Morgunblaðið - 11.12.1987, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 11.12.1987, Qupperneq 24
24 C MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1987 Heill sé krökk- unum í Hagaskóla! Sjaldan hefur lítil fréttagrein glatt mig meira, né orðið mér yndis- legri morgungjöf en nokkur orð um áhugamál nemenda í Hagaskóla 10. nóvember. í huga mínum ómaði ljóð og lag sem ég og mínir nemendur sungum mikið fyrir mörgum ára- tugum, en heyrist nú sjaldan epa aldrei. Það nefnist: Vormenn ís- lands og er áskorun til unga 'jdksins um að rækta landið sitt: Vormenn íslands, yðar bíða eyðiflákar, heiðalönd. Komið grænum skógi að skríða skriður berar, sendna strönd. Huldar landsins vemdarvættir vonarglaðar stíga dans. Eins og mjúkir hrynji hættir heilsa bömum vorhugans. Vonandi kunnið þið öll þetta upp- hafserindi. Hafið auðvitað lært það og sungið á ykkar langa námstíma í ykkar fínu höllum, sem heita skól- ar nútímans. En það er eftir Guðmund Guðmundsson, sem var einmitt nefndur skólaskáld, yndis- legan mann austan úr Fljótshlíð, sém lærði í Menntaskólanum við Lælqargötu, sem þá var einn helzti skóli landsins og er það enn. Fyrmefnd fréttagrein er raunar ekki eins ánægjuleg að öllu leyti og hún hefði getað verið, þótt hún gæti orðið upphaf af nýjum og frá- bærum starfsþætti, ekki einungis í bamaskólum Islands, heldur öllum skólum landsins. Þá yrðu þær Ásdís, Manja og Matthildur nokk- urs konar sígildar sögugyðjur vorsins í sjálfu skammdeginu um öfobmin ár og jafnvel aldir. Ilmur nýrra skóga og blóma andaði í vorblæ ókominna ára, hvar sem þeirra yrði getið. Nú á dögum er allt eða flest sett fram sem kröfur til stjómenda um peninga úr ríkissjóði. Og auðvitað var eðlilegt að óskir bamanna ýrðu með sama svip og nú er í tízku. En ein málsgrein í óskum þeirra ómaði sem fyrirheit og spádómur og um leið krafa um fómir eigin handa og hjartna og jafnvel um leið þakkir til okkar, þessara öldnu vormanna, sem hófu þetta hug- sjónastarf fyrir meira en 70 árum, vió gluggann eftirsr. Árelius Nielsson þegar fáir skólar voru til á okkar landi. Þessi fagnaðarboðskapur frétta- greinarinnar er bæði vizka og sígild starfsáætlun í anda ljóðsins um Vormenn íslands. Áskorum um „að tekinn verði upp sá siður að fara með grunnskólanemendur út í nátt- úmna til að gróðursetja tré og aðrar plöntur. Það gefur þeim tækifæri til að kynnast náttúmnni á nýjan hátt og er um leið ódýr leið til að græða landið." Þama er í fáum orðum tjáð, hvað ættu að vera starfshættir á þessu menningarsviði landgræðslu og starfsfræðslu næstu áratugi og jafnvel aldir. En um leið væri þetta einn ömggasti og göfgasti þáttur þess að efla og varðveita ættjarðar- ást og manngildi komandi kynslóða. Þar gæti þéttbýli og margmenni komandi tíma fallist í faðma við áhrif og innlifum stijálsbýlisins, sem verið hefur einn merkasti þátt- ur í menningu og dáðum íslendinga um aldaraðir. Raunar er þama unn- ið, hin síðustu ár einmitt hérlendis, með sérstæðum hætti sem fáir veita athygli. En þar skal bent á, að sum- arleyfi em lengri hér og skyldu- námstími