Morgunblaðið - 14.01.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.01.1988, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1988 Fræðslumál íþrótta- hreyfiugarinnar á íslandi Að gefnu tilefni á íþróttasíðu hinn 24. nóvember sl. biður und- irritaður yður um að birta eftir- farandi greinargerð um fræðslukerfi íslensku íþrótta- hreyfingarinnar. Við teljum af þessu tilefni rétt að gefa sem gleggst yfirlit yfir fræðslukerfið og hvemig það virkar í raun. Að loknum lestri þessarar greinargerðar geta menn svo gagnrýnt eða gefið ábendingar um það sem betur má fara. Ekkert er svo fullkomið að ekki megi eitthvað bæta. F.h. Fræðslunefndar ÍSÍ, Karl Guðmundsson FLESTIR þeir er nokkuð þekkja til innviða íþróttahreyfingarinnar eru þeirrar skoðunar að fræðslustarf sé einn þýðingarmesti þátturinn í öllu starifi hennar og í raun má segja að það sé homsteinn allrar uppbyggingar þessarar voldugu hreyfingar sem hefur liðlega 100.000 meðlimi innan sinna vé- banda. Öflugt og vel skipulagt fræðslustarf tryggir örugga og markvissa fram- þróun hennar í senn íþróttalega og félagslega. Þess vegna er það grundvallaratriði að hver aðili þekki sitt hlutverk, þar sem árangurinn veltur á traustri samvirkni margra fræðslunefnda og einstaklinga, sem verða að kapþ- kosta að koma sínum þætti starfs- ins sem best til skila. Eðli málsins samkvæmt er þetta ^þrotlaust starf sem stöðugt þarf að vera í umræðu og endurskoðun. Ládeyða eða stöðnun táknar aftur- för, svo hröð sem framþróun er nú á sviði fræðslumála í öllum grein- um. Þörfin fyrir leiðtoga, leiðbeinendur og þjálfara knýr jafnt og þétt á, því sífellt fjölgar í hreyfingunni, sem betur fer. Hlutverk Fræðslu- nefndar ÍSÍ ræðslunefnd ÍSÍ sér um að skipu- leggja fræðslustarf íþróttahreyfing- arinnar og hefur yfirumsjón með því. Hún gefur út fræðsluefni al- menns eðlis (kjarna) sem ætlað er til notkunar á öllum námskeiðsstig- um sérsambandanna samhliða því sérnámsefni sem sérsamböndin sjálf sjá um samningu og útgáfu á. Fræðslurit þau er Fræðslunefnd ÍSÍ hefur gefið út eru þessi: — Undirbúningurundirþjálfunog keppni — Hraðaþjálfun — Þolþjálfun — Kraftþjálfun — íþróttaslys — Leiðbeinandi bama og unglinga — Foreldrar og böm í íþróttafélög- Mataræði íþróttafólks A-stig ÍSÍ Nokkur eldri rit sem enn em í fullu gildi Því má bæta hér við til frekari upplýsinga að Bókaútgáfan Iðunn hefur aðtilhlutan Fræðslunefndar ÍSÍ gefið út fjögur fræðslurit um íþróttir: — Líffæra- og lífeðhsfræði — Þjálffræði — Hrejrfíngarfræði — Þjálfunar- og keppnissálfræði Fræðslunefnd ÍSÍ hefur með hönd- um styrkveitingar til eftirtalinna þátta; samkvæmt reglum þar um: — Leiðbeinenda- og þjálfaranám- skeið (A, B, C og D stig) sérsam- banda. — Samningu og útgáfu námsefnis fyrir þessi námskeið er sérsambönd- in sjá um. — Endurskoðun og útgáfu alþjóð- legra leikreglna sem notaðar em á opinberum íþróttamótum hérlendis. Fræðslunefnd ÍSÍ veitir sérsam- böndum er þess óska ráðgjöf við skipulagningu námskeiða, samn- ingu sémámsefnis og gerð kennsluáætlana fyrir námskeiðin. Ennfremur veitir hún viðtöku skýrslum um námskeiðin og þátt- takendur er þeim ljúka. Á gmndvelli þeirra em styrkimir veittir. Jafnframt hefur hún eftirlit með því að námskeiðin fari fram eftir þeim reglum er hún setur hvað varðar gæði og magn kennslu«og námsefnis. Loks ber_þess að geta að Fræðslu- nefnd ÍSI hefur jafnan gott sam- starf við íþróttafulltrúa ríkisins og námsstjóra skólaíþrótta. Mennta- málaráðuneytið hefur viðurkennt námsefni Fræðslunefndar ISI og er það notað á íþróttabrautum framhaldsskóla. A-stig ÍSÍ, kjarnanám- skeið Árið 1975 hafði Fræðslunefnd ÍSÍ látið útbúa námsefni fyrir 70 