Morgunblaðið - 11.12.1987, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 11.12.1987, Qupperneq 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1987 Fyrsta bók Franz- iscu Gunnarsdóttur ÚT ER komin hjá Vöku-Helga- felli fyrsta bók Franziscu Gunnarsdóttur, Vandratað í ver- öldinni, en í bókinni segir Franz- isca frá dvöl sinni í Skriðuklaustri í Fljótsdal í Múlasýslu hjá afa sinum, rithöfundinum Gunnari Gunnarssyni og ömmu sinni, Franziscu. Í kynningu útgefanda segir m.a.: „Bókin er fyrst og fremst saga af uppvexti ungrar stúlku og höfundur- inn varpar ljósi á ýmsa þætti sem tengjast hugmyndaheimi bamsins og þroskaferli á viðkvæmu mótunar- skeiði. í bókinni eru einnig skemmti- legir kaflar um skáldið Gunnar Gunnarsson og fá lesendur að kynn- ast honum í nýju ljósi. Böm taka eftir ýmsu í fari manna sem fullorðn- um er hulið og Franziscu tekst einkar vel að endurheimta hið bams- lega sjónarhorn og gildismat ungu telpunnar í frásögnum af afa sínum og öðm fjölskyldufólki. Lifandi stíll og skopskyn gera frásögnina hrífandi og eftirminnilega. Auk annars er hér á ferðinni skemmtileg heimild um daglegt líf manna og störf á íslensku stórbýli. Samskipti sveitunganna við skáldið lýsa vel tengslum íslenskrar alþýðu við rithöfunda sína og af því sem öðm verða skemmtilegar sögur.“ Vandratað í veröldinni er 140 bls. og prentuð í Prentstofu G. Bened- iktssonar, Kópavogi, og bundin í Bókfelli hf. í Kópavogi. Franzisca Gunnarsdóttir Doktor í sálarfræði NÝLEGA varði Sölvina Konráðs sálfræðingur doktorsritgerð við sálfræðideild Minnesotaháskóla i Bandaríkjunum. Ritgerðin heitir: „Crosscultural Crossvalidation of the Lawyer and Engineer Occupational Scales for Linguistically Equivalent Forms of the Strong-Campbell Interest In- ventory, Using Icelandic, Mexican and US Law and Engineering Stud- ent Data and US Professional Lawyer and Engineer Data.“ Rannsóknin beindist að því að kanna hvort stöðluð sálfræðileg próf, sem notuð em við náms- og starfs- ráðgjöf og við ráðningar, sýni sömu niðurstöður á mismunandi menning- arsvæðum. Niðurstöður sýndu að svo er. Sölvína er fædd 25. desember 1948 á Höfn í Homafirði, dóttir Dr. Sölvína Konráðs Við hjá SS mælum sérstaklega með rauðvínslegnu eða jurtakrydduðu lambalæri í hátíðarmatinn. Rauðvínslegnu og jurfakrydduðu lambalærin frá SS eru eingöngu unnin úr hýju, fyrstaflokks hráefni og eru tilbúin í ófninn. Sannarlega gómsætur hátíðarmatur. Ástu Karlsdóttur og Konráðs Péturs- sonar. Hún lauk stúdentsprófi frá MH 1979, BA-prófi í sálfræði frá Háskóla íslands 1983 og MA-gráðu í ráðgefandi sálfræði frá Minnesota- háskóla árið 1985. Sölvína hefur hlotið ýmsa erlenda og innlenda styrki til rannsókna. Hún vinnur nú að rannsókn á starfsánægju íslenskra kvenna í hefðbundnum og óhefðbundnum störfum og rannsókn á brotthvarfi nema í laga- og verk- fræðideild Háskóla íslands. í báðum þessum rannsóknum er fyrrnefnt sálfræðilegt próf notað. Hún starfar sem ráðgjafi við Menntaskólann við Hamrahlíð og sem stundakennari við Kennaraháskólann og Háskóla Is- lands. Sölvína er gift Garðari Garðars- syni hrl. og eiga þau tvær dætur. Kveikt á jólatrénu á Austurvelli KVEIKT verður á jólatrénu á Austurvelll sunnudaginn 13. des- ember kl. 16.00. Jólatréð er gjöf Oslóborgarbúa til Reykvíkinga en Oslóborg hefur nú í rúm 30 ár sýnt borgarbúum vinarbragð með þessum hætti. Athöfnin hefst kl. 16.00 að lokn- um leik Lúðrasveitar Reykjavíkur. Sendiherra Noregs á íslandi, Niels L. Dahl afhendir tréð en Davíð Oddsson borgarstjóri veitir trénu viðtöku fyrir hönd borgarbúa. At- höfninni lýkur með því að Dómkór- inn syngur jólasálma. Eftir að athöfninni er lokið mæta jólasveinar í fullum skrúða á þaki Nýja kökuhússins. Alliance Frangaise flytur FYRIR skömmu flutti Alliance Francaise starfsemi sína á Vest- urgötu 2 á 3. hæð. Alliance Francaise starfrækir þar bókasafn, en auk þess hefuf félagið staðið að menningarstarf- semi, s.s. kvikmyndasýningum á hverju fímmtudagskvöldi í B-sal Regnbogans og á vegum Alliance Francaise hafa franskir listamenn komið hingað til lands, tónlistar- menn, rithöfundar, leikhópar o.fl. Alliance Francaise stendur einnig fyrir frönskunámskeiðum og hefj- ast ný námskeið í janúar. Á bókasafninu er úrval franskra bóka auk þess sem ný frönsk dag- blöð og tímarit liggja frammi. Einnig er hægt að sjá fréttir frá franska sjónvarpinu á -myndbönd- um sem berast mánaðarlega. Bókasafnið er opið alla virka daga frá kl. 14 til kl. 19.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.