveitarfélaganna og flutn- ingur verkefna og tekjustofna til þeirra er mikilvægasta næsta skref- ið í þá átt að efla vald og þjónustu- möguleika í dreifbýlinu. Heitur matur þegar heim er komið# Þaö er óþarfi aö búa viö kalt snarl allan daginn. Moulinex örbylgjuofninn tryggir öllum úr fjölskyldunni heitan bita þegar heim er komið. Notkun Moulinex örbylgjuofnanna er auðveld og einföld - allt að því barnaleikur. _ Njóttu góðrar máltíðar með Moulinex. Upphaf góðrar máltíðar __
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.