Morgunblaðið - 13.12.1987, Síða 41
og er þeim til hagsbóta og varðar
atvinnuöryggi þeirra, eru hans verk
fyrst og fremst, enda naut stéttin
forystu hans í áratugi. Ég mun þó
ekki rekja störf hans hér. Það munu
aðrir mér færari gera.
Bergsteinn hafði næmt auga fyr-
ir þörfum sinnar stéttar og afkomu
bifreiðastjóranna. Hann horfði upp
á marga hætta störfum vegna ald-
urs eða heilsubrests án þess að
hafa neinn eftirlaunarétt. Hann
beitti sér því fyrir stofnun Lífeyris-
sjóðs leigubifreiðastjóra. Það starf
kostaði baráttu áður en sigur
vannst. Vissulega naut hann þar
hjálpar margra góðra manna, en
forystan var fyrst og fremst hans,
enda var hann óþreytandi í baráttu
sinni fyrir lífeyrissjóðnum eins og
öðrum málum sem hann bar fyrir
bijósti.
Bergsteinn naut þeirra hæfíleika
í störfum sínum og málefnabaráttu,
hvað hann flutti mál sitt af mikilli
einurð og festu og þannig að á
hann var hlustað og tekið mark á
orðum hans, enda lét hann alla
menn njóta sannmælis. Þótt hann
væri rökfastur og fylgdi málum
sínum fast eftir, var prúðmannleg
framkoma hans háttur, enda átti
hann traust og virðingu allra ráða-
manna þjóðarinnar, sem hann þurfti
að sækja til varðandi málefni stétt-
arinnar á langri starfsævi í forystu
stéttarfélags.
Bergsteinn Guðjónsson var ekki
einn þeirra manna sem vann störf
sín með því hugarfari að alheimta
daglaun að kveldi. Störf hans voru
fyrst og fremst unnin af hugsjón
og hjá slíkum mönnum er gleðin
yfír unnum sigrum oftast bestu
launin.
Stjóm Lífeyrissjóðs leigubifreiða-
stjóra minnist Bergsteins Guðjóns-
sonar með virðingu og þakkar
honum störf brautryðjandans.
Þórir Guðmundsson
Enn er einn af brautryðjendum
horfínn. Bergsteinn Guðjónsson
bílstjóri var fæddur í Bakkagerði á
Stokkseyri, sonur Guðjóns Pálsson-
ar og Vilborgar Margrétar Magnús-
dóttur. Ellefu ára fluttist hann með
foreldrum sínum til Reykjavíkur og
hóf síðar starf við vegavinnu.
Tvítugur eða þegar aldur leyfði
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1987
41
gerðist hann bflstjóri hjá Bifreiða-
stöð Reykjavíkur.
Fyrst starfaði hann sem bílstjóri
en vegna hæfíleika hans og áhuga
fólu félagar hans honum fljótt hin
margvíslegustu trúnaðarstörf fyrir
stéttina. Bergsteinn vann m.a. að
stofnun Bifreiðastjórafélagsins
Hreyfíls er stofnað var 6. október
1934 og sem síðar varð Bifreiða-
stjórafélagið Frami.
Bergsteinn var einn af stofnend-
um félagsins og einn ötulasti
starfskraftur þess. í upphafi fólks-
flutninga í Reykjavík var hér fjöldi
bifreiðastöðva, stórra og smárra,
en skipulag losaralegt. Bifreiða-
stöðvar liðu undir lok og nýjar voru
settar á stofn. Bifreiðastjórar voru
ýmist sjálfseignamenn eða launþeg-
ar. Með stofnun Bifreiðastjórafé-
lagsins Hreyfils tekur að komast
. meiri regla á útgerð leigubifreiða í
Reykjavík og menn tók að dreyma
um samvinnu á einni stórri stöð.
Bergsteinn, sem þá var á Bifreiða-
stöð Reykjavíkur, var mjög áhuga-
samur um þessa hugmynd og hratt
henni í framkvæmd ásamt öðrum
þegar Samvinnufélagið Hreyfill,
sameignarfélag bílstjóranna, var
stofnað 11. nóvember 1943. Berg-
steinn Guðjónsson var strax kjörinn
formaður samvinnufélagsins og var
næstu fjögur árin bæði formaður
og framkvæmdastjóri þess.
í stjórn stéttarfélagsins sem fyrst
hét Hreyfill en síðar Frami var
Bergsteinn fyrst kosinn 1940 og
varaformaður 1941—1942. For-
maður var hann 1943—1944 og
1946, varaformaður 1950 og 1951
enn formaður og var það til ársins
1973. Bergsteinn var jafnframt
starfsmaður félagsins. Þá vann
Bergsteinn Guðjónsson að stofnun
BILS, Bandalagi leigubifreiðastjóra
á íslandi.