stunda námskeið almenns eðlis fyrir leið- beinendur í íþróttum sem nefnt var A-stig ISI (kjamanámskeið). Náms- efni þetta var samið með hliðsjón af námskeiðum sama eðlis og rekin vom af íþróttasamböndum annarra Norðurlandaþjóða. Tvö námskeið þessarar tegundar voru haldin hér í Reykjavík á vegum ÍBR og var þátttaka í þeim all góð. Fleiri slík námskeið voru auglýst en nægileg þátttaka fékkst ekki og gekk svo í tvö ár. Fræðslunefndin ræddi þetta mál innbyrðis og við ýmsa aðila íþróttahreyfíngarinnar og var það samdóma álit að nám- skeiðið væri of umfangsmikið og tæki of langan tima eins og þá var ástatt. Auk þess sem menn höfðu ekki áhuga á námskeiði sem ekki bar vissan keim af neinni ákveðinni íþróttagrein. Var þar af leiðandi horfið að því ráði (1977) að stytta A-stigs námskeiðið, flytja það inn í fræðslukerfi sérsambandanna og blanda það þeirra sérefni, auk þess sem kjamaefni ISI blandast náms- efni þjálfaranámskeiða á B, C og D stigi (sjá 1. málsgr. undir A-lið). Þetta virðist gefa góða raun, a.m.k. hafa sérsamböndin ekki séð ástæðu til umkvörtunar. Því má skjóta hér inn að önnur íþróttasambönd á Norðurlöndum nema það fínnska hafa horfið að sama ráði og við og jafnvel gengið enn lengið í styttingu námskeiða. Stutt þemanámskeið og fræðslufundir Eins og getið verður um hér á eftir er sérsamböndum alfarið ætlað að annast fræðslu fyrir sína aðila og þá með fjárhagslegum styrk frá Fræðslunefnd ÍSÍ. Þrátt fyrir þetta hefur Fræðslunefnd ÍSI gengist fyrir þemanámskeiðum og fræðslu- fimdum. Á þessu ári hefur Fræðslu- nefnd t.d. gengist fyrir: 1. Námskeiði í íþróttasálfræði 8.—10. maí 1987. A undanfömum árum hefur íþróttasálfræðin orðið þjflLfflRHNRMSKEia - . SERSflMBflNOfl æ veigameiri þáttur í þjálfun og keppni og þar af leiðandi einnig í menntun leiðbeinenda, þjálfara, liðsstjóra og leiðtoga innan íþrótta- hreyfingarinnar. En sökum þess að fagið hefur ekki hlotið þann sess í fræðslukerfi okkar sem vert er taldi Fræðslunefnd ÍSÍ nauðsynlegt að gangast fyrir vönduðu námskeiði í íþróttasálfræði.. Nefndinni tókst að fá dr. philos A. Morgan Olsen pró- fessor við íþróttaháskóla Noregs til að semja námsefni og kenna á nám- skeiðinu. Mikill áhugi var á þessu námskeiði og tilkynntu um 40 aðilar þátttöku. En þegar námskeiðið hófst mætti um helmingur þessa fjölda. Og er það auðvitað afar slæmt. Engu að síður tókst námskeiðið ágætlega. Fræðslunefndin hefur látið þýða kjama námsefnisins og er það til á skrifstofu ÍSÍ. 2. Fræðslufundur um félagsmál 15. október 1987. Félagsmála- fræðslu hefur ekki verið sýnd sú rækt innan íþróttahreyfingarinnar sem vert er. Hvað ÍSÍ og aðila þess varðar horfír þetta til bóta þar sem Fræðslunefnd ÍSÍ hefur nýlega Karl Guðmundsson fRHDSLUtf ERFI ísri. ákveðið að gera átak á þessu sviði. Fræðslunefnd ISI gekkst fyrir fræðslufundi um félagsmál hinn 15. október sl. í Reykjavík og tókst sá fundur með ágætum. 48 íþróttaleið- togar sóttu þennan fund og er ætlunin að halda slíka fundi víðar á landinu. Vonandi verður unnt að efna til fleiri þemanámskeiða því af nógu er að taka. Hlutverk sérsambanda í fræðslukerfi ÍSÍ Sérsambönd ÍSÍ bera höfuðábyrgð á allri fræðslu- og útgáfustarfsemi sem fram fer innan þeirra vébanda. Stjóm hvers sérsambands skipar fræðslunefnd sem hefur það megin- hlutverk að skipuleggja og annast um alla fræðslu- og útbreiðslustarf- semi sambandsins. Hlutverk fræðslunefndar getur ver- ið eftirfarandi: 1. Sjá um skipulagningu og fram- kvæmd fræðslunámskeiða og hafa um það samráð við héraðssambönd- in. S-------------------------------------------- Funda- og veislusalur T.iwdar Veislu-, funda, og ráöstefnusalur fyrir allt aö 100 manns, Allar veitingar. Kjörinn staöur við öll tækifæri. Þægilegt, persónulegt og rólegt yfirbragö. ^__________________________ ou tækifæri: • FUNDIR • RÁÐSTEFNUR • VEISLUR • ERFIDRYKKJUR • AFMÆLI ----------------\ Góðar aðstæður: • Myndbandstæki • Skyggnusýningavél • Myndvarpi • Tjald • Tússtöflur • Flettitöflur • Ljósritun • Telex HÖTEL LIHP RAUÐARÁRSTÍG 18 - 105 REYKJAVÍK SÍMI 623350 2. Semja námsskrár fyrir nám- skeiðin og annast öflun og gerð námsgagna í samráði við Fræðslu- nefnd ÍSÍ. 3. Ráða kennara á námskeðin. 