Morgunblaðið - 14.01.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.01.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1988 með í staðgreiðslunni eða verða þeir gerðir upp í lokauppgjöri árs- ins? Svar: Dagpeningar frá Trygg- ingastofnun ríkisins og vátrygg- ingafélögum eru utan staðgreiðslu. Slíkir dagpeningar eru þó skatt- skyldir en skatturinn verður gerður upp við álagningu næsta árs á eftir staðgreiðsluári. Skattkort — skilagrein Margrét Jónsdóttir spyr: Ef einhver vinnur í janúar á ein- um vinnustað en fer á annan í febrúar, getur hann þá ekki notað sama skattkortið eða verður hann að sækja um nýtt? Fær atvinnurek- andi sérstök eyðublöð til að gera skilagrein fyrir hvem mánuð og ef svo er hvar er þau að fá? Ef laun- þegi er undir skattleysismörkum þarf atvinnurekandi þá ekki að gera skilagrein? Hvemig á garðyrkju- bóndi að standa að sínum greiðsl- um? Nú hefur hann ekki tekjur fyrr en að vori. A hann að áætla tekjur sínar sjálfur eða gerir skattstofan það? Svar: 1. Sama skattkort gildir áfram. 2. Já. Allir atvinnurekendur sem eru á launagreiðendaskrá fá send árituð eyðublöð, sem færa skal skilagrein á. 3. Senda þarf skilagrein enda þótt ekki sé um afdrátt að ræða. 4. Garðyrkjubændur teljast til sjálfstæðra atvinnurekenda. Ber þeim að reikna sér endurgjald og skila staðgreiðslu í samræmi við það. 5. Atvinnurekendur senda skatt- stjómm áætlun um endurgjald sitt í upphafi staðgreiðsluárs. Um með- ferð þeirrar áætlunar fer síðan eftir þeim reglum sem þar eiga við. Meðlög — mæðralaun Hjördís Hilmarsdóttir spyr: Er enginn frádráttur vegna barna sem em eldri en 17 ára og í framhaldsnámi? Em meðlög og mæðralaun skattskyld? Svar: 1. Heimild skattstjóra 'til að lækka tekjuskattsstofn framfær- anda námsmanns er enn í gildi. Slík lækkun kemur þó ekki til fyrr en við álagningu eftir lok stað- greiðsluársins. 2. Meðlög með börnum em und- anþegin skatti ef þau fara ekki fram úr venjulegri Qárhæð barnalífeyris frá Tryggingastofnun ríkisins. Mæðralaun em skattskyld eins og verið hefur. Skattleysismörk Margrét Björnsdóttir: Fram hefur komið að maður sem býr með tekjulausri eiginkonu og hefur 75.666 krónur í mánaðarlaun greiðir engan skatt. Hve háan skatt greiðir maður sem býr með tekju- lausu bami sínu og hefur sömu laun? Svar: Skattfjárhæðin sem slík verður í þessu tilfelli 11.838 kr. en barnabætur einstæðra foreldra sem greiddar em út á staðgreiðsluárinu nema nú 13.416 kr. á ársfjórðungi eða 4.472 kr. miðað við mánuðinn. Sævar Gunnlaugsson spyr: Hvað má sjómaður með eigin- konu og eitt bam þéna mikið á mánuði til að vera undir skattleysis- mörkum? Svar: Ef eiginkona nýtir á engan hátt persónuafslátt sinn og gert er ráð fyrir að sjómaður sé lögskráður í 21 dag í mánuðinum verður skatt- laus flárhæð 100.009 kr. á mánuði. Bamabætur em ekki með í þessu dæmi því þær em gerðar upp sér- staklega og sendar rétthöfum ársfjórðungslega. Rekstrarhagnaður 1987 Finnur Jónsson spyr: Spumingin varðar einstakling sem hafði mikinn rekstrarhagnað 1987 en engin laun, hvorki fengin né reiknuð. Mun hann þurfa að greiða fullan skatt af þessum hagn- aði eða fær hann fastan frádrátt og persónuafslátt svo sem verið hefur og hvar em þá sk^ttleysis- mörkin? Svar: Ef tekjur sem aflað var á árinu 1987 verða skattlagðar gilda eftirfarandi skattstigar: 18% af fyrstu 540.000, af næstu 540.000 greiðast 28,5% og 38,5% af því sem eftir verður. Reiknað er með að útsvar sé 10,2%. Persónuafsláttur er 76.465 kr. á hvem mann. Fastur frádráttur hefur aldrei verið dreg- inn frá öðmm tekjum en launatekj- um eða reiknuðu endurgjaldi. Þannig verða skattleysismörk ein- staklings 290.344 á árinu 1988 vegna tekna ársins 1987. Ef allur skattstofn viðkomandi framteljenda er myndaður af rekstrarhagnaði einum em skatt- leysismörk í tekjuskatti við 413.694 kr. en varðandi bæði tekjuskatt og útsvar við 290.344 kr. Eftirvinnutekjur í desember Fjóla Guðmundsdóttir spyr: Er leyfilegt að taka skatt af eftir- vinnutekjum á tímabilinu frá 7. til 31. desember 1987 á þessu ári? Svar: Lög um gildistöku stað- greiðslu gera ráð fyrir slíku svo fremi sem eftirvinnulaun frá við- komandi launagreiðanda 7.12—21. 