Bergsteinn var snyrtilegur dugn-
aðarforkur, greindur vel og djarfur
í sókn og harður í vöm. Hann vann
félagi og félögum sínum vel og
drengilega og spurði ekki um laun
að kveldi. Við sem unnum með og
þekktum Bergstein Guðjónsson
þökkum fyrir að hafa kynnst góðum
dreng og dugmiklum brautryðj-
anda.
Ættingjum vottum við einlæga
samúð við fráfall þessa mæta
manns.
Nokkrir starfsfélagar
„AÐ SÝNA SIG OG SJÁ AÐRA“
/ myrkri og misjöfnum veðrum vetrarmánaðanna er góður Ijósabúnaður mikilvægt öryggistæki.
Fullkominn Ijósabúnaður tryggir ökumanni gott útsýni og eykurþanng öryggi hans og annarra
vegfarenda.
Mörgum bíleigendum þykireinnig til bóta að Ijóskerin prýði úfiit bílsins.
RING aukaljóskerin skila þessu tvíþætta hlutverki vel. Þau eru með
sterkum halogen perum sem lýsa betur en hefðbundnar glóþráðaperur.
RING aukaljóskerin fást i mörgum stærðum og gerðum, bæði með
gulu og hvltu gleri og leiðbeiningará íslensku tryggja
auðvelda ásetningu.
Þeirbílaeigendur, sem kjósa öryggi samfara góðu útliti,
ættu að koma við á næstu bensínstöö Skeljungs og kynna
sér nánar kosti RING aukatjóskeranna.
<5yft.nytinii**ii;
Erík Nerlöe
SVÖRTCl
AUGUN
skuqgsjA
SVÖRTU AUGUN TÍNA
Erik Nerlöe Eva Steen
GÓÐI HIRÐIRINN
Else-Marie Nohr
Hin svörtu augu unga sígaun-
ans vöktu þrá hennar eftir
freisi — frelsi sem hún hafði
lítið kynnst áður. Og ljúfir
tónar fiðlu hans ollu því, að
hún ákvað að flýja burtu með
honum. En vissi hún hvert
hún var að flýja? Nei, hún var
of ung og reynslulítil til að
vita það. Hún skildi ekki að
blind ást hennar leiddi hana
aðeins út í ófyrirsjáanlegar
hættur.
Hún er ung og fögur og hefur
kynnst manni sem hún elskar.
Framtíðin blasir við þeim,
en örlögin verða til þess að
skilja þau. Hún sér sig
nauðbeygða til að hverfa úr
lífi hans. Með fegurð sinni og
miklum hæfileikum sínum
á listskautum nær hún langt,
en þegar best gengur upp-
götvast að hún er haldin
banvænum sjúkdómi. Einmitt
þá kemur maðurinn sem hún
elskar aftur inn í líf hennar.
Hún hvarf og ekkert fréttist af
henni. Loks var hún talin af
og álitin dáin. Dag einn birtist
hún í sendiráði í Thailandi,
aðframkomin og þungt haldin
af hitasótt, og mundi ekki
hvað hún hét. Með góðri
Iæknishjálp nær hún sér íljótt,
og nokkru seinna er hún á
leið heim. Hún er full af lífs-
þrótti og hlakkar til að sjá
aftur manninn, sem hún
elskar og hún hafði gifst stuttu
áður en hún varð fyrir áfall-
inu. En fjögur ár eru langur
tími, og maður hennar hafði
fyrir löngu talið hana af.
SKVGGSJÁ - BÓKABÚÐ OITVERS STEINS SE
ANGELA
Theresa Charles
Angela Smith sækir um
læknisstarf í bænum Whey-
stone. Þar ætlar hún einnig að
reyna að jafna sig eftir slys,
sem-hún lenti í, í hreinu
sveitalofti og kyrrlátu um-
hverfi. Hún fær starfið, en
henni er vantreyst sem lækni
og litin hornauga sem persóna
í fyrstu. En smátt og smátt
vinnur hún traust og álit
fólks. Angela missti mann
sinn og dóttur í bílslysi og líf
hennar hefur verið tómlegt
síðan slysið varð. En er hún
kynnist Mikael Traymond, ró-
legum og yfirveguðum lækni,
vakna tilfinningar hennar á
- ný.
ÁST OG HAMINGJA
Barbara Cartland
Aðeins tvær persónur bjargast
í land, þegar skipið brotnar í
klettunum við strönd Ferrara,
ævintýramaðurinn Sir Harvey
Drake og hin fagra Paolina
Mansfield. Þau voru bæði á
leið til Feneyja og faðir
Paolinu fórst með skipinu. Sir
Harvey Drake stingur upp á
því við hana, að hún ferðist
með honum sem systir hans
áfram til Feneyja. Þar segist
hann auðveldlega munu geta
fundið ríkan eiginmann
handa henni — og um leið
ætlar hann að tryggja sína
eigin framtíð. Paolina fellst á |
hugmyndina, og framundan I
er ævintýralegt og viðburða-
ríkt ferðalag.
t~-