styttri en í flestum löndum Evrópu. Og einmitt þessi tíma að sumrinu notast vel, jafnvel hér í höfuðborginni, til starfs og náms, nær ósjálfrátt á þessu sviði. Um leið hefur íslenzk æska eignast sérstakt uppeldi í nánd og samskipt- um við hið gróandi þjóðlíf lands og fortíðar. Þama er starf huga og handar æðra öllum peningum, jafnvel þótt verður sé verkamaðurinn launa sinna. Þetta skal ekki sagt til að mót- mæla styrkjum til þessarar starf- semi. Og fáum mun verða ljúfara að leggja þar eitthvað jákvætt fram en núverandi landbúnaðarráðherra, sem er frá fyrstu bemsku innvígður þeim hugsjónum landgræðslu, sem hér eru að baki þessum orðum. Ekki þarf annað en litast um bemskustöðvar hans í Skaftafells- sýslu til að sannfærast um það. Raunar væru heimsóknir nokkurra skóla á komandi vori þangað austur sjálfsögð vígsla þess sem verða kann, ef fastmótað skipulag yrði á skólum árlega á þessu sviði. Þar skyldi fyrst nefna, að ákveða einn dag, haust og vor, sem land- græðsludaginn, sem undirbúinn yrði með sérstakri fræðslu um blóm og jurtir, skóggræðslu og skóg- rækt. Þar yrðu heimsóknir í Heiðmörk og Laugardalinn bezta sýnikennslan hér á höfuðborgar- svæðinu, ásamt fræðslu í starfsað- Unglingalúðra- sveitin lék á fömum vegi Keflavík. Unglingalúðrasveit Keflavík- ur iék nokkur lög fyrir bæjarbúa á förnum vegi í miðbæ Keflavík- ur á laugardaginn. Var unglinga- lúðrasveitin að vekja athygli á kaffisölu sem Kvenfélag Keflavíkur gekkst fyrir í Iðn- sveinafélagshúsinu til styrktar ferðasjóði hljómsveitarinnar. Margir bæjarbúar og nærsveitar- menn voru á ferð í blíðunni til að gera jólainnkaupin og setti leikur unglinganna skemmtilega svip á bæinn og menn voru al- mennt í hátíðarskapi. - BB ferðum, sem þar hefur verið beitt. Auðvitað mætti blanda þessa við- leitni með margvíslegu móti til fróðleiks, átaks, ferðalaga og skemmtiatriða. Aðalatriði er að þessi starfsemi, fræðsla og skemmtun í sambandi við land- græðsludaginn væri aldrei . látin niður falla, eitt einasta ár. Hún yrði að vera í sambandi við hæztu hugsjónir og takmark skólastarfs og gróanda þjóðlífsins. Þegar litið er til baka og minnzt heimsókna og verkefna í Heiðmörk í gamla daga, mætti finnast, að hér væri efni í heila bók. Eitt er víst, þeim ilmandi vordögum og síðsum- arkvöldum, sem til þess upphafs var eytt, gleymir enginn. Og vart er þar unnt að greina milli draums og veruleika í leik og söngvum, erfiði, sáningu og uppskeru. Þama var bæði sjálfrátt og ósjálfrátt verið að vinna að göfgun og þroska þeirrar æsku og bemsku þessa litla sam- félags, sem nú veitir fögnuð yfir fegurðardrottningum heims og ungum nútímavíkingum íþrótta og keppni, sem allir dá í fögnuði ótelj- andi sigra, sem allt mannkyn undrast frá svo fjarlægu landi og fámennu. Ekki er hægt að ljúka þessum fáu og fátæklegu orðum til hróss og heilla Hagaskólakrökkunum, án þess að benda á bölið mikla, sem bíður við dyr heimila og skóla og reynir með klækjum vesælla vit- firringa að villa um fyrir þessum fríða hópi vormanna, sem prýði bekki íslensku skólanna. Þar er æðsti