Morgunblaðið - 14.01.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.01.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1988 $ "tí A Bréf til formanns Alþýðu- bandalagsins ásamt fylgiskjali eftirÞorgeir Þorgeirsson Kæri Ólafur. Ekki vil ég láta hjá líða að þakka þér fyrir mætavel skrifaða og drengilega grein þína um málefni Hæstaréttar fslands sem þú birtir í Morgunblaðinu fostudaginn 8. jan- úar sL Skrif þín bera að sínu leyti af mörgu því sem birst hefur undan- farið um málefni þessa mikilvæga dómstóls. Tillögur þínar eru vafa- laust einlægar. Þó fæ ég ekki varist þeirri tortryggni að þú haldir þig vísvitandi réttumegin þeirrar fraeði- legu og pólitísku girðingar sem virðist einsog strengd um þveran grundvöll þessarar umræðu. Vissulega þurfa lögspekingar, háskólamenn og pólitíkusar að viðra þær skoðanir sfnar í heyranda hljóði að hver þeirra um sig teljist kjörinn tilað skipa dómarana sem ráðska með líf skrílsins hvenær sem eitt- hvert okkar villist inná sakamanna- bekkina. Og það er einsog að horfa á párrukskreytta dáindmenn stíga menúett að fylgjast með „dispút- asíu“ ykkar. Samt langar mig nú að kynna fyrir þér sjónarhorn þeirra sem vel mætti kalla viðskiftavini dómstól- anna, því vissulega standa þeir allan straum af launagreiðslum bæði til lögmanna og dómenda. Þar á ég við okkur sakamennina. Því raunar ætti lfka máli að gegna með þessi og önnur viðskifti manna: að kúnninn verði minsta- kosti öðruhvoru að vera þungamiðja umræðunnar, enda þarf náttúrlega ekki að rekja það fyrir prófessor við Félagsvísindadeild að réttarfar var upphaflega og er sumstaðar jafnvel enn haft til vamar sak- bomingnum andspænis ríkisveldinu sem annars fer að sýna ijarska mannlega bresti sfna og gengur þá einatt á lagið með sfvaxandi órétt- læti. Fyrir rösklega Qórum árum bar svo við að Lögreglufélag Reylqavík- ur (að því talið er) tosaði mér inná sakamannabekk fyrir bersögli mína í Morgunblaðinu. Þórður frændi sendi mig beint í tannhjólavél rétt- arkerfísins sem ég fljótlega fór að taka alvarlega sem aftur leiddi til þess að málið snérist' fljótlega uppí langvarandi félagsvfsindalega til- raun sem ég hef sfðan verið að gera útfrá sjónarhóli sakamannsins, vitaskuld. Þessi tilraun mín er nú það langt komin að niðurstöður liggja fyrir og þær hefí ég skráð í formi „Stuttrar skýrslu" til Manij- réttindanefndar Evinópu f Strasborg (að beiðni nefndarinnar). Því miður sýnast niðurstöðumar vitna um það að spilling réttarkerfísins sé ekki bara óljós framtíðarmöguleiki, eins- og þú virðist halda, heldur það andrúmsloft sem nú þegar leikur um hvem þann sem lendir fyrir Sakadómi Reykjavíkur — eða Hæstarétti íslands. Mitt hlutverk f þessari félagsvísindatilraun var hvorki mikið né merkilegt. Helst það að kreQast lágmarksmannrétt- inda á hveiju stigi málsins og visa siðan hverri synjun þeirra tii æðri yfírvalda. Þetta reyndist afhjúpa margt. Atriði niðurstöðunnar eru rösklega 30 og vitna flest um óhæft réttarfar. Þau eru öll vendilega skjalfest. Flest bendir samt til þess að mál mitt hafi þó fengið réttlát- ari meðferð en mál yfírleitt fá hér. Hugleiddu nú hvort prófessorinn f þér hefði ekki gott af því að ræða svona niðurstöðu við Alþýðubanda- lagsformanninn stundarkom. En skýrsluna legg ég með þessu bréfí ásamt gíróseðli frá Málsvamarsjóði sem kostar þessi dýru vísindi mín. Með baráttukveðjum. Fylgiskjalið Til Mannréttindanefndarinnar Evrópuráðinu — Strasborg Stutt skýrsla um mál nr. 272/1986 (fyrir Hæstarétti íslands). Akæruvaldið gegn Þorgeiri Þor- geirssyni 1983: Hinn 7. og hinn 20. desem- ber birti ég tvær greinar um lögregluofbeldi í Morgunblaðinu. 1983: Hinn 27. desember fór lög- maður Lögreglufélags Reykjavíkur framá opinbera rannsókn þessara skrifa. 