Morgunblaðið - 11.12.1987, Síða 8

Morgunblaðið - 11.12.1987, Síða 8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTÚDAGUR 11. DESEMBER 1987 Á besta aldri Morgunblaðið/Sverrir I g-amla sófanum á Hótel Borg. Frá vinstri: Ólafur Þórðarson, Ágúst Atiason og Helgi Pétursson. Ríó ræktar þjóðlega tóninn Á ÞJÓÐLEGU nótunum heitir ný hljómplata með Ríó triói þar sem þeir félagar Helgi Péturson, Ólafur Þórðarson og Ágúst Atla- son syngja ýmis gamalkunn lög í nýjum útsetningum Gunnars Þórðarsonar. Morgunblaðið hitti þá Ríó-félaga í spjalli á Hótel Borg og spurði þá um nýju plöt- una. „Okkur fínnst það þjóðþrifamál að koma þessum kunnu lögum á plötu, sérstaklega með tillit til bama, því þótt platan sé ef til vill fremur fyrir fullorðið fólk þá hefur það sýnt sig á viðtökunum að unga fólkið vill læra lögin og textana þótt þau séu í hefðbundnum stíl,“ sagði Helgi og Ólafur bætti því við að einn vinur hans hefði haft á orði að ung dóttir hans væri farin að syngja Hafíð bláa hafíð fullum rómi. „Við erum rétt komnir inn fyrir opið á gullnámu í sambandi við gömlu lögin," sagði Helgi, „það þarf að leggja miklu meiri áherslu á alvörulög og texta,“ og Ólafur bætti við: „Ef þessi gömlu lög heyr- ast á annað borð, þá er það af og til á Rás 1 í Ríkisútvarpinu, en annars ekki. Þó lifa þessi lög góðu lífi meðal fólksins í landinu, þau eru Forstjóri ráðinn að Þróunarsjóði Vestur-Norðurlanda STJÓRN Þróunarsjóðs Vestur- Norðurlanda, sem skipuð er mönnum frá Norðurlöndunum fimm ásamt Færeyjum og Græn- landi, hefur ráðið Steinar B. Jakobsson forstjóra sjóðsins, en tilgangur hans er að styrlya þró- un atvinnulífs og norræna samvinnu á Grænlandi, í Færeyj- um og á íslandi. Aðsetur sjóðsins verður i Reykjavík með fulltrú- um í Þórshöfn, Færeyjum og Nuuk, Grænlandi. Steinar er fæddur í Reykjavík 1935. Hann lauk dipl. ing.-prófi í rafeindaverkfræði frá Karlsruhe, Vestur-Þýzkalandi árið 1962 og hefur auk þess stundað framhalds- nám í rafeindatækni í Bandaríkjun- um og viðskiptafræði í Danmörku. Steinar B. Jakobsson Saga af yrðlingi BÓKAFORLAG Odds Björnsson- ar hefur gefið út bókina Urðar- búinn eftir Jón Gísla Högnason. I kynningu útgefanda segir m.a. um efni bökarinnar: „Stína á Ástöð- um var orðin 11 ára. Sumarstarf hennar var að sitja yfir ám föður síns fram til dala og hafði hún hvolpinn sinn, Kátínu, með sér. I hjásetunni verður Stína vör við grá- an yrðling, sem henni tekst smám saman að hæna að sér, og er lýsing höfundar á samskiptum Stinu og yrðlingsins einkar hugljúf." Myndskreyting er eftir Hans Kristansen frá Hveragerði. Prentun og bókband annaðist Prentverk Odds Bjömssonar hf. arfurinn, en það er áhyggjuefni að þau eru á undanhaldi. Við höfum reynt að færa þau í nútímabúning, eins mildilega og hægt er. Ailar laglínur eru hárréttar og lögð er áhersla á skýran og góðan texta- framburð. Það hefur mjög verið vandað til þessarar plötu, bæði und- irbúnings og upptöku og gej-ð plötuumslagsins, þar sem eru út- skýringar á ensku og þýsku auk íslensku.