Morgunblaðið - 13.12.1987, Side 30

Morgunblaðið - 13.12.1987, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1987 Andrés lndriðason þarf vart að kynna fyrir íslenskum börnum og unglingum. Hann hefur á undanförnum árum unnið sér sess sem einn afkastamesti og vandvirkastí unglingabókahöfundur hér á landi. Bækur hans hafa verið með afbrigðum vinsælar og nægir þar að nefna Fjórtán bráðum fimmtán, Töff týpa á föstu, Með stjömur í augum og svo bækurnar um Jón Agnar Pétursson, Bara staelar! og Enga stæla!. Nú koma út tvær nýjar bækur eftir Andrés Indriðason. Stjömustælar er þriðja bók Andrésar um Eyjapeyjann eldhressa, Jón Agnar Pétursson, sjálfstætt framhald af hínum tveimur. Nú hyggst Jón Agnar spreyta sig á leiklistinni. Hann fær hlutverk í kvikmyndinni Hjartagosanum en margt fer öðruvísi en ætlað er. Björninn er ekki unninn þó að Barði kvikmyndaleikstjóri haldi því fram að hann sé fæddur leikari. Þó fer gamanið fyrst að kárna þegar í Ijós kemur að hann á ekkí að leika hetju f anda Sylvester Stallone heldur ástarhlutverk á móti þessarí stelpu frá Akureyrí. Fyrirsjáan- legt er að það verða ekki góð tíðíndi fyrir Ragnhildi. hína einu sönnu. En úr öllum flækjum má greiða með kænsku og smástæl- um. . . Stjömustælar er 196 bls. Verð: 1.375,- I5ð Málogmenning Ea Danslaga- keppni á Hótel Borg ÁKVEÐIÐ hefur verið að endur- taka danslagakeppnina í tengsl- um við gömludansana á Hótel Borg. Svipuð keppni var haldin í fyrra og bárust þá um 120 lög. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú bestu lögin og eru 1. verðlaun 60 þúsund krónur, 2. verðlaun 30 þús- und krónur og 3. verðlaun 10 þúsund krónur. Stjómandi er Jón Sigurðsson og mun hann ásamt hljómsveit sinni sjá um framkvæmd keppninnar. Keppnin hefst 7. febrúar og verð- ur á sunnudögum fram til 27. mars en þá verða úrslit kynnt. Skilafrest- ur laga er til 15. janúar og er nauðsynlegt að höfundar skili lög- um fyrir þann tíma. (Úr fréttatilkynningu.) Jólatón- leikar í Grindavík ÁRLEGIR jólatónleikar Tónlist- arskóla Grindavíkur verða haldnir í Grindavíkurkirkju mánudaginn 14. desember kl. 20.00. Nemendur skólans koma þar fram og leika á píanó og blásturs- hljóðfæri. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. flö PIOMEER HUÓMTÆKI wT Herra -og f dömuhanzkar i gjafaumbúöum TroÖfullbúð afnýjum vörum J ‘SKóbiKkðUi ioi jKbjýdviL Uz

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.