12. á árinu 1986 hafi verið talin með tekjum skattlausa ársins 1987. Ef eftirvinnulaun frá sama launa- greiðanda 7.12—31.12. á árinu 1986 er ekki í samræmi við lög að telja eftirvinnulaun 7.12.—31.12. 1987 með staðgreiðsluskyldum launum. Námsmannaskattkort Krístín Gísladóttir spyr: Ef námsmaður er ekki í vinnu yfir sumarið, getur maki hans þá nýtt skattkort hans og námsmanna- skattkort hans yfir sumarmánuð- ina? Svar: Millifærsla á persónuaf- slætti samkvæmt námsmanna- skattkorti getur numið allt að 80% af þeim afslætti sem námsmaður sjálfur nýtir ekki. notkun þeirra. Aðalreglan er að lágmarks ársafnot séu metin til verðmætis 10.000 km aksturs. Hver kílómetri er nú ákveðinn sem 15,50 kr. Kílómetraijöldi hvers mánaðar er þannig 833 km og lágmarksvið- miðun til staðgreiðslu er samkvæmt þessu 12.912 kr. Nánari reglur um frávik birtust í fyrmefndri auglýs- ingu RSK. Skylda til framtals á hlunnindatekjum er ótvíræð. Við álagningu eftir á verður tekið tillit til sannaðra frávika frá aðalregl- unni. Sjúkradagpeningar Krístín Sveinsdóttir spyr: Verða sjúkradagpeningar teknir 20 UTSALA ■50% afsláttur Vönduð efní klassísk snið. KAPGSALAN BORGARTÖNl 22 SÍMI 23509 Mæg bflastæði AKCIREYRI PARDCIS HAFMARSTRÆTI 88 SÍMI96-25250 spurt og svarad I Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINSI Skattamál HÉR Á eftir fara spurningar sem lesendur Morgunblaðsins hafa beint til þáttaríns Spurt og svarað um skattamál og svör við þeim. Þjónusta þessi er í því fólgin að lesendur geta hringt í síma Morgunblaðsins, 691100, milli klukkan 10 til 12 virka daga og boríð upp spurningar um skattamál. Morgunblaðið leit- ar svara hjá starfsmönnum embættis rikisskattstjóra og birtast þau siðan í þessum þætti. Húsnæöisbætur Árni Baldursson spyr: Ég keypti lóð ásamt sambýlis- konu minni árið 1983. Þar hófum við byggingu sem ekki varð fokheld og tókum aldrei lán út á hana. Hins vegar keyptum við okkar fyrstu íbúð í nóvember 1987. Fáum við húsnæðisbætur? Svar: Nei. Reglur um húsnæðis- bætur miða afdráttarlaust við að um fyrstu íbúð bótaþega hafí verið að ræða. Eins og lýsing fýrirspyij- anda liggur fyrir á byggingarfram- kvæmdum 1983 verður að álíta að hann og sambýliskona hans upp- fylli ekki skilyrði til að fá húsnæðis- bætur. Mögulegt er að fyrirspyij- andi og sambýliskona hans eigi rétt til vaxtaafsláttar eftir þeim reglum sem um þann afslátt gilda. Hlunnindi launþega Páll Jónsson spyr: Hvemig er litið á þau hlunnindi í staðgreiðslukerfinu þegar starfs- maður fær ókeypis húsnæði eða afnot af dýrum bifreiðum fyrir- tækja og stofnana í einkaþágu? Verða menn skyldaðir til að færa akstursbók sem sýnir hve mikið er ekið í þágu vinnuveitanda og hve mikið til einkaþarfa? Eftir hvaða reglum verður slíkt metið? Er mönnum skylt að gefa þessi hlunn- indi upp til skatts eins og um tekjur væri að ræða? Svar: Hlunnindi og fríðindi svo sem fatnaður, fæði, húsnæði og afnot af bifreiðum teljast til launa. Af þeim ber að reikna staðgreiðslu. Mat á þessum atriðum birtist í aug- lýsingu frá ríkisskattstjóra. Auglýs- inguna var að fínna í dagblöðunum m.a. um sfðustu helgi. Almenna viðmiðunin er sú að hlunnindi af ókeypis húsnæði séu metin sem svarar til 2,7% af gildandi fast- eignamati viðkomandi íbúðar eða húss, þ.m.t. lóð og bílskúr, skiptist sú fjárhæð sem þannig fæst á greiðslutímabilin. Nýjasta fast- eignamatið tók gildi 1. des. 1987. Varðandi ókeypis bifreiðir er við tekjumat í staðgreiðslu miðað við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.