4. Halda skrá yfir alla þá sem ljúka námskeiðunum. 5. Veita þjálfararéttindi í sér- greininni. 6. Viðurkenna kennara til kennslu á námskeiðum sambandsins. 7. Stuðla að því, ef unnt er, að þeir sem lokið hafa námskeiðum komi til starfa að námi loknu. 8. Hafa milligöngu um ráðningu þjálfara/kennara, sé þess óskað 9. Fylgjast með öllum nýjungum í sérgreininni á sviði kennslu og þjálfunar og koma upplýsingum þar um á framfæri á námskeiðum, fræðslufundum og/eða í frétta- og fræðslubréfi sérsambandsins. 10. Stuðla að námsferðum virkra þjálfara til útlanda. 11. Hafa gott samband og sam- vinnu við Fræðslunefnd ÍSf annars vegar og héraðssambönd og íþrótta- bandalög hins vegar. 12. Sjá um kynningu á íþrótta- greininni í skólum og víðar. Þjálfaranámskeið sérsambanda ISI Á myndinni sem hér fylgir er sýnt hvemig heildarskipulagi þjálfara- menntunar sérsambandanna er háttað. Öll sérsambönd ÍSÍ, sem á annað borð hafa komið upp náms- efni, en þau eru 10, reka þjálfara- námskeið sín á þessum nótum. Níu sérsambönd hafa enn ekki megnað að koma sér upp námsefni annað hvort sökum smæðar eða féleysis nema hvort tveggja sé. Námskeiðin em eins og sjá má byggð hvert ofan á annað með síauknum kröfum um kennslu- og tímamagn og hafa sérsamböndin samband um þau atriði við Fræðslu- nefnd ÍSÍ. Nokkur sérsambönd hafa mjög hæfu kennaraliði á að skipa en hjá þeim samböndum sem skóinn hefur kreppt að í þessu efni hefur Fræðslunefnd hjálpað til við útveg- un kennara. Hvort framangreint fræðslukerfi er nógu gott eða ekki er að sjálfsögðu opin spuming, enda eru engin mannanna verk svo fullkomin að ekki megi um bæta. Því er Fræðslu- nefnd ÍSÍ jafnan reiðubúin til að skoða jákvæða gagnrýni og tillögur sem stuðlað geta að úrbótum í fræðslukerfí íþróttahreyfingarinn- ar. Hvað varðar samræmingu stigs- námskeiða hinna ýmsu sérsam- banda þá er hún ekki möguleg nema að vissu marki. Hver íþróttagrein hefur sína séreiginleiká sem óhjá- kvæmilega verður að taka tillit til í grunnþjálfun, tækni og leikað- ferðum (taktik) og því fremur sem ofar dregur í námsskeiðsstigann. Fræðslunefndin hefur lagt öllum sérsamböndum til samræmda áætl- un um A-stigið. í greinargerð um fræðslumál sem Fræðslunefnd ÍSÍ lagði fyrir sam- bandsráðsfund ÍSÍ 1978 er tekið fram að hvert sérsamband fyrir sig skuli ákveða námsefni á B, C og D stigi og þau áhersluatriði sem þörf kunna að teljast. Þessi mál þurfa auðvitað að vera í stöðugri endurskoðun, eins og áður er getið, svo að þeim verði haldið í takt við þau viðhorf til fræðslu- mála sem gilda á hverjum tíma. Eftir því sem best verður séð eru fræðslunefndir þeirra sérsambanda sem komið hafa námskeiðsstiga sínum upp á B-stig vel vakandi fyrir öllum nýjungum, en það eru því miður aðeins 5 sérsambönd. Hlutverk héraðssam- banda og íþróttabanda- laga Hvert héraðssamband og íþrótta- bandalag ætti að skipa fræðslu- nefnd/fræðslustjóra sem hafí eftirfarandi hlutverk: 1. Að gera reglulegar kannanir til öflunar vitneskju um þarfir félag- anna á hveijum tíma fyrir mennt- aða leiðbeinendur, þjálfara og íþróttaleiðtoga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.