“ Þeir félagar undirstrikuðu að á þeim væri engan bilbug að fínna og þeir væru nú að spá í dagskrá í einu af veitingahúsum borgarinn- ar. „Það er klárt að við gerum eitthvað,“ sagði Ágúst, „við viljum leggja okkar af mörkum til þess að kveikja áhuga meðal ungs fólks á íslenskri tónlist sem nú er á und- anhaldi, en það fer ekkert á miili mála að krakkamir vilja syngja gömlu lögin ef þau fá tækifæri til þess.“ í laginu Oxar við ána syngja 9 böm þeirra félaga með þeim og tveir kunningjar þeirra. „Það þarf að bregðast við í þess- um efnum,“ sagði Helgi, „það hefur minnkað að að sé sungið með börn- unum, þeim eru ekki kenndar vísur og nú eru það aðeins einstaka gaml- ir menn sem kunna að yrkja vel. Upp með fjörið í sígilda, íslenska stílnum, hann bregst ekki. - á.j. Bók um breytingaskeiðið BÓKAÚTGÁFAN Forlagið hefur sent frá sér bókina Á besta aldri sem Jóhanna Sveinsdóttir ritar í samvinnu við Þuríði Pálsdóttur. I bókinni er fjallað um breytinga- skeið kvenna og karla. í umsögn útgefanda segir að í bókinni sé rætt um helstu fylgikvilla sem og alvarlegri einkenni eins og beinþynningu. Þá er i bókinni sérstakur kafli um hormónagjaf- ir og gildi þeirra og loks er umfjöllun um líkamsrækt mið- aldra kvenna og holla fæðu svo og baráttuna við þunglyndið. í frétt frá útgefanda segir m.a.: „Á síðustu árum hefur sú þögn sem áður ríkti um breytingaskeiðið verið rofín enda er það óumflýjanlegt og engri konu óviðkomandi. Ætla má að um 80—90% kvenna þekki ein- hver einkenni þess og óþægindi af eigin raun. Hér á landi hefur Þuríð- ur Pálsdóttir brotið ísinn með fyrirlestrahaldi sínu um vandamál breytingaskeiðsins og hvemig brugðist skuli við þeim, enda er nú almennt viðurkennt að gamlai' kreddur viðvíkjandi tíðahvörfum séu að mestu leyti rangar og fyrir æ fleiri konur getur þetta æviskeið orðið upphaf að ánægjulegu og þroskandi tímabili.“ Bókin er byggð á reynslu fjölda ■» erv fifh - Itxiv* ioi Um i Þrf kvenna sem segja sögu sína í við- tölum. Þá er stuðst við þekkingu kvenlækna og annarra sérfræðinga og hafa þeir Víglundur Þorsteinsson kvensjúkdómalæknir og Ingólfur Sveinsson geðlæknir lagt höfund- unum lið við gerð bókarinnar. Á besta aldri er 230 bls. AUK hf. Jóna S. Þorleifsdóttir hannaði kápu. Prentsmiðjan Oddi hf. prent- aði. Bók um Kristin Vig- fússon staðarsmið ÚT ER komin bókin Kristinn Vigfússon staðarsmiður sem Guðmundur Kristinsson hefur skráð eftir föður sínum. í frétt frá útgáfunni segir m.a.: „Kristinn var mikill atorku og hag- leiksmaður og lagði víða hönd á plóginn í uppbyggingu á þessari öld. Hann var smiður og sjómaður, réri 17 vertíðir fíá Þorlákshöfn og Eyrarbakka á unga aldri, þar af 13 sem formaður og víða byggði hann hús og önnur mannvirki á Suðurlandi, m.a. fyrstu húsin í Hveragerði. Mjólkurbúið og Funda- húsið og hann var mikilvirkasti húsasmiður á Selfossi i 30 ár. Bók- inni er skipt : 10 kafía ng er 256 bls. að sta rð. mymLskreytt og henni fylgir nafnaskrá 630 manna sem koma við sögu.“ Bókin er gefin út af Árnesútgáf- unni og er prentuð í Prentsmiðju Suðurlands. Kristinn staðarsmiður. Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík: Lýsir yfir andstöðu við vinnubrögð Ríkisútvarpsins Jón Gísli Högnason Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt samhljóða á fundi stjórnar fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík sem haldinn var 4. desember sl. Stjóm Fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík lýsir yfir andstöðu sinni við þau vinnubrögð forráðamanna Ríkisútvarpsins að leggja stein í götu Stöðvar 2, með því að segja henni upp leigu á að- stöðu Ríkisútvarpsins sem hún hefur nú þegar og neita einkastöðinni um slíka aðstöðu í öðrum landshlutum. Ríkisútvarpið er þjóðareign — útvarp allra landsmanna — og hefur því aðrar og rpeiri skyldur en einkarekn- ar stöðvar. Er skylduáskrift að Ríkisútvarpinu m.a. studd þeim rök- um. Því er ljóst að Ríkisútvarpið getur ekki leyft sér að bregðast við þeirri eðlilegu og sjálfsögðu sam- keppni, sem Sjálfstæðisflokkurinn átti stærstan þátt i að koma á, með slíkum vinnubrögðum. Auk þess stuðla forráðamenn Ríkisútvarpsins með þessu háttemi sínu að því að tækjabúnaður í eigu þjóðarinnar stendur vannýttur. Er þessi ákvörð- un Ríkisútvarpsins ennfremur í andstiiðu við áður auglýsta stefnu þess um að veita nýjum útvarps- stöðvurr aðstoð gegn gjaldi. Heil- brigð samkeppni er og á að vera fólgin í því að leggja sjálfan sig fram en ekki í því að skemma fyrir öðr- um. Stjóm Fulltrúaráðsins skorar því á forráðamenn Ríkisútvarpsins að endurskoða afstöðu sína og ein- beita sér fremur að því að bæta efni ríkisútvarpsins og bregðast með þeim hætt: við samkeppni um hylli neytenda. Til þess var leikurinn gerður. Greinargerð: Eins og fram hefur komið í frétt- um hefur Ríkisútvarjjið sagt Stöð 2 upp leigu á aðstöðu Ríkisútvarpsins á Víðinesi og jafnframt neitað Stöð 2 um slíka aðstöðu í öðrum lands- hlutum. Þetta er gert með óeðlilega skömmum fyrirvara á versta árstíma. Þetta hljóta að teljast vafa- söm vinnubrögð sérstakiega í Ijósi þess að í ársbyijun 1986 auglýsti Ríkisútvarpið í öllum fjölmiðlum að það væri á grundvelli 16. gr. útvarp- slaga reiðubúið til þess að aðstoða þá sem hygðust setja á stofn út- varpsstöðvar. I auglýsingunni segir orðrétfc „I dreifikerfi Ríkisútvaips- ins, sem nær um land allt, felast nokkrir nýtingarmöguleikar sem gætu komið öðrum aðilum að gagni. Ríkisútvarpið vill hér með vekja at- hygli a þessu ákvæði útvarpslag- anna, og er eftir því sem aðstæður leyfa, reiðubúið að fylgja eftir, þegar í Ijós kemur hver áhugi er á sam- starfí og hveijar þarfir annarra eru fyrir leiguafnot af útsendingabúnaði Ríkisútvarpsins. Tekið skal fram, að þetta á aðeins við um útsendingu efnis en ekki dagskrárgerð." Það er því ljóst að síðustu ákvarð- anir Ríkisútvarpsins ganga algjör- lega gegn þessu. Ríkisútvarpið hefur einhliða ákveðið leigugjald fyrir að- stöðu þá, sem um ræðir, svo hin skyndilega kúvending nú á ekki rætur sínar að rékja til of lágs leigu- verðs. Það er því Ijóst að mati stjómar Fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna að þessi ákvörðun er ekki samboðin Ríkisútvarpinu og gengur gegn stefnu Sjálfstæðisflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.