Morgunblaðið - 14.01.1988, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 14.01.1988, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1988 FOLK I BEN Johnson, heimsmethaf- inn í 60 og 100 metra hlaupi mun taka þátt í sterkum innanhúsmótum í vetur. Hann mun hlaupa á fimm mótum í Kanada, tveimur í Vest- ur-Þýskalandi og einu móti á Spáni. Hvorki Johnson, né Carl Lewis, sem er helsti keppinautur hans, munu taka þátt í mótum í Bandaríkjunum. Carl Lewis ætlar aðeins að taka þátt í einu móti, í Stuttgart, en þar mun hann keppa í 200 metra hlaupi. ■ FATLAÐIR í þróttamenn eru á leið til Svíþjóðar til keppni. Til að afla fjár var efnt til maraþon boccia í Sjálfsbjargarhúsinu í Hát- úni. Þar var leikið boccia í 24 klukkustundir, alls 687 lotur sem gerir 114 og hálfan leik, en sex lotur eru í hveijum leik. Maraþonið hófst kl. 14 á laugardag og lauk á sma ttma á sunnudag. Alls fara 24 einstaklingar til Svíþjóðar, 10 kepp- endur í sundi, 6 í boccia og 3 í bogfími. ■ BRIAN Laudrup, bróðir landsliðsmannsins Michael, hefur ákveðið að leik eitt ár til viðbótar með danska félaginu Bröndby. „Ég veit það að ég mun feta í fótspor Michaels og leika með félagi utan Danmerkur. Það verður þó ekki i ár,“ segir Brian. ■ BA YER Leverkusen í v- þýsku bundesligunni hefur farið þess á leit við Rinus Michels að taka við liðinu næsta keppnistíma- bil. Michels sem þjálfaði landslið Hollands lýsti yfir áhuga, en PSV Eindhoven hefur einnig lýst yfir áhuga á að fá hann sem þjálfara fyrir næsta ár. Erich Ribbeck nú- verandi þjálfari Leverkusen hefur sagt að hann mun hætta að keppn- istimabilinu loknu. ■ UNGIR áhorfendur í v-þýsku Bundesligunni virðast hneigjast ti! nýnazisma ef marka má könnum sem Háskólinn í Bielefeld stóð fyrir nú fyrir skömmu. Úrtakið var 300 unglingar í níu borgum sem allir studdu lið úr Bundesligunni í knattspyrnu. í svörum þeirra kom m.a. í ljós að 68% vildu banna út- lendinga úr v-þýskum skólum og 43% töldu slæmt hve útlendingum fjölgaði í landinu. Mikil meirihluti aðspurðra vildi að dauðarefsing yrði tekin upp, 20% sögðust styðja nýnazista og 52% sögðustu styðja hugmyndina „Þýskaland fyrir Þióðveija.“ ■ ÞRÍR knattspymumenn hafa ákveðið að ganga í 2. deildarlið Tindastóls fyrir komandi vertíð. Það eru þeir Árni Ólason, sem kemur frá Einheija, Eysteinn Kristinsson úr Þrótti Neskaup- stað, og Ólafur Adolfsson sem leikið hefur með Víkingi frá ÓI- afsvik. Arni lék einnig með liðinu 1984 þegar það var í 2. deild. Hann er miðvallarleikmaður, og lék mjög vel á síðasta sumri með Eihheija. Hann var m.a. valinn í lið 2. deildar af Morgvnblaðinu í haust. HANDKNATTLEIKUR / HEIMSBIKARKEPPNIN „Eigum enga mögu- leika hér í Svíþjód“ -segir Anders Dahl-Nielsen, þjálfari Dana „ÞAÐ er ávallt gaman að taka þátt í stórmóti, en að þessu sinni eigum við ekki mikla sam- leið með hinum liðunum. í sannleika sagt erum við ekki með eins sterkt lið og eigum enga möguleika á þessu móti,“ sagði Anders Dahl-Nielsen, þjálfari Dana, í samtali við Morgunblaðið í gær - áður en hann hélt með leikmenn sína til Uppsala, þar sem þeir léku gegn A-Þjóðverjum. Anders er íslendingum að góðu kunnur og hann fylgist vel með íslenskum handknattleiksmál- um, en eins og flestir vita þjálfaði hann KR fyrir nokkrum árum og lék með liðinu. „Einu sinni KR- ingur, alltaf KR- Steinþór Guðbjartsson skrífar frá Sviþjóó ingur," sagði hann brosandi á íslensku og fannst miður að sitt gamla félag væri ekki í toppbar- áttunni, „en það kemur næsta ár. Segja þeir það ekki á hveiju ári?