auður íslands í hættu. Þið vitið öll, að þar er bent á eitumeyzl- una, sem setur ykkur öll í hættu, þótt í fyrstu sýnist aðeins mein- laust fíkt og dropadella. Drykkja og reykingar bæta engan. En eitt er víst: Ekkert grefur íslenzkum vormönnum ægilegri grafir og ræn- ir fremur allri hamingju. Kæru vormenn íslands, gleymið aldrei hve mikils virði gáfur ykkar, glæsimennska og hugsjónir, fram- tíðaróskimar fögru, em foreldmm ykkar og því sem nefnt er þjóð- menning. Og þar er litla þjóðin á landinu við yzta haf ein hin æðsta, ef hún gætir sín við græðgi, kröfum og eitri. Þið getið svo mikið sjálf, ef þið notið rétt krafta og gáfur. Það er núna meira virði fyrir ykk- ur, já, okkur öll, að þið fáið þá sem ráða, með landbúnaðarráðherra og menntamálaráðherra í broddi fylkingar, til að velja dag, bæði haust og vor, sem skólamir eiga að skipuleggja fyrir Skógrækt ríkis- ins og Landgræðslu, með bömin að verki, en nokkur fjárveiting. Þið getið sjálf safnað til starfsins, þeg- ar þar að kemur. Kannið málin. Fáið sem flesta skóla í borginni til þátttöku, þá vex þessi hugsjón til vemleika á stuttum tíma. Syngið enn með ykkur sjálf í huga, sem emð vormenn íslands, bæði vetur og sumar: Vomienn íslands, vorsins boðar. Vel sé yður, fijálsu menn. Morgunn skóga og rósir roðar rækt og tryggð er græðir senn. Notið vinir, vorsins stundir, veijið tíma og kröftum rétt. Búið sólskært sumar undir sérhvem hug og gróðurblett. Ungllngalúðrasveit Keflavikur kom bæjarbuum og nærsveitarmönn- um, sem áttu leið um miðbæ Keflavíkur, í hátíðarskap með leik sínum. 2 1 HVALVEIÐAR VIÐÍSLAND1600-1939 Trausti Einarsson Höfundur bókarinnar, Trausti Einars- son sagnfræðingur, hefur viðað að sér bestu fáanlegum heimildum íslensk- um, dönskum, norskum, breskum, bandarískum, þýskum, spænskum, batneskum og frönskum um sögu hval- veiða á Norður-Atlantshafi, einkum umhverfis ísland, frá því á ofanverðum miðöldum og fram til 1940'. Hvalveiðar við ísland 1600-1939 er áttunda bindi í ritröðinni Sagnfræðirannsóknir-Studia historica sem Sagnfræðistofnun Háskóla íslands og Menningarsjóður standa að. Trausti Bnarsson HVALVEIÐAR VIÐISIAND 1600-1939 MJÓFIRÐINGASÖGUR Vilhjálmur Hjálmarsson Svo langt sem séð verður aftur í tíma er 15 heimili og 100 manns ekkert fjarri meðallaginu í Mjóafirði. Fyrir 140 árum eða svo hófst breytingaskeið á þessum slóðum, og brátt var allt komið á ferð og flug í sveitinni: þorskveiðar margföld- uðust, Norðmenn komu í síldina, fyrsta frosthúsið á landinu var byggt, Norð- menn komu á ný og stofnuðu hvalveiði- stöðvar. Og fólkinu fjölgaði úr 100 í 400 við síðustu aldamót. Síðan er margt breytt-og íbúum Mjóafjarðarhrepps hefur fækkað í 35. Frá öllu þessu greina Mjófirðingasögur Vilhjálms á Brekku, fyrrum alþingismanns og ráðherra. LANDAMÆI Heiðrekur Guðmundssc Þetta er áttunda ljóð kvæðin ort á árunum ur fer hér víða nýjar 1 sinni en heldur þó tr armið og vinnubrö< vakir karlmennska þessa lífsreynda ská an að tímabærri niðurstöðu. ÍIEIDREKOD GUf LANmMÆÐI KVÆDI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.