1984: Hinn 21. maí sendi Þórður Bjömsson ríkissaksóknari málið til Ransóknarlögregiu ríkisins til rann- sóknar. Ransóknarlögreglustjóri var þá Hallvarður Einvarðsson sem fór sfðarmeir með ákæruvald f þessu sama máli fyrir Hæstarétti. 1984: Hinn 18. júní var ég yfír- heyrður í höfuðstöðvum RLR þarsem ég svaraði öllum spuming- um sem lögregiumennimir tveir lögðu fyrir mig, en mótmælti jafn- framt ransóknaraðferðum þeirra: 1) Stök orð og setningarhlutar höfðu verið slitin úr samhengi sínu og rangtúikuð — mér til óhagræðis. 2) Spyijendur voru lögreglumenn og því enganvegin færir um að stýra hlutlausri ransókn á skrif- um mínum um mistök annara lögreglumanna — ef ekki þeirra sjálfra — í starfí. 1985: Hinn 13. ágúst gaf Þórður Bjömsson ríkissaksóknari út ákæru gegn mér sem bygð var á „ran- sókn" RLR með tilvísun til 108. greinar Almennra hegningarlaga nr. 19/1940 (sem varðar meiðyrði um opinbera starfsmenn). Ég hef frá upphafí taiið að ákæruskjalið bijóti í bága við 4. gr. laga nr. 73/1972 (um vemdun höfundar- réttar). Þar er sömdum texta mínum hagrætt í þjónustu við markmið saksóknara. Rétt og hlut- laus meðferð textans hlýtur að vera undirstöðuatriði varðandi mál af þessu tagi. 1985: Hinn 17. september stýrði Pétur Guðgeirsson sakadómari (fyrrum starfsmaður Þórðar Bjömssonar hjá Saksóknaraemb- ættinu þarsem PG vann á þeim tíma sem mál þetta var til meðferðar hjá embættinu) fyrsta dómþingi Saka- dómsréttarhaldanna. Þessi réttar- höld vom ekki tekin uppá talvél (svosem þó er skylt samkvæmt lög- um nr. 74/1974: um meðferð opinberra mála). Ekki fremuren önnur þinghöld sakadómsins síðar, en Pétur Guðgeirsson sakad. stýrði þeim öllum. Rfkissakóknarinn var ekki við þessi réttarhöld og það varð strax til mikils baga. Pétur Guðgeirsson dómari kvaðst einnig fara með ákæmvald í málinu, og virðist það vera siður í Sakadómi Reykjavíkur. Við þau skilyrði reyndist hann ófáanlegur tilað sinna þeirri athugasemd minni að sak- sóknari hefði brotið lög með ákæmskjali sínu, þannig að afstaða mín varðandi þetta komst ekki til bókar í réttinum fyren ég hafði skýrt frá henni í bréfí til dómar- ans, birt það sem grein í dagblaði og krafðist þess síðan formlega að greinin yrði skráð öðmm skjölum málsins. 1985: Hinn 24. september krafðist veijandi minn, Tómas Gunnarsson, þess að Pétur Guðgeirsson saka- dómari viki sæti fyrir þær sakir að dómari sem jafnframt væri fulltrúi ákæravaldsins yrði þarmeð mál- sóknaraðili gegn ákærða og því enganvegin hlutlaus í máli sem hann ætti siðan að skera úr. Tómas benti einnig á það að stjómarskrá landsins ieyfði ekki þvílíkt framsal ákæmvaldsins. 1985: Hinn 25. september kvað Pétur Guðgeirsson sakadómari upp eftirfarandi dómsúrskurð: „Krafa ákærða, Þorgeirs Þorgeirssonar um að dómarinn víki sæti er ekki tekin til greina." 1985: Hinn 25. september áfiýjaði veijandi minn, Tómas Gunnarsson, (fyrir mína hönd) dómsúrskurði Péturs Guðgeirssonar til Hæstarétt- ar íslands með símskeyti. 1985: Hinn 26. september barst Pétri Guðgeirssyni sakadómara synjun Saksóknaraembættisins (með tilvísun til 171. gr. laga nr. 74/1974) á beiðni minni um mál- skot. 1985: Hinn 30. september birti Tómas Gunnarsson, veijandi minn, ópið bréf til Jóns Helgasonar, dóms- málaráðherra, í Reykjavíkurblöðun- um. Kjmti stöðu máls míns fyrir ráðherranum, mótmælti fjölmörg- um brotum á réttarreglum og landslögum sem lögregla, Saksókn- ari og Sakadómur hefðu gert sig sek um. 1985: Hinn 9. október var Þórður Bjömsson ríkissaksóknari skyndi- lega kominn til réttarhaldanna og farinn að skipa fyrram starfsmanni sínum, hæstvirtum sakadómara, fyrir verkum. Tómas Gunnarsson veijandi minn tilkynti þá að 171. gr. laga nr. 74/1974, sem vísað hefði verið til í fymefndri synjun ríkissaksóknarans, bryti að sínum dómi í bága við 1. gr. og 60. gr'. stjómarskrárinnar. Hann bað um frestun frekari réttarhalda þartil ráðuneytið hefði fjallað um bréf hans ftó 30. september og svarað til um það hvort málskotið til Hæstaréttar yrði leyft. 1985: Hinn 18. október tilkynti ráðuneytið veijanda mínum, Tómasi Gunnarssyni, bréflega að það styddi synjun ríkissaksóknarans á mál- skoti mínu. „Ráðuneytið hefur kynnt sér gögn málsins og telur hvorki efnis- né lagarök til að verða við kröfu yðar.“ Þorsteinn Geirsson og Þorsteinn A. Jónsson undirrituðu bréfið. 1985: Hinn 23. október birti veij- andi minn, Tómas Gunnarsson, opið bréf til Alþingismanna þarsem hann gerði grein fyrir stöðu málsins um leið og hann minti þingheim á skyld- ur varðandi eftirlit með réttarfari í landinu. 1985: Hinn 25. október birti ég fymefnd skilaboð til sakadómarans í Morgunblaðinu þarsem ég lét f ljós þann skilning minn að ákæm- skjal saksóknarans væri lögleysa og gerði að öðm leyti nokkra grein fyrir ýmsum þeim atriðum hins kæra texta sem dómarinn hafði ekki viljað hlusta á við réttarhöldin. 1985: Hinn 25. október var þing- hald í málinu að viðstöddum Þórði Bjömssyni ríkissaksóknara sem veitti samþykki sitt til þess að bréf Tómasar til þingheims og skilaboð mín til sakadómarans væm skráð meðal gagna málsins. Veijandinn, Tómas Gunnarsson, fór þess enn á leit að málskotið fengi óheftan framgang. Ég var síðan spurður margvíslegra spuminga varðandi efni sem var gjörsamlega óviðkom- andi máli mínu en svaraði þó greiðlega öllu því sem um var spurt. 1985: Hinn 11. nóvember fór veij- andi minn þess á leit í bréfí til Péturs Guðgeirssonar sakadómara að kærandi málsins, Lögreglufélag Reykjavíkur, legði fram í réttinum „endurrit fundar- eða stjómarsam- þyktar þarsem ákveðið var að kæra vegna greina Þorgeirs". 1985: Hinn 15. nóvember vitnaði Einar Bjamason, formaður Lög- reglufélags Reykjavíkur, fyrir rétti þarsem ríkissaksóknari var við- staddur að sig minti að hugsanleg opinber kæra vegna þessara nefndu skrifa minna „hafi komið til tals á stjómarfundum LR, og hafi þá ver- ið bókað um það“. 1986: Hinn 17. janúar sendi ritari Lögreglufélags Reykjavíkur Pétri Guðgeirssyni sakadómara bréflega tilkynningu um synjun stjómar LR á beiðni hans um framlagningu fyr- greinds endurrits. 1986: Hinn 31. janúar vakti veij- andinn á því athygli í réttinum að „ekki liggur fyrir í málinu lögleg og gild ályktun Lögreglufélags Reykjavíkur um að kæra vegna greinaskrifa ákærða". Þessvegna bæri að láta málið niður falla. 1986: Hinn 28. apríl lýsti ríkissak- sóknari yfír því að af hálfu ákæmvaldsins yrði „mál þetta ekki sótt“. Það þýddi vitaskuld að engar nánari röksemdir fyrir ákæm hans yrðu fram bomar, né mundi hann hlýða á vamarræðu mína. Þetta gerði alla vöm málsins harla tor- sótta, enda rakalaus áburður vandhrakinn sem kunnugt er. 1986: Hinn 16. júní dæmdi Pétur Guðgeirsson sakadómari mig í 8 daga fangavist og til greiðslu áfall- ins kostnaðar. Furðu vekur það að forsendur hans fyrir dómnum minna öllu fremur á tal saksóknara úntiF Glæsibæ, sími 82922. Fiskveiðar hafnar frá Stykkishólmi Stykkishólmi. HÓLMARAR eru þegar farnir að huga að veiðum nú eftir áramót- in. Þrír bátar hafa þegar hafið línuveiðar, þ.e. þeir Andey, Ár- sæll og Þórsnes. Ekki er hægt að segja að veður hafi leikið við veið- arnar, því sjór hefir verið mjög ókyrr, og misvindaveður hafa leikið hér um. Hversu lengi línuveiðum verður haldið áfram skal ósagt látið, en það hefir gengið vel að fá menn til að beita lóðimar, en vegna tíðarfarsins hefír ekki verið hægt að sækja langt. Ákveðið hefur verið að hefja að nýju skelfiskveiðar og fara aðrir bátar á þær veiðar. Eins og áður hefir komið fram lækkaði verð á skelfiski vemlega og auðvitað setur það strik í reikninginn, en menn halda áfram uns netavertíðin hefst. Stundum hefír hún hafist í febrúar. — Ámi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.