“ bætti hann við og var greinilega skemmt, þegar hann rifjaði upp fyrri tíma. Júgóslavar bestir Anders var ekki í nokkrum vafa um hveijir sigruðu á mótinu. „Júgó- slavar eru bestir í heimi og ég sé ekkert lið stöðva þá hér. Þeirra stíll er líka skemmtilegur og önnur lið reyna að feta í fótsporið - og eiga að reyna að spila eins og þeir. Við vorum þó klaufar að ná ekki að leggja þá að velli - hefðum getað það. Strákamir mínir höfðu hrein- lega ekki trú á sjálfum sér og að þeir gætu lagt heimsmeistarana. Við fengum tækifæri til þess - tækifæri sem kemur ekki aftur á næstunni. í staðinn fyrir sigur - máttum við þola tap, 19:21.“ Gaman aö sigra Anders sagði að danskir handknatt- leiksmenn æfðu ekki nóg og því væru þeir ekki betri. „Ef menn ætla að ná árangri nægir ekki að æfa tvisvar til þrisvar á viku. Við sigruðum íslenska liðið þrisvar á síðasta ári, en eftir því sem nær dregur Ólympíuleikunum verður alltaf erfiðara að eiga við liðið. Þeim mun sætari yrði sigur gegn þeim í Motala á föstudaginn, en ég held að það sé borin von. íslenska liðið er mun sterkara og auk þess verður Morten Stig Christensen ekki með okkur og munar um minna," sagði Anders Dahl-Nielsen. Þorborgur Aöalstolnsson. Honum hefur verið boðið í sænska hand- knattleiksskólann, fyrstum útlendinga. Þorbergur í sænska handbolta- skólann - lyrstur útlendinga Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsmaður í handknatt- leik, sem leikur með Saab hér í Svíþjóð, hefur fengið boð um að gerast nemandi í sænska hand- knattleiksþjálfaraskólanum. Þorbergur er fyrsti útlendingur- inn sem fær boð um að setjast á bekk í skólanum. „Þetta er boð sem ég mun ekki sleppa," sagði Þorbergur. Skólinn tók til starfa í fyrra og eru tutt- ugu nemendur í honum hveiju sinni. Námið, sem er í námskeiða- formi - verklegt og bóklegt, er metinn sem ákveðinn fjöldi náms- eininga við háskóla. Skólinn, sem er starfræktur um helgar, hefst í apríl. WORLD CUP 12-17 Jan. 1988 UrslH ogstaðan Úrslit í A-riðli: Svíþjóð—Spánn.............19:16 V-Þýskaland—Ungveijaland...23:21 í gærkvtfldi: Svíþjód—Ungveijaland......17:22 V-Þýskaland—Spánn.........22:19 Staðan V-Þýskaland 2 2 0 0 45:40 4 Ungveijaland 2 1 0 1 43:40 2 Svíþjóð 2 1 0 1 36:38 2 Spánn 2 0 0 2 35:41 0 I kvöld: Svíþjóð—V-Þýskaland og Ung- veijaland—Spánn. Úrslit í B-riðli: A-Þýskaland—ísland........18:16 Júgóslavía—Danmörk........21:19 Úrslit í gær: ísland—Júgóslavía.........23:20 A-Þýskaland—Danmörk.......25:23 Staðan A-Þýskaland 2 2 0 0 43:39 4 ísland 2 1 0 1 39:38 2 Júgóslavía 2 1 0 1 41:42 2 Danmörk 2 0 0 2 42:46 0 f kvöld: ísland—Danmörk og A-Þýska- land—Júgóslavía. Jochen Fraatz var hetja V-Þjódvevja Jochen Fraatz, leikmaður með Essen, átti stórleik með V- Þjóðveijum gegn Spánveijum í gærkvöldi Kristianstad. Fraatz skoraði níu mörk