Morgunblaðið - 13.12.1987, Síða 1

Morgunblaðið - 13.12.1987, Síða 1
128 SÍÐUR B/C Bretland: SAS heimiluð kaup á BCal London. Reuter. BREZKA flugmálastjómin (CAA) heimilaði fyrir sitt leyti kaup skandinavíska flugfélags- ins SAS á hluta í brezka flugfé- laginu BCal. Flugfélagið British Airways (BA) hreyfði strax mót- mælum og krafðist þess að BCal yrði svipt flugleyfum. SAS bauð 110 milljónir punda, eða 7,4 milljarða íslenzkra króna, fyrir 26,14% hlut í BCal, en BA hækkaði á dögunum tilboð sitt í allt félagið úr 119 milljónum punda í 200 milljónir, eða 13,4 milljarða króna. Stjóm BCal hefur ráðlagt hluthöf- um í félaginu að ganga að tilboði SAS og fögnuðu þeir ákvörðun CAA í gær. Fyrir skömmu sagðist ríkis- stjórnin ekki myndu hindra kaup SAS á hlut í BCal. Má segja að framtíð fyrirtækisins sé í höndum stærsta hluthafans, Investors In Ind- ustry (31), sem á 41% hlutabréfa. British Airways krafðist þess í gær að BCal yrði svipt flugleyfum því að óbreyttu væri vérið að leyfa útlendingum að ráðskast með flug- leyfi brezkra flugfélaga. Hótaði BA að krefjast opinnar vitnaleiðslu um ákvörðun CAA. Verði af kaupum SAS mun tilvera BCal tryggð um ókomna framtíð. Gangi eigendur að tilboði BA rennur það saman við það félag og hverfur því af sjónarsviðinu, flugi verður hætt á mörgum leiðum þess og um 2.000 starfsmenn BCal missa at- vinnuna. Morgunblaðið/Bjami Bráðum koma blessuð jólin Margir hlakka til jólanna, en engir bíða þeirra þó með jafn mikilli eftirvæntingu og bömin. Mynd þessi er tekin á Grænu- borg, einu dagheimila Reykjavíkur, og þar vom bömin önnum kafín við jólaundirbúninginn. Reuter Rainbow Warrior, skipi Greenpeace-samtakanna, var sökkt í gær. Rainbow Warrior á leið í hina votu gröf Wellington. Reuter. RAINBOW Warrior, skipi Green- peace-samtakanna, var sökkt með athöfn við norðurodda Nýja-Sjálands í gær, en það gekk ekki þrautalaust, því Bandaríkja- maður, sem vildi að ryðkláfurinn yrði gerður að fljótandi safni, hlekkjaði sig við skipið og tafðist því athöfnin. Michael Sherry, sem hlekkjaði sig við skipið, sagði að það bryti gegn lögmálum Greenpeace, að sökkva Rainbow Warrior. Á endan- um gafst hann upp og Maori-prest- ar stýrðu kveðjuathöfn, sem um 200 manns fylgdust með. Franskir leyniþjónustumenn sökktu Rainbow Warrior í höfn á Nýja-Sjálandi 10. júlí ®Í985. Einn úr áhöfn skipsins beið bana. Phil Goff, ferðamálaráðherra Nýja-Sjá- lands, sagði í gær að skipið hefði laskast um of til þess að viðgerð hefði borgað sig og það hefði bæði verið fyrir neðan virðingu skipsins og tilfinningaleysi að selja það til niðurrifs í brotajárn. Bandarískar þyrlur bjarga skipveijum íranir ráðast á olíuskip frá Kýpur: Dubai, Vínarborg. Reuter. BANDARÍSK herþyrla bjargaði í gær skipveijum á risaoliuskipi frá Kýpur sem kviknaði í uiidan strönd Dubai eftir árás írana í gær- morgun. Þyrla frá bandarisku sjónvarpsstöðinni CBS bjargaði einnig 9 mönnum af skipinu sem heitir Pivot og er 232 þúsund lestir. Að sögn björgunarmanna voru skipveijar samankomnir öðru megin í skipinu því logandi eldar komu í veg fyrir að þeir næðu að varpa út björgunarbátum. Ráðherrar 13 olíuframleiðslu- ríkja ræddu saman langt fram á aðfaranótt laugardags um leiðir til að ná samkomulagi um olíuverð og framleiðslukvóta næsta árs. Að sögn fulltrúa á fundinum í Vín hafn- ar meirihluti OPEC-ríkja enn sem fyrr kröfu írana um hækkun olíu- verðs úr 18 dölum á tunnuna í 20. Ágreiningurinn getur valdið því að OPEC missi tök sín á olíuverði í heiminum. Búist er við að fundinum ljúki nú um helgina. íranir hótuðu fyrr í vikunni að virða framleiðslukvóta að vettugi og tvöfalda olíuframleiðslu sína ef olíuverð yrði ekki hækkað. Forseti OPEC, Rilwanu Lukman, olíumála- ráðherra Nígeríu, hefur lagt fram málamiðlunartillögu um 18,5 dali á tunnuna. En lykilríki innan samtak- anna eins og Kúwait og Saudi- Arabía eru ósveigjanleg hvað óbreytt olíuverð varðar, vegna „bágrar stöðu á mörkuðunum". Persáflóastríðið endurspeglast í deilunum á OPEC-fundinum í Vín. írakar krefjast þess að þeir fái að framleiða jafn mikið af olíu og íran- ar. íranir hafna þessu algerlega og segjast ekki taka þátt í neinum samningum sem gæfu Irökum jafn- an rétt til framleiðslu og Iran. írakar hafa undanfarið framleitt langt umfram kvóta sinn og verið einangraðir í samtökunum. Þetta virðist nú vera að snúast við. írakar hafa gefið í skyn að þeir séu reiðu- búnir að halda sig við framleiðslu- kvóta, ef til vill til að vinna sér bandamenn í Persaflóastríðinu. ír- anir á hinn bóginn eru með kröfum sínum um verðhækkun komnir í stöðu svarta sauðarins innan OPEC. Kosningar í Belgíu: Stjórninni spáð falli Brtissel, Reuter. I DAG er gengið til þingkosninga í Belgíu. Skoðanakannanir benda til að hægri stjórn Wilfrieds Martens, sú sjöunda á átta árum, missi þingmeirihluta sinn. Ekki verður kosningin sjálf held- ur auðveld fyrir hinn almenna borgara. Kjörseðillinn er á stærð við stórt dagblað. Tuttugu flokkar bjóða fram og kosningareglur eru gífurlega flóknar. „Það er eins gott að vera viss áður en maður heldur á kjörstað. Annars á maður á hættu að vera allan morguninn í kjörklef- anurn," sagði einn kjósenda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.