í leiknum, sem V-Þjóðveijar unnu, 22:19. Leikurinn var mjög spennandi, en V-Þjóðvéijar höfðu alltaf undirtök- in. Staðan var, 11:11, í leikhléi. Spánveijar komust aðeins einu sinni yfir - 11:12, í upphafi seinni hálf- leiks. Varnarleikur v-þýska liðsins var mjög góður og þá vörðu þeir Andreas Thiel og Stefan Hecker mjög vel. Uli Roth skoraði næst flest mörk V-Þýskalands, eða 6. Vinstrihandarskytttan Cerano skor- aði 8 mörk fyrir Spán. ÍSLAND-JÚGÓSLAVÍA Nafn Shot Mórk Varín Yfir*éa framhjá i atong Fangin Vfti Utaf i 2 mín Knatti glatað Unuaand.aam gafur mark Skot- nýtlng Einar ÞorvarAarson 11/1 Guömundur Hrafnkelsson Þorgils Óttar Mathiesen 4 4 2 100% Geir Sveinsson Valdimar Grímsson 2 1 1 1 50% Karl Þráinsson 3 2 1 2 1 67% Sigurður Gunnarsson 4/2 3/1 1/1 75% Alfreð Gislason 10/1 6 4/1 2 1 60% Páll ólafsson 5 3 2 60% Guðmundur Guðmundsson 3 1 2 1 33% Kristján Arason 7 3 2 2 1 5 42% AtliHilmarsson Július Jónasson 12-17 Jan.1988 Anders Dahl-Nlelsen ■ DANIR hafa einir Vestur- Evrópuþjóða leikið til úrslita í heimsbikarkeppninni í handknatt- leik. Þeir töpuðu 27:24 fyrir Sovétmönnum í síðustu keppni, 1984, og þá höfnuðu Júgóslavar í þriðja sæti. 1979 unnu Sovétmenn Pólveija, 25:17 í úrslitum og Aust- ur-Þjóðveijar unnu Ungveija 24:19 í keppni um þriðja sætið. 1974 unnu Júgóslavar Pólveija 17:16 eftir framlengingu í úrslitum og Austur-Þjóðveijar urðu í 3. sæti eftir 23:19 sigur gegn Sovét- mönnum. Júgóslavar sigruðu einnig í fyrstu keppninni, sem hald- in var 1971. Þá unnu þeir Rúmena 17:15 í tvíframlengdum úrslitaleik. Sovétmenn náðu þriðja sæti, unnu Tékka 15:12. Sigurvegarar í keppninni hafa til þessa aldrei tapað stigi, en tvisvar hefur lið, sem leik- ið hefur til úrslita, tapað leik í riðlakeppninni, Pólland fyrir Rúm- eníu 1974 og Danir fyrir Júgóslöv- um 1984. ■ FJÓRTÁN leikmenn mega leika hvetju sinni fyrir þjóð sína í heimsbikarkeppninni, en venjulega er hvert lið aðeins skipað 12 mönn- um. Þetta styrkir að sjálfsögðu veikari liðin og er Bogdan, lands- liðsþjálfari ídlands, mjög á móti þessu fyrirkomulagi og telur að það komi Svíum, Dönum og Vestur- Þjóðveijum til góða. ■ BESTI leikmaður hvers liðs í hveijum leik fær rafmagnsskrúf- jám í verðlaun. í fyrstu umferð fengu tækið þeir Guðmundur Guð- mundsson, íslandi, Holger Winselmann, Austur-Þýskalandi, Veselin Vujovic, Júgóslavíu, Harsten Holm, Danmörku, Mart- in Schwalb, Vestur-Þýskalandi, Juan Melo, Spáni og Mats Olsson, Svíþjóð. ■ BOGDAN er mjög hrifinn af handknattleik Suður-Kóreu- manna og tók þjálfara þeirra sér til fyrirmyndar í leiknum gegn Austur-Þjóðveijum. Eitt sinn í fyrri hálfleik, eftir að Austur- Þjóðveijar höfðu skorað, kallaði hann allt íslenska liðið að bekknum í mótmælaskyni við dómarana. Þeir höfðu greinilega aldrei séð svona fyrr og vissu ekki hvemig þeir ættu að bregðast við, en sýndu Bogdan síðan gula spjaldið og var hann ánægður með það. Dómaramir dæmdu betur í seinni hálfleik og sá var augljóslega tilgangur lands- liðsþjálfarans með tiltækinu. ■ ERIK Hajas hjá Hellas er eini leikmaðurinn í sænska landsliðinu, sem leikur með liði